Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 6
HRV hefur mikla möguleika á erlendum vettvangi HRV er verkfræði- fyrirtæki sem er sérhæft í þjónustu við álverin og segir Símon Þorleifsson framkvæmdastjóri verkfræðiþjónustu HRV að fyrirtækið, sem er í eigu Mannvits og Verkís, sé vel í stakk búið til að takast á við verkefni sem þetta og sameiginlegur starfs- manna fjöldi fyrirtækjanna (700 manns) geri það að verkum að HRV getur boðið álfyrirtækjum, bæði hérlendis og erlendis, heildstæða þjónustu á sviði hönnunar og verkefnisstjórnunar. „Verkefnastaða HRV er góð og horfurnar næstu misserin ágætar. Við höfum verið að byggja upp tækni- og verkefnastjórnunarþekkingu innan fyrir- tækisins í samræmi við nýjustu alþjóðastaðla innan hátæknigeirans en slík þekking er nauðsynleg til að geta tekist á við krefjandi verkefni á erlendum vettvangi. Grundvöllur fyrir vexti og framförum HRV er gott aðgengi að hæfileikaríku fólki, bæði tæknimenntuðu sem og fólki með annars konar bakgrunn. Sóknarfærin eru mörg, bæði hérlendis og erlendis, og munum við nýta okkur þau eftir bestu getu. Við sjáum mikil tækifæri fyrir verkfræðimenntað fólk innan HRV í framtíðinni. Þetta afriðlaverkefni sem við unnum fyrir Alcoa er mikilvægur áfangi á þeirri vegferð að geta sýnt enn og aftur að hér á Íslandi höfum við yfir að ráða mjög metnaðarfullu og hæfu starfsfólki. Hópurinn sem starfaði að þessu verkefni hefur unnið þrekvirki og viljum við hjá HRV koma á framfæri miklu þakklæti til starfsmanna og allra samstarfsaðila í verkefninu.“ Góður árangur við endurbyggingu spennis í álveri Alcoa í Reyðarfirði Fyrir rúmu ári, þann 18. desember 2010, varð öflug sprenging í reglunarspenni í einni af fimm afriðla- einingum álvers Alcoa í Reyðarfirði. Útleiðsla í kapal- inntaki eins reglunarspennis olli sprengingunni og við það kviknaði í olíu sem notuð er til að kæla spenninn en hver afriðill er byggður upp af reglunarspenni, afriðlaspenni og tveimur „afriðlum“ eða díóðurýmum, sem síðan tengjast straumleiðurum kerskálans. Við sprenginguna fór allt rafmagn af álverinu í tvær klukkustundir og eldtungurnar frá spennistöðinni náðu tugi metra upp í loft. Vegna strangra öryggisreglna innan Alcoa hélt varnarbúnaður sem og eldvarnarhólf fullkomlega. Mesta mildi þykir að enginn starfsmaður var nálægt spenninum þegar sprengingin varð og því skapaðist ekki hættuástand m.t.t. heilsu starfsfólks. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlindin hjá Alcoa og rekur fyrirtækið mjög öfluga heilbrigðis-, öryggis- og umhverfisstefnu. Með snarræði komu starfsmenn Alcoa í veg fyrir að eldurinn breiddist út og að aðrir spennar hitnuðu of mikið. Innan áliðnaðarins þykir það mikið afrek hjá starfsmönnum Fjarðaáls að hafa haldið álverinu gangandi eftir sprenginguna. Strax var hafist handa við að undirbúa kaup á nýjum reglunarspenni og endurnýjun/viðgerð á afriðlaspenni og afriðlum því að rekstraröryggi kerskála álversins var ógnað með eingöngu fjórar afriðlaeiningar starfræktar. Alcoa fékk verkfræðistofuna HRV til annast undir- búning, hönnun, eftirlit og framkvæmd verkefnisins. Verkefnið fékk nafnið RF12 (Rectifier 12) og var unnið af sérfræðingum HRV með aðkomu og góðri aðstoð starfsmanna nokkurra undirverktaka sem veittu verk- efninu mikilvæga þekkingu. Sökum mikilvægis var verkefninu sett mjög krefjandi áætlun og