Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Sælt er þreyttum að hvílast og sjúkum að sofa. Reynir, nú er komið að leið- arlokum að sinni. Þú varst mikill gleðinnar maður, hvort heldur að taka lagið eða segja sögu, tala um hesta eða fara á bak einhverjum gæðingnum. Ég á þér margt að þakka, ekki síst fyrir son minn, sem hefur átt samleið með þér og þínum í rúm þrjátíu ár í leik og starfi. Ég veit að þú átt góða heimkomu í Sumarlandið enda bíða margir vinir í varpa. Innilegar þakkir fyrir mig og mína. Lilja. Í gegnum árin fylgdist ég með Reyni Aðalsteinssyni, pabba bekkjarsystur minnar og meistaraknapa sem þekktur var um allan heim! Aldrei datt mér þá í hug að ég myndi fara á tamninganámskeið til hans – hvað þá að vinna náið með hon- um við skipulag námskeiða við Landbúnaðarháskóla Íslands! Til að byrja með kallaði hann mig ýmist Höllu eða Herdísi. Eitthvað sem sumir nemar lentu í – jú, það var vegna þess að hann tengdi nöfnin við hrossin á einhvern hátt. Hann kom gjarn- an með beinskeyttar ábending- ar, eins og þá sem ég fékk þeg- ar taumhaldið var ekki rétt – „Þú ert á hestbaki, ekki að keyra barnavagn!“ og svo fylgdi í kjölfarið mikil hláturroka sem smitaði út frá sér og allir þekkja sem sótt hafa tíma hjá honum. Reglulega eru haldnir vinnu- fundir við Endurmenntun LbhÍ, m.a. vegna Reiðmannsins – tveggja ára námskeiðsraðar sem byggist á hans hugmyndafræði um reiðmennsku og þjálfun. Nær undantekningarlaust komu fróðleiksmolar eða minningabrot frá Reyni í tengslum við tamn- ingar og þjálfun. Aðferðir sem hann hafið lesið um, séð á myndbroti eða uppgötvað af eig- in reynslu. Ég meðtók það eins og ég gat og melti. Áttaði mig svo ekki á því fyrr en ég hlust- aði á þekkta erlenda aðila að „karlinn“ var með þetta! Ég hafði heyrt þetta allt áður. Hann var alltaf á tánum, alltaf að fylgjast með, prófa æfingar, sannreyna kenningar eða þjálf- unartækni. Tileiknaði sér svo það sem virkaði og útskýrði með rökum en sleppti öðru. Miðlaði því svo beint í kennslu! Eitt af því sem ég hafði ekki áttað mig á var áhugi Reynis á boltagreinum, ekki síst hand- bolta og fótbolta. Gjörsamlega forfallinn og lét í sér heyra! Skipulag á vinnuhelgum gat því farið út og suður þegar stórmót voru í gangi. En karlinn fékk alla með sér í tímabreytingar. Hann var einkar laginn við að fá fólk til að hjálpa til, hlaupa und- ir bagga og gera hluti sem þurfti að gera, eiginlega bara með smá augnhreyfingu og raddblæ. Hæfileiki sem fáir leika eftir og unun var að fylgj- ast með! Stundum hefði ég viljað vera þreföld til að geta sinnt öllum hugmyndum sem hann kom með í tengslum við sýningar, keppn- ir, sjónvarpsþætti, námskeið, Reynir Aðalsteinsson ✝ Reynir Aðal-steinsson tamn- ingameistari og yfirreiðkennari við LbhÍ fæddist í Reykjavík 16. nóv- ember 1944. Hann andaðist á Sjúkra- húsinu á Akranesi 25. janúar 2012. Útför Reynis fór fram frá Hallgríms- kirkju 10. febrúar 2012. Jarðsett var á Hvanneyri. o.fl. En í stað þess varð ég að vera sú leiðinlega og benda á ýmsa praktíska þætti sem gengu ekki upp eða kost- uðu alltof mikið í framkvæmd. Nokkrar fengu þó brautargengi og lifa í minningu fólks. Það fór um mig þegar ég frétti að Reynir hefði greinst með krabbamein, enda svo stutt síð- an ég kvaddi annan vinnufélaga og vin sem féll frá eftir stutta en harða baráttu við þetta mein. Dagurinn sem Reynir kvaddi var fegursti dagur ársins, hvítt yfir öllu, logn og fyrstu sólar- geislar ársins dönsuðu yfir Skarðsheiðinni. Betra ferðaveð- ur hefði ekki verið hægt að fá. Mínar dýpstu samúðarkveðj- ur til ættingja og vina. Minning hans lifir. Skuggarnir færðust yfir Fámál og hljóð hugsuðum. Hlýir geislar birtust. Ferðahugur í aðra átt – án mín. Við gengum að bakkanum hljóðlát og klökk. Kveðjumst … Hann stígur á