Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðtal íSunnu-dagsmogg- anum um helgina við Bent Jensen var afar fróðlegt. Jensen er danskur sagnfræðingur og einn af helstu sérfræðingum Dana í sögu Sovétríkjanna sálugu og tengslum danskra vinstrimanna þangað austur yfir. Hann er nú að leggja lokahönd á viðamikla bók um þetta efni og eru viðbrögð sumra danskra kommúnista við þeim bókarskrifum kunn- ugleg. Þeir halda því fram að honum sé ekki treystandi til að segja rétt frá um verk danskra vinstrimanna og tengsl þeirra við Sovétríkin, en svipuð sjónarmið hafa ver- ið uppi hjá ýmsum vinstri- mönnum hér á landi vegna bóka um íslenska vinstrimenn sem komið hafa út á liðnum misserum. Í þeim bókum hafa komið fram upplýsingar um ótrú- lega náin tengsl ákveðinna ís- lenskra vinstrimanna við kommúnistaflokkinn í Sov- étríkjunum og jafnvel um bein fyrirmæli sem hann hafi gefið þessum fulltrúum sínum hér á landi. Svipaða sögu er að segja um vinstrimenn í Danmörku, sem voru einnig í miklum tengslum og hlýddu skipunum yfirboðara sinna í Moskvu. Fleira er líkt með skyldum. Jensen segir frá því að þó að formleg tengsl hafi ekki verið til staðar við Sósíalíska vinstriflokkinn, sem varð til upp úr Danska komm- únistaflokknum, hafi Sov- étríkin áfram verið ákveðin fyrirmynd þó að ófullkomin væri og að Bandaríkin hafi verið álitin óvinurinn. Komm- únistar hafi haft óbein áhrif í flokknum og Gert Petersen, sem var blaða- maður og svo þingmaður flokks- ins og formaður um áratugaskeið, sagði árið 1987, skömmu fyrir fall Sovétríkjanna, að Lenín hefði verið mikilhæfur leiðtogi sem margt mætti læra af. Tíu árum síðar sagði einn af núverandi þingmönnum Sam- fylkingarinnar efnislega það sama í viðtali í Vikublaðinu. Þar var Lúðvík Geirsson, þá formaður Blaðamannafélags- ins, spurður hvaða stjórn- málamanni lífs eða liðnum hann hefði mest álit á og svar- aði: „Lenín hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Hann var traustur foringi.“ Hér á landi líkt og í Dan- mörku og víðar hafa upplýs- ingar um mikil og náin tengsl vinstri manna við Sovétríkin ekki komið upp á yfirborðið fyrr en á allra síðustu árum. Ætla má að enn séu ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum og verða sennilega aldrei. Mikilvægt er að þessi saga verði rannsökuð áfram þó að ýmsum sé það þvert um geð og telji af einhverjum ástæðum að þessi hluti sög- unnar sé sá eini sem ekki eigi að rannsaka. Krafa um rannsóknir á þessum hluta Íslandssög- unnar og sögu annarra Vest- urlanda er ekki krafa um rétt- arhöld yfir þeim sem stóðu röngum megin og studdu ógn- arstjórnina í Sovétríkjunum beint eða óbeint. En tillits- semi við þá má ekki heldur ganga svo langt að aðrir fái ekki rétta mynd af því sem hér gerðist í raun og veru og hvernig reynt var að grafa undan því þjóðskipulagi sem langflestir Íslendingar studdu og styðja enn. Mikilvægt er að rannsaka áfram tengsl vinstrimanna á Vesturlöndum við Sovétríkin} Margt líkt með skyldum Kosningarnar íþessu landi eru eins og gam- anleikrit. Þeir eru allir að leika svo hvers vegna ætti ég að taka þátt?