Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Sigurplast - umbúðir. Rótgróið plastframleiðslufyrirtæki. Sjá nánar á forsíðu www.kontakt.is. • Heildverslun með vinsælar snyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr. Góð afkoma. • Rótgróið gólfefnafyrirtæki í mjög góðum rekstri. Ársvelta 200 mkr. EBITDA 20 mkr. • Glæsilegur veitingastaður á besta stað í Reykjavík. Góð velta og afkoma. • Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir gróðurhús. Ársvelta 100 mkr. og mjög vaxandi. Góð afkoma. • Rótgróið framleiðslufyrirtæki á einkennisfatnaði óskar eftir fjármála- eða framkvæmdastjóra og meðeiganda. Starfssvið m.a. fjármál og innkaup. 20-30% hlutur í boði fyrir 12-17 mkr og frekari kaupréttur mögulegur. • Heildverslun með vinsælar sérvörur. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 15 mkr. • Stórt þjónustufyrirtæki í ræstingum. Traustir viðskiptavinir og góð afkoma. • Mjög spennandi innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir kæliiðnaðinn. • Heildsala með þekkt merki í tískufatnaði. Selur vörur í 20 verslunum um land allt, auk eigin verslunnar í Kringunni og outlets á besta stað. Ársvelta um 250 mkr. Brúðkaupsblað Föstudaginn 16. mars kemur út hið árlega BrúðkaupsblaðMorgunblaðsins. –– Meira fyrir lesendur SÉ R B LA Ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 12. mars Brúðkaupsblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Látið þetta glæsilega Brúðkaupsblað ekki framhjá ykkur fara ... það verður stútfullt af spennandi efni. Sigríður Hvönn Karlsdóttir sigridurh@mbl.is Sími: 569-1134 Brú ðka up MEÐAL EFNIS: Fatnaður fyrir brúðhjónin. Förðun og hárgreiðsla fyrir brúðina. Veislumatur Brúðkaupsferðin. Undirbúningur fyrir brúðkaupið. Giftingahringir. Brúðargjafir Brúðarvöndurinn. Brúðarvalsinn. Brúðkaupsmyndir. Veislusalir. Veislustjórnun. Gjafalistar. Og margt fleira skemmtilegt og forvitnilegt efni. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Grálúður merktar við Svalbarða hafa komið í nokkrum mæli í veiðarfæri skipa í íslenskri lögsögu síðustu þrjú árin. Þessi merki hafa breytt þeirri mynd sem fiskifræðingar höfðu af lífsmynstri og göngum grálúðu sem veiðist hér við land, að sögn Einars Hjörleifssonar, fiskifræðings á Haf- rannsóknastofnun. Hann segir að hugsanlega sé uppruni grálúðu á Ís- landsmiðum úr tveimur hrygning- areiningum. Einar Hjörleifsson segir að árið 2006-2008 hafi Norðmenn merkt um 25 þúsund smáar grálúður við Sval- barða og hann viti ekki til þess að áð- ur hafi svo margir fiskar verið merkt- ir á þessum slóðum. Endurheimtur merkja í veiðum á Íslandsmiðum hafi farið að berast til Hafrannsókna- stofnunar árið 2009 og jafnt og þétt síðan. Þau voru níu 2009, 14 árið 2010 og 17 í fyrra. Það sem af er ári hafa merki þegar borist stofnuninni. Einar segir að þessar nýlegu upplýsingar kalli á frekari rannsóknir og að farið verði yfir öll fyrirliggjandi gögn í stærra samhengi en áður hefur verið gert. Óvissa um uppeldissvæði „Fram undir þetta hefur einkum verið horft til Grænlands hvað upp- eldissvæði grálúðu varðar,“ segir Einar. „Það er ekki nýtt að lítið finn- ist af ungviði þessarar tegundar á Ís- landsmiðum Hins vegar gefa nið- urstöður úr eldri gögnum og