Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 ✝ Hjörtur Árna-son fæddist í Neskaupstað 28. júní 1936. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 8. febr- úar 2012. Foreldrar hans voru Árni Daní- elsson, f. 23.3. 1901, d. 3.7. 1978 og Gyða Steindórs- dóttir, f. 26.2. 1901, d. 20.3. 1960. Systkini Hjartar eru Ár- mann Dan, f. 21.2. 1927, Guðný Kristín, f. 17.3. 1929, d. 17.6. 2009, Ólöf, f. 17.4. 1930, d. 26.2. 1997, Steindór, f. 11.10. 1931, Helgi Jens, f. 7.12. 1932, Stef- anía María, f. 9.1. 1935, Alfreð, f. 23.1. 1938 og Ari Daníel, f. 16.4. 1940. Hjörtur giftist 9. janúar 1960 Sigurbjörgu Bjarnadóttur, f. 12.8. 1937, d. 10.2. 2005. For- eldrar hennar voru Bjarni Guð- mundsson, f. 11.9. 1909, d. 18.7. 1984 og Lára Halldórsdóttir, f. 13.11. 1914, d. 4.12. 2001. Börn Hjartar og Sigurbjargar eru: 1) 2006 (móðir Erla Þórhallsdóttir, f. 26.2. 1983). b) Sigurbjörg sjúkraþjálfari, f. 23.6. 1987. c) Hjörtur Árni menntaskólanemi, f. 23.3. 1993. 3) Lára, banka- starfsmaður, f. 2.2. 1962, í sam- búð með Sigurði Indriðasyni skrifstofumanni, f. 14.3. 1953. Sonur þeirra er Guðmundur menntaskólanemi, f. 30.8. 1994. Börn Sigurðar frá fyrra hjóna- bandi eru Svala læknir, f. 10.3. 1978, og Indriði atvinnuknatt- spyrnumaður, f. 12.10. 1981 (móðir Þuríður Þorbjarn- ardóttir, f. 29.11. 1954). Hjörtur ólst upp í Neskaup- stað og bjó þar alla sína ævi. Alla starfsævi sína stundaði hann sjóinn. Á sextánda ári byrjaði sjómennska hans, á bát- um og togurum. Hann lauk skip- stjórnarprófi frá Stýrimanna- skólanum 1959. Lengst af starfaði hann sem stýrimaður hjá útgerð Ölvers Guðmunds- sonar á Þránni NK og síðar Magnúsi NK. Trilluútgerð hóf hann 1972 á Gylli NK-49 og stundaði hana í hartnær 30 ár. Trilluútgerðin átti hug hans all- an þar til sjómennsku hans lauk. Útför Hjartar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 18. febrúar 2012, kl. 14. Uppeldissonur Hjartar og sonur Sigurbjargar, Bjarni íþróttafræð- ingur, f. 15.1. 1958 (faðir Jóhann Ágúst Guð- laugsson, f. 7.8. 1930, d. 8.5. 2010). Bjarni er giftur Ingigerði Sæ- mundsdóttur kenn- ara, f. 16.1. 1969. Börn þeirra eru: a) Brynja hjúkrunarfræðinemi, f. 19.9. 1990, hún á soninn Jökul, f. 18.11. 2008 (faðir Ólafur Aron Ingvason, f. 6.1. 1984), b) Bryn- dís hjúkrunarfræðinemi, f. 19.9. 1990, í sambúð með Elíasi Krist- jánssyni, f. 4.3. 1989, og c) Sig- urbergur, f. 28.2. 1999. 2) Gyða María lífeindafræðingur, f. 12.10. 1960, gift Jóhanni G. Kristinssyni vallarstjóra, f. 15.8. 1956. Börn þeirra eru: a) Krist- inn Vilhjálmur íþróttafræð- ingur, f. 14.8. 1981. Sambýlis- kona hans er Þorbjörg Una Þorgilsdóttir, f. 4.6. 1981. Dóttir Kristins er Arna Lind, f. 20.3. Góður maður er fallinn frá. Hjörtur tengdafaðir minn hefur verið á hliðarlínunni í mínu lífi sl. 23 ár. Ég hugsa til hans með söknuði en jafnframt þakklæti. Ég á mörg minningabrot tengd Hirti. Hann reyndist mér góður tengdafaðir og börnum mínum yndislegur afi. Hann giftist tengdamömmu þegar Bjarni var aðeins tveggja ára og var sam- band þeirra feðga kærleiksríkt og fallegt þar til yfir lauk. Minningabrotin eru alls stað- ar, myndbrot sem raðast í eina fallega heild. Minningar um út- skriftir, afmæli, skírnir, ferming- ar, jarðarfarir og brúðkaup, alltaf var Hjörtur til staðar. Í brúð- kaupi okkar Bjarna fóru Hjörtur og Bjarni á brúðkaupssvítuna á Sögu til að gera sig klára fyrir at- höfnina. Þegar ég gekk loks inn kirkjugólfið voru þeir svo fínir og fallegir, feðgarnir við altarið. Fleiri minningabrot tengjast Norðfirði; Neistaflug, sjómanna- böll, skíðaferðir í Oddsskarð en Hjörtur var góður skíðamaður, bílferðir inn í sveit eða upp á hér- að. