Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 ✝ Guðrún Hálf-danardóttir fæddist á Bakka á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu 30. janúar 1928. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðaust- urlands 14. febrúar 2012. Foreldrar Guð- rúnar voru hjónin Hálfdan Arason, bóndi og vélsmiður, og Guðný Einarsdóttir húsfreyja. Systkini Guðrúnar eru: Einar, f. 1920, d. 2006, Ari, f. 1922, d. 2003, Inga, f. 1924, d. 1998, eftirlifandi tvíbura- bróðir Guðrúnar er Helgi. Svavarsdóttir, f. 1966, gift Stefáni Stefánssyni, búsett á Höfn. Barna- börnin eru 15 og barnabarna- börnin eru 11. Guðrún vann alla tíð af natni við sitt heimili og bar það vitni hagleiks og hugkvæmni. Hún hafði yndi af hverskonar hann- yrðum og að rækta garðinn sinn í óeiginlegri og eiginlegri merk- ingu. Hin seinni ár hafði hún þann starfa að heimsækja vistfólk á hjúkrunarheimilinu og las sögur, aðstoðaði við hannyrðir ásamt því að halda uppi skemmtilegum og fræðandi samræðum við það. Útför Guðrúnar fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 18. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Árið 1948 giftist Guðrún Svavari Vig- fússyni, sjómanni frá Vopnafirði, og bjuggu þau sín fyrstu búskaparár í Odda á Höfn, síðan reistu þau sér íbúð- arhús í Miðtúni 8 á Höfn. Svavar lést 14. apríl 1984. Börn Guðrúnar og Svav- ars eru: Guðný Haf- dís, f. 1949, gift Ingvari Þórð- arsyni búsett á Höfn, Björg, f. 1951, d. 2009, gift Hauki H. Þor- valdssyni, Vigfús, f. 1955, kvænt- ur Sigurlaugu Hauksdóttur, bú- sett í Reykjavík, Snæfríður Hlín Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Þín „gamla dóttir“ Guðný Hafdís. Jæja, mamma mín. Þá er komið að kveðjustund- inni. Þú ert búin að eiga 83 frábær ár án teljandi veikinda. Það er eitthvað sem flestir vildu óska sér en færri fá uppfyllt. Svo kom krabbinn og eyðilagði þitt líf og þá sérstaklega síðustu 5 mánuðina. Eins og hann gerði við Ingu syst- ur þína og Björgu dóttur þína. Þú fórst alltaf langsíðust að sofa á kvöldin, þú fórst alltaf fyrst á fæt- ur á morgnana. Einn morguninn síðastliðið sumar þegar ég hringdi í þig um sjöleytið varstu búin að róta í garðinum í tvo tíma. Það var ekki verið að láta slappleika lyfja- gjafarinnar ná yfirhöndinni, garð- vinnan hafði forgang. Þegar við vorum að vaxa úr grasi borðaðir þú alltaf eftir að við vorum búin að borða og passaðir upp á að við fengjum fyrst mat áður en þú fórst að nærast. Stundum held ég að þú hafir ekki fengið mikið þeg- ar gott var í matinn, en þú gast al- veg stýrt því. Ég held að ég hafi ekki alltaf verið auðveldur eins og þegar við Guðný systir strukum að heiman eitt kvöldið, hún 10 ára og ég 4 ára. Við settum sveskjur í rauðan klút eins og Heiða í ævintýrabók- inni gerði. En eftir nokkurra tíma ráf um innbæinn þegar okkur var orðið kalt snerum við til baka, og sveskjurnar löngu búnar. Eða þegar Snæfríður litla systir „tók“ af mér titilinn að vera litla barnið og ég þurfti að fara í hlutverkið „stóri bróðir“ sem ég kunni ekki að vera í. Og þá tóku við hin erfiðu unglingsár hjá mér með tilheyr- andi brölti en þú varst samt alltaf til staðar. Mikið er ég ánægður með það að hafa átt þátt í að koma