Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 ✝ Jakob Ólafs-son (Addi) fæddist í Fagradal í Mýrdal 2. október 1928. Hann lést 5. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Ólafur Jak- obsson, f. 3. mars 1895 í Skammadal í Mýrdal, d. 18. júlí 1985 og Sigrún Guðmundsdóttir, f. 29. október 1894 í Heiðarseli á Síðu, d. 26. febrúar 1997. Ólaf- ur og Sigrún hófu búskap sinn í Fagradal en fluttust til Víkur 1960. Jakob átti sjö systkini: Magnús Jón, f. 23.2. 1916, Sól- veig, f. 19.6. 1918, d. 5.5. 2010, Guðríður, f. 21.10. 1919, d. 21.10. 1984, Kjartan, f. 22.3. 1921, d. 9.11. 1922, Guðfinna Kjartanía, f. 16.9. 1923, Jakob, f. 25.11. 1924, d. 9.5. 1926 og Óskar Hafsteinn, f. 23.9. 1931. 30.12. 1973 giftist Jakob eft- irlifandi eiginkonu sinni, Elsu Pálsdóttur frá Litlu-Heiði í Mýrdal. Barn þeirra er Ólafur, f. 26.10. 1969, giftur Lovísu Ingu Ágústsdóttur, f. 19.8. 1970, saman eiga þau tvö börn: Elsu Rún, f. 5.11. 2000 og Birki Frey, f. 15.11. 2003. Jakob og Elsa hófu sína sambúð í Vík 1971 en fluttust síðan til Vestmannaeyja í júlí 2006. Addi fór ungur á sjóinn og stundaði hann um nokkurra ára skeið þar til hann gerist bóndi í Fagradal. Eftir nokk- urra ára búskap fór hann að vinna á jarðýtu við vegafram- kvæmdir og síðar á vélaverk- stæðinu Víkurvögnum. Þá sneri hann sér aftur að bústörf- unum og gerðist bóndi að Litlu- Heiði um 1981 þrátt fyrir að búa áfram í Vík. Addi var einn- ig félagi í Björgunarsveitinni Víkverja. Síðustu ár ævi sinnar bjó Addi ásamt konu sinni í Vestmannaeyjum þar sem Ólaf- ur sonur þeirra og fjölskylda býr. Útför Jakobs fer fram frá Landakirkju í dag, 11.2. 2012, og hefst athöfnin kl. 11. Svili minn, Jakob Ólafsson frá Fagradal, lést með heldur sviplegum hætti sunnudaginn 5. febrúar sl. Hann var fæddur í Fagradal í Mýrdal 2. október l928 – eitt sex barna hjónanna Sigrúnar Guðmundsdóttur og Ólafs Jak- obssonar, sem upp komust. Síðar meir átti Jakob eftir að taka við búi þeirra um fá ár. En þá brá hann á önnur ráð, seldi jörðina frænda sínum og flutti til Víkur. Hóf hann þá að vinna á jarðýtum og á vertíðum í Vestmannaeyjum, var m.a. um tíma stýrimaður á bát. Seinna tóku svo við allmörg ár við framleiðslu Víkurvagna, sturtuvagna sem þá var nýjung og urðu fljótt vinsælir meðal bænda og verktaka. En þegar þeirri framleiðslu var hætt gerðist hann aðstoð- armaður mága sinna á Litlu- Heiði. Þeir hófu m.a. rófna- rækt sem í dag er orðin æði stór í sniðum og býsna nútíma- vædd. En aldurinn færðist yfir og heilsunni hrakaði. Fyrir sex árum ákváðu þau hjónin að flytja til Vestmannaeyja þar sem Ólafur sonur þeirra býr með konu og börnum. Seldu hús sitt á Grund og keyptu sér íbúð á Foldahrauni í Vest- mannaeyjum. Síðustu árin urðu honum all- erfið. Heyrnin var fyrir löngu farin að gefa sig og síðustu ár- in líka fæturnir. Því hlýtur hvíldin að hafa verið honum kærkomin þótt aðdragandinn væri stuttur. Við Jakob vorum svilar eins og áður sagði, giftir systrum frá Litlu-Heiði. Þótt við byggj- um alla tíð hvor í sínum lands- hluta voru samskipti okkar mikil í gegnum tíðina. Við fór- um gjarnan í sumarferðalög, raunar með fleira fólki okkur tengdu, m.a.s. um öræfi lands- ins. Ekki síst þar naut Jakob sín, enda gamall björgunar- sveitamaður. Það lengdist á milli sam- funda, þegar þau hjón fluttu til Eyja. Þó man ég vel sumar- blíðan dag í hitteðfyrra. Þá sigldum við, tvenn hjón, blíðan byr úr Landeyjahöfn og áttum dýrlegan og ógleymanlegan dag með þeim hjónum við skoðun Heimaeyjar. Sá dagur gleymist seint. En allir dagar eiga kvöld. Það var komið kvöld í ævi þessa svila míns og fari hann nú í friði og Guði falinn. Samúðarkveðjur sendum við Áslaug ykkur aðstandendum, Elsu, Ólafi, Lovísu og börn- unum. Brynjólfur Gíslason. Jakob Ólafsson, eða Addi eins og hann var jafnan kall- aður, hefur nú kvatt þennan heim á