Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Meðal efnis : Hönnuðir,arkitektar og aðrir þátttakendur. Ný íslensk hönnunn. Húsgögn og innanhúshönnun. Skipuleggjendur og saga hönnunarMars. Dagskráin í ár. Erlendir gestir á hátíðinni. Ásamt fullt af öðru spennandi efni um hönnun. HönnunarMars Morgunblaðið gefur þann 22. mars út glæsilegt sérblað um HönnunarMars Á HönnunarMars gefst tækifæri til að skoða úrval af þeim fjölbreytilegu verkefnum sem íslenskir hönnuðir og arkitektar starfa við. Hátíðin verður haldin víðsvegar um Reykjavík –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, FÖSTUDAGINN 16. MARS Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: SÉRBLAÐ Fyrir tæpum 30 árum var starfsmanni hjá stóru íslensku fyr- irtæki með starfsemi í mörgum löndum sagt upp vegna erfiðleika í samskiptum hans við yfirmenn sína. Til að hefna sín fyrir upp- sögnina greip þessi maður til þess úrræðis að reka hnífinn í bakið á starfsmönnum fyrirtækisins með því að fóðra helsta sorpblað lands- ins á trúnaðarupplýsingum og ósannindum um fyrirtækið, sem hann hafði starfað hjá. Með því kveikti hann þann eld, sem varð að mesta galdrabrennumáli 20. ald- arinnar, og var kallað Hafskips- málið. Fjöldi manna, þ. á m. alþing- ismenn, sem síðar klifu upp í æðstu embætti þjóðarinnar, hreifst af galdrabrennufárinu og fór mikinn. Sama gerðu þeir, sem höfðu rannsóknarlögreglu og ákæruvald í hendi sér. Ekki varð það þeim til álitsauka. Þessum manni, sem kveikti galdrabrennueldana forðum, tókst síðan að klifra eftir krókaleiðum upp í eitt af æðstu embættum rík- isstjórnar Jóhönnu og Steingríms J. og hefur verið áberandi í fjöl- miðlum síðan í eftirliti með siðferði fjármálakerfisins. Nú virðist svo, að ekki hafi hon- um tekist betur til en svo, að hann hefur notað stöðu sína til að hnýs- ast í einkamál annarra með at- beina þeirra, sem hann átti að halda á hinni vandrötuðu braut sið- ferðis í fjármálum. Því dettur mér séra Hallgrímur í hug: „Sjá hér, hvað illan enda, ótryggð og svikin fá. Júdasar líkar lenda leiksbróður sínum hjá…..“ o.s.frv. Þeim, sem kann að leika hugur á að lesa spádóm um framhaldið, er bent á að lesa niðurlagið í 5. versi 16. Passíusálms séra Hallgríms. Axel Kristjánsson „Sjá hér, hvað illan enda….“ Höfundur er lögmaður. Í Prédikaranum stendur: Öllu er af- mörkuð stund og sér- hver hlutur undir himn- inum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma; að gróðursetja hefir sinn tíma og að rífa upp, sem gróð- ursett hefur verið, hefir sinn tíma. Nú er runnin upp sú stund að við Íslendingar eigum að kjósa nýjan forseta. 16 ára embætt- istími er yfrið nóg fyrir hverja mann- eskju – og yngra fólk verður að fá að spreyta sig. Hins vegar kveður gamla stjórnarskráin ekki á um embættis- tíma forseta – því er nú verr. Ólafur Ragnar Grímsson er fyrst og fremst stjórnmálamaður og hann kann vel að leika á þau hljóðfæri, sem honum standa til boða. Enginn frýr honum vits. Engu að síður finnst und- irritaðri að hann hafi brostið dóm- greind í ýmsum mikilvægum málum og er mér mjög ofarlega í huga þjónk- un hans við íslensku auðjöfrana, sem reyndust svo vera loddarar, lukk- uriddarar og þjófar. Vissulega er í stjórnarskránni ákvæði um synjunarvald forseta og þarf ekki að líta á það sem goðgá þótt Ólafur hafi nýtt sér