bak. Folinn frýsar. Halda yfir – án mín. Ásdís Helga Bjarnadóttir, Hvanneyri. Reynir Aðalsteinsson var þannig gerður að maður þurfti ekki að þekkja hann mikið til að líka vel við hann. Það er bara þannig að sumir hafa eitthvað við sig; ljúft og bjart fas. Okkar fyrstu eiginlegu kynni af Reyni voru þegar við „plötuðum“ hann til að taka þátt í hestatengdu verkefni í Bandaríkjunum. Verkefnið var einkum falið í reiðkennslu og smásýningar- haldi á skautasvellum. Það var okkur mikill fengur að fá Reyni í hópinn, og úr varð að við fór- um saman í þrjár ferðir til Bandaríkjanna. Reynir átti einstaklega gott með að ná sambandi við fólk, og varð strax mjög vinsæll meðal nemenda sinna. Hann var alltaf tilbúinn til að gefa af sér, miðla þekkingu sinni, en þekking Reynis á hestum og hesta- mennsku átti sér engin tak- mörk. Hann var algjör snilling- ur á sínu sviði, en umfram allt skemmtilegur og góður drengur. Við erum þess óendanlega þakk- lát að hafa kynnst Reyni og fengið að verða honum sam- ferða, þótt ekki hafi verið nema í stuttan tíma. Við samhryggj- umst innilega fjölskyldu og vin- um Reynis. „Í dag verða hestarnir gerðir klárir til bardaga, en sigurinn verður Guðs.“ Englunum hefur borist öflugur liðsauki. Björn og Guðríður, Þúfu í Kjós. Okkur Sigrúnu setti hljóð þegar okkur barst sú sorgar- fregn að Reynir Aðalsteinsson hefði hafið sína hinstu ferð. Þessi mikli snillingur sem skildi hesta og þeirra þarfir og lang- anir betur en nokkur maður sem ég þekki varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum vá- gesti eftir stutta en harða bar- áttu. Hugur okkar er með Jón- ínu, hinni glæsilegu eiginkonu hans sem ávallt stóð við hlið hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Á stundum sem þessum streyma minningar fram og flestar eru að sjálfsögðu tengdar hestamennskunni og þeim fjölmörgu ánægjulegu stundum sem við áttum saman þar. Það var nú ekki ónýtt fyrir ungt fyrirtæki eins og Íshestar voru á 10. tug síðustu aldar að fá að njóta starfskrafta Reynis og fjölskyldu í ótal ferðum inn á og yfir Arnarvatnsheiði og margar ánægjustundir áttum við saman í faðmi fjallanna. Reynir var náttúrubarn og ég hef ávallt staðhæft að hann tal- aði við hestana og skildi þeirra mál. Það er erfitt fyrir þann sem ekki hefur reynt það að skilja hvernig það var að ferðast með Reyni á hestbaki. Stöðugt verið að fylgjast með að farþeg- ar hafi það gott á hestunum og nái því besta út úr þeim. Þegar áð var kom ást hans á landinu og virðing best í ljós og margar voru þær stundir þegar maður gleymdi sér við að hlusta á sög- ur hans og útskýringar á Ís- landssögunum en þær hafði hann margar og að sjálfsögðu hafði hann mikið dálæti á Hellis- mannasögu! Við vorum oft saman erlendis, bæði á sýningum og keppnum og það fór ekki framhjá nokkr- um manni hversu mikillar virð- ingar Reynir naut þar og þá sérstaklega í Þýskalandi. Þar, sem og í mörgum öðrum lönd- um, er mikill harmur kveðinn og er sem dökkur skuggi liggi yfir samtökum Íslandshestaeigenda víða um heim. Reynir var brautryðjandi og í forystusveit með Gunnari Bjarnasyni, þeim mikla dugn- aðarforki sem svo sannarlega ruddi brautina fyrir alla þá sem vinna við útflutning á íslenska hestinum í dag. Reynir dáði Gunnar mjög og þreyttist sjald- an á að segja okkur félögunum sögur af þessum fyrstu árum sem auðvitað voru sveipaðar frægðarljóma. Ég ætla nú öðr- um að fjalla um hans stórkost- lega feril sem keppnismanns en get þó ekki látið hjá líða að nefna þann hest sem Reynir sennilega dáði öðrum fremur en það var Stjarni frá Svignaskarði sem Reynir reið til gullverð- launa á Evrópumeistaramóti á árum áður. Það er auðvitað margs að minnast og hægt að halda enda- laust áfram en fátækleg orð megna ekki að túlka þær hlýju tilfinningar sem bærast