Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 12
Forsetar Íslands hafa til þessa setið lengst fjögur kjörtímabil eða 16 ár. Sveinn Björnsson var forseti í átta ár, frá 1944 til 1952. Ásgeir Ásgeirs- son gegndi embættinu í 16 ár, frá 1952 til 1968. Kristján Eldjárn var forseti í 12 ár frá 1968 til 1980. Vig- dís Finnbogadóttir var forseti frá 1980 til 1996, í 16 ár. Ólafur Ragnar var kjörinn forseti 1996. Lengst í 16 ár MISLÖNG SETA FORSETA Í EMB- ÆTTI FRÁ LÝÐVELDISSTOFNUN 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 – fyrst og fremst ódýr! 898 Frosnir ýsubitar, roð og beinlausir 99kr. TILBOÐ – aðeins í dag! Takmarka ð magn kr. kg kg Kartöflur í lausu Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gall- up er Sjálfstæðisflokkurinn stærri en báðir stjórnarflokkarnir sam- anlagt. Allir gömlu flokkarnir tapa fylgi frá síðustu könnun, en rúm 11% segjast ætla að kjósa Sam- stöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. 4,3% segjast ætla að kjósa Bjarta framtíð, flokk Guðmundar Stein- grímssonar. Framsóknarflokkurinn fær 13% en fékk 15% síðast. Vinstri-græn fá 12% en fengu 14% síðast. 2,7% segjast myndu kjósa Hreyfinguna, sem er svipað og síðast. Samfylk- ingin fær 18,7% en var í 22% síð- ast. Stjórnarflokkarnir fá því sam- anlagt um 30,7% í þessari könnun, samanborið við 36% síðast. Sjálf- stæðisflokkurinn mælist enn stærstur, með 33,3% fylgi, en var með 36% síðast. Meira en fjórð- ungur þeirra sem svöruðu, 27,1%, ætla ekki að kjósa, neita að svara, taka ekki afstöðu eða ætla að skila auðu. Spurt var: Ef kosið yrði til Al- þingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa? Síðan var spurt: En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu? Hvort er líklegra að þú kysir Sjálf- stæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna? Með meira fylgi en stjórnarflokkarnir Morgunblaðið/Ómar VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf út yfirlýsingu í gær um að hann gæfi áfram kost á sér í embætti forseta. Fái hann brautargengi verður það í fyrsta sinn sem forseti situr fleiri en fjögur kjörtímabil. Ólafur Ragnar segir m.a. í yfirlýsingunni að undanfarið hafi „birst í áskorunum, könnunum, viðræðum og erindum ríkur vilji til þess að ég breyti þeirri ákvörðun sem ég tilkynnti í nýársávarpinu“. Í rökstuðningi sé „vísað til vaxandi óvissu varðandi stjórn- skipan landsins og stöðu forseta í stjórn- arskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Ís- lands. Þá er einnig áréttað mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á al- þjóðavettvangi“. Í ljósi alls þessa og í kjölfar samráðs for- setahjónanna og fjölskyldunnar hafi hann ákveðið að gefa kost á því að gegna áfram embætti forseta Íslands, sé það vilji kjós- enda. Var ákveðinn í að hætta Morgunblaðið spurði forsetann hvort hann hefði gert ráð fyrir þeim möguleika, þegar hann flutti nýársávarpið, að gefa áfram kost á sér. „Nei, það gerði ég ekki,“ svaraði Ólafur Ragnar. „Það er öllum, bæði fjölskyldunni og mínu nánasta samstarfsfólki, ljóst að í aðdraganda nýársávarpsins var það afdrátt- arlaus niðurstaða mín, eins og ég sagði og tilkynnti sem ákvörðun, að hverfa til ann- arra verka.“ – Stjórnmálafræðingar hafa bent á að þú hefðir getað stöðvað undirskriftasöfnun til stuðnings því að þú sætir áfram ef þú hefðir verið staðráðinn í að hætta. „Það er sjálfsagt rétt hjá þeim að ég hefði getað farið fram á völl og stöðvað hana,“ sagði Ólafur Ragnar. „Það er hins vegar prinsipafstaða hjá mér og hefur verið alla tíð sem forseti að hafa engin afskipti af því hvaða óskum eða áskorunum fólk vill beina til forsetans.