leiðangrar við Austur-Grænland ekki tilefni til þess að ætla að það sem þar elst upp hafi getað staðið undir þeim veiðum sem hafa verið í gegnum tíð- ina við Ísland, Austur-Grænland og Færeyjar. Því hefur verið horft til Vestur- Grænlands og hvort uppeldissvæði grálúðunnar sem hrygnir djúpt vest- ur af Íslandi og veiðist síðar við Ís- land alist hugsanlega upp á rækju- slóðinni við Vestur-Grænland. Þessar nýlegu merkingar Norðmanna og heimtur á merkjum hér á landi segja okkur að horfa líka í austurátt varð- andi uppeldisstöðvar grálúðunnar. Það er hins vegar ólíklegt og nán- ast útilokað að seiði úr hrygningu vestan við Ísland þvælist til Sval- barða. Þá er komin upp spurningin um uppruna grálúðu á Íslandsmiðum og hægt að geta sér þess til að á Ís- landsmiðum sé blanda af grálúðu sem hrygnir milli Íslands og A-Grænlands og lúðu sem hrygnir á landgrunnsk- antinum vestan við Svalbarða og það- an suðureftir. Þannig að uppruni ís- lenskrar grálúðu geti verið úr tveimur hrygningareiningum. Ann- ars vegar vestan við land og svo úr Noregshafi“ segir Einar. Minni afli á sóknareiningu Grálúða við Austur-Grænland, Ís- land og Færeyjar hefur verið talin af sama stofni og hefur stofnmat og ráð- gjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins og Hafrannsóknastofnunarinnar um heildarafla tekið mið af því. Magn grálúðu á þessu svæði hefur minnkað mikið frá 1985 og ekki hefur tekist samkomulag um stjórnun veiðanna í viðræðum fyrrnefndra aðila. Stofnunin hefur lagt til að sókn í grálúðu miðaðist við þá sókn sem gef- ur hámarksafrakstur til lengri tíma litið og að heildarafli á svæðinu Aust- ur-Grænland, Ísland og Færeyjar fari ekki yfir tólf þúsund tonn á yf- irstandandi fiskveiðári. Ráðherra heimilaði veiðar á þrettán þúsund tonnum innan íslenskrar lögsögu. Grálúðuafli á sóknareiningu var mikill á árunum á árunum 1998– 2001, en hefur síðan minnkað um helming og hefur verið í og við sögu- legt lágmark síðustu sjö ár, nálægt fjórðungi þess sem hann var árið 1985. Samkvæmt upplýsingum úr afladagbókum erlendra skipa sem veiða við Austur-Grænland hefur afli á sóknareiningu lækkað nokkuð á síð- ustu árum, að því er fram kemur í ástandsskýrslu Hafrannsókna- stofnunar frá því í fyrra. Grálúðustofninn var í lágmarki ár- in 2004–2007, en umtalsverð aukning hefur orðið á ungfiski í stofnmæl- ingum síðustu þriggja ára, ungfiski sem gæti nýst til uppbyggingar hrygningarstofnsins á næstu árum, segir í skýrslunni. Velta vöngum yfir göngum grálúðu Morgunblaðið/Ómar Á fiskmarkaði Grálúðan er snar þáttur í veiðum margra útgerða og verð- mætið skiptir milljörðum. Margt virðist óljóst um líf þessarar fisktegundar. Grálúðan er veigamikil tegund í fiskafla íslenskra skipa og lætur nærri að útflutnings- verðmætið hafi á síðasta ári verið um átta milljarðar króna. Hefðbundin grálúðumið eru á Hampiðjutorginu svonefnda, djúpt vestur af Bjargtöngum. Einnig veiðist mikið af grálúðu í Norðurkanti og landgrunns- kantinum austur af landinu og vestan við Færeyjarhrygg. Hún veiðist mest í botntroll. Grálúðan gaf átta milljarða MEST VEITT Á HAMPIÐJUTORGINU  Uppruni ís- lenskrar grálúðu gæti verið úr tveimur hrygning- areiningum - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.