Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Mig langar að minnast Möggu vinkonu minnar með fá- einum orðum. Hún kvaddi þennan heim 3. febrúar síðast- liðinn. Það eru margir sem sakna Möggu. Hún var einstak- lega góð manneskja og vildi öll- um vel, hjartahlý og ætíð blíð- lynd. Hún var óskaplega listræn og hæfileikarík á mörgum sviðum, hún söng vel og málaði í frí- stundum sínum. Mér er minn- isstætt þegar Magga og Palli Margrét Sighvatsdóttir ✝ Margrét Sig-hvatsdóttir fæddist í Ártúnum á Rangárvöllum 23. maí 1930. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Víðihlíð í Grindavík 3. febr- úar 2012. Útför Margrétar var gerð frá Grindavíkurkirkju 10. febrúar 2012. fluttu til Grindavík- ur með fimm börn. Fyrst bjuggu þau í verbúð í Sævík um nokkurt skeið en þegar fjárhagurinn batnaði byggðu þau sér hús í Mána- gerði 3. Hinn 29. júní 1970 eignuðust þau sjötta barnið, sem var stelpa, okkur öllum til mikillar gleði og ánægju. Því fylgir lítil skemmtileg saga. Í þá daga voru heimafæð- ingar ekki óalgengar og þannig var það í þetta skipti þegar Magga var að eignast þessa litlu stelpu. Í miðjum hríðum heyrðist í útvarpinu í Ragga Bjarna: „Magga … Við skulum eignast ótal krakka.“ Þetta þótti Möggu mjög skemmtilegt og sagði oft frá í góðra vina hópi seinna meir. Ótal ferðir fórum við hjónin saman, bæði til útlanda og inn- anlands og þá sérstaklega voru Vestfirðir í uppáhaldi hjá okkur. Þau hjónin Magga og Palli voru einstaklega heppin með börnin sín, hvað þau hafa verið um- hyggjusöm við foreldra sína. Það er aðdáunarvert hvernig þau öll sameinuðust og hugsuðu um móður sína í hennar veik- indum. Við sendum fjölskyldu og öll- um ættingjum okkar bestu sam- úðarkveðjur. Guð veri með ykk- ur. Lítil stelpa var að kveðja afa sinn og sagði: „Elsku afi, hafðu það gott hjá Guði.“ Mér finnst þetta svo fallega sagt að ég ætla að taka mér þessi orð í munn og segi við vin- konu mína til fleiri ára: „Elsku Magga mín, hafðu það gott hjá Guði.“ Kær kveðja, Rósa og Kristján. Hún Magga hans Palla er dá- in og við þá frétt rifjast upp æska mín úr Mánagerðinu. Maður gerir sér svo vel grein fyrir því nú þegar ég hef sjálf alið börn hversu mikilvægt það er að þau alist upp með og kynnist góðu fólki. Ég var fimm ára þegar ég flutti í Mánagerði 1 og var að skottast úti við þeg- ar ég sá stúlku á mínu reki í næsta húsi. Þarna kynntist ég Kristínu dóttur Möggu og henn- ar fjölskyldu, sem öll tóku mér svo vel og eru mér síðan svo kær. Magga var listakona af guðs náð í söng, hljóðfæraspili og myndlist. Ég man hana í eld- húsinu í léttum uppbrettum buxum og syngjandi. Ef hún var ekki syngjandi þá spilandi á píanóið. Alltaf létt, glöð og já- kvæð. Hún sá lífið í lit. Eitt af því sem hún gerði var að mála sitt eigið listaverk á veggina í baðherberginu. Miklu flottara en einlitt flísalagt baðherbergi. Ég segi alltaf að það uppeldi sem ég fékk í Mánagerði 3 var gott og þar fékk ég líka eina tónlistaruppeldi minnar æsku. Magga æfði okkur vinkonur Kristínar í söng. Hún hafði mikla trú á okkur og lét okkur aldrei finna það þótt við værum kannski ekki allar jafngóðar að syngja. Hún blés í okkur já- kvæðni og fannst við frábærar. Þarna lærði maður texta og lög sem maður býr ennþá að. Það var gott að eiga slíka nágranna. Ég flutti burt en hef alltaf haft mikið samband til Grindavíkur. Kom svo aftur og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í sömu götu og Kristín vinkona og mamma hennar í Efstahraun- inu. Það var yndislegt að sjá hana labba framhjá húsinu allt- af með bros á vör og sömu já- kvæðnina, og sagði oftast það sama: „Sæl Sessa mín, hvernig hefur þú það?