“ Hann sagði að sér hefði verið fullkomlega ókunnugt um þessa undir- skrifasöfnun fyrr en hann kom frá Abu Dhabi í janúar. Ólafur Ragnar sagði að eftir að hafa hlustað á óskir með vaxandi þunga um að hann sæti áfram vegna margþættrar óvissu í þjóðfélaginu hefði sér fundist að hann gæti ekki leyft sér að hunsa þessar óskir og hugsa bara um það sem hann hefði áður til- kynnt og fjölskylda hans gert ráð fyrir. „Þess vegna væri þetta meira sam- viskuspurning gagnvart þessu fólki í land- inu sem þrýsti á mig að standa vaktina á meðan þessi óvissa væri við lýði. Það réð mestu um það að ég breytti þessari ákvörð- un,“ sagði Ólafur Ragnar. „Jafnframt finnst mér eðlilegt, eins og ég segi í yfirlýsingunni, að þegar þessari margþættu óvissu hefur verið eytt – og vonandi verður það á allra næstu misserum, þá geti þjóðin kosið sér nýjan forseta á grundvelli þeirrar nýju stjórnskipunar og stjórnarskrár sem þá liggur fyrir.“ Skýra þarf óvissuþættina Ólafur Ragnar var beðinn að útskýra bet- ur hvað hann ætti við með þessum orðum yfirlýsingarinnar: „þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnar- fari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst“. Hann benti á að Alþingi væri stjórn- arskrárgjafinn og að það hefði hafið ferli til breytinga á stjórnarskránni. Ætla mætti að fyrir næstu þingkosningar, sem í síðasta lagi munu fara fram á næsta ári, lægi fyrir niðurstaða um það hvaða tillögur Alþingi vill gera varðandi breytingar á stjórn- arskránni og þar með stöðu forsetans. Ólaf- ur Ragnar sagði að því mætti ætla að á næsta ári lægi það ljósar fyrir hver framtíð- arskipan stjórnarskrárinnar kynni að verða. „Í öðru lagi, þó að við sjáum verulegt um- rót í flokkakerfi eins og skoðanakannanir og annar vitnisburður felur í sér og óvissu í þjóðmálum, þá vonar maður að þeir þættir skýrist líka með afgerandi hætti á allra næstu misserum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði í þriðja lagi að nú væri stefnt að því að annað hvort á næsta ári eða fljót- lega eftir það fengist „niðurstaða varðandi samskipti okkar við aðrar þjóðir, sér- staklega í Evrópu, og þá um leið skipan full- veldis Íslands til frambúðar“. Hægt væri að gera sér raunhæfar vonir um að allir þessir þrír megin-óvissuþættir mundu skýrast á næstu misserum og allra næstu árum. Ólafur Ragnar sagði enn fremur að sér fyndist eðli óvissu varðandi stjórnarskrána, fullveldisskipanina og stjórnarfarið almennt vera þess eðlis að niðurstaða ætti að liggja nokkuð ljós fyrir á næsta einu, tveimur ár- um, í hæsta lagi þremur. „Þess vegna finnst mér eðlilegt, rétt og heiðarlegt að segja strax, úr því að verið er að biðja mig að breyta ákvörðuninni á grundvelli þessarar margþættu óvissu, að þá hafi menn á því skilning að þegar henni hefur að mestu leyti verið eytt þá ákveði ég að hverfa til annarra verka. Þjóðin geti þá valið sér nýjan forseta með tilliti til nýrrar stöðu og meiri festu í öllum þessum málum.