Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 ✝ GuðbjörgBjarnadóttir var fædd í Reykja- vík 22. febrúar 1923. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 27. febrúar 2012. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Bjarnason, bóndi á Litla-Ármóti, f. 25.4. 1887, d. 19.1. 1971 og Sigurbjörg Sigurð- ardóttir, húsfreyja á Litla- Ármóti, f. 14.4. 1899, d. 24.10. 1982. Systkini hennar eru Bjarni Ellert, f. 17.11. 1921 og Sigríður, gift Einari Eberhardtssyni, synir þeirra eru Helgi Páll og Mar- teinn. 2) Bjarni, tónlistarkennari, f. 9.4. 1957, kvæntur Sjöfn Guð- mundsdóttur, dóttir þeirra er Guðbjörg Olga. Sjöfn á tvö börn, Söru og Jósef Eir, frá fyrra hjónabandi. 3) Eggert Tryggvi, skrifstofumaður, f. 13.7. 1958, kvæntur Erlu Sverrisdóttur, börn þeirra eru Kristófer og Dagný Eva. Guðbjörg ólst upp á Litla- Ármóti í Laugardælasókn. Eftir að börnin urðu stálpuð fór hún á vinnumarkaðinn og vann lengst af sem matráðskona hjá Stáliðj- unni í Kópavogi. Guðbjörg og Helgi byggðu sér hús að Kárs- nesbraut 17 í Kópavogi árið 1956 og bjó Guðbjörg þar alla tíð síð- an. Útför Guðbjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 5. mars 2012, kl. 11. f. 27.4. 1936. Guðbjörg giftist 26.2. 1955 eig- inmanni sínum, séra Helga Tryggvasyni kennara við Kenn- araskóla Íslands, f. 10.3. 1903, d. 19.8. 1988. Foreldrar hans voru Tryggvi Bjarnason, alþing- ismaður og hrepp- stjóri, og Elísabet Eggertsdóttir húsfreyja sem bjuggu í Kothvammi, Kirkju- hvammshr. Börn Guðbjargar og Helga eru: 1) Hellen Sigurbjörg, grunnskólakennari, f. 3.3. 1956, Móðir mín, Guðbjörg Bjarna- dóttir, er látin, 89 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík en flutti ársgömul, ásamt fjölskyldu sinni, að Litla-Ármóti í Flóa. Ólst hún þar upp við almenn sveitastörf þar til hún giftist föður mínum, sr. Helga Tryggvasyni, yfirkennara. Þau hófu búskap í Reykjavík, en byggðu strax á Kársnesbraut 17 í Kópavogi og bjuggu þar síðan, og hún áfram eftir hans dag. Faðir minn var reyndar prestur á Mik- labæ í Skagafirði í tæpt eitt og hálft ár árin 1963-64, og var móðir mín þá í hlutverki prestsfrúar um skeið. Mamma var afar myndarleg húsmóðir, og mikil regla ríkti á heimilinu varðandi matartíma og heimilisverk. Hún var hamhleypa til verka og verkkvíða þekkti hún ekki. Uppeldi og umönnun okkar systkina var ávallt í fyrsta sæti hjá henni. Við erum þrjú, og var eitt ár á milli barna. Á gömlum mynd- um sést að hún lagði mikinn metn- að í að hafa okkur fín og vorum við alltaf í heimasaumuðum og prjón- uðum fötum. Þegar við stálpuð- umst fór hún að vinna úti hálfan daginn. Þegar barnabörnin komu til sögunnar áttu þau alltaf athvarf hjá ömmu sinni, og kynntust henni vel og voru í góðu sambandi við hana fram að hinsta degi. Mamma hélt skýrri hugsun alla tíð, hafði stálminni og var vel lesin. Hún var mikið fyrir handavinnu og var komin um sjötugt þegar hún hóf að sauma út dúka með harðangurs- og klaustursaumi, og saumaði þá marga. Alltaf átti mamma nóg með kaffinu, enda heimili hennar miðstöð fjölskyld- unnar. Hún var alltaf vel tilhöfð og endurnýjaði reglulega fötin sín. Hún hugsaði um sjálfa sig og heimilið þar til nú í janúar. Þá greindist hún með langt gengið krabbamein og lést á líknardeild Landspítalans eftir stutta legu. Móðir mín var sátt kona, bæði við fólk og hlutskipti