Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 11
Sirkusskóli Skólinn er í Hollywood. Á hvolfi Hvutta finnst þessi kona greinilega fremur forvitnileg. þegar kom að útgáfu því hann vildi verða keimlíkur dag frá degi. Dag- legar skriftir urðu oft góð spennu- losun og styrkur til að vinna á óþolinmæðinni þau tímabil sem vogin hreyfðist ekkert. Listformið kom af sjálfu sér Dagbókarformið kom því af sjálfu sér þótt Jónína hafi skrifað skáldsögur fyrir unglinga og full- orðna undanfarin ár. Henni fannst Léttir - hugleiðingar harm- onikkukonu henta í kilju, eiga að vera ódýr og nett bók, mátuleg til að grípa með sér í sumarbústaðinn eða fríið. Innbundin bók í jóla- bókaflóðinu hefði ekki hentað þessu efni. Jónína náði 23 kílóum af sér árið sem hún skrifaði bókina og síðan hafa sjö kíló fokið að auki. Hún segir það ekki minni áskorun að halda sér í kjörþyngd en að losna við kílóin. „Því miður hef ég langa reynslu af að þyngjast og léttast á víxl, þess vegna kalla ég mig harmonikkukonu.“ Um þessar mundir er Jónína að byrja á nýju verki. Hún segir það vera skáld- sögu en að hún sé allt of stutt á veg komin til að hún geti tjáð sig um hana á þessu stigi málsins. Morgunblaðið/Golli Rithöfundur Jónína Leósdóttir náði af sér 23 kílóum árið sem hún skrifaði bókina Léttir. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Þá er Mottumars hafinn og menn á öll- um aldri og um land allt teknir að skarta myndarlegum mottum. Hafa ýmsar hugmyndir kviknað tengdar þessum ágæta mánuði sem snýr að baráttunni gegn krabbameini hjá körl- um. Þannig hefur verslunin Dogma nú til að mynda framleitt þrjá mottuboli til styrktar Mottumars. Með þeim geta allir fengið sér mottu á bringuna hvort sem þeir geta safnað mottu eður ei. „Við höfðum hugsað lengi um hvernig við gætum lagt átaki Krabba- meinsfélagsins lið og með bolunum getur þú valið að vera herramaður, út- lagi eða kúreki. Mottumars er orðinn árlegur viðburður hjá Krabbameins- félaginu og okkur finnst skemmtilegt að geta tekið þátt í honum með fram- leiðslu bola í tengslum við mottur,“ sagði Magnús Már Nilsson, markaðs- stjóri og eigandi Dogma. Mottubolirnir eru seldir á 3.200 krónur í verslun Dogma á Laugavegi, í Smáralind eða Kringlunni og í verslun Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 og vefverslun Krabbameinsfélagsins. Af hverjum bol renna 1.500 krónur til styrktar átakinu Mottumars Bolirnir eru til í grænu, rauðu og brúnu og allir með mismunandi mottu. Dogma framleiðir Mottumars-boli Mottubolur Hver og einn getur ákveðið hver hann eða hún vill helst vera. Kúreki, útlagi eða herramaður Morgunblaðið/Golli Glæsilegir Í Mottumars safna karlmenn á öllum aldri í föngulega mottu. GARÐABÆR laugarakur hf. 4 lóðir til sölu fyrir fjölbýli Árakri 10 | Garðabæ | Sími 414 6900 Ljósakur 2-8, byggingaréttur fyrir 6 íbúða hús á hverri lóð. Hvert hús er 2 hæðir (6 íbúðir) og sameign í kjallara. Hægt er að bjóða í hverja lóð fyrir sig eða allar í senn. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi á skrifstofu Laugarakurs í Mosfellsbæ, Kjarna Þverholti 2, 6. hæð, fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 8. mars og verða þau opnuð í viðurvist bjóðenda. LJÓSAKUR 2-8 Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Laugarakurs, í síma 414 6900 eða tölvupósti: orn@arnarnes.is Skannaðu kóðann til að lesa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.