Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Í ársbyrjun minnt- umst við bindind- ismenn upphafs Góð- templarareglunnar – IOGT – á Íslandi, sem varð einhver hinn mesti áhrifavald- ur í íslenzku þjóðlífi á síðustu tugum nítjándu aldar og langt fram eftir þeirri tuttugustu, þó dapr- ast hafi svo yfir því miður. Það er hreint ævintýri að lesa um þessi félagasamtök, nú síðast í hinni geysivönduðu ævi- sögu Þórhalls biskups eftir Óskar Guðmundsson og þá alveg sér- staklega um hin fjölþættu og mik- ilvirku áhrif sem IOGT hafði á þjóðlífið allt til framfara og bless- unar. Skylt er þó að minna á það að enn er haldið á lofti merki þessarar mannvænu hreyfingar af Bindindissamtökunum á Íslandi, arftaka Góðtemplarareglunnar enda með IOGT sem einkenn- isstafi sína, en mætti svo sann- arlega vera af meiri krafti hjá okkur sem þarna störfum og betri þátttöku þeirra fjölmörgu sem að- hyllast sömu lífsskoðanir í þess- um málum. Næg eru verkefnin sem vinna þarf í þjóðfélaginu til varnar æsku þessa lands, svo mörg gylli- boð eiturefna sem henni mæta á lífsleiðinni. Oft hefur maður á langri ævi spurt sig að því hvort það þjóni einhverju marktæku að rita greinar sem birta okkur stað- reyndir um áfengisvandamálið og fylginauta þess, aðvara og halda uppi vökulli varðstöðu um það sem þó hefur áunnist. Þá minnist ég orða mætrar félagsmála- konu sem ég ræddi þetta við. Hún sagði: Ef þið ekki gjörið skyldu ykkar í sam- félaginu með því að vekja athygli á þeim býsnum ógæfu sem áfengið veldur, hver ætti þá að gjöra það og svaraði sjálfri sér: Enginn á þann hátt að hefja veg bind- indis til þess vegs og virðingar sem því ber. Ætli verði ekki að trúa því gamla spakmæli að drop- inn holi steininn og amla áfram, svaraði ég þá og segi enn. Þegar rýnt er í fregnir daganna af ýmsum skelfilegum atburðum má glöggt sjá hversu áfengið kemur ótrúlega oft við sögu eða þá samverkandi fylginautar þess. Ótrúlega er svo sem fjarri sanni að segja, því svo sljóvga þessi vímuefni ýmsar kenndir mannsins annars vegar en örva um leið þær verstu og hættulegustu hins veg- ar að af sjálfu leiðir um afbrot hvers konar, misþyrmingar og jafnvel morð. Það er nefnilega staðreynd, nýlega sönnuð einu sinni, já, einu sinni enn með vand- aðri erlendri rannsókn að hvað sem líður hræðilegum afleiðingum af neyzlu annarra vímuefna þá er áfengið mikilvirkasti tjónvald- urinn á flestum sviðum sam- félagsins. Og fregnir af mörgu tagi minna hér daglega á m.a.s. vaxandi vandamál vegna ofneyzlu aldraðra svo Vogur hefur ekki við í móti að taka og hart að þurfa að við- urkenna slíka staðreynd. En tál- myndin er trúverðug og sterk og henni haldið óspart að fólki í aug- lýsingum (sem reyndar eru bann- aðar í landslögum), í kynningum sem raunar eru dulbúnar auglýs- ingar, í umfjöllun svo oft og víða þar sem klifað er á sakleysi neyzlunnar, hversu gleðiskapandi hún sé, já, allt að því menning- arleg nauðsyn. Sem dæmi af handahófi auglýs- ing um ákveðna innrætingu þar sem segir að þú eigir ekki að drekka eins og svín, með tilheyr- andi mynd af svínshaus, en auð- vitað samt endilega að drekka, eða drekktu eins og manneskja eins og auglýsingin segir. Þarna hefði þó í rökréttu framhaldi átt að koma: Drekktu ekki, aldrei, en það var auðvitað til of mikils mælzt. Bindindissamtökin