húsinu þínu í viðunandi stand svo þú gæt- ir verið þar sem lengst. Og ekki síst hvað þú varst mikið hörkutól við að gera það sem gera þurfti meðan á þessum breytingum stóð. Hvort sem það var að handlanga, lyfta undir þunga hluti eða útbúa mat. Nú þegar komið er að leiðarlok- um vil ég þakka þér óendanlega mikið fyrir alla aðstoð og hvað þú gafst mikið af þér alveg fram á síð- ustu stund. Bestu kveðjur til pabba og Bjargar systur. Þinn sonur, Vigfús. Elsku mamma. Það er ekki auðvelt að setja orð á blað undir þessum kringumstæðum. Við vit- um að það eina örugga í lífinu er að við deyjum öll en erum sjaldan eða aldrei tilbúin að takast á við dauðann þegar kallið kemur. Þið pabbi kvödduð á mjög ólíkan hátt, hann bráðkvaddur allt of ungur en þú þurftir að heyja baráttu þína í um ár og tapaðir að lokum. Að horfa upp á ástvin visna smátt og smátt og hverfa svo að lokum er með því erfiðara sem hægt er að upplifa en æðruleysi þitt var ótrú- legt. Þú varst að sjálfsögðu ekki sátt við að þurfa að glíma við þennan vágest sem ekki bankaði upp á hjá fjölskyldunni okkar í fyrsta sinn, en það var ekki oft sem þú kvartaðir. Það var helst að þú kvartaðir yfir að fá ekki tíma til að gera allt sem þú áttir eftir að gera því eitt er á hreinu, þú sast aldrei auðum höndum. Handa- vinnan, blómin þín inni og garð- urinn þinn. Alls staðar var hægt að sjá listræna hæfileika þína, natni og auga fyrir því fallega í náttúrunni. Svo varstu endalaust náttúruvæn elsku mamma mín og mættu fleiri hugsa eins og þú um lífríkið á jörðunni. Það eru heldur ekki margir sem ég þekki sem setja alla aðra en sjálfa sig í fyrsta sæti en þannig varst þú. Þú áttir líka vini á öllum aldri – ekkert kynslóðabil á þeim bæ og allir kannast við skemmtilegu kímni- gáfuna þína sem við fengum að njóta allt fram í andlát þitt. Ég og fjölskylda mín erum þér ævinlega þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og með okkur. Börnin mín þrjú elskuðu þig út af lífinu og syrgja nú sárt. Það mun enginn fara í þín spor. Við áttum margar góðar stundir saman svo nú eigum við stóra innistæðu í banka minninganna til að ylja okkur við hvort sem það er frá ferðunum í kartöflugarðinn, jólun- um okkar saman, Hollandsferð- inni frábæru eða öllum þeim stundum sem við vorum saman – ég gæti talið endalaust upp. Ég trúi því að þú sért nú komin á fund allra þeirra sem farnir eru á undan þér og pabbi er búinn að bíða lengi eftir þér. Þú varst hlýj- asta kona sem ég þekki og fórst á hlýjasta degi vetrarins. Blessuð sé minning þín. Snæfríður Hlín. Elsku Guðrún mín. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, en ég trúi því tæpast enn þá að ég fái ekki að hitta þig aftur. Í 24 ár, eftir að við fluttum til lands- ins, höfum við átt ljúfar stundir saman annaðhvort í Reykjavíkinni eða á Höfn, í bænum sem þú unnir alltaf svo heitt. Það þurfti aldrei mikið til að gleðja þig, gönguferðir í Grasagarðinum voru í miklu uppáhaldi, en það að geta stoppað í göt, prjónað sokka, peysur, búið til músatátiljur og hjónastyttur úr lopa voru þínar ær og kýr. Ekki má gleyma öskudagsbúningunum og öllum gjöfunum sem við færð- um þér að utan sem þú bjóst síðan til í tugatali á þinn persónulega