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara austur og vera gestur á Hlíðargötunni, fylgjast með róðr- unum hjá Hirti og taka á móti honum á bryggjunni þegar hann kom í land á Gylli. Hann var stoltur af krökkun- um sínum þremur og henni Sibbu sem lést því miður mjög sviplega í umferðarslysi á Kanarí 2005. Þegar barnabörnin fæddust þá naut Hjörtur þess að vera afi og síðar langafi. Hann náði að mynda sterk tengsl við barna- hópinn þrátt fyrir fjarlægð á milli landshluta. Stórafmæli Hjartar voru til- efni til að gera sér dagamun. Einu sinni gistum við öll á Hótel Örk þegar Hjörtur varð 60 ára. Það var mikil upplifun og skemmtileg helgi. Við létum verða af því að fara til Kanarí jól og áramót 2003-2004. Sú ferð var vel heppnuð í alla staði. Líf hans og yndi var sjó- mennskan og hann kom mér fljótt á lagið að fylgjast með bát- um og geta sagt honum fréttir af afla og veðráttu og fleira sem ég hafði áður haft lítinn áhuga á. Sjómannadagurinn fyrir aust- an var upplifun sem enginn gleymir. Að sigla út fjörðinn á trillunni Gylli í samfloti við skipa- og bátaflota fjarðarins og inn fjörðinn aftur. Umgengni hans og snyrtimennska í bátnum og heima á Hlíðargötunni var aðdá- unarverð. Bílarnir óaðfinnanlega vel þrifnir, meira að segja stampabíllinn var hreinn. Svo var það spennan í kringum fótboltann á sumrin. Fylgst var með hvort Bjarni væri að vinna leik eða tapa. Mörg símtöl fjöll- uðu ýmist um vonbrigði í boltan- um eða gleði yfir sigri og góðum árangri. Þegar hann eignaðist tölvu þá voru ófá símtölin sem við áttum við að reyna að leysa ýmis tækni- mál. Stundum tókst okkur það en oft gáfumst við upp. Láru, Gyðu og Bjarna sem hafa staðið þétt við hlið föður síns eftir að móðir þeirra lést fyrir sjö árum votta ég mína dýpstu sam- úð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hirti Árnasyni þakka ég sam- fylgdina, stuðninginn og traustið í gegnum árin. Ingigerður Sæmundsdóttir. Elsku afi. „Af hverju varstu að gráta elsku vinurinn minn?“ sagðir þú með miklum áhyggjutón. „Amma setti sjampó í hárið á mér,“ sagði ég með tárin í augunum og kom- inn í náttföt á Hlíðargötu 15. Ég hoppaði í fangið á þér, kúrði smá og þá var allt í lagi. Og þannig var það alltaf hjá okkur. Þegar við vorum saman þá var alltaf allt í lagi. Við gerðum svo margt sam- an, svo margt rosalega skemmti- legt, allar þessar stundir með þér voru svo yndislegar. Við gátum setið tímunum saman með há- karlinn og harðfiskinn og rifjað upp gamlar sögur af okkur þegar ég var lítill. Alltaf héldum við áfram og áfram, afi manstu eftir þessu, manstu eftir þessu, manstu? Minningarnar eru svo margar og skemmtilegar. Þessar minningar mun ég varðveita alla ævi elsku afi minn. Hvert einasta sumar hlakkaði ég til að koma austur á Norðfjörð og hitta ömmur mínar og afa. Spenningurinn var oft svo mikill að ég gat varla sofnað nóttina áð- ur og oftar en einu sinni grét ég þegar það var lent í Reykjavík eftir paradísarferðina austur. Já afi, paradís var þetta. Hlíðargat- an var alltaf hlýleg og falleg og mun alltaf eiga stóran sess í mínu hjarta eins og Bakkabakki sem þið amma byggðuð ykkur á seinni árum. Það var alltaf yndislegt að koma til ykkar. Að fá ykkur ömmu svo suður var alltaf gam- an. Kolaportsferðirnar okkar síð- ustu árin voru alltaf á dagskrá, í bíltúr niður á höfn, fá okkur súpu og salat einhvers staðar. Það var alltaf svo mikið að gera hjá okkur þegar við „nafnarnir“ hittumst. Hjartað í þér, elsku afi, var alltaf á réttum stað. Þú varst með stórt og mikið hjarta og sýndir mér það sem afi, langafi og vinur. Þú sýndir