“ Gat ekki hunsað óskir fólksins  Ólafur Ragnar segir það vera samviskuspursmál að standa vaktina á meðan mikil óvissa ríkir um stjórnarfar, stjórnskipan og stöðu Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirskriftir Forsetinn fékk afhentar undirskriftir með áskorun um að halda áfram. Yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, markar tímamót og er einstök í sögu forsetaembættisins, að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ. „Í fyrsta lagi að hann fer fram í fimmta sinn, sem er nýtt,“ sagði Gunnar Helgi. Hann sagði ljóst að kæmi til kosningabaráttu fyrir for- setakjör þá yrði hún allt öðru vísi en áður hefði sést fyrir slíkar kosningar. Gunnari Helga þykja pólitískir undirtónar í yfirlýs- ingunni, sem engin fordæmi séu fyrir, e.t.v. áhugaverð- ari. Hann sagði greinilegt að Ólafur Ragnar teldi það vera hlutverk forsetans að beita sér í hinni pólitísku baráttu innanlands. Enginn forseti hingað til hefði tjáð neinar viðlíka skoðanir. Hann sagði vandann vera þann að mörg „ef“ væru í forsendunum sem forsetinn gæfi sér fyrir því að hætta. Þá skilgreindi forsetinn engin viðmið sem mörkuðu hvenær umræddri óvissu lyki. gudni@mbl.is Gunnar Helgi Kjartansson Einstakt í sögu forseta Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann gæfi kost á sér til embættis forseta Íslands. Þó með þeim fyrirvara að þjóðin sýndi hon- um skilning ákvæði hann að hverfa til annarra starfa áður en kjör- tímabili lyki. Sigurður Líndal, pró- fessor í lögfræði, segir að þó ekki séu fordæmi fyrir slíku í embættinu séu engin ákvæði í lögum eða stjórnarskrá sem banni að forseti gefi kost á sér með fyrirvara um að hann muni ekki ljúka kjörtímabilinu. Það sé kannski ekki óeðlilegt að Ólafur slái slíkan varnagla miðað við hve lengi hann hafi setið sem for- seti og færi sín rök fyrir því, sama hvort fólki finnist þau fullnægjandi eður ekki. Þá segir Sigurður að sér finnist menn gera heldur mikið úr því að Ólafur hafi breytt embættinu og gerst virkari en forverar hans. Svo sé ekki endilega, sé litið á söguna. maria@mbl.is Fyrirvarinn á sér ekki fordæmi Sigurður Líndal „Þetta er ákveðinn millileikur hjá honum á meðan ákveðinn óvissutími er til staðar og þá sérstaklega hvað varðar stjórnarskrármálið,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, spurð um ákvörðun forsetans að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í embætti. Hún nefnir að Ólafur hafi oft verið harðorður um frammistöðu stjórn- valda m.a. við að gæta hagsmuna þjóð- arinnar á alþjóðavettvangi og að ekki sé ólíklegt að bú- ast megi við því að hann veiti stjórnvöldum ekki síður slíkt aðhald á næsta kjörtímabili nái hann endurkjöri. Aðspurð segist Stefanía ekki hafa trú á því að um sé að ræða hannaða atburðarás af hálfu Ólafs. Hins vegar sé ljóst að hann hefði vel getað stöðvað allar vangavelt- ur um að hann ætlaði að bjóða sig fram áfram og hvatn- ingaraðgerðir í þeim efnum ef hann hefði verið alfarið búinn að loka á þann möguleika. hjorturjg@mbl.is Millileikur á óvissutíma Stefanía Óskarsdóttir Styðja lögleiðingu björgunarbúninga í smábátum Á félagsfundi í Kletti, félagi smá- bátaeigenda á svæðinu frá Ólafs- firði og út á Tjörnes, í síðustu viku var m.a. rætt um öryggismál og þá einkum gildi björgunarbúninga í smábátum. Þar var samþykkt álykt- un þar sem stuðningi var lýst við lögleiðingu björgunarbúninga í öll- um smábátum. Á fundinum greindi Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, frá fundi í innan- ríkisráðuneytinu nú nýverið. Þar var félaginu kynnt sú skoðun ráð- herra að stefna bæri að breytingu á reglugerð þannig að skylt yrði að hafa björgunarbúninga um borð í smábátum, að því er segir á smabat- ar.is Fyrirhuguð breyting á reglum yrði unnin í nánu samráði við LS og sérfræðinga Siglingastofnunar. Í gildandi reglum er ekki kveðið á um að skylt sé að vera með björg- unarbúninga um borð í smábátum. Aftur á móti er skylt að hafa vinnu- flotgalla um borð. Mikill munur er á þessum tveimur björgunartækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.