í brjóst- um á stundum sem þessum, já og þakklæti fyrir allar samveru- stundir liðinna ára. Fallinn er í valinn einn mesti reiðsnillingur Íslands en minningin mun lifa, minning um góðan dreng sem helgaði líf sitt íslenska hestinum og kennslu fyrir æsku þessa lands. Jónínu, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum sendum við okkar innilegar samúðarkveðjur, megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar. F.h. starfsfólks og samstarfs- aðila Íshesta ehf., Sigrún Ingólfsdóttir og Einar G. Bollason. Þegar kallið kemur þá er það alltaf of fljótt, ekki síst þegar menn eru í háönnum að byggja upp og miðla af sínum visku- brunni. Ég kynntist Reyni á unga aldri og lágu áhugamál okkar þétt saman, hestamennsk- an í víðum skilningi. Hann var fæddur á mölinni en strax kom í ljós að hans hugsjón var hesta- mennskan. Hann varð strax brautryðjandi í tamningum og aðferðafræðum, einn af stofn- endum Félags tamningamanna (FT) og fyrsti tamningameistari félagsins, hann gegndi for- mennsku FT um tíma auk ann- arra trúnaðarstarfa, þungavigt- armaður í markaðssetningu á íslenska hestinum um allan heim. Reynir var mikill keppn- ismaður, virkur þátttakandi hér- lendis sem erlendis með glæsi- legum árangri sem státar af Heims- og Íslandsmeistaratitl- um auk fjölda annarra viður- kenninga. Náin kynni okkar hófust fyrir löngu á ferðalögum við kynn- ingu og markaðssetningu á hest- inum í Evrópu og Bandaríkj- unum og oftast á þeim tímum á vegum SÍS. Jafnframt unnum við oft saman við prófadæming- ar, man ég hvað það hentaði honum illa ef menn náðu ekki tilskildum lágmörkum, fannst honum að allir ættu að ná, nem- endurnir voru honum svo hjart- fólgnir. Næmi Reynis og skilningur hans í að lesa hestinn og knap- ann var einstakur. Hann var oft langt á undan sínum samtíðar- mönnum og var ófeiminn að prufa og koma fram með nýjar aðferðir . Ég efa að nokkur maður í okkar röðum hafi miðlað sinni þekkingu með námskeiðahaldi út um allan heim í eins miklum mæli og hann gerði. Auk þess kom frá honum fjöldi kennslu- gagna og nú á seinni árum starfaði hann sem yfirkennari á LBHÍ og bætti skrautfjöður í hatt landbúnaðarháskólans á Hvanneyri þar sem hann kom á laggirnar hestatengdu námi, Reiðmanninum, sem notið hefur vinsælda. Sviðsljósið eða efnishyggja var ekki hans vettvangur heldur hugsjónin til hestsins og ástríða að leiða fólk með sér til betri vitundar. Eftirminnileg er sýn- ing Reynis og Sikils, keppnis- hests hans, á Íslandsmótinu 2011 þar sem þeir félagar voru með hreina sýnikennslu um hvernig samspil manns og hests á að vera í keppni. Reynir var dagfarsprúður með létta lund og sterka rétt- lætiskennd, dró menn ekki í dilka og sá gjarnan góðu hlið- arnar hjá öllum, hann naut sín á gleðistundum og var söngmaður mikill og fagurkeri. Reynir gegndi erindum sendiherrans oftar en ekki fyrir hönd íslenska hestsins á erlendum grundum þar sem hann dvaldi langtímum. Hann var lánsamur með sínum lífsförunauti, henni Jónínu, sem hann bar mikla virðingu fyrir, enda stýrði hún skútunni heima á Íslandi og ól upp stóran barnahóp sem öll stóðu þétt við bakið á honum. Í þessum fátæklegu línum um einn af okkar brautryðjendum og risa í hestamennskunni vil ég segja að hann var snillingur af guðs náð og munu verk hans lifa. Hafðu þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir íslenska hestinn sem menn munu njóta um ókomna tíð. Innilegar samúðarkveðjur til þín, Jónína mín, og fjölskyld- unnar. Sigurbjörn Bárðarson. Kveðja frá Landbúnaðar- háskóla Íslands Kær samstarfsmaður okkar hjá Landbúnaðarháskóla Ís- lands er fallinn frá. Hann var frumkvöðull í nútímareið- mennsku, tamningum og reið- kennslu og breiddi út hróður ís- lenska hestsins um víða veröld. Hann átti margt ógert, var sí- frjór í