svo mikla eljusemi og kraft undir lokin, og ég mun alltaf muna eftir okkar síðasta símtali. Það var svo gaman að heyra í þér þá. Elsku afi minn, ég sakna þín mikið. Ég sakna að heyra ekki frá afa mínum, besta vini mínum og „nafna“ mínum. En ég veit að þér líður mjög vel í dag. Þú ert ham- ingjusamur og glaður því þú ert kominn til Sibbu þinnar, hennar Sibbu ömmu. Ég bið kærlega að heilsa henni. Ég sé ykkur fyrir mér saman í sandölum á sólar- strönd með asnablöndu. Og afi, farðu og fáðu þér harðfisk, ég ætla að gera það í kvöld. Kristinn V. Jóhannsson. Það er ekki böl að deyja, en það er sannarlega böl fyrir okkur sem eftir sitjum. Miðvikudaginn 8. febrúar missti ég Hjört Árnason, afa minn og kæran vin. Ég sakna hans sárt og erfitt er að hugsa að hann sé farinn frá okkur. Allar góðu minningarnar eru mér dýr- mætar og ég er þakklát fyrir að hafa átt þennan frábæra mann að. Hjörtur afi var sterkur per- sónuleiki. Hann hafði skoðanir, var kröfuharður, snyrtimenni, hreinskilinn, kærleiksríkur og duglegur. Þessa eiginleika kunni ég vel að meta. Afi hafði einnig skemmtilegan húmor og gat komið manni í gott skap. Það var ánægjulegt að vera hjá honum í Neskaupstað. Við fjölskyldan reyndum að vera dugleg að koma þegar tími gafst. Hann hugsaði vel um okkur barnabörnin og var fyrirmyndarafi í alla staði. Vænt- umþykjan leyndi sér ekki og hann vildi allt fyrir okkur gera. Hinn 18. nóvember 2008 fæddist sonur minn hann Jökull. Hirti afa á ég margt að þakka í kringum þann tíma. Hann var bæði spenntur að fá sitt annað langafa- barn og gerði margt fyrir mig og son minn sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Hann gaf mér góð ráð sem komu sér vel því ég var aðeins 18 ára og vissi ekki allt. Jökull og afi voru góðir félagar og það var gaman að fylgjast með þeim saman. Síðastliðið sumar hrakaði hon- um mikið í heilsu en alltaf var lífs- viljinn til staðar. Mér fannst gott að fá að taka þátt í þessari bar- áttu með honum. Ég sagði oft við hann: „Nú er sá tími kominn að ég geri eitthvað fyrir þig.“ Það var oft erfitt að sjá afa svona þjáðan, en ég gerði allt sem ég gat svo honum liði betur, hvort sem það var að klippa á honum neglurnar eða leiða hann þegar labbað var fram á gang. Í lokin langaði hann bara heim og hafði fulla trú á því að hann gæti það. Ég hugsaði með mér: „Af hverju ekki? Það er það sem hann vill.“ Þremur árum síðar hefði ég glöð barist fyrir því með honum og hjúkrað. En nú er ég aðeins fyrsta árs nemi í þeirri starfs- grein, svo ég þagði. Þrátt fyrir það áttum við góðar stundir á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Bara að vera var svo gott. Elsku besti afi minn. Það verð- ur erfitt að geta ekki hringt í þig með fréttir þegar vel gengur. Það verður erfitt að eyða ekki tíma með þér aftur. Það verður erfitt að koma í Neskaupstað og þú ekki þar. Það sem liðið er kemur ekki aftur. Því mun ég heiðra minningu þína og gefa þér stað í hjarta mínu. Brynja Bjarnadóttir. Elsku Hjörtur afi minn. Kveðjustundir eru alltar erfiðar. Í gegnum tíðina höfum við oft þurft að kveðjast, annaðhvort eft- ir heimsóknir á Norðfirði eða þegar þið Sibba amma voruð hjá okkur fyrir sunnan. Alltaf átti ég nú jafnerfitt með að kveðja ykk- ur, það var bara svo gott að hafa ykkur nærri. Ég held að fjar- lægðin milli okkar hafi líka gert samband okkar svo sérstakt, maður kunni svo vel að meta allar þær stundir sem við áttum sam- an. Nú er enn komið að kveðju- stund og nú er hún sárari og erf- iðari en nokkurn tíma fyrr. Þú hefur verið ofarlega í huga mér síðustu daga. Þær eru ófáar sögurnar sem koma upp í hugann og sannarlega