sínu áttugasta og fjórða aldursári. Þó svo að kveðju- stundina sjálfa hafi borið brátt að þá hafði heilsu hans hrakað jafnt og þétt síðastliðin ár. Sporin voru tekin að þyngjast og lífskrafturinn fór þverrandi. Það er mín trú að Addi hafi kvatt lífið á sama hátt og hann lifði því, sáttur við guð og menn. Ég hef þekkt Adda alla mína tíð. Formleg tengsl okkar Adda eru á þann veg að hann var eig- inmaður hennar Elsu föður- systur minnar. Hann og Elsa giftu sig fæðingarárið mitt og Óli sonur þeirra kom ungur heim að Litlu-Heiði í sveit og ég eignaði mér hann strax sem stóra bróður. Samskipti okkar Adda urðu svo enn meiri þegar hann fór að sinna bústörfum heima á Heiði upp úr 1980 en þau stundaði hann upp frá því út starfsævi sína. Það sem ein- kenndi Adda sem bónda var í mínum huga aðallega tvennt. Hann var fyrir það fyrsta ákaf- lega laginn við smíðar og við- gerðir ýmiss konar og hins veg- ar var hann afar elskur að dýrum. Addi var mikill rollu- karl og hann dekstraði rollurn- ar sínar svo mjög að mönnum fannst stundum nóg um enda var það spakasta féð á Heiði þar sem hann réð húsum. Addi var vinur dýra en hann var ekki síður vinur barna. Við systkinin á Heiði nutum í barn- æsku góðs af gjafmildi hans og vinsemd og ég veit að þau eru mörg börnin sem Addi hefur gaukað einhverju góðu að í gegnum tíðina. Þegar ég komst á unglingsárin og fór að ganga í skóla niðri í Vík gerðist ég al- gjör heimagangur á heimili þeirra Adda og Elsu á Grund. Ég vil meina að hann Óli hafi hreinlega sofnað á verðinum því hann var ekki fyrr farinn til náms að Laugarvatni en ég var flutt inn í herbergið hans, farin að stela fötunum hans, komin í fulla þjónustu hjá Elsu og al- gjört dekur hjá Adda. Elsa segir stundum að Addi hafi látið allt eftir mér og ég held að það sé nokkuð raun- sönn lýsing á okkar samskipt- um. Eftir að ég fékk bílprófið var Addi alltaf boðinn og búinn að lána mér bílinn þrátt fyrir það að ég væri svo sem ekki burðugur bílstjóri. Fyrst eftir að ég fékk bílprófið þá lét hann mig stundum keyra sig í smáer- indi í Víkinni, út í Skála að kaupa sígarettur eða út í búð að kaupa sætindi með kaffinu. Í mínum huga voru þessar bíl- ferðir okkar Adda mjög lýsandi fyrir okkar samskipti. Það var alveg saman hvernig ég mis- þyrmdi gírkassanum í bílnum hans eða hversu mjög bíllinn hökti undir minni stjórn, hann sagði bara að þetta væri fínt hjá mér. Adda var jákvæðni eðlislæg og hann gerði sér aldr- ei nokkurn tímann rellu út af smámunum. Hann Addi minn hefur nú bundið bát sinn við bryggju hinu hinsta sinni í lífsins ólgu- sjó. Að ferðalokum vil ég færa honum hjartans þökk fyrir alla þá gæsku, gjafmildi og þolin- mæði sem hefur alla tíð ein- kennt okkar samskipti. Farðu í friði, fóstri minn. Ég votta henni Elsu minni, Óla, Lovísu Ingu og börnunum mína einlægustu samúð. Sigrún Tómasdóttir. Föðurbróður minn Jakob Ólafsson kvaddi snögglega, það var í hans stíl. Addi frændi var ekki maður margra orða. Glettnin í augunum sagði oft meira en mörg orð. Hann var sannur Skaftfellingur og lagði ekki í vana sinn að segja af- dráttarlaust já eða nei. Honum nægði oft að segja hva, ég held ekki, nú eða einfaldlega ha? Eftir að reykingamönnum var sá kostur einn nauðugur að fara út á svalir eða stétt til þess að teyga í sig reykinn fylgdist ég með ferðum Adda í veislum og ættarmótum og sat um að fara með honum út og eiga orðaskipti við hann. Í meitluð- um setningum var farið yfir sviðið, menn og málefni, allt og ekkert var undir í stuttu spjalli. Hann pírði augun og hristist þegar hann hló sínum smitandi hlátri. Þegar ég var lítil stelpa var alltaf komið við hjá Adda og Elsu á Grund. Þvílíkt barnalán að þau skyldu eignast hann Óla, alnafna afa okkar Ólafs Jak- obssonar. Addi og Elsa fluttu frá Vík til Vestmannaeyja til þess að vera nær Ólafi syni sín- um, Lovísu