sitt í lífinu, og þegar kallið kom, þá kvaddi hún sátt. Blessuð sé minning hennar. Hellen Sigurbjörg Helgadóttir. Með þakklæti og söknuði kveð ég tengdamóður mína, Guðbjörgu Bjarnadóttur. Við höfum í sátt og samlyndi búið í sama húsi undan- farin 25 ár. Hún var fyrirmynd- arhúsmóðir í alla staði hvort sem það sneri að matargerð, bakstri, hannyrðum eða heimilishaldi al- mennt. Hún bakaði bestu flatkök- ur sem ég hef fengið og kenndi mér galdurinn. Þó að hún eldaði almennt hefðbundinn heimilismat var hún alltaf óhrædd að breyta til öðru hverju og prófa nýja rétti. Sennilega eru ekki margar hátt í níræðar húsmæður hér á landi sem elda handa sér þjóðarrétti frá Mexíkó. Þrestir og starrar fengu oft að eiga afgangana sem svo að lokum enduðu á framrúðum bíla okkar, við mátulega hrifningu eig- enda. Guðbjörg hafði almennt áhuga á lífinu og lifði í núinu og var sennilega þess vegna aldrei gömul í okkar augum þó að hún næði 89 ára aldri. Hún hafði ánægju af að kaupa sér ný föt og var ávallt óað- finnanlega til fara. Einnig þurfti hún að eiga bestu tól og tæki og fékk stundum athugasemdir frá okkur; t.d. hvort hún hefði nú ver- ið að kaupa raftæki september- mánaðar. Hún var góður og þakk- látur ferðafélagi og kunni ótal sögur um sveitabæi og íbúa þeirra í þeim ferðum. Fyrir örfáum árum fórum við með henni á Strandirn- ar en þangað hafði hún aldrei komið áður en hafði samt ein- hverja sterka tengingu þangað. Þarna var hún eins og heimamað- ur og kunni frá mörgu að segja enda víðlesin. Svona stundir eru dýrmætar í minningunni. Hún var mikill kattavinur og fylgdu kettir henni síðustu áratugina, þó aldrei nema einn í einu. Guðbjörg hélt heimili allt til loka eða eins lengi og stætt var en síðasta mánuðinn dvaldi hún á sjúkrastofnun. Hún sýndi æðruleysi í veikind- um sínum og hélt andlegri reisn allt til loka. Við eigum aðeins góð- ar minningar um hana. Erla Sverrisdóttir. Elsku besta amma mín. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman. Þú varst í senn amma mín, uppalandi, trúnaðar- vinur, kennari og vinkona. Að kveðja þig er einstaklega sárt. Ég er að kveðja stóran hluta af lífi mínu og mér. Ég hef ekki verið eldri en 4-5 ára þegar þú kenndir mér að sauma. Þú sagðir við mig að ég skyldi fá saumavélina þína þegar þú værir dáin. Ég hlýt að hafa brosað, því þú skelltir upp úr og sagðir að ég mætti nú ekki hlakka til þess dags og sagðir mér sögu af ömmu sem lofaði lítilli stelpu ís- skápnum sínum og stelpan spurði ömmu sína, full tilhlökkunar, hve- nær hún myndi nú deyja. Sú hugs- un hvarflaði þó ekki að mér. Ég var í raun aldrei tilbúin fyrir þennan dag þar sem þú varst aldr- ei gömul. Með svo fallega og slétta húð, ung í anda og hraust kona sem þótti svo vænt um kettina sína og fjölskyldu. Að alast upp með þér á Kársnesbrautinni var mér hjartanlega dýrmætt. Ávallt gat maður leitað til þín hvort sem málin voru lítil eða stór. Jafnvel bara að sitja og horfa á sjónvarpið, þó yfirleitt endaði það í spjalli. Þú áttir það til að vera stundum dálít- ið stríðin með þinn grallarasvip. En það sýndi bara hversu ung í anda þú varst. Þú varst nýjunga- gjörn og elskaðir að kaupa þér föt og fínirí. Þegar þér datt eitthvað í hug sem þig vantaði, varð það helst að gerast strax. Það áttum við algjörlega sameiginlegt. Ég, þú og pabbi áttum okkar föstu hefðir. Við fórum