og fallega hátt. Þér var svo sannar- lega margt til lista lagt. Það snerti mig jafnframt, Guðrún, hvað þú varst alltaf umhyggjusöm gagn- vart öllu og öllum. Þegar við fluttum til landsins hafðir þú um langt skeið hugsað um nána ættingja þína í öðru húsi, hjálpað móður þinni við að klæða sig og í hvívetna, útbjóst mat handa öllum fjórum fjölskyldu- meðlimunum o.fl. o.fl., en sinntir jafnframt þinni eigin fjölskyldu. Á þessum árum, áratugum, var orð- ið sumarfrí algjör latína í þínum eyrum. Við vorum því afskaplega stolt þegar þú komst til Noregs í heimsókn til okkar Fúsa og Ýmis litla með henni Snæju þinni sum- arið eftir að þú misstir Svavar. Þegar þú komst aftur sigldum við með risaferju á vit danskra æv- intýra. Þú naust þess að upplifa nýjar aðstæður þar sem rigningin kom beint niður og garðarnir voru fullir af gróðri og blómum sem þú þekktir með nafni, en hafðir aldrei séð áður. Í þínum huga var nægj- anlegt ævintýri að labba eftir göt- unum og kíkja inn í garðana. Garðurinn í kringum húsið þitt á Höfn var einmitt fagurt vitni um smekklega konu sem fékk öll blóm og jurtir til að lifa og blómstra, meira að segja gómsæt jarðarber sem þú bjóst til skýli yfir. Í glugg- unum inni uxu svo tómatarnir. Guðrún mín, þú varst ekki bara með græna fingur, þú varst líka einstök með börn. Þau löðuðust að þér eins og segull. Þótt þú smátt og smátt eignaðist sjálf fullt af barnabörnum voru enn fleiri börn sem kölluðu þig fyrir ömmu. Þau áttu hjá þér öruggt skjól og hlýju og það var alltaf tími til umræðu. Engir fóru úr húsi nema með fulla magana. Það var akkúrat það sama upp á teningnum í okkar heimsóknum, þú varst þessi dæmigerða mamma og amma sem allir vilja eiga. Þú varst líka mikill húmoristi, hafðir gaman að því að segja góðar sögur og varst gjarn- an með hnyttin tilsvör á taktein- unum. Húmorinn hvarf aldrei, ekki einu sinni þegar þú lást bana- leguna. Þú sýndir allan tímann mikinn styrk og æðruleysi á með- an þú barðist við hinn illvíga vá- gest sem hafði betur að lokum. Elsku Guðrún mín, þú munt alltaf vera hetja í mínum huga, ég mun ávallt minnast þín sem ein- staklega hlýrrar og góðrar konu. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst þér, elju þinni og gestrisni. Ég votta börnum þín- um, fjölskyldum þeirra og öllum ættingjum og vinum þínum inni- lega samúð mína, og ég vona að hinn jákvæði andi þinn fái að fylgja okkur öllum svo lengi sem við lifum. Þín tengdadóttir, Sigurlaug Hauksdóttir. Það er erfitt að kveðja og enn erfiðara að kveðja manneskju eins og tengdamóður mína. Hún var hvorki hávaxin né þéttvaxin hún Guðrún tengdamóðir, en hvert einasta gramm var þrungið mann- kostum sem hver sem kynntist henni heillaðist af enda var hún vinmörg og átti vini í flestum heimshornum sem nú syrgja hana. Ég var svo lánsamur að ganga inn í þessa fjölskyldu, og frá upphafi tóku þau Guðrún og Svavar mér óskaplega vel. Eftir að Svavar tengdafaðir minn lést varð Guðrún hornsteinn fjölskyldunnar, og frá upphafi leit- uðu barnabörnin til ömmu sinnar til að fá aðstoð við ýmislegt svo sem gerð grímubúninga og annað sem foreldrarnir höfðu ekki tíma eða getu til að sinna. Aldrei brást amman væntingum þeirra enda fjölhæf