Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 39
DAGBÓK 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Þegar ég hitti karlinn á Lauga-veginum hafði hann áhyggjur af því að nú ætti að hækka stöðu- mælagjaldið í miðbænum og við Laugaveginn svo um munaði. „Það er rétt sem þeir segja í Brynju,“ sagði hann, „menn láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það eru engir stöðumælar í Kringlunni og í Smára- lind,“ bætti hann við. „Og svo er Rík- isútvarpið að bera í bætifláka með því að endurtaka í sífellu að stöðu- mælagjaldið sé hærra í Kaupmanna- höfn og London. Hverjum er ekki sama um það!“ Mælti Gróa gamla á Leiti: „Það gerir ei neitt hvað ég heiti en margt er hjá RÚV sem stingur í stúf og stenst ekki að neinu leyti.“ Ég geri það stundum mér til gam- ans að fletta gömlum Spegli og rakst á þessa vísu í jólablaðinu 1957, en þá sat í landinu vinstri stjórn undir kjörorðinu „Það er betra að vanta brauð en hafa her í landi“: Engar deilur, enginn kritur allt með spekt og ró. Víðsýn hér að völdum situr vinstri stjórn, - og þó … Þegar kemur fram á árið 1958 er ljóst að ekki er allt sem sýnist eða eins og segir í Stjórnartíðindum Spegilsins: Stund leið af stund í stjórnarsetri. – Hún var dauðvona í gær, í dag heldur betri. Og á þeirri sömu opnu er mynd af hana, sem nú er „orðinn reyttur og vesaldarlegur, svo að víða skín í bert“ og þóttust menn þekkja þar Hermann Jónasson forsætisráð- herra. Í jólablaðinu er talað um það í Flatrímsþættinum að vinstri stjórnin riði enn einu sinni til falls: Það fylgdi henni engin framkvæmd snjöll, hún fæddist sem sé hálf-dauð. Og vinstra megin visin öll hún verður að lokum sjálf-dauð. Síðan segir: „Fari svo, að stjórnin verði hrokkin upp af, þegar þið lesið þetta, þá getið þið breytt síðustu hendingunni á þessa leið: „hún varð að lokum sjálf-dauð.““ Og sú varð raunin! Þessar hugleiðingar kalla fram vísu Friðjóns Þórðarsonar, sem hann orti þegar Geir Hallgrímsson myndaði ríkisstjórn með Framsókn árið 1974 eftir fall vinstri stjórn- arinnar: Léttist ok í óskabyr eyðist þoka blekkinganna; við höfum mokað flórinn fyr að ferðalokum vinstri manna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Víðsýn vinstri stjórn – og þó Nokkrar spurningar Margt leitar á hugann í skammdeginu. Ég hef verið að velta fyrir mér nokkrum spurningum sem ég hef ekki getað fengið svar við og datt í hug að eftirláta þær Velvakanda. Er til ein- hver sérstök veð- urstofuíslenska? Hvers vegna segja veðurfræð- ingar - þá að? T.d. á sunnudag þá að verður snjókoma. Hvað er þetta þá að að gera þarna? Setningin er fullgild án þess. Að minnsta kosti mætti þetta að fara út í snjókomuna. Ætli það sé satt að starfsmenn Rík- isútvarpsins hafi plötustafla á borðinu hjá sér og snúi honum við reglulega nokkrum sinnum á ári? Af hverju eru sömu 20-30 lögin árum saman á undan hádegisfréttum? Ætli það sé satt að fréttamenn jórtri? Af hverju koma sömu fréttirnar mörgum sinnum í fjöl- miðlum? Ætli konan sem var að skammast yfir skötu og skötuáti í Þorláksmessumogg- anum sé búin að ná sér eftir það taugaáfall sem hún var greinilega í? Svona getur jólastress- ið farið með fólk. Hvernig er með kímni- gáfuna hjá gamansömu konunni sem sparkaði kettinum gegnum hurðina, í huganum vonandi? Bara spaug, segja sumir. Gaman væri að rugla svolítið og setja í stað orðsins kött- ur einhverja hinna „heilögu“ minnihlutahópa, t.d. músl- íma eða