Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Um þessar mundir er tekist á um lífeyri, hagstjórn og verð- tryggingu fjár- skuldbindinga á Ís- landi. Þörf er á þessari umræðu. Verðtryggð grein Ragnars Önundarsonar Þann 8. febrúar sl. birti Morgunblaðið grein eftir Ragnar Önundarson við- skiptafræðing sem fjallaði m.a. um popúlisma. Þetta er í fyrsta sinn sem greinarhöfundur sér ástæðu til að svara Ragnari Önundarsyni. Gagn- rýni er öllum holl rétt eins og lýsi þrátt fyrir óbragðið. Hagstjórn, krónan og verðtryggingin Um árabil hefur tíðkast að Íbúða- lánasjóður (ILS) láni verðtryggð íbúðalán. Lífeyrissjóðir fjárfesta í skuldabréfum af þessum toga sem gefin eru út í tengslum við lánveit- ingar þessa opinbera ríkisbanka sem og annarra banka. Meginástæðan fyrir áhuga lífeyrissjóða á þessum bréfum er að þessir pappírar teljast bera litla áhættu eða enga. En hver ber þá áhættuna á hinum endanum, enda heimurinn ekki áhættulaus með öllu? Bendir Ragnar réttilega á í grein sinni að vegna þessara lána, þ.e. verðtryggðra lána, getur ein- staklingur keypt fremur þriggja herbergja íbúð en tveggja þar sem greiðslubyrðin er lægri en af óverð- tryggðum lánum þar sem vextirnir geta orðið afar háir. Hvers vegna geta vextir af óverð- tryggðum lánum orðið svo háir? Það er vegna þess að í verðbólguskoti ber Seðlabanka Íslands (SÍ) lögum samkvæmt að stíga á bremsurnar og hækka vexti. SÍ ber skylda til þess að halda 12 mánaða verðlagsbreyt- ingum, samkvæmt vísitölu neyslu- verðs, í 2,5% með 1,5% vikmörkum skv. lögum nr. 36/2001 um bankann sjálfan. Því gerist það að áhættuleysi líf- eyrissjóðanna er varpað yfir á lán- takendur sem hafa safnað saman fjármunum sínum, t.a.m. barnafólk með tveggja herbergja íbúð og fá- einar krónur í eigin fé og verðtryggt lán. Eig- ið féð er svo étið upp og rúmlega það í áhættu þeirra til tryggingar áhættuleysi sjóðanna. Heimurinn er því greinilega ekki alls- kostar áhættulaus. SPRON og ólögmæt verðtrygging Hverjir lánuðu SPRON þegar SÍ reyndi að hækka vexti og var kominn að því að ná tökum á verðlaginu árið 2006? Var það ekki ÍLS sem hafði þar að baki lífeyrissjóði landsins í verð- tryggðum skuldabréfum? Var það ekki fyrrverandi efnahags- og við- skiptaráðherra sem gaf lögfræðiálit sitt til þess á sínum tíma að koma þessu fjármagni í „vinnu“ með rík- isábyrgð? Barst drifkrafturinn ekki frá vélasamstæðunni, um drifskaftið og út í hjólin í þeirri aðgerð þegar stigið var í botn? Ekki er að undra að vextir SÍ hækkuðu og að Einar Oddi Krist- jánssyni heitnum, þingmanni, hafi orðið eðlilega heitt í hamsi í um- ræðum á Alþingi haustið 2006 við fjárlagagerðina fyrir árið 2007. Hann bar skynbragð á hvaða villa þetta var. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og peningastefnan á Íslandi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) lagði ríka áherslu á að gætt yrði að fjármálastöðugleika þegar breyt- ingar á vaxtalögum komu til og ný peningamálastefna SÍ tók við fast- vaxtastefnunni. Með nýjum vaxta- lögum nr. 38/2001 var verðtrygging takmörkuð til að tryggja að pen- ingastefna SÍ læki ekki. Allt kom fyrir ekki. SPRON og fjölmargir fleiri lánuðu ólögmæt gengistryggð lán, sendu falsaðar skýrslur til SÍ um efnahag sinn og skekktu allt stórgreiðslukerfi lands- ins. Samkvæmt lögum um SÍ kemur skýrt fram að bankanum bar að halda verðlagi innan framan- greindra vikmarka. Þetta olli þenslu. Hefði meirihluti lánasafns bank- anna og ÍLS verið byggður á óverð- tryggðum skuldabréfum í krónum hefði fólk í hærra vaxtastigi ekki far- ið úr tveggja herbergja íbúð í allt að tveggja hæða einbýlishús, nýjan bíl og fellihýsi. Þannig hefðu stjórntæki SÍ virkað betur og áhrif stýrivaxta- hækkana miðlast greiðar um hag- kerfið. Fulltrúar SÍ kvörtuðu ein- mitt sáran undan þessu á árunum fyrir hrun. Verðtrygging eða ekki verðtrygging Verðtrygging þarf ekki að vera al- slæmur kostur. Hins vegar er sú verðtryggða fjármálaafurð, sem nú er almennt í boði, bæði einhæf og stórhættuleg íslensku sjálfstæði, sjálfstæðum gjaldmiðli þjóðarinnar og hagkerfinu í heild. Núverandi fyrirkomulag ógnar fjármálastöðugleika að óbreyttu. Bankakerfið batnar Kostir til verðtryggingar fyrir fagfjárfesta ættu að