innleiðingu nýrra aðferða og hugmynda í hestamennsku, en varð að lúta í lægra haldi fyr- ir erfiðu krabbameini og kveðja – of snemma. Starfsvettvangur Reynis var heimur íslenska hestsins og ferðaðist hann víða um lönd við kennslu, þjálfun og sýningar. Hann starfaði nú síðustu árin sem yfirreiðkennari og hug- myndasmiður hestatengdra námskeiða á Hvanneyri, við Landbúnaðarháskóla Íslands. Reynir helgaði líf sitt hestinum, hóf sinn feril sem tamningamað- ur um 1960 og starfaði óslitið alla tíð við hestamennsku. Hann var í fararbroddi yngri tamn- ingamanna sem sóttu sér nýj- ungar í reiðmennsku, m.a. til Þýskalands á árunum upp úr 1970 og var í fjóra áratugi einn okkar dugmesti og virtasti kennari í hestafræðum, flutti fyrirlestra, samdi kennslubækur og myndbönd um reiðmennsku og tamningar. En fyrst og fremst var hann frábær fyrir- mynd í því sem hann boðaði og kenndi. Hann var í stöðugri þró- un og allt fram á síðasta dag í eldlínu keppnismennskunnar. Einkenni á allri hans framgöngu var virðing fyrir hestinum og prúðmennska. Fágun, næmni og stíll. Hann var hvetjandi og sanngjarn kennari – vildi hjálpa fólki að skilja og njóta hestsins og fór aldrei í manngreinarálit í þeim efnum. Reynir kom fram með margar nýjungar hesta- mennskunni til framdráttar og mætti nefna ótal dæmi þar um. Ég læt þó nægja hér að minnast á eitt mikilvægt verkefni sem hann átti hugmyndina að og kom í framkvæmd sem starfs- maður Landbúnaðarháskóla Ís- lands nú síðustu árin og kallast „Reiðmaðurinn“. Þetta er röð námskeiða sem ætluð eru hinum almenna hestamanni sem vill leita sér skipulegrar þekkingar og eflast í íþróttinni. Í þessu vel heppnaða verkefni naut Reynir sín vel og kostir hans blómstr- uðu. Köllun hans var að koma fólki til mennta í reiðmennsku og læra að njóta hæfileika hestsins á eigin forsendum. Margar fleiri hugmyndir til framfara á sviði hestamennsk- unnar átti Reynir. Nú er það þeirra sem eftir standa að hrinda þeim í framkvæmd. Við höfum misst öflugan liðsmann en minning mun lifa um ókomna tíð í góðum verkum. Fjölskyldu Reynis og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Ágúst Sigurðsson rektor. ✝ AÐALHEIÐUR ÓSKARSDÓTTIR MOSKIOS, lést fimmtudaginn 19. janúar. Jarðarförin fór fram í St. Mary’s Episcopal Church í Pocomoke City, Maryland í Bandaríkjunum. Thomas Moskios, Lynn Wiljanen, Gústaf Óskarsson, Kristbjörg Markúsdóttir, Málfríður Óskarsdóttir, Anna Júlía Óskarsdóttir, Ómar Óskarsson, Ólafía K. Sigurgarðsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, TORBEN FRIÐRIKSSON fyrrverandi ríkisbókari, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 4. febrúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Rauða kross Íslands. Margrét B. Þorsteinsdóttir, Steen Magnús Friðriksson, Heléne Westrin, Hanna Katrín Friðriksson, Ragnhildur Sverrisdóttir, Knútur Þór Friðriksson, Hanna Kristín Pétursdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR A. JÓNSSON Frá Möðrudal á Fjöllum, Barmahlíð 16, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 7. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Sigríður Jóna Clausen, Eyjólfur Þ. Þórðarson, Jóna Pálsdóttir, Ólöf A. Þórðardóttir, Pétur Pétursson, Aðalheiður Þórðardóttir, Halldór Hafsteinsson, Jóhanna Jóna Gunnlaugsdóttir, Júlíus Á. Guðmundsson, Jón Hlynur Gunnlaugsson, Karen Ósk Hrafnsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, bróðir og sonur, DAGUR BENEDIKTSSON hjúkrunarfræðingur, Lyngmóum 16, Garðabæ, lést á deild A 6 Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Maricris Castillo DeLuna, Emil Dagsson, María Kristveig DeLuna Dagsdóttir, María Kolbrún DeLuna Dagsdóttir, Kristjana Benediktsdóttir, Sigurveig Benediktsdóttir, Benedikt Þormóðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.