Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Þegar ljóst varð á fundi strandríkja í Reykjavík á fimmtudag, að ekki næð- ist samkomulag um skiptingu makríl- kvóta, lagði Ísland til að allir aðilar drægju hlutfallslega jafnt úr veiðum sínum á þessu ári. Makrílveiðarnar á síðasta ári voru rúmlega 900 þúsund tonn en ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, var 640 þúsund tonn. Að sögn Tóm- asar H. Heiðar, aðalsamningamanns Íslands, gerði tillaga Íslands ráð fyrir að aðilarnir myndu hver um sig draga úr veiðum sínum á þessu ári um 30%. Slíkt bráðabirgðasamkomulag, sem væri til þess fallið að vernda stofninn, myndi einungis gilda fyrir árið 2012 og ekki hafa neitt fordæmisgildi fyrir skiptingu aflaheimilda í framtíðinni. „Því miður voru hinir aðilarnir ekki reiðubúnir til að fallast á tillöguna,“ segir Tómas. Boltinn hjá ESB og Noregi Fulltrúar Evrópusambandsins og Noregs hafa gagnrýnt Íslendinga harðlega og sögðu í yfirlýsingu á fimmtudagskvöld, að það væru sér- stök vonbrigði að hvorki Ísland né Færeyjar hefðu í reynd reynt að ná samkomulagi. Hvorki Ísland né Fær- eyjar hefðu lagt fram tillögur sem rímuðu við svæðisbundnar megin- reglur eða sögulegar veiðar úr stofn- inum. Tómas segir að enginn fótur sé fyr- ir þeirri fullyrðingu að Ísland hafi ekki tekið virkan þátt í samningavið- ræðunum. Í lok viðræðufundar, sem haldinn var í Bergen í janúar sl., hafi Ísland lagt fram tillögu um skiptingu afla- heimilda milli aðila málsins. „Boltinn var augljóslega hjá ESB og Noregi og við gerðum að sjálf- sögðu ráð fyrir að þessir aðilar myndu koma fram með gagntillögu á fundinum hér í Reykjavík í þessari viku. Við urðum því fyrir miklum von- brigðum þegar fundurinn leið án þess að það gerðist,“ segir Tómas. Allir bera sameiginlega ábyrgð Hann segir að Ísland hafi tekið virkan þátt í samningaviðræðunum enda sé Íslendingum umhugað um að stuðla að lausn málsins til að fyrir- byggja frekari ofveiði úr makrílstofn- inum. „Af þessu er ljóst að Ísland hefur tekið virkan þátt í samningaviðræð- unum enda er okkur umhugað um að stuðla að lausn málsins til að fyrir- byggja frekari ofveiði úr makrílstofn- inum. Allir aðilar málsins, ESB, Nor- egur, Ísland, Færeyjar og Rússland, bera sameiginlega ábyrgð á þessari ofveiði og þeir þurfa allir að leggja sitt af mörkum við samningaborðið eigi samkomulag að nást," segir Tómas. Hann segir engan grundvöll fyrir að beita Íslendinga viðskiptaþvingun- um gegn Íslandi vegna makrílveið- anna. Slíkt myndi brjóta í bága við EES-samninginn, WTO-samninginn og aðra alþjóðlega viðskiptasamn- inga. Hótanir um slíkar aðgerðir séu því ekki trúverðugar gummi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Rætt um makríl Frá samningafundi strandríkja í Reykjavík. Lögðu til 30% samdrátt í mak- rílveiðum 2012  Aðrar þjóðir féllust ekki á tillöguna Landsbankinn landsbankinn.is 410 4040 Sjóðurinn fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa, hlutabréfa og hlut- deildarskírteina. Grunnfjárfesting sjóðsins er í verðbréfum með ábyrgð ríkisins. Þannig verður áhættan meiri en í hreinum ríkis- skuldabréfasjóðum og vænt ávöxtun til lengri tíma hærri. Reglubundinn sparnaður Með reglubundnum sparnaði í sjóðum getur þú byggt upp eignasafn með áskrift frá 5.000 kr. á mánuði. Enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskrift. Sparnað í sjóðum má alltaf innleysa. Eignabréf – Eignasamsetning 01.01.2012 Eignasamsetning ræðst af fjárfestingarstefnu og markaðsaðstæðum hverju sinni. Fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu á landsbankinn.is. Fyrirvari: Eignabréf er fjárfestingarsjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki.is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsinguna áður en fjárfest er í sjóðnum, en þar er meðal annars ítarleg umfjöllun um fjárfestingarstefnu sjóðsins og áhættu sem felst í fjárfestingu í honum. Eignabréf er nýr blandaður fjárfestingarsjóður sem hentar vel fyrir reglubundinn sparnað. Sjóðurinn hentar vel í langtímasparnað fyrir einstaklinga sem vilja ávaxta hluta af sparnaði sínum í öðrum verðbréfum en ríkisskuldabréfum. Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á fjarmalaradgjof@landsbankinn.is. Nýr kostur í sparnaði Skuldabréf, víxlar og aðrar kröfur með ríkisábyrgð 83% Hlutabréf9% Reiðufé7% Innlán hjá fjármála- fyrirtækjum 1% Hæstiréttur staðfesti í gær gæslu- varðhaldsúrskurði til 14. mars næst- komandi yfir tveimur karlmönnum og einni konu sem grunuð eru um að hafa ráðist á konu og misþyrmt henni í desember í fyrra. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum hér- aðsdóms kemur fram að þremenning- unum sé gefið að sök að hafa ráðist inn á heimili konunnar aðfaranótt 22. desember sl. Þá var karlmaður stadd- ur í íbúð konunnar en þremenning- arnir ýttu honum út og lokuðu á eftir sér. Hin grófa árás gegn konunni fólst í því að hún var tekin kverkataki og í hana var sparkað þar til hún missti tímabundið meðvitund. Að sögn kon- unnar var hníf þrýst að hálsi hennar og hún dregin á hárinu um heimili sitt. Hún segir einnig að hún hafi ver- ið barin með plastkylfu og að árás- armennirnir hafi notað töng til þess að reyna að klippa af henni fingur. Þremenningarnir eru jafnframt grunaðir um að hafa neytt konuna til þess að borða fíkniefni og um að hafa beitt hana grófu kynferðisofbeldi. Við yfirheyrslur sagðist konan þekkja tvo af árásarmönnunum en ekki þann þriðja enda hefði hann hul- ið andlit sitt grímu. Spurð út í mögu- legar ástæður árásarinnar sagðist hún hafa verið í símasamskiptum við árásarmennina fyrr sama dag og að þau virtust hafa litið svo á að hún hefði haft í hótunum við þau og því bæri að refsa henni. Grímuklæddi maðurinn er talinn hafa fyrirskipað árásina en hann neitar sök. Sakborn- ingarnir tengjast allir vélhjólasam- tökunum Vítisenglum. Misþyrmdu fórnarlambinu  Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald Úrskurður Mennirnir voru úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til 14. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.