IOGT árna svo íslenzkri þjóð allra heilla á nýbyrjuðu ári og með tilvitnun í fyrrnefnda auglýsingu: Drekktu ekki eins og svín. Drekktu alls ekki, því sannað er að bindindi er bezt. Árnað heilla í ársbyrjun Eftir Helga Seljan »Næg eru verkefnin sem vinna þarf í þjóðfélaginu til varnar æsku þessa lands, svo mörg gylliboð eiturefna sem henni mæta á lífs- leiðinni. Helgi Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. Ég undirrituð tel mig knúna til að greina frá gríðarlegu ofríki og valdníðslu af hálfu fyrrverandi for- manns skipulagsráðs, Júlíusar Vífils Ingv- arssonar, og þáver- andi ritara ráðsins, Helgu Bjarkar Lax- dal lögfræðings, í garð okkar hjóna. Þau hafa með framgöngu sinni í kjölfar dóms sem féll í Hæstarétti Íslands þann 6. nóvember 2008 kastað fyrir róða öllum þeim dyggðum sem fylgja drengskap og góðri stjórnsýslu. Málavextir eru þeir að í byrjun ágúst 2006 hóf nágranni minn að reisa viðbyggingu (turn) ofan á hús sitt. Framkvæmdin var í and- stöðu við deiliskipulag. Við eft- irgrennslan kom í ljós að nágrann- inn hafði fengið byggingarleyfi hjá embætti byggingafulltrúans í Reykjavík án undangenginnar grenndarkynningar. Án hennar er þessi embættisfærsla óheimil og vítaverð af hálfu byggingafulltrúa. Við tók langt dómsmál sem lauk eins og áður sagði í nóvember 2008. Var nágrannanum gert að fjarlægja hina ólöglegu byggingu. Turninn flutti hann burt í heilu lagi um miðjan desember sama ár. Samhliða gerði hann bráðabirgða- ráðstafanir varðandi opið þakið sem voru á þann veg að hann bjóst greinilega við að fá bygging- arleyfið á ný. Og viti menn, í byrj- un janúar 2009 aðeins tveimur mánuðum eftir dóm Hæstaréttar var skipulagsstjórinn í Reykjavík farinn að undirbúa nýtt deiliskipu- lag fyrir Húsahverfi í Grafarvogi en þar eru málsaðilar búsettir. Einungis fjórum dögum síðar sótti nágranninn um byggingarleyfi að nýju. Í uppsiglingu var önnur yf- irferð sama máls. Þrátt fyrir ítrekaðar fyr- irspurnir hjá embætti skiplags- stjóra og formanni skipulagsráðs var fátt um svör. Mátti þó ráða af fálátum svörunum að fyrirhuguð breyting væri til komin sökum þess að borgin tapaði dómsmálinu en einnig vegna þess að hún væri þegar búin að leyfa tæplega helm- ingnum af íbúum hverfisins að byggja of stórt. Ýmist fleiri fer- metra, upp fyrir mænishæð, út fyrir byggingareit o.s.frv. Síðan þurfti endilega að þjónka nágrann- anum sem samkvæmt dómnum sætti niðurrifi. Eina svarið sem Júlíus Vífill gaf var: „Getið þið ekki bara byggt stærra?“ Það er kjörinn fulltrúi okkar borgarbúa sem talar á þennan hátt. Hin nýja tillaga að breyttu skipulagi var auglýst í mars 2009. Að loknum andmælafresti höfðu tveir aðilar sent inn athugasemdir. Voru þeir báðir andvígir fyrirhuguðum breytingum. Engu að síður var til- lögunni kastað á milli embætta fram á sumar alls 8 sinnum. Frá skipulagsstjóra til verkefnastjóra og til skipulagsráðs og svo fram og til baka á milli þessara þriggja embætta. Að lokum ákvað skipu- lagsráð með Júlíus Vífil í far- arbroddi að auglýsa bara á ný og vísa þá í jafnræðisreglu sem engu máli skiptir í þessu sambandi. Nú brá svo við að nágranninn hóf und- irskriftasöfun og fékk marga íbúa í götunni til að senda inn bréf þar sem þeir fögnuðu þessari nýju tillögu ákaflega. Voru bréf þessi öll eins orð- uð. Ég