Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 42. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Björk aflýsti tónleikum 2. Dikta fer yfir strikið 3. Laun forsætisráðherra hækkuðu 4. Þetta er hræðilegt, ég er í áfalli  Íslensk undankeppni fyrir Stora Daldansen, árlega ballettkeppni í Sví- þjóð, var haldin nýverið. Sigurvegar- arnir voru Ellen Margrét Bæhrenz, Þórey Birgisdóttir og Karl Friðrik Hjaltason en þau eru öll nemendur við Listdansskóla Íslands. Ljósmynd/Heiða Kristín Ragnarsdóttir Keppa í Stora Dal- dansen í mars  Ljósmyndager- semar leynast víða og í dag milli kl. 14 og 16 býðst gestum að koma í Þjóðminjasafn Ís- lands með gamlar ljósmyndir í grein- ingu til sérfræð- inga Ljósmynda- safns Íslands og Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Koma má með ljós- myndir frá hvaða tímabili sem er, til að fræðast aðeins meira um þær og hvað þær sýna. Ljósmyndagreining í Þjóðminjasafni  Hljómsveitin Matti sjokk og Messu- guttarnir verður með tónleika á Café Rósenberg kl. 22 í kvöld í tilefni af út- komu plötunnar Ein sveita- stemning. Tónlist Messu- guttanna er að mestu eftir Cornelis Vreeswijk með texta Hannesar Blandon. Auk Hann- esar og Messugutt- anna koma fram Sara Blandon, Magnús R. Einars- son og Eggert Jó- hannsson. Matti sjokk og Messu- guttarnir á Rósenberg FÓLK Í FRÉTTUM ÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Él V-til en úrkomulítið fram eftir degi. Bjartviðri á A-verðu landinu. Snýst í sunnanátt síðdegis með slyddu en síðar rigningu V-til í kvöld. Hiti um frostmark. Á sunnudag Suðvestan 8-13 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti 2 til 8 stig. Vaxandi vestanátt síðdegis með éljum á V-verðu landinu. Kólnandi veður. Á mánudag Vestan 8-15 m/s. Þurrt og bjart veður en þykknar upp V-til síðdegis. Hiti 1 til 5 stig, en vægt frost NA-til. Haukar fögnuðu langþráðum sigri í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Keflvíkinga í framlengdum leik á Ásvöllum. Í Frostaskjólinu var einnig háspennuleikur þar sem Íslandsmeistarar KR-inga höfðu betur á móti Stjörnu- mönnum. »4 Haukar og KR fögn- uðu sætum sigrum Júdókappinn Þormóður Jónsson gæti misst af Ól- ympíuleikunum í London í sumar en hann bíður nú eftir að fá niðurstöðu rannsóknar hjá lækni hvort liðband í vinstra hné hans sé slitið eða ekki. „Ég get ekkert ann- að en beðið og vonað að það sé ekki slitið,“ sagði Þormóður við Morgun- blaðið í gær. »1 Þormóður gæti misst af ÓL Ólafur Bjarki Ragnarsson úr HK er leikmaður 14. umferðarinnar í N1- deildinni í handbolta hjá Morgun- blaðinu en hann átti stórleik gegn Val í fyrrakvöld og skoraði 10 mörk. Ólaf- ur segir að HK sé með mjög fínan leikmannahóp sem geti náð langt, bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppn- inni, í vetur. »2-3 Ólafur Bjarki ætlar sér langt með HK í vetur Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Það er ævintýri líkast að stíga inn í Blómasofu Friðfinns. Ekki er hægt að kalla hana hefðbundna blómabúð því stærðarinnar flygill stendur á miðju gólfi innan um blómahaf og hljóðfæraverslun er starfrækt í sama rými. Blómastofan hefur nú flutt sig um set eftir að hafa verið í ein 43 ár á