“ Þessari skoðun lýsti ung kona í Íran á þingkosningunum sem fram fóru þar í landi á föstudag. Engin ástæða er til að efast um réttmæti þessara orða, enda dettur engum í hug að kosningar í Íran end- urspegli vilja írönsku þjóð- arinnar. Forsetakosningarnar sem fram fóru í Rúss- landi í gær eru að ýmsu leyti svip- aðar þó að margt skilji einnig á milli. Þar vissu allir fyrirfram, líkt og í Íran, hver úrslitin yrðu og kosningabaráttan hefur minnt á löngu skrifað og vel æft leikrit. Niðurstaðan er sú að sitj- andi valdhafar sitja áfram í þeim sætum sem þeir velja sér og tryggja þannig, að eig- in sögn, stöðugleikann í þess- um ríkjum. Kosningarnar í Íran og í Rússlandi hljóta að vekja almenning til umhugsunar} Kosningaleikrit víða um heim F yrst voru strákarnir leiddir eins og sauðir til slátrunar. Þeirra á með- al var undirritaður. Það voru eng- ar klukkur. Bara fimmtán tafl- borð með strípuðum taflmönnum og heimsmeistari kvenna, Hou Yifan. Hún ætl- ar ekki að láta sér verða kalt á Íslandi og var í rauðri dúnúlpu allan tímann. Það var eftirtektarvert að Yifan tefldi ólíka byrjun á hverju borði, staldraði aldrei lengi við og þegar hún nálgaðist muldraði maður á virðulegum aldri við hliðina á mér: „Mér líst sannast sagna ekkert á blikuna.“ Það er áberandi að stórmeistarar í hópi kvenna eru óðum að styrkjast. Og auðvitað er ekkert því til fyrirstöðu að þær nái jafngóðum árangri og karlarnir, annað en hefð og löggró- inn vani, eins og skáldið sagði. Íslendingar þekkja vel Polgar-systur, sem hafa teflt hér á landi við góðan orðstír. Judit er þeirra sterkust. Hún varð yngst allra í skáksögunni til að verða stórmeistari ár- ið 1991, jafnt kvenna og karla, þá aðeins fimmtán ára og fjögurra mánaða. Og nú er hún á meðal 30 sterkustu skák- manna í heiminum, reyndar eina konan á listanum yfir þá 100 sterkustu. En konur eru meira áberandi en áður í skákheiminum og ekki getur farið hjá því að þær nái árangri til jafns við karlana – með tíð og tíma. Eftir að strákarnir ásamt und- irrituðum höfðu tapað öllum skákunum fyrir Yifan í gær, fyrir utan ungan Norðurlandameistara með Rimaskóla sem náði jafntefli af miklu harðfylgi, þá tóku stelpurnar við og velgdu heimsmeistaranum undir uggum. Og víst er koma heimsmeist- arans innblástur fyrir þær – það skiptir máli að eiga svona góða fyrirmynd. Þær eru auðvitað fleiri í skáksögunni. Fyrsti heimsmeistari kvenna í skák var Vera Menc- hik, sem sigraði á heimsmeistaramótinu árið 1927. Þar sem ekki hafði verið komið á fót áskorendaeinvígjum eins og hjá körlunum, þá varð hún að tefla jafnmargar skákir og keppi- nautarnir í hvert skipti sem hún varði titilinn og það tókst henni það sem eftir lifði ævinnar. Síðast sigraði hún árið 1939, en svo féllu mótin niður vegna seinna stríðs og hún lést í sprengjuárás Þjóðverja á Kent árið 1944. Nú, tæpum sjötíu árum síðar, er Yifan verð- ugur arftaki Menchik. Hún sigraði í janúar á firnasterku skákmóti á Gíbraltar, þar sem taflmennskan var upp á 2.850 skákstig. Óhætt er að taka undir það með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að sennilega er heimsmet að hafa tekist að fá hana til landsins. Samt hélt ég að ég ætti möguleika þegar ég hafði náð að hanga inni í skákinni fram í fertugasta leik. En aðeins nokkrum leikjum síðar, án þess að ég uggði að mér, var ég óverjandi mát í tveimur leikjum. Ég hrósaði happi að ná að gefa skákina í tæka tíð. „Pabbi, tapaðirðu fyrir frú?“ spurði sonur minn er hon- um bárust tíðindin. „Já,“ svaraði ég. „Og hvorki í fyrsta né síðasta skipti er ég hræddur um.“ pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill „Tapaðirðu fyrir frú?