samkynhneigða. Hefði þetta þá verið spaug? O nei, það hefði allt orðið hringlandi vitlaust sem von væri. En þetta var nú bara spaug. Steinunn Eyjólfsdóttir. Velvakandi Ást er… … að biðja og játast. Já! Í Íslandsklukkunni bregður Hall-dór Kiljan Laxness upp mynd af Íslendingum, þegar þeir voru einna verst staddir, á seytjándu og átjándu öld. Sumir þeirrar tíðar menn sögðu svipað. Þeir voru síður en svo ánægð- ir með að búa á Íslandi. Þeim leið bersýnilega eins og fólki í flóttamannabúðum. Oddur Einarsson biskup kvað til dæmis svo að orði í Íslandslýsingu snemma á seytjándu öld: „Allir Ís- lendingar munu með réttu geta harmað það og talið til einnar mestu ógæfu sinnar, að þeim hefur eins og fyrir einhver sérstök örlög blátt áfram verið ýtt út í nánast ysta horn alheimsins og hálfgert útskúfað frá hinum ágætustu þjóðum.“ Þorlákur Skúlason biskup skrifaði í bréfi til danska fornfræðingsins Óla Worms 1626: „Eg hef af aumum ör- lögum hrakist burt á þennan út- kjálka og verð að lifa innan um ómenntað, óþægilegt og dónalegt fólk, hin eina huggun mín er að hugsa um það, hve lífið er stutt, og um til- komandi samvistir vorar á himnum.“ Jón Ólafsson Grunnvíkingur lét svo um mælt hundrað árum síðar í orðabókarhandriti: „Ísland má raun- ar kalla einslags stórt hrúgald af grjóti, með grasgeirum frá sjó upp eftir skorað. Að sönnu er þar hag- lendi á sumardag fyrir naut, kvikfé og hesta, veiðistöður til fiskifanga víða við sjó, oft ganga þar stór harð- indis ár, með löngum köflum. Lands- lýður óróasamur með óþokkamál, og eyðir sjálfum sér, yfrið ósamþykkt og sundurlynt fólk, ágjarnt líka, óhreinlynt og illa geðjað. Þeir góðu menn eru miklu færri og fá engu ráð- ið.“ Lýsingar Laxness í Íslandsklukk- unni virðast því ekki fjarri lagi. Hitt er undrunar- og fagnaðarefni, að þrátt fyrir allt voru til menn, sem trúðu á Ísland, til dæmis Hannes Finnsson biskup, sem samdi í lok áj- ándu aldar sérstakt rit til stuðnings því, að landið væri byggilegt. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ísland klukkunnar Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ AÐ VERÐA FYRIR MEIÐSLUM FYLGIR ÞVÍ AÐ STUNDA ÍÞRÓTTIR HANN SKAR SIG Á BLAÐI VIÐ AÐ SPILA BRÉFSKÁK ÉG SAGÐI ÞEIM FRÁ „HINU MIKLA GRASKERI” OG ÞAU HLÓGU AÐ MÉR ÉG ER EKKI FYRSTI STJÓRNMÁLAMAÐURINN SEM KEMUR ILLA ÚT ÚR ÞVÍ AÐ HALDA FAST Í ÞAÐ SEM HANN TRÚIR Á ÉG VEIT EKKI MIKIÐ UM STJÓRNMÁL, EN EITT VEIT ÉG ÞÓ... EF ÞÚ ÆTLAR AÐ EIGA EINHVERN SÉNS ÞÁ MÁTTU EKKI MINNAST Á „HIÐ MIKLA GRASKER” ÞÚ ERT MEÐ OFSAKLÁÐA Á BYRJUNAR- STIGI NÚ ÞEGAR ÉG ER BÚINN AÐ SETJA BROTNU HENDUR ÞÍNAR OG FÆTUR Í GIPS... ...ÞÁ ER ÉG MEÐ SLÆMAR FRÉTTIR HANDA ÞÉR HVAÐA FRÉTTIR? HVERNIG STENDUR GRÍMUR SIG SEM FLUGÞJÓNN? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI, EN MIG GRUNAR AÐ STREITAN GÆTI VERIÐ BYRJUÐ AÐ HAFA SLÆM ÁHRIF Á HANN SVONA! NÚ PASSAR HANDFARANGURINN ÞINN UNDIR SÆTIÐ ÞITT! HVERNIG SKEMMTU KRAKKARNIR SÉR Í DAG? ÞAU VORU ALVEG Á FULLU ÞAU SYNTU, LÁSU, BORÐUÐU HÁDEGISMAT OG HELLING AF ÍS... ...OG SKVETTU VATNI Á FORMANN HÚSFÉLAGSINS ÆI, ER ÞAÐ SLÆMT? ALLT Á FULLU Á THE DAILY BUGLE... ÉG ÆTLA AÐ AFHENDA LÖGREGLUNNI TONY STARK EFTIR KLUKKU- TÍMA Í CENTRAL PARK GRÍPTU HATTINN ÞINN ROBBIE... ÉG HEF EKKI GENGIÐ MEÐ HATT Í MÖRG ÁR GRÍPTU ÞÁ MYNDAVÉLINA, FYRST AÐ DAUÐYFLIÐ HANN PETER PARKER ER EKKI HÉRNA VIÐ VERÐUM AÐ VERA VIÐSTADDIR ÞEGAR HANN AFHENDIR IRON MAN Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.