og listræn með afbrigðum. Það hefur oft hvarflað að mér hve langt hún hefði náð í listsköpun ef hún hefði lagt hana fyrir sig. Og þegar garðrækt og listfengi koma saman verður árangurinn eins og sjá má í garðinum hennar Rúnu. Því betur sem maður kynnist manneskju eins og Rúnu tengda- móður verður ekki hjá því komist að maður reynir ósjálfrátt að verða betri maður og um leið verð- ur veröldin fátækari við fráfall hennar. Þín verður sárt saknað. Ingvar Þórðarson. Hún Guðrún tengdamamma mín er látin. Hún kvaddi lífið er morgunskíman bauð upp á nýjan dag með vonir og væntingar. Auð- vitað voru vonir okkar sem stóð- um næst Guðrúnu þær að hún yrði sem lengst með okkur. En eftir að hafa lifað með sóma og sann og heilsuna í góðu lagi í 83 ár heim- sótti hana allsendis óboðinn gest- ur sem nefnist krabbamein og settist að í líkama hennar og eirði ekki fyrr en allar varnir brustu. Það var fallegur dagur sem rann upp er Guðrún kvaddi, hæsta hita- stig vetrarins og næstum hnjúka- þeyr og þegar rökkva tók að kveldi dönsuðu norðurljósin á himninum og einhvern veginn hugsaði maður í barnslegri trú að almættið hefði vilja gera Guðrúnu himnaförina sem glæstasta og náttúran öll skartaði sínu fegursta í minningu Guðrúnar sem sjálf unni náttúrunni af öllu hjarta. Það blómstraði allt í kringum hana hvort sem var mannfólkið eða gróðurinn í garðinum hennar fal- lega í Miðtúninu þar sem græð- andi hendur hennar fóru um beðin. Garðurinn var heill ævintýraheim- ur og ekki ónýtt fyrir gesti og gangandi að njóta leiðsagnar Guð- rúnar um hann. Hún tók líka stolt á móti verðlaunum bæjarins fyrir fegursta garðinn á Höfn um árið. Þeir sem voru svo heppnir að fá að njóta samfylgdar Guðrúnar voru lánsamir, var ég einn þeirra. Guð- rún og Svavar eiginmaður hennar sem lést löngu fyrir aldur fram áttu nefnilega falleg og mannvæn- leg börn og eitt þeirra var Björg ung og falleg stúlka mér tókst að nema brott úr föðurhúsum og eftir það voru samverustundirnar með Svavari og Guðrúnu tíðar sem og hinum börnunum þeirra og síðar fjölskyldum. Guðrún hafði mikla hæfileika til að skapa og allt lék í höndunum á henni og fór þar mest fyrir ýmsum hlutum úr náttúrunni sem hún breytti í dýr, mannfólk og vættir. Ýsubein varð að kríu og fjörustein- arnir að fólki og tröllum. Dæmi um fyrirhyggju og sköpun er þegar sonasonur hennar festi ráð sitt þá prjónaði hún í litla blómsturpotta mold og kaktus sem allir veislu- gestir fengu að gjöf. Fyrir tveimur árum var húsið hennar í Miðtúni klætt að utan og var hún þá ætíð fyrst uppi á morgnana og síðust í bólið á kvöldin, tók þátt í aðgerð- inni af lífi og sál. Guðrún var ljúf, listræn og margvitur kona með hjartað á réttum stað. Blessuð sé minning þín og þeirra feðgina minnar elskulegu Bjargar og hans Svavars þíns. Ég veit að hvar sem þið eruð núna ríkir friður og fögn- uður. Ykkar er sárt saknað. Haukur Helgi Þorvaldsson. Elsku amma. Aldrei fannst okkur þú gömul kona fyrr en síðustu dagana áður en þú kvaddir okkur. Þú tókst á við öll þín verkefni, bæði auðveld og torveld, með góðlyndið og kímni- gáfuna að vopni. Þú fórst helst aldrei neitt án handavinnunnar þinnar og ef barnabörnunum var kalt á puttunum birtist þú