það vald. Hins vegar má líta á það sem mikið virðing- arleysi við Alþingi Íslendinga að neita að undirskrifa lögin um Icesave- samninginn eftir að 70 prósent þing- manna höfðu samþykkt þau. Óneit- anlega hefur Alþingi Íslendinga sett niður í þeim hremmingum, sem yfir þjóðina hafa gengið, og margar meg- instofnanir samfélagsins búa við til- finnanlega myndugleikahrörnun. Samt er það bjarnargreiði við þjóðina – þegar til lengri tíma er litið – að ætla að halda völdum í krafti undir- skriftasafnana og skoðanakannana. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Þá þykir mér forsetinn tala af nokkru yfirlæti og þekkingarleysi um Evrópusambandið; telur það ekki líf- vænlegt. Allt er í heiminum hverfult – það eru vissulega orð að sönnu. En Evrópusambandið var stofnað á rúst- um hóflausrar þjóðrembu og sérhags- muna. Forkólfar þess vildu koma í veg fyrir að menn væru að höggva mann og annan í nágrannakrytum. Þetta hefur tekist í ein 67 ár – einu lengsta friðartímabili, sem menn rekur minni til að hafi ríkt í Evrópu. Þeir sem muna tímana tvenna eru fegnari en frá megi segja yfir þessum málavöxtum. Evrópu- sambandið liðast ekki í sundur þótt bragðvísi og bókhaldskúnstir Grikkja hafi gert skriffinnum í Brussel grikk. Ísland er evrópskt land og á sam- leið með Evrópu- bandalaginu, hvort sem við göngum í það eða verðum fyrir utan það. Ekki hugnast mér heldur allt þetta tal um væntanleg hagvaxt- arskeið vegna loftslagshlýnunar, sem opnar sjóleiðina til Kína. Í þeim efnum er slík vá fyrir dyrum að enginn mun græða, en margir farast. Íslendingar eiga litla samleið með Kínverjum. Landsmenn eru rúmlega 300.000, en Kínverjar losa líklega einn og hálfan milljarð. Þetta er ójafn leikur, einkum ef litið er til þess hversu kínversk stjórnvöld sýna mannréttindum litla virðingu. Síðastliðna hálfa öld hafa Tíbetar mátt kyngja klökkvanum yfir þeim hugsunarhætti og ofbeldi, sem af því hlýst. Í þessu máli hefur forseta vorn brostið dómgreind í lofgjörð sinni um hagvöxt, ættaðan úr Aust- urlöndum fjær. Þetta minnir á tælandi söng Sírenanna í Ódysseifskviðu, sem ýmsir eiga erfiðara með að standast en Ódysseifur – enda var hann forsjáll maður. Nú hafa um 30.000 Íslendingar safnað undirskriftum og skora með þeim á Ólaf að gegna forsetaembætt- inu enn eitt kjörtímabilið. Það er ekki fjórðungur atkvæðisbærra manna. Sumir láta sér málið í léttu rúmi liggja, en margir vilja að efnt verði til kosn- inga. En illt er að fara fram gegn sitj- andi forseta – hver vill standa í því? Hvað eiga þeir að gera, sem vilja kosn- ingar? Eiga þeir að senda forseta bænarskjal? Hvað ætti að standa í því bænarskjali? „Hættu Ólafur, hættu?“ Nei, það væri ókurteisi. Svona tala menn ekki við þjóðhöfðingja sinn. Við verðum að vona að Ólafur dragi sig í hlé af sjálfsdáðum. Allt hefir sinn tíma. Eftir Vilborgu Auði Ísleifsd. Bickel Vilborg Auður Ísleifsd. Bickel » Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár. Það er nóg. Dómgreindar- brestur í ýmsum mál- um. 30.000 aðdáendur. Hvað eiga hinir að gera, sem vilja kosningar? Höfundur er sagnfræðingur. Allt hefir sinn tíma Blaðagrein formanns innflytjendaráðs og flóttamannanefndar í Fréttablaðinu frá því fyrr í vetur er tilefni þessarar greinar og er þetta seinni grein mín af tveimur. Sú fyrri birtist í