leyfi mér að fullyrða að fátt yrði um fagnaðalæti hjá þessum sömu ná- grönnum fengju þeir viðlíka byggingu og hér um ræðir fyrir framan stofugluggann hjá sér með tilheyr- andi skerðingu á útsýni og frið- helgi einkalífsins. Samkvæmt skipulags- og bygg- ingalögum frá 1997 mátti Reykja- víkurborg ekki breyta skipulaginu á þann hátt sem gert var. Það gerði borgin engu að síður í nóv- ember 2009. Var þessi ólöglegi gjörningur samþykktur á vett- vangi skipulagsráðs með 4 atkvæð- um en 3 sátu hjá. Var tillagan þá búin að velkjast í kerfinu í 10 mánuði hjá hinum ýmsu aðilum á vegum skipulagsstjórans í Reykja- vík. Af öllum þessum málatilbúnaði sést að mikið var fyrir því haft að þjösna nýju skipulagi í gegnum kerfið, þrátt fyrir varnaðarorð Skipulagsstofnunar sem taldi upp ýmsa annmarka á því. Engu er lík- ara en að einhverjum hjá borginni hafi verið mikið í mun að heimila að ólögleg bygging fengi að rísa á ný. Borgarráð samþykkti síðan skipulagsbreytinguna á fundi 12. nóvember 2009. Vaknar sú spurn- ing hvort borgarráð samþykki blindandi allt sem „fagráðin“ leggja fyrir ráðið. Nú er annað dómsmál hafið. Áðurnefnd Helga Björk Laxdal lýsti því yfir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að borg- in myndi bara breyta deiliskipu- laginu aftur og aftur tapaði hún þessu máli. Væri borgin vön því. Einnig sagði hún að gæti borgin ekki breytt deiliskipulaginu í heild sinni í þessu hverfi yrði bara breytt fyrir lóð nágrannans. En það eru aðrir aðilar við stjórn- artaumana í skipulagsráði núna en voru árið 2009. Er óskandi fyrir borgarbúa að þeir hafi meiri fag- legan metnað og réttlætiskennd en forverar þeirra. Ég skrifa þessa grein vegna þess að ég tel að svona framkoma í garð borgarbúa verði að koma fram í dagsljósið. Varpa þarf ljósi á það gegnd- arlausa ofríki sem viðgengist hefur í borginni af hálfu skipulags- yfirvalda. Kem ég nú að titli þess- arar greinar. Er deiliskipulag fyrir sveitarfélögin eða borgarbúana? Ráða e.t.v. embættismenn hvað er gert í stjórnum borgar og bæja? Það þarf vart að taka fram að það hefur kostað mig fúlgur fjár að verja málstað minn þótt öll lög og reglugerðir styðji hann. Skipulagslög og deiliskipulag – fyrir hverja? Eftir Arngunni Regínu Jónsdóttur Arngunnur Jónsdóttir » Af öllum þessum málatilbúnaði sést að mikið var fyrir því haft að þjösna nýju skipulagi í gegnum kerf- ið, þrátt fyir varnaðar- orð Skipulagsstofnunar sem taldi upp ýmsa ann- marka á því. Höfundur er skrifstofumaður og er íbúi í Húsahverfi í Reykjavík. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is–– Meira fyrir lesendur : NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 20. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni með sérlega glæsilegri umfjöllun um mat, vín og veitingastaði föstudaginn 24. febrúar. Food and Fun verður haldin í Reykjavík 29. febrúar - 4. mars Food and Fun hefur fyrir löngu unnið sér sess sem kærkominn sælkeraviðburður í skammdeginu. Líkt og fyrr koma erlendir listakokkar til landsins og matreiða úr íslensku hráefni glæsilega rétti á völdum veitingastöðum. Með hátíðinni er stefnt að því að kynna gæði íslenskra matvæla og veitinga- mennsku sem gerir íslenskan mat jafn ferskan og bragðmikinn og raunin er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.