Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Steingrímur J. Sigfússon hefursmám saman verið að ganga inn í Evrópusambandið með Vinstri hreyfinguna – grænt fram- boð.    Ferðalagið hófst formlega þeg-ar hann fyrir síðustu þing- kosningar samdi við Samfylk- inguna um að fylgja henni þangað inn, en hélt því leyndu fyrir kjós- endum fram yfir kosningar.    Síðan hafa ýmisskref verið stigin og vitaskuld er þar þýðing- armest að sam- þykkja umsókn að sambandinu og neyða flokksmenn sína með í þá ferð þvert á gefin loforð.    Nú hefur Stein-grímur stigið enn eitt skrefið, að þessu sinni í líki Björns Vals Gísla- sonar, annars helsta talsmanns síns.    Björn Valur var um helginasendur með þau skilaboð út á netið að krónan væri ekki framtíð- argjaldmiðill Íslands. Og hann seg- ir „líklegast miðað við stöðuna eins og hún er í dag“ að evran verði framtíðargjaldmiðillinn.    Við eigum framtíð með öðrumlöndum Evrópu,“ segir á bloggi Björns Vals, sem talar þar eins og aðrir sannfærðir Evrópu- sambandssinnar.    Og hann telur „út í hött“ að takaeinhliða upp annan gjaldmiðil, þannig að evruna ætlar hann að taka upp með aðild að ESB. Enda er ekki annað í boði. Björn Valur Gíslason Styður aðild að Evrópusambandinu STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 4.3., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri 0 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 1 léttskýjað Vestmannaeyjar 1 heiðskírt Nuuk -18 snjókoma Þórshöfn 3 skýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki -2 heiðskírt Lúxemborg 7 skýjað Brussel 8 skúrir Dublin 7 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 3 skúrir París 10 skúrir Amsterdam 10 skúrir Hamborg 7 heiðskírt Berlín 7 heiðskírt Vín 7 skýjað Moskva -2 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 16 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -13 snjókoma Montreal -6 alskýjað New York 5 heiðskírt Chicago -1 snjókoma Orlando 16 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:20 18:59 ÍSAFJÖRÐUR 8:29 19:01 SIGLUFJÖRÐUR 8:12 18:43 DJÚPIVOGUR 7:50 18:28 Meirapróf Næsta námskeið byrjar 7. mars 2012 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég held að íbúum muni fjölga því það er það mikil eftirspurn eftir vinnuafli hér og mörg verkefni sem gætu farið af stað,“ segir Páll Björg- vin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, en íbúum sveitarfé- lagsins hefur fjölgað að undanförnu og eru nú 4.600 talsins. Skuldir greiddar hratt niður Páll Björgvin segir Fjarðabyggð vera í mikilli sókn og sérlega vel í stakk búna til að taka á móti nýju fólki enda gott framboð af íbúðar- húsum á svæðinu og næg atvinna í boði í tengslum við þá atvinnu- uppbyggingu sem á sér stað. Þá er rekinn mjög öflugur sjáv- arútvegur í Fjarðabyggð og hefur veiði uppsjávarfisks gengið vel. „Stærstu fyrirtækin eru með um 156.000 tonn af þessum 550.000 tonn- um sem íslensku skipin eru að fiska,“ segir Páll Björgvin en slíkt sam- svarar um 28% af heildarafla. Við myndun Fjarðabyggðar á sínum tíma voru sex byggðakjarnar sameinaðir í einn og krafðist upp- byggingin mikillar lántöku. Hvíla því háar skuldir á sveitarfélaginu en þrátt fyrir mikla skuldsetningu kveðst Páll Björgvin vera mjög von- góður og sjá fram á bjarta framtíð „Það var alltaf vitað að þetta myndi skila sér til baka og það er að gerast núna. Við erum að greiða frek- ar hratt niður okkar skuldir og hér vantar fólk,“ segir Páll Björgvin og bætir við að undirstaða góðs gengis sé mjög öflugur sjávarútvegur í bland við starfsemi álversins á Reyðarfirði en hátt í 25% af vöruútflutningi þjóð- arinnar eru frá Fjarðabyggð. Um þessar mundir eru miklar framkvæmdir í sveitarfélaginu og er m.a. unnið að snjóflóðamannvirkjum í Neskaupstað, uppbyggingu nýs hjúkrunarrýmis á Eskifirði og endur- reisn franska spítalans á Fáskrúðs- firði en sú framkvæmd hljóðar upp á um 580 milljónir króna. Bættar samgöngur nauðsyn Svo hægt sé að tryggja áfram- haldandi uppbyggingu segir Páll Björgvin nauðsynlegt að auka sam- göngur til muna og nefnir þar sér- staklega þörfina á nýjum Norðfjarð- argöngum en miklir þungaflutningar fara þar um á degi hverjum. Fluttu m.a. sjávarútvegsfyrirtækin um 25.000 tonn af sjávarfangi um Oddsskarð í fyrra. „Það er lífsnauðsynlegt að hafa þessar samgöngur í lagi.“ Í samgöngu- áætlun fyrir árin 2015 til 2018 er gert ráð fyrir nýjum göngum en Páll Björgvin segir nú vera unnið að því að fá framkvæmdinni flýtt svo hefja megi hana strax á næsta ári. „Ég held að við eigum það inni að framkvæmdinni sé flýtt. Samfélagið hérna leggur það mikið til heildarinnar.“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Síld Unnið hörðum höndum í Síld- arvinnslunni á Neskaupstað. Fjarðabyggð er í mikilli sókn  Hátt í 25% af vöruútflutningi þjóðarinnar fara um sveitarfélagið Á morgun, þriðjudaginn 6. mars, heldur Elín Hirst, fyrrverandi fréttastjóri Sjónvarpsins, erindi í tónlistarstofu Þjóðmenning- arhússins við Hverfisgötu á vegum Þjóð- ræknisfélags Ís- lendinga um gerð heimild- armyndar sinn- ar ,,Síðasta ferð- in“ sem sýnd var í Sjónvarp- inu 2010, en hún fjallar um leit El- ínar að forfeðrum sínum í Vest- urheimi. Flutningur Elínar hefst kl. 16.30, en að erindinu loknu verður boðið upp á kaffi og kleinur. Síðan verð- ur heimildarmyndin sýnd en hún tekur um 50 mínútur í sýningu. Aðgangur er ókeypis. Leit Elínar Hirst að forfeðrum sínum í Vesturheimi Elín Hirst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.