tengdadótturinni og barnabörnunum Elsu Rún og Birki Frey. Það þurfti ekki mörg orð til þess að skilja og skynja væntumþykju og stolt Adda frænda þegar hann talaði um fólkið sitt. Það var gott að vita af þeim Adda og Elsu í ná- grenni við þau síðustu árin. Ég er þakklát fyrir Adda frænda og er þess fullviss að Guð hefur búið honum stað í ríki sínu. Guð blessi Elsu, Óla, Lovísu og barnabörnin. Blessuð sé minningin um góðan dreng, Jakob Ólafsson frá Fagradal. Sigrún Óskarsdóttir. Jakob Ólafsson Lífshamingja manna byggist að verulegu leyti á því hvernig til tekst að velja sér lífsförunaut. Með Katrínu konu minni eignað- ist ég yndislega tengdaforeldra og tengdafólk, Andrés og Sigríð- ur tóku mér opnum örmum frá upphafi og sömu sögu má segja um börn þeirra og tengdabörn. Á þessum tíma var ég að flytja aftur í heimahagana og hefja þar búskap með foreldrum mínum. Andrés og Sigríður voru bæði bændur af guðs náð og höfðu um langa hríð rekið búskap að Stóra- Kroppi í Reykholtsdal. Þau þekktu því bæði þær tilfinningar sem lágu að baki ákvörðun minni að helga mig búskap og studdu mig með ráðum og dáð. Sigríður Andrés Jóhannesson ✝ Andrés Jó-hannesson fæddist 20. desem- ber 1931 á Sturlu- Reykjum í Reyk- holtsdal, Borg. Hann lést á Foss- heimum 1. febrúar 2012. Útför Andrésar fór fram frá Grens- áskirkju 10. febr- úar 2012. hefur frá upphafi séð alfarið um allt bókhald tengt bú- rekstrinum og kann ég henni bestu þakkir fyrir, því bókhald er ekki mín uppáhaldsiðja. Andrés hefur alltaf reynst mér ráðholl- ur og úrræðagóður, oft umfram það sem venjulegir höfðu fram að færa. Skýring á útsjón- arsemi hans var m.a. sú að sem ungur maður veiktist hann alvar- lega af lömunarveiki og gekk því ekki heill til skógar, hann beitti því ýmsum brögðum til að létta sér bústörfin. Tengdafaðir minn hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig standa ætti að búskap þannig að hann skilaði bóndanum lífsviður- væri og ekki síður ánægju af starfinu. Búskapur þeirra hjóna var ræktunarbúskapur af bestu gerð, miklar afurðir úr fjósi og fjárhúsum og reiðhestarnir góð- ir. Andrés og Sigríður ræktuðu öll tún og byggðu upp öll útihús á Stóra-Kroppi eftir að þau tóku þar við búsforráðum. Ég dáðist oft að því hversu húsakosturinn var langt á undan sinni samtíð, bæði með tilliti til vinnuhagræð- ingar og velferðar búfjár. Það var mér mikið ánægjuefni hversu góð vinátta tókst með Andrési og Sigríði og foreldrum mínum. Það skorti ekki umræðu- efnin þegar þeir hittust pabbi og Andrés, þá var oft glatt á hjalla. Ein minning er mér sérstaklega dýrmæt þegar ég hugsa til þeirra tveggja. Á fögru sumarkvöldi brugðum við okkur á hestbak með smálögg í glasi og skoðuðum Reykjalandið. Þeir nutu þess fullkomlega að vera vel ríðandi í fögru umhverfi og auðvitað báðir á gæðingum úr eigin ræktun. Að sjálfsögðu var áð öðru hverju og hresst upp á sálartetrið með ljúf- fengum guðaveigum. Ég kynntist því af eigin raun að tengdafaðir minn var mjög lagtækur smiður bæði á tré og járn og munu bæði íbúðarhúsið okkar og útihúsin bera því vitni um ókomin ár. Þar fann hann ýmsar lausnir sem engum höfðu dottið í hug. Það var löngum við- kvæði konu minnar: „Spyrjum pabba, hann kann ráð.“ Í augum barna okkar var afi Addi nánast æðri vera, enda óþreytandi við að uppfylla allar þeirra óskir og væntingar. Minn- ingin um afa, góðmennsku hans, þolinmæði og lífsgleði verður þeim dýrmætt veganesti. Maðurinn með ljáinn eirir eng- um, nú var komið að tengdaföður mínum að fá hvíldina að loknu óeigingjörnu og giftudrjúgu ævi- starfi. Ég þakka af alhug alla okkar samveru. Sveinn. Ég hef verið svo lánsöm að eiga góðar ömmur og góða afa. Samvistir með þeim hafa kennt mér margt og á ég um það marg- ar góðar minningar. Nú eru báðir afarnir mínir farnir og ég efast ekki um að þeir verða glaðir að hittast hinumegin. Eftir