“ Þegar ég hafði svarað því kom næsta spurning: „Hvernig hafa mamma og pabbi það?“ Alltaf snerist hugur henn- ar um hvernig hennar fyrrver- andi nágrannar höfðu það, um- hyggjan sem hún bar til okkar og mér fannst alltaf eins og ég væri ein af hennar börnum, þannig kom hún fram við mann. 23. maí 1995, daginn sem Magga var 65 ára, fæddist mér dóttir sem heitir líka Margrét. Hún var ánægð með þetta og færði okkur fallega gjöf og minnist ég hennar alltaf þegar dóttir mín á afmæli. Ég gæti haldið lengi áfram og talið upp alla hennar kosti. Heimur okkar væri betri ef við hefðum fleiri eins jákvæðar manneskjur og hún Magga var, sá aldrei neitt nema það fallega í fólki og dró fram allt það besta í öllum. Mér verður hugsað til einnar af mín- um uppáhaldskvikmyndum, The Sound of Music, þar sem leik- konan Julie Andrews kemur á heimili Von Trapp-fjölskyldunn- ar. Með söngnum náði hún vel til barnanna, það er hún Magga fyrir mér, sú sem spilar sig inn í hjörtu fólks með jákvæðni, brosi, léttleika og náði til allra með sínu fallega hjarta. Elsku fjölskylda, hugur minn er með ykkur, en gott að vita að hinir góðu eiginleikar Möggu munu lifa með ykkur. Guð blessi minningu hennar og ég tel mig ríkari að hafa fengið að njóta návista hennar og fengið mitt tónlistaruppeldi hjá Margréti Sighvatsdóttur, blessuð sé minning hennar. Sesselja Pétursdóttir. Mig langar að kveðja og minnast Möggu föðursystur sem kvaddi þessa jarðvist eftir langa og viðburðaríka ævi, um- vafin ást Palla og barna sinna. Hún var lífsglöð, söngelsk og góð manneskja og frænka sem var annt um alla. Hún var alltaf velkomin hvar sem hún kom og hennar var beðið með eftir- væntingu í veislum, því þegar hún kom vissum við að það yrði bæði spilað og sungið. Steindór faðir minn og Magga sungu oft saman í þessum veislum, sem enduðu oftast í fjöldasöng og miklu fjöri. Alltaf var jafn gaman að koma til Möggu. Allt frá því ég var lítil stelpa og fram til þeirra ára sem hún bjó í Hafnarfirði heimsótti ég hana oft, ásamt systrum hennar, Bjarneyju og Stínu. Alltaf tóku þau hjón á móti okkur með væntumþykju og rausnarskap og þá var margt spjallað. Ég er þakklát fyrir að elsku Magga frænka skuli hafa verið til og auðgað líf mitt með gleði sinni og söng. Hennar er sárt saknað og við gleymum henni aldrei. Ég sendi Palla og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Með þökk fyrir allt. Fegurðin, er frá þér barst, fullvel þótti sanna að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í okkar hjarta. (BH) Kristín Rós Steindórsdóttir, systkini og fjölskyldur. Í maí 1972, þá á tólfta ári, flutti ég til Grindavíkur með foreldrum mínum. Ég fékk þá þau skilaboð að ég ætti frænku í Grindavík sem ég gæti hitt. Þar var komin Kristín Elísabet, dóttir Möggu og Palla, sem varð ein af mínum allra bestu vinkonum. Upp frá því varð ég heimilisgestur hjá þeim heiðurs- hjónum. Magga var um margt kona ólík þeim sem ég hafði ✝ Bjarni Krist-inn Þorgeirs- son fæddist á Hær- ingsstöðum í