alltaf með vettlingapör til að gefa rétt eins og þau yxu á trjánum og gafst ekki upp fyrr en fingurnir voru orðnir lopaklæddir. Oft þegar þulir og fréttamenn í sjónvarpinu sögðu: „Verið þið sæl“ í lok dagskrárliðar svaraðir þú þeim að bragði „já, vertu sæll/ sæl“. Það fannst manni fyndið. Mun oftar, nánast alltaf, varstu með kveikt á útvarpinu. Kannski til að gleypa í þig allan fróðleikinn sem þar var að fá og alltaf þegar þú lærðir eitthvað nýtt sagðir þú eitthvað á þessa leið: „Jahhá, ég dey ekki í dag.“ Stundum voru spiluð fjörug lög sem fengu þig til að skoppa um húsið og trufla þig frá öllu því sem þú varst að bar- dúsa. Og mikið var það sem þú bardúsaðir. Garðurinn þinn var sá allra fallegasti, fullur af framandi blómum og leynistöðum fyrir litla krakka. Að ógleymdu grænmetinu og berjunum en allir þeir sem hafa smakkað jarðarberin þín eru sam- mála um það að þau finnist ekki betri. Á sama tíma og þú lopa- klæddir fjölskylduna þína gættir þú þess nefnilega að enginn færi svangur úr þínu húsi. Það var ekki lítið sem við gófluðum í okkur af hnossgæti hjá þér kleinum, ástar- pungum, ömmubrauði og fiski- lummum. Eins og ömmum einum er lagið vildir þú helst aldrei að við hættum að borða. En það var ekki fyrr en við vorum búin að háma í okkur eins og brjálæðingar og lögst á meltuna sem fékkst þú þér á diskinn. Þú varst svo mögnuð amma, alltaf sofnuð síðust og vöknuð fyrst fyrir allar aldir til að huga að Guðrún Hálfdanardóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, INGÓLFS ÁRNASONAR vélstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Markar Suðurlandsbraut fyrir einstaklega hlýja og góða umönnun. Ingibjörg Árnadóttir, Þorbjörg Kjartansdóttir, Þuríður Árnadóttir, Júlíus Jón Daníelsson, Sigurður Jónsson, Vibeke Jónsson, Arnheiður Árnadóttir, Theódór Óskarsson, Halldóra Árnadóttir, Benedikt Sveinn Kristjánsson og systkinabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, HILMAR BJÖRNSSON, Víðihvammi 24, Kópavogi, sem lést mánudaginn 13. febrúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 22. febrúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Marie Bögeskov, Emilía María Hilmarsdóttir, Björn Elíasson, Björn Bögeskov Hilmarsson,Ólöf Ævarsdóttir, Hjördís Hilmarsdóttir, Tryggvi Rúnar Guðmundsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona, KRISTJANA GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR, Kidda, Arnarsíðu 2B, Akureyri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Jóhann Benedikt Eðvarðsson, Eðvarð Eðvarðsson, Elín Helga Hannesdóttir, Sævar Eðvarðsson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir, Einar Pálsson, Bára Benediktsdóttir, Kristján Torfason, Víðir Benediktsson, Jenný Ragnarsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Ari Jóhann Sigurðsson, Harpa María Benediktsdóttir, Andrea Ylfa Benediktsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, bróðir og afi, JÓN GRÍMKELL PÁLSSON, lést á sjúkrahúsinu í Keflavík laugardaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 22. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hörður Bjarni Grímkelsson, Haukur Emil Kaaber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.