á ég tvær yndislegar ömmur sem ég vona að ég fái að eyða með mikl- um tíma til viðbótar. Alveg frá því ég fæddist vor- um við afi Addi góðir vinir, ég á mikið af fallegum myndum sem amma tók af okkur saman. Ég man bara eftir einu skipti sem við urðum ósátt, það var þegar ég varð alveg hund-hund-hundfúl sirka 6 ára, mig minnir að það hafi verið út af því ég missti af barnatímanum – við höfum mikið hlegið að því síðan enda held ég að hvorugt okkar hafi nokkurn tíma eftir það orðið svona hund- hund-hundfúlt. Á meðan borgarbörnin fóru í sveit fór ég oft til Reykjavíkur til ömmu og afa og það var alltaf jafn gaman – margar skoðunar- ferðir um bæinn og alltaf kókó- pöffs og smámál (sem eins og barbí var stranglega bannað heima í sveitinni). Ferðirnar í Perluna voru ófáar, því þar var svo gaman að fá ís, tvær kúlur í vöfflu. Stundum (lesist alltaf) langaði mig í meiri ís og þá gaf afi alltaf peninga fyrir einni kúlu til viðbótar. Við höfum gert margt skemmtilegt saman við afi, allt frá því að byggja barbíþorp í stofunni yfir í að velja tölur sem afi lagari gæti saumað á talna- lausar flíkur. Stundum fórum við saman að veiða, þá sendi amma okkur af stað með dós af maís- baunum til að beita með. Í einn veiðiferðinni kenndi afi mér að róa bát, ég með hægri árina – hann með vinstri, og hann hafði endalausa þolinmæði þó að ég væri miklu hægari að róa og við hringsóluðum um á vatninu og veiddum engan fisk í það skiptið. Afi var alltaf mjög snyrtilegur og vel tilhafður, vildi vera fínn í tauinu. Hann kenndi mér ýmis- legt tengt umhirðu eins og að blása hárið – við fórum einu sinni sér ferð með ömmu í raftækja- verslun að kaupa hárblásara og svo blés afi hárið mitt og greiddi. Þegar ég eignaðist mína fyrstu hælaskó kenndi hann mér líka hvernig ætti að bera sig á þeim þrátt fyrir að hafa aldrei gengið á svoleiðis sjálfur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt hann afa Adda, mér þótti alveg óskaplega vænt um hann og á eftir að sakna hans mikið. Sigríður Sóley. ✝ Ástkær faðir okkar, KJARTAN JÓN HJARTARSON vélfræðingur, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 30. janúar. Útför hefur farið fram. Við þökkum starfsfólki Hrafnistu góða umönnun síðstu árin. Jóhannes Andri Kjartansson, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Guðbjörn Ívar Kjartansson, Aliyah Jaber, Ágúst Ingi Kjartansson, Freydís Halla Friðriksdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN S. HAFSTEIN, lést á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 8. febrúar. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Stefán Jón Hafstein, Guðrún K. Sigurðardóttir, Þórunn Júníana Hafstein, Sigrún Soffía Hafstein, Snæbjörn Jónsson, Hildur Björg Hafstein, Stefán B. Mikaelsson, Hannes Júlíus Hafstein, Hrafnhildur B. Haraldsdóttir og barnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SKÚLI EINARSSON, sem lést sunnudaginn 5. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 13. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Ingifríður R. Skúladóttir, Guðmundur Örn Guðbjartsson, Árni Einar Skúlason, Ann-Sofie Bertholdsson, Einar Jón Skúlason Hansen, Ann Hansen, Tómas Freyr Skúlason, Alexía Ýr, Guðmundur Dór, Einar Kristján, Hrafnkell Skúli, Dennis, Thorvald, Patrik Birnir, Aksel og Elise. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORGRÍMUR ÞORGRÍMSSON stórkaupmaður og fyrrverandi ræðismaður Chile, Skildinganesi 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 29. janúar. Jarðarförin fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 8. febrúar að ósk viðkomandi. Jóhanna Kjartansdóttir Örvar, Hanna Þóra Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Þorgrímsdóttir, Þorgrímur Þ. Þorgrímsson, Elísabeth Saguar, Astrid E. Þorgrímsdóttir, Daníel Þór Þorgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.