Stokkseyrarhreppi 4. maí 1926. Hann lést 28. janúar 2012. Foreldrar hans voru hjónin Elín Kolbeinsdóttir, f. 12. ágúst 1894, d. 9. mars 1972, og Þorgeir Bjarnason, f. 26. júlí 1890, d. 27. janúar 1881. Systk- ini Bjarna Kristins eru Krist- ján Eldjárn, f. 20. september 1922, d. 20. janúar 2010, Kol- beinn, f. 24. desember 1923, d. 11. febrúar 2007, Sigríður Ingibjörg, f. 29. júlí 1937, og Sól- veig Antonía, f. 13. janúar 1940. Bjarni Kristinn gekk í farskóla sveitarinnar eins og þá tíðkaðist í sveitum landsins. Hann tók við búi foreldra sinna árið 1974 og átti alla sína tíð heima á Hæringsstöðum, en vistaðist á hjúkrunarheimilinu Kumbara- vogi á sl. ári. Útför Bjarna Kristins verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju í dag, 11. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Sólin er farin að lengja sinn gang um himinhvolfið, skref fyrir skref, og við vitum að brátt koma bjartari dagar, vor- ið handan við hornið. Þá eru þeir allir horfnir frá okkur bræðurnir frá Hærings- stöðum, nákvæmlega á fimm árum og allir á sama árstíma. Þeir náðu háum aldri, voru hraustir lengst af, afar þraut- seigir, gáfust ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hetjur hver á sinn ólíka hátt. Fyrstur kvaddi Kolli, ljúflingurinn sem alla vildi gleðja, þá töffarinn Eddi (Kristján Eldjárn) sem reið eins og höfðingjarnir til forna um héruð og síðastur Bjarni Kiddi sem gat leyst ólíklegustu verklegar þrautir, bara ef hann fékk tíma til þess. Uppgjöf var raunar ekki til í hans huga, því stóð hann lengur en stætt var í orðsins fyllstu merkingu. Ætl- aði að bjarga sér með kaðli á fætur, en í þetta sinn gekk það ekki. Sannkölluð hetja. Örlögin höguðu því svo að við Bjarni Kiddi gengum sama veginn nánast alla tíð á jörð foreldra okkar. Hæringsstaðir standa á hól í miðjum Flóa. Á góðum degi er fjallahringurinn líkast- ur álfaborg, tindarnir geisla af litadýrð. Í suðri lokar sjórinn hringnum og Loftsstaðahóll rís upp úr sandinum. Sólargang- urinn er oft miðaður við bæina nálægt ströndinni. Bjarni Kiddi spurði fyrir stuttu hvort sólin væri farin að setjast hjá Skip- um. Hann stóð oft við norð- urgluggann með kíkinn á lofti og fylgdist með dýrunum á bænum. Bjarni Kiddi hafði gaman af öllum skepnum, hvort sem það voru kindur, kýr eða hross, að ógleymdum hænunum og kött- unum, þó höfðu hrossin vinn- inginn. Hér áður fyrr var hann laginn að spekja hestana og raunar urðu þeir sjálftamdir og afar þægir. Hann átti fína reið- hesta eins og Litla-Brún, Létti og Brúnka, sem var svo góður smalahestur að eitt haustið fyr- ir löngu smalaði hann landið aleinn á klárnum og lét hann ráða ferðinni. Meðan foreldrar okkar lifðu vann Bjarni Kiddi á búi þeirra. Þar leið honum vel, þekkti hverja þúfu, laut og kennileiti, gat notið óspilltrar náttúrunn- ar. Árið 1974 tók hann svo við búinu og við systurnar aðstoð- uðum hann, einkum á sumrin. Áreiðanlega hentaði honum vel að vera bóndi og það frelsi að gera hlutina þegar hentaði. Hann hefði ekki orðið ánægðari með lífið þótt hann hefði snúið sér að öðru. Hún amma okkar frá Loftsstöðum, sem var alltaf kölluð Simma, hafði gaman af að sjóða saman vísur um bræð- urna. Vísan hans Bjarna Kidda lýsir lífi hans vel, er ótrúlega nákvæmur spádómur. Hún er svona: Bjarni Kiddi minn, góði drengurinn vinnur fyrir