Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Það hefur lengi verið barátta við að stöðva sandfok inn í byggðina í Vík,“ sagði Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri. Einar Bjarnason og Jóhann Bjarnason, starfsmenn Landgræðsl- unnar, unnu í gær að því að gera við sandfoks- girðingar sunnan við þorpið í Vík. Sveinn sagði að sjórinn hefði farið að brjóta landið framan við þorpið í Vík eftir 1970-80. Þá fór að fjúka stöðugt meiri sandur úr fjörunni. Landgræðslan hefur kappkostað í samvinnu við heimamenn að draga úr sandfokinu inn í byggð- ina og það oftast tekist, að sögn Sveins. Sandurinn úr fjörunni hefur löngum sótt að þorpinu í Vík í Mýrdal Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Reynt að girða fyrir sandfokið Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Markaðsaðilar á skuldabréfamarkaði, s.s. bankar, lífeyrissjóðir og verð- bréfa- og fjárfestingasjóðir, vænta þess að verðbólga verði 5% eftir tólf mánuði, 4,7% eftir tvö ár og 4,3% að meðaltali næstu tíu ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Seðlabanka Íslands Verðbólgan stóð í 6,5% þegar könn- unin var gerð en þótt þátttakendur í könnuninni geri ráð fyrir að hún fari minnkandi á árinu er ljóst að verð- bólguvæntingar þeirra eru töluvert yfir verðbólgumarkmiði Seðlabank- ans sem er 2,5%. „Þetta er alveg í takt við verðbólgu- væntingar hjá stjórnendum almennt held ég,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Þeir búast við því að verðbólgan hjaðni úr þessum rúmu 6% í nálega 5% og óttast það að Seðla- bankinn muni hækka vextina vegna þessarar miklu verðbólgu,“ segir hann. Krónan til vandræða Hannes segir gengið hafa veikst miklu meir en nokkur óttaðist, vonir hefðu staðið til að það myndi styrkjast á árinu. Verðbólguvæntingarnar end- urspegli þá staðreynd að hér sé ekkert innstreymi erlends fjármagns. „Það er það sem þarf til þess að styrkja gengið og þannig myndum við ná verðbólg- unni niður,“ segir hann. Forsenda þessa séu framkvæmdir stórra verk- efna hérlendis. Verði þessar væntingar að raun- veruleika er augljóst að forsendur kjarasamninga eru brostnar en Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusam- bands Íslands, segir að stöðugleika á atvinnumarkaði verði ekki viðhaldið með veikum gjaldmiðli og lágum kaupmætti. „Við gerðum að ég hélt tvíhliða samkomulag um að skapa hér þær að- stæður að króna myndi endurheimta að minnsta kosti hluta af sínum fyrri styrk,“ segir Gylfi. Staðan sé hins vegar sú að útflutningsgreinarnar sýni óeðli- lega mikinn hagnað á meðan aðrar at- vinnugreinar og heimilin í landinu séu að kikna undan álaginu vegna ónýts gjaldmiðils. „Það vill enginn hafa krónu í hönd- unum. Það eru allir búnir að gefast upp á þessum gjaldmiðli nema hugsanlega stjórnmálamennirnir.“ Gera ráð fyrir hærri vöxtum Könnunin var send 27 aðilum en svör- un var 74,1%. Væntu svarendur þess að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka um 0,75% á árinu og um 0,25% á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Ef þetta gengur eftir verða veðlánavextir bankans um 5,75% í lok mars 2013 en eru nú 4,75%. Verðbólgan 4,3% næstu tíu ár  Væntingar markaðsaðila talsvert umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans  Gera ráð fyrir að veð- lánavextir verði 5,75% í lok mars 2013  Heimili og fyrirtæki að kikna undan álaginu, segir forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson Hannes G. Sigurðsson Risastór högl buldu á hluta þorpsins á Reykhólum í gærmorgun, að sögn Reykhólavefsins. Höglin í élinu voru allt að tveir sentimetrar í þvermál. Aðeins hluti þorpsins varð fyrir stóru höglunum en annars staðar voru kornin af venjulegri stærð. Veðurstofan spáði því í gærkvöldi að vindur gengi í suðaustan 15-23 m/s í nótt en 13-18 m/s norðaustan- og austanlands. Spáð var rigningu og sums staðar slyddu í fyrstu en úr- komulitlu á Norðurlandi. Talsverðri úrkomu var spáð á Suðausturlandi. Veður fer hlýnandi og verður hiti 2-9 stig á morgun, hlýjast fyrir norðan. Á morgun, laugardag, er spáð suð- vestan 8-13 m/s og éljum en úrkomu- lausu norðaustan- og austanlands eftir hádegi. Frost verður 0-6 stig en sums staðar frostlaust við ströndina. Risastór högl buldu á Reykhólum í éli  Spáð er roki og rigningu víða í dag Ljósmynd/Hlynur Þór Magnússon Stór Höglin líktust sykurmolum og voru allt að 20 mm í þvermál. Kristján Þór Júl- íusson, þingmað- ur Sjálfstæðis- flokksins, gefur kost á sér sem 2. varaformaður flokksins en kos- ið verður í emb- ættið í fyrsta skipti á flokks- ráðsfundi 17. febrúar nk. Í tilkynningu frá Kristjáni kemur m.a. fram að hann óski eftir því að fá að halda áfram þeirri vinnu sem hann tók að sér vorið 2010 í forystu framtíðarnefndar. Það komi í hlut nýs embættis annars varaformanns að tryggja að nauðsynlegar skipu- lagsbreytingar sem nefndin átti frumkvæði að verði að veruleika. Til þess þurfi skýra framtíðarsýn, ósérhlífni og dugnað en fyrst og fremst jákvætt hugarfar gagnvart nauðsynlegum breytingum á flokknum. Kristján Þór starfaði í 20 ár sem bæjarstjóri en frá 2007 hefur hann verið fyrsti þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Norðausturkjördæmi. Þrír aðrir lýst yfir framboði Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, og Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, hafa einnig lýst yfir framboði í embættið. Kristján Þór býður sig fram til 2. vara- formanns Kristján Þór Júlíusson Viðskiptajöfnuður var óhag- stæður um 48,9 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síð- asta árs en hann var hagstæður um 8 milljónir króna fjórðung- inn á undan. Afgangur af vöru- skiptum við útlönd var 15,3 milljarðar en 5 milljarða króna halli var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var nei- kvæður um 59,2 milljarða. Óhagstæður um 48,9 ma. VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR Þinglýsing- arvottorð þingmanna hafa verið birt á net- inu. Skjölin eru öllum aðgengileg. Vefritið Svipan vakti athygli á þessari birtingu og safnaði saman hlekkjum á veðbók- arvottorðin. Margrét Rósa Sigurðardóttir, sem situr í ritstjórn Svipunnar, seg- ir að vefritið hafi ákveðið að vekja athygli á þessu vegna þess að fjár- hagsstaða þingmanna varði al- menning. Hún segir ritstjórn Svip- unnar ekki hafa fengið nein viðbrögð frá þingmönnum vegna þessa. Svipan birtir veð- bókarvottorð þing- manna á netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.