verða fjöl- breyttir sem og óverðtryggðir kost- ir. Bankar virðast vera að auka kost- ina í þessu efni um þessar mundir. Því framtaki bankakerfisins ber að fagna sérstaklega enda starfar þar oftar en ekki gott og vel meinandi fólk sem vill bæta ástandið. Þetta er ungt fólk sem þekkir vel stöðu sinn- ar kynslóðar og er tilbúið að bregð- ast við með nýjum vörum sem virka betur. Því má hins vegar ekki gleyma að varast ber að neytendur taki verð- tryggð lán án ítarlegrar kynningar eða jafnvel námskeiðs. Almenn verð- trygging slævir peningastjórn á Ís- landi og gefur lántakanda ranga mynd af raunverulegri greiðslugetu hans til lengri tíma. Á þá villu benti Ragnar í grein sinni. Helst ætti því að afnema verðtryggingu af neyt- endalánum. Þar virðist okkur Ragn- ar greina á. Verða fulltrúar atvinnulífsins, sem kalla eftir evru í dag og hafa einnig stuðlað að þenslu síðustu ára, að átta sig á ábyrgð sinni gagnvart fólkinu í landinu og komandi kyn- slóðum. Breytinga er þörf án evru. Verðtrygging lífeyrissjóða er áhætta unga fólksins Eftir Svein Óskar Sigurðsson »Núverandi fyr- irkomulag ógnar fjármálastöðugleika að óbreyttu. Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er BA í heimspeki og hag- fræði, viðskiptafræðingur MSc, MBA. Greinin „Anno 2008“ birtist á blogg- síðu minni (sgg.blog.is) í nóvember 2008 og við lestur hennar virðist sem sitjandi stjórn hafi mistekist að koma hér á „Nýja Íslandi“ eins og svo miklar vonir voru bundnar við. Fyrst skal nefna það sem gert hefur verið: Fjár- málakerfið er á fullu við að græða og sést ekki fyrir í innheimtuaðferðum, fjöl- skyldum sundrað og fólki hent út á götu samkvæmt hörðustu lagakrók- um. Verslunarfyrirtækjum hefur verið reddað með afskriftum skulda og nið- urfellingum á kröfum. Sama gildir um tryggingafélög og útgerðarfélög að ógleymdum sparisjóðum. Það sem ekki hefur verið gert: Ekki hefur verið snert við verðbótaþætti húsnæðislána sem þó er meginvandi húsnæðiskaupenda, sérstaklega ungs fólks, og fjárhagsvandi fjölmargra heimila af völdum hrunsins er ennþá óleystur. Ekki hefur verið gert nóg til að skapa fyrirtækjum eðlilegt rekstr- arumhverfi með lánafyrirgreiðslu og hæfilegum sköttum. Fólksflutningar úr landi eru óviðunandi, það er örugg- lega hægt að finna því fólki atvinnu ef rétt er að málum staðið. Hvað er til ráða? Ríkisstjórnin ræð- ur ekki við vandann, enda ósamstæð og hefur ekki lausnir sem okkur al- menningi finnst trúverðugar. Finna þarf einstaklinga sem eru hæfir til að taka að sér stjórn landsins og eru óspilltir af pólitískum tengslum. Ég sem leikmaður hef ekki næga þekk- ingu eða yfirsýn yfir vandann og þar af leiðandi vísa ég til þeirra sem hafa vit á og búa yfir lausnum að setja þær fram. svavargg@hotmail.com SVAVAR GUÐNI GUNNARSSON, eldri borgari og frístundamálari. Hvað er til ráða? Frá Svavari Guðna Gunnarssyni Svavar Guðni Gunnarsson gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn NÝLEGIR GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI MM Pajero Instyle 3,2, Árgerð 2008, dísel, sjálfsk. Ekinn 69.500 km Ásett verð: 6.490.000,- Land Cruiser GX Árgerð 2008, dísel, sjálfsk. Ekinn 82.000 km Ásett verð: 6.550.000,- Mercedes-Benz ML500 Árgerð 2006, bensín, sjálfsk. Ekinn 104.000 km Ásett verð: 4.990.000,- 3,0 TDi S-line, Árgerð 2007, dísel, sjálfsk. Ekinn 89.000 km Ásett verð: 7.490.000,- Audi Q7 Audi A6 2.0 TDi S-Line Árgerð 2008, dísel, sjálfsk. Ekinn 65.000 km Ásett verð: 4.490.000,- Ríkulega búinn bíll. 20” álfelgur, 7 manna útfærsla, sportsæti með leðri og alcantara, rafmagn í framsætum, loftpúðafjöð- run, lykillaust aðgengi og ræsing, glerþak, aftengjanlegur dráttarkrókur, rafmagnsopnun og lokun á afturhlera, nálgu- narvarar í stuðurum og bakkmyndavél, bluetooth símkerfi, S-line sportpakki og útlitspakki og margt fleira. OPIÐ HÚS Kaplaskjólsvegur 69 - Reykjavík Sérlega fallegt og vel um gengið 157,3 fm raðhús með fjórum svefnherbergjum, stórri óvenju bjartri stofu og stórum friðsælum suðursólpalli. Ákveðin sala. Ásett verð er 44,9 millj. Opið hús verður laugardaginn 11. febrúar milli kl. 11:00 og 14:00. Arngunnur og Ægir taka þá á móti gestum og sýna þeim húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.