Fréttablaðinu. For- maðurinn segir að hér á Íslandi sé nægjanlegt landrými, vatn og fæða til að flytja inn flóttamenn í stórum stíl. Ég hef ýmsar athugasemdir við þessa draumsýn. Við erum örþjóð og einu sinni ætlaði hún sér að sigra heiminn. Þá kom hrunið. Ætlar þessi örþjóð sér nú í ein- feldni sinni að bjarga öllum í heim- inum sem eiga bágt? Er þetta góðsemi og barnaleg einfeldni eða kannski bara dómgreindarskortur? Eða kannski bara einkenni um meðvirkni? Sumir eru klárlega meðvirkir með bágindum annarra enn það er varasamt að gera þjóðina meðvirka líka. Víða um lönd er litið á það sem happdrættisvinning að næla sér í evr- ópskt vegabréf. Það er heil atvinnu- grein í gangi í fátæku löndunum til að láta drauminn rætast og hjálp- arsamtök hjálpa þar líka til. Sum samtök berjast líka fyrir því að afnema landamæri og leyfa frjálsan flutning fólks óhindrað á milli landa. Venjulegt fólk með eðlilega dóm- greind sér hvert þetta leiðir, en það er nú margt fólk sem vill eigið þjóðfélag feigt því það lítur á það sem gjörspillt auðvaldsþjóðfélag. Kenningin er sú að fyrst þurfi að brjóta niður áður en hægt er að byggja upp. Ein aðferðin við að brjóta niður er að skapa stjórn- leysi og það er best gert með því að af- nema landamæri og leyfa frjálsan flutning fólks frá fátækum löndum til ríkra landa. Það eru helst hraust- ir, ungir karlmenn sem tekst að komast í burtu úr löndum volæðis og harðstjórnar og eru þeir oft að flýja stríð og ófrið, en oftar þó fátækt, at- vinnuleysi og félagslegt óréttlæti. Eftir situr kvenfólkið, börnin, gamla fólkið og þeir sem raunverulega þurfa á hjálp að halda. Þeir sem ná að komast til Íslands eru þeir sem síst þurfa á hjálp að halda. Það að komast til Íslands og ann- arra Evrópulanda er takmarkið og svo er mætt á staðinn með alls konar sög- ur á vörunum um ofsóknir og bágindi. Þetta er auðvitað allt mjög sorglegt og er bara sjálfsbjargarviðleitni. Bara í Afríku býr yfir milljarður manna og stór hluti þeirra býr við fá- tækt og félagslegt óréttlæti. Við get- um slegið á tölu eins og 300 milljónir til að geta byrjað að reikna. Lítil 0.1% af þessum fjölda eru 300 þúsund manns eða jafnmargir og íslenska þjóðin. Ef Íslendingar vilja bjarga litlu 0.1% af fátækum og bágstöddum Afr- íkumönnum þá þarf að flytja inn 300 þúsund þeirra til Íslands. Það sér samt ekki högg á vatni á fjölda fátækra og bágstaddra í Afríku en íslenskt þjóðfélag, eins og við þekkjum það, væri búið að vera. Sumir myndu hlakka yfir því að gjörspillt auðvaldsþjóðfélag hefði þarna tortímt sjálfu sér í einfeldni og barnaskap. Til að fóðra meðvirknina væri heið- arlegra að úthluta íslenskum vega- bréfum í Afríku samkvæmt kvóta, til dæmis eitt þúsund vegabréfum á ári og láta jafnt til karla og kvenna. Það er hægt að leita uppi þurfandi fólk og fjölskyldur. Það er nóg til af þeim. Borga síðan flutninginn til Íslands og koma fólkinu inn í íslenskt bótakerfi því varla væri vinnu að hafa fyrir allan þennan fjölda. Það liðu ekki margir áratugir áður en 20-30% þjóðarinnar ættu rætur sínar að rekja til Afríku. Í upphafi skyldi endirinn skoða stendur einhvers staðar, en það er víst ekki í tísku að horfa til framtíðar frekar en að horfa í baksýnisspegilinn. Ef eitthvað er að marka orð áð- urnefnds formanns þá er unnið að því bak við tjöldin að galopna