með góðu og samstilltu átaki allra sem komu að því tókst að klára það á áætlun og var ný afriðlaeining gangsett þann 16. desember síðastliðinn og gekk innleiðingin snurðulaust. Verkefnahópur sem vinnur þrekvirki Ásgeir Kr. Sigurðsson er verkefnastjóri hjá HRV Engineering fyrir RF12: „Strax í upphafi var ljóst að verkefnið yrði umfangs- mikið,sérstaklegaí ljósiþessaðbúnaðurinnsemvarðfyrir tjóni er flókinn og búnaður sem þurfti að fjarlægja allt frá 24 – 260 tonn að þyngd auk þess sem stuttar fjarlægðir eru í spennuhafa, búnað og aðrar afriðlaeiningar. Verkið þurfti að vinnast hratt og örugglega til að ná upp rekstraröryggi sem fyrst en til þess þurfti samheldinn hóp sérfræðinga og verktaka. Strax var hafist handa við gerð útboðsgagna vegna kaupa á nýjum búnaði og vinna við að ná búnaðinum út og koma í viðgerð. Hollenska fyrirtækið Mammoet var fengið hingað til lands til að hífa búnaðinn út en kraninn sem var notaður vó 750 tonn. Viðgerð á búnaðinum fór fram í Noregi og á Reyðarfirði en nýr spennir var framleiddur hjá Fuji í Japan. Frá april 2011 var unnið að endurhönnun, byggingu afriðlahólfs og við að koma afriðlum og spennum fyrir. Þegar mest var voru 70 starfsmenn ýmissa verktakafyrirtækja, sér- fræðingar HRV og samstarfsaðilar að störfum á sama tíma við verkefnið.“ Hver er ástæða fyrir aðkomu HRV að þessu verkefni? „HRV hefur tekið þátt í uppbyggingu álvera á Íslandi og hefur aðgengi að um 200 sérfræðingum sérhæfðum í álverum. HRV tók þátt í uppbyggingu Fjarðaáls og við höfum víðtæka þekkingu á aðstæðum á staðnum ásamt ferlum Aloca. Við gátum brugðist strax við þegar kallið kom frá Alcoa og hófst okkar vinna 3. janúar 2011.“ Í hverju er aðkoma HRV í þessu verkefni fólgin? „HRV er svokallað EPCM fyrirtæki (Engineering, Pro- curement & Construction Management) og sjáum við um hönnun og teiknivinnu varðandi allan búnað og aðstöðu, innkaup á búnaði í samstarfi við verktaka og samningagerð við undirverktaka sem og heildarstýringu á verkefninu og þeirra verktaka sem að því komu.“ Hefur HRV reynslu af samskonar verkefnum og hverjar hafa verið helstu hindranirnar í verkefninu? „Innan HRV er mikil þekking og reynsla í álversverk- efnum og stýringu þeirra í samræmi við ítrustu kröfum verkkaupans (Alcoa). Engu að síður var í þessu verkefni talsvert um nýjar áskoranir sem snéru einna helst að hraða, en ekki síður öryggi. Eins og gefur að skilja þá eru gríðarleg verðmæti í húfi í svona verkefni og hvergi má slaka á öryggiskröfum, Við erum að starfa innan um „lifandi“ búnað sem er í fullum rekstri. – Ekkert má út af bera“ Hefur verkefnið gengið samkvæmt áætlun? „Verkefnaáætlunin var mjög krefjandi og metnaðarfull markmið sett sem gerðu ráð fyrir að verkefnið klár- aðist hratt og örugglega. Þetta var stóra áskorunin — við tókum henni og verkið kláraðist á áætlun.“ Í hverju er sérstaða HRV fólgin og hvernig var fyrirtækið í stakk búið að takast á þetta verkefni? „Við erum öflugasta EPCM fyrirtækið á Íslandi og þökkum það góðum verkferlum, frábæru starfsfólki og góðu samstarfi við okkar viðskiptavini sem eru fyrst og fremst álfyrirtækin.“ Afriðlaeiningin sem brann þann 18. desember 2010 var fjarlægð og ný afriðlaeining gangsett 16. desember 2011 eða réttu ári síðar. Verkið kláraðist á áætlun og gekk innleiðingin snurðulaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.