mömmu sína og pabba. Labbar út og inn, einn um bæinn sinn. Losna vill við lærdóminn. Allt hefur upphaf og endi. Þegar hallaði undan fæti fékk hann að dvelja á Kumbaravogi þar sem honum leið eins vel og kostur var. Bjarni Kiddi okkar. Þökk fyrir alla samfylgdina. Kannski ferð þú að smala á honum Brúnka þínum upp um allar mýrar og móa eða keyrir jepp- ann, sem var fram á síðustu stund í huga þínum, um ljósum prýdda eilífðina. Áfram veginn. Stella og Sólveig. Maður fær alltaf hlýjar og góðar móttökur þegar maður kemur að Hæringsstöðum. Þegar við vorum litlar þóttumst við ekki menn með mönnum nema eiga sveit og fannst skrýtið ef aðrir krakkar þekktu engan sem byggi í sveit og höfðum þá vinninginn. Bæði höfðum við aðgang að ömmu- og afasveit og líka sveit afa- systkinanna, sem bjuggu á Hæringsstöðum, og heimsótt- um oft. Okkur systrunum þótti það hin mesta skemmtun og púl að komast í baggahirðingu (bagga- bindi-hrærivél eins og einhver hjálparkokkurinn kallaði bindi- vélina). Já, eins og við sögðum um daginn, þegar við vorum að tala um heyskapinn, þá skeytti Bjarni Kiddi aldrei skapi sínu á okkur og var ekkert að skamm- ast þótt maður væri að hoppa um í nýju böggunum og honum var alveg sama þótt við værum að æfa okkur (náttúrlega próf- lausar) að aka um túnið á bíln- um hennar mömmu. Þó var náttúrlega aðalspenningurinn að fara í kaffi og fá þá appelsín Bjarni Kristinn Þorgeirsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæru KATRÍNAR VILHELMSDÓTTUR, Flúðaseli 32, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við heimahlynningu á Akureyri og í Reykjavík og öllu heilbrigðisstarfsfólki sem annaðist hana í veikindum hennar. Snorri B. Arnar, Inga Björk Ingólfsdóttir, Vilhelm Arthúrsson, Kristjana Vilhelmsdóttir, Bryndís Gylfadóttir, Margrét Vilhelmsdóttir, Haukur Eiríksson, Jóhann Bjarki Hauksson, Kristján Örn Hauksson, María S. Arnar, Birgir Arnar Ester María Ragnhildardóttir, Ottó B. Arnar, Ottó Bjarki Arnar. ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa fjölskyldunni samúð og kærleik við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR NJÁLSSONAR, Efstaleiti 14, Reykjavík, og heiðrað minningu hans á margvíslegan hátt. Guðný Þorsteinsdóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Viðar Símonarson, Anna Sjöfn Sigurðardóttir, Guðmundur Páll Ásgeirsson, Ólafur Njáll Sigurðsson, Birna Bergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SVANDÍSAR OTTÓSDÓTTUR læknaritara, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Pétur Guðmundsson, Birgir Rafn Þráinsson, Eva Hrund Pétursdóttir, Kári Kárason, Sólrún Edda Pétursdóttir, Þorgils Ólafur Einarsson, Óskar Freyr Pétursson, Ása Björg Ásgeirsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, stuðning og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR FRIÐFINNSDÓTTUR, Jófríðarstaðarvegi 19, Hafnarfirði, áður Hlíðarbraut 7, sem lést mánudaginn 16. janúar. Sigurður Arnórsson, Friðfinnur Sigurðsson, Christina Wieselgren, Sólveig Sigurðardóttir, Jóhannes Kristjánsson, Arnór Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir, Árni Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru ARNDÍSAR SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Miðfelli 4, Hrunamannahreppi. Skúli Gunnlaugsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.