landið fyrir svokölluðum flóttamönnum. Ég legg til að haldið verði þjóð- aratkvæði um málefni flóttamanna og hvert stefna skal með þjóðfélag fram- tíðarinnar. Meirihluti þjóðarinnar verður að standa að baki ákvörðunum sem augljóslega munu gerbreyta þjóð- félaginu. Hver flóttamaður kostar þjóðfélagið mikla fjármuni. Þessum fjármunum er miklu betur varið til aukins hjálparstarfs erlendis. Fólk þarf að læra að setja heilbrigð mörk og þjóðin verður að gera það sama. Hvað er íslensku þjóðinni fyrir bestu? Hættum að vera meðvirk. Ís- lenska þjóðin getur ekki borið ábyrgð á bágindum fólks í fátæku löndunum. Hver þjóð verður að bera ábyrgð á sjálfri sér og sínu fólki. Ég vísa ábyrgðinni af ástandinu í þessum löndum á stjórnarherrana þar, stjórnarfarið, misskiptinguna, arðránið og spillinguna sem viðgengst þar. Ábyrgðin er því ekki íslensku þjóðarinnar, hún er þeirra sem halda um stjórnartaumana í viðkomandi löndum. Eftir Einar Gunnar Birgisson » Það að komast til Ís-lands og annarra Evrópulanda er tak- markið og svo er mætt á staðinn með alls konar sögur á vörunum um of- sóknir og bágindi. Einar Gunnar Birgisson Höfundur er fræðimaður. Flóttamenn, nei takk Er tillit tekið til aldurs eða kyns, lit- arháttar eða frávika í þjóðfélögum nútímans með ofanritaðri fyrirsögn? Sem varð víst að koma á eftir „jafn- rétti“ og „frelsi“ er ég skrifaði um síðast í bréfum til blaðsins, rík- isstjórnarflokkunum til ama. Evrópubúar ættu nú sem fyrr að beina athugulum augum til Banda- ríkjanna og vonandi gera það líka ís- lenskir samfylkingarsinnar – sem verða nú að fara að hlusta á hjarta sitt, í stað þess að „analísera“ eða þá „diskútera“ lífshlaupið. Í Bandaríkjunum geta þeir fundið rótina að uppgangi Japans áður fyrr, risi Suður-Kóreu og síðast en ekki síst uppsveiflu Kína, áhugaverðri. Miklar fórnir voru þó færðar á sinni tíð – gleymum ekki því – en allt var það í þágu hins bandaríska anda: Fólki ber frelsi (Allt samt innan ramma laga sem fórnandi er sér fyr- ir). Framrás lífsins sýnist núna stefna hraðbyri um Indland, Mið-Asíu og Austur-Evrópu, auk alls Rússlands ugglaust og þeirra samstarfsríkja. Þegar þar við svo bætast Grænland og síðast en ekki síst Færeyjar, má loks aftur öðlast trú á mannkynið, svo lengi sem bandaríski andinn sé hafður í fyrirrúmi. Það er mikilvæg- ast. Múslimar gætu jafnvel orðið sáttir við aðra menn (þeir virðast a.m.k. vera það á Íslandi), Guð gamla testa- mentisins hjálpar Ísrael vafalaust um ókomna tíma og einhverjir að- stoða Afríku líkt og áður. Mið- og Suður-Ameríka munu líka koma til, vonum við öll. Kanada og Ástralía eru þvílík ríki að þau gætu sem hægast orðið braut- ryðjendur bandaríkja jarðar – sem fyrr eða síðar verða að veruleika. „Heimur batnandi fer,“ sagði gömul kona sem ég tók mikið mark á. „Batnandi manni er best að lifa,“ er málsháttur sem flestir verða að skilja til fulls en „Frjáls er sá sem ekkert á,“ er orðtak sem nýtst gæti þeim sem nú eru að lenda í þroti (sem er sýnu verst í fyrsta sinn – tilfinn- ingalítið í þriðja). Upp má alltaf rísa á ný. Tíminn læknar öll sár og aldrei bregst það að vetur breytist í vor. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON leigubílstjóri. Bræðralag? – Úrelt hugtak Frá Páli Pálmari Daníelssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.