Suðurlandsbraut. Nú er hún í sama húsnæði og Hljóðfærahús Reykjavík- ur í Síðumúla 20. Þarna eru samankomnar ein elsta blómabúð landsins, en Blómastofan var stofnuð árið 1968, og elsta hljóð- færaverslunin, því Hljóðfærahúsið hóf rekstur árið 1916. Eigendur Blómastofunnar eru hjónin Jenný Ragnarsdóttir og Hilmar Sverrisson, en þau tóku við rekstrinum árið 2007. Friðfinnur Kristjánsson blóma- skreytingamaður stofnaði Blómastof- una árið 1968 og rak hana ásamt fjöl- skyldu sinni í 35 ár. Jenný Ragnarsdóttir er framkvæmdastjóri Blómastofunnar og helsti blóma- skreytirinn, enda með langa reynslu úr þessum bransa. Frá fæðingu til grafar „Búðin skipar stóran sess hjá breiðum hópi hér í Reykjavík, en hún sér mörgum fyrir blómum á helstu stórviðburðum ævinnar. Þannig hef- ur verslunin í gegnum öll þessi ár fylgt mörgum fjölskyldum frá fæð- ingu til grafar með því að skreyta skírnir, brúðkaup og jarðarfarir inn- an þeirra,“ segir Jenný. Margir muna þá tíð þegar Blóma- stofa Friðfinns var ein af örfáum blómabúðum í bænum. Að sögn Jenn- ýjar var Friðfinnur brautryðjandi að mörgu leyti. „Hann fór ungur til Þýskalands með Gullfossi til að læra blómaskreytingar. Þú getur rétt ímyndað þér hvað það var óvenju- legt.“ Blóm og tónlist í eina sæng  Ein elsta blómabúð landsins og elsta hljóðfæraverslunin nú undir sama þaki Morgunblaðið/Golli Tónlistarséní Hilmar rekur stúdíó og tónlistarskóla í sama húsi. Hann hefur verið í fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, og lék meðal annars með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar frá unga aldri. „Ég var 14 ára þegar mér var hent upp í rútu. Ég sá oft skrautlega hluti, kannski meira en unglingi er hollt að sjá.“ Hjónin hafa alla tíð tvinnað saman störf sín. „Þegar við vor- um með blómabúð á Sauðár- króki var Hilmar með stúdíó í kjallaranum. Á Suðurlands- brautinni var ég með Blóma- stofuna á jarðhæð og Hilmar með stúdíó og skóla á efri hæð- inni.“ segir Jenný. „Nú erum við loksins komin á sömu hæð með hvort tveggja. Hilmar kemur oft og hjálpar mér að pakka inn og afgreiða, en ég get aldrei hjálpað honum því mig vantar til þess kunn- áttuna.“ Hafa alltaf unnið saman BLÓM OG TÓNLIST VEÐUR Blómastofan verður 45 ára á næsta ári og þá verða hátíðahöld í anda Friðfinns, en hjónin leggja mikið upp úr því að halda minningu hans á lofti. Blómleg blanda Friðfinnur hafði þá stefnu að leggja alúð og vandvirkni í starfsem- ina og að halda uppi heiðri stéttar- innar. Þannig hafa Jenný og Hilmar lagt áherslu á að alltaf sé hægt að fá ný og fersk blóm hjá þeim og veita persónulega þjónustu. Blómastofan er sem fyrr segir ekki bara blómabúð því þar er líka starf- rækt upptökustúdíó. Hilmar, eigin- maður Jennýjar, hljóðritar lög fyrir ýmsa tónlistarmenn og hljómsveitir. Hann hefur gert tónlistina að ævi- starfi, en hann rekur auk þess Litla tónlistarskólann sem stofnaður var árið 1990, þar sem hann kennir breið- um aldurshópi á píanó, gítar, bassa og hljómborð. Þar að auki kennir hann hljóðupptökutækni. Því má segja að undir sama þaki sé þarna komin blómleg blanda af verslunarrekstri, tónlist og kennslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.