margar minning- arnar sem þú skilur eftir þig. Það situr fast í mér hvað þú varst mikill afi í þér, svo góður við mig og okkur barnabörnin. Þú vildir allt fyrir okkur gera og settir okkar hag ávallt á undan þínum eigin. Ég man ófáar næturnar fyrir austan sem þú fórnaðir þér að gista á litlu dýnunni svo ég gæti sofið hjá Sibbu ömmu í hjónarúminu. Ég gleymi því heldur ekki þegar ég fékk tjald í 10 ára afmælisgjöf, þú bauðst til þess að gista með mér í því og við tjölduðum á Hlíðargötunni og sváfum úti í garði. Oft höfum við líka rifjað upp og hlegið að því þegar ég sagði við þig „afi, þetta er hamingjusamasti dagur lífs míns“ þegar þú gafst mér minn fyrsta gsm-síma. Þú varst einstakur afi, svo hlýr og góður, og mér þykir vænt um okkar samband sem ætíð mun lifa í minningu minni. Þín Sigurbjörg. Þessum degi hef ég kviðið fyrir lengi. Að missa svo góðan mann er ég treg að sætta mig við. Þegar ég hugsa til baka rifjast upp góðar minningar frá því að ég var bara barn. Hann var dug- legur að gera margt skemmtilegt með okkur, enda mikil barna- gæla. Fallegar minningar liggja að baki og þeim mun ég aldrei gleyma, Gyllir er þar ofarlega ásamt fína stóra bílskúrnum á Hlíðargötunni sem var eins og ævintýraland. Afi var snyrti- menni fram í fingurgóma, ávallt vel tilhafður og heimilið hans bar þess merki, innan sem utan. Afi tók hlutina aldrei of alvar- lega. Hann einblíndi yfirleitt á það sem gott var og ævinlega þakklátur fyrir það litla sem maður gat gert fyrir hann. Hann hafði góða nærveru og alltaf þótti mér gaman að spjalla við hann Hjörtur Árnason HINSTA KVEÐJA Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Jökull Ólafsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ODDGEIRSSON, Stapaseli 13, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 15. febrúar. Dóra Ingvarsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Marteinn Sigurðsson, Berglind Marteinsdóttir, Ólafur Marteinsson. ✝ Yndislegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir, afi og mágur, HALLDÓR GUÐBJÖRNSSON, Stóragerði 5, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 16.00. Helga Símonardóttir, Símon Halldórsson, Jóna Guðlaug Þorvaldsdóttir, Jóhann Halldórsson, Guðný Ólafsdóttir, Anna Halldórsdóttir, Halldór Sölvi Haraldsson, Helga Lind Halldórsdóttir, Bríet Eva Jóhannsdóttir, Líney Símonardóttir, Friðþjófur Árnason. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERTHA SIGURÐARDÓTTIR, Háaleitisbraut 24, Reykjavík, lést mánudaginn 13. febrúar. Útför hennar fer fram frá Neskirkju fimmtu- daginn 23. febrúar kl. 13.00. Jakob H. Richter, Þorgerður Bjargmundsdóttir, Guðlaug Richter, Gyða Richter, Bryndís Richter, Valur Guðnason, Bertha Richter, Stefán Richter, Karen Richter, Guðrún Richter, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI ÞÓR SIGURÐSSON bifvélavirki, Framnesvegi 17, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu- daginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Anna Lydía Helgadóttir, Ólafur Ívar Jónsson, Theódór Helgi Helgason og barnabörn. ✝ Elskuleg systir okkar, STEINUNN HARALDSDÓTTIR, til heimilis Norðurbrún 1, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 16. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Systkini hinnar látnu. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA JÓHANNESDÓTTIR, Espigrund 9, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akra- nesi fimmtudaginn 2. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Gunnarsson, Guðríður Guðmundsdóttir, Þórir Bergmundsson, Gunnar Guðmundsson, Sesselja Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.