“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Snemma sumars 2011 kostaðiútburður á almennu bréfi 75krónur en eftir gjald-skrárhækkanir er almennt burðargjald í dag fyrir bréf í einka- rétti 97 krónur. Hefur Íslandspóstur nú lagt fram beiðni fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um enn meiri gjaldskrárhækkun. „Þetta verð er allt of lágt miðað við tilkostnað. Einkarétturinn hefur verið rekinn með tapi síðastliðin þrjú ár,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, og bendir á að sambærilegt bréf í Danmörku kosti um 180 krónur og í Noregi 214 krón- ur. „Og er nú Ísland dreifbýlla og dreifikerfi dýrara í rekstri en t.d. í Danmörku,“ segir Ingimundur. Síðastliðin ár hefur Íslands- póstur þurft að glíma við breytt rekstrarumhverfi frá því er áður þekktist. Er það einkum vegna efna- hagssamdráttar í þjóðfélaginu en einnig hefur aukning í rafrænni notkun haft sitt að segja. Mikill sam- dráttur í bréfamagni auk sívaxandi rekstrarkostnaðar er meðal þess sem fyrirtækið stendur frammi fyrir. Til að tryggja áframhaldandi stöðugleika í rekstri fyrirtækisins hafa stjórnendur þess þurft að grípa til ýmissa úrræða. Má í því samhengi t.a.m. nefna hækkanir á póstburð- argjaldi, lokun pósthúsa, breytingar á dreifikerfi og fækkun starfsfólks. En frá árinu 2008 fækkaði starfs- mönnum Íslandspósts, einkum í dreifikerfi, um nær 200 talsins. „Við erum víða að gera breyt- ingar í rekstrinum og höfum gert undanfarin ár,“ segir Ingimundur en nýverið var tekin ákvörðun þess efn- is að loka pósthúsinu í Breiðholti í hagræðingarskyni. Lokun pósthúss- ins hefur vakið nokkurt umtal en útibúi við Dalveg í Kópavogi verður gert að taka við þjónustunni. Vert er að geta þess að engar uppsagnir fylgja þessum breytingum. Ingimundur bendir á að frá 1998 hefur 20 pósthúsum víðsvegar um landið verið lokað. Þar af voru fjögur á höfuðborgarsvæðinu. Að auki segir Ingimundur Íslandspóst hafa farið í samstarf með 34 aðilum, bönkum og sparisjóðum, um póst- þjónustu á vissum svæðum á lands- byggðinni. „Við höfum verið að byggja upp á kjarnastöðum víðsvegar um land í þeim tilgangi að geta þjónustað nær- sveitir frá þeim stöðum. Eftir því sem við höfum verið að byggja það upp þá höfum við lokað sumstaðar í kring og selt eignir,“ segir Ingi- mundur og bætir við að samþykki Póst- og fjarskiptastofnunar þurfi að liggja fyrir til lokunar pósthúsa. „Við höfum markvisst unnið að því að loka póstafgreiðslum og að fela okkar landpóstum, sem eru akandi um sveitir alla daga, aukin verkefni.“ Búist við frekari samdrætti Ingimundur segir fátt benda til þess að samdráttur í póstmagni muni hætta á næstunni. Aukin rafræn notkun ásamt yfirlýstri stefnu sveit- arfélaga, Reykjavíkurborgar og rík- is, að draga úr bréfanotkun hefur haft sitt að segja. Er því ljóst að grípa verður til enn frekari hagræð- ingaraðgerða og breytinga á gjald- skrá á næstunni. Á síðasta ári nam tap af rekstri Íslandspósts 144 millj- ónum króna en bréfasendingum innan einkaréttar fækkaði um 30% frá árinu 2006 til loka árs 2011. Þá er reiknað með áframhaldandi samdrætti en áætlað er að bréfamagn minnki áfram um 16% til ársins 2015. Horft fram á frekari hagræðingu í rekstri Morgunblaðið/Ómar Bögglar Almennt burðargjald fyrir bréf í einkarétti er 97 krónur en reikna má með að sú upphæð muni hækka eitthvað á næstunni. Alls eru nú ellefu pósthús á höfuðborgarsvæðinu. Sú ákvörðun að loka pósthúsinu í Breiðholti hefur vakið athygli og hafa sjálfstæðisfélögin m.a. lýst því yfir að ekki sé útilokað að ákvörðunin verði kærð. Ingimundur Sig- urpálsson, forstjóri Íslands- pósts, kveðst þess fullviss að pósthúsið við Dalveg muni sinna þjónustunni á fullnægj- andi hátt. „Ástæðan fyrir því að við erum að loka þarna er einfald- lega sú að við erum að vinna að hagræðingu í rekstri dreifikerfisins,“ segir Ingimundur og bendir á að einungis eru um tveir kílómetrar á milli pósthússins í Mjódd og þess á Dalvegi. Því sé eðli- legt að ein póst- afgreiðsla sjái um svæðið. Eðlilegt að sameina EINUNGIS 2 KM Á MILLI Ingimundur Sigurpálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.