ávallt saman á kattasýningar, bókamarkaði og til Hveragerðis að kaupa blóm. Með mömmu fórum við að versla, á lag- ersölur og annað tilfallandi. Gest- risin varstu og alltaf var heima- tilbúið bakkelsi og nammi fyrir börnin. Þegar þú bjóst á efri hæð- inni og varst kölluð „amma uppi“ þá söfnuðust ættingjarnir í morg- unkaffi í pínulitla eldhúsinu um helgar. Þegar vantaði stóla þótti ekki mikið mál að sitja á eldhús- innréttingunni. Á þeim tíma áttir þú alltaf kandís sem mér þótti mikið sport að japla á og þá smakkaði ég minn fyrsta kaffisopa til að fá að vera eins og allir hinir. Ég á svo margar góðar minningar að ég gæti haldið endalaust áfram. Ég veit að þú náðir háum aldri og ég er einstaklega þakklát fyrir þann tíma sem við fengum. Það breytir þó engu um hversu ósann- gjarnt og sárt mér þykir að þurfa kveðja þig svo fljótt. Þú tókst á þínum veikindum með æðruleysi og kvaddir þennan heim á friðsæl- an hátt. Þú ert fyrirmynd mín í líf- inu og ég mun aldrei gleyma þér. Dagný Eva Eggertsdóttir. Elsku amma, leiðir okkar skilja hér og það hefur verið erfitt að sætta sig við það. Ég hafði alltaf gert ráð fyrir að þú yrðir meðal elstu kvenna, kona sem aðeins fór inn á spítala til að fæða börn og vegna kviðslits snemma á ævinni. Því var það mikið áfall að frétta af veikindum þínum. En þú sýndir yfirvegun og æðruleysi andspænis erfiðinu og hélst í húmorinn og hlýjuna í garð þinna nánustu allt fram í lokin. Ég á þér svo margt að þakka og það voru forréttindi að fá að alast upp í húsinu sem þú og afi byggð- uð. Þú varst mér meira heldur en amma mín. Þú tókst þátt í uppeldi mínu, varst vinur minn og á milli okkar var sérstakt samband sem ég á eftir að sakna. Einar af mín- um kærustu æskuminningum eru þegar ég fékk að skríða upp í bólið til þín þegar mamma og pabbi voru farin í vinnuna, hlusta á snarkið í gömlu Gufunni, malið í kisu og finna hlýjan faðm þinn um- vefja mig. Grjónagrautur með kanilsykri í hádeginu, jólakaka í kaffinu, nammi í skál á laugardög- um og þú kallaðir á mig þegar þú eldaðir reykt hrossakjöt, því ekki fékk maður það lostæti annars staðar. Þannig var bernska mín og hún var góð. Við ræddum alltaf mikið saman um lífsins gagn og nauðsynjar og vorum yfirleitt á öndverðum meiði. En það gerði ekkert til, ég fékk kaffi og kökur, þú glottir við gervitönn og sagðir að þessi vitleysa mundi eldast af mér og svo kvöddumst við með kossi og faðmlagi. Ég veit ekki hvort vitleysan eldist af mér en ég veit hins vegar að þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku amma mín, og takk fyrir alla þá ást og hlýju sem þú veittir mér. Kristófer. Guðbjörg Bjarnadóttir ✝ Ómar MárMagnússon vél- fræðingur, Fífumóa 3, Reykjanesbæ, fæddist 11. júlí 1952 á Ísafirði. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 23. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann- es Magnús Jóhann- esson skipasmiður, f. 2.8. 1929, d. 12.5. 2002, og Guð- rún Elísa Ólafsdóttir, varafor- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrennis, f. 3.2. 1932, d. 23.5. 2010 . Bræð- ur Ómars eru Jóhannes Rúnar Magnússon, f. 14.4. 1955. Ólafur Sævar Magnússon, f. 19.2. 1959 og Viðar Magnússon, f. 25.1. 1962. Ómar stund- aði nám við Gagn- fræðaskólann í Keflavík 1965-69 og Iðnskólann í Kefla- vík 1971-75. Vél- virkjanám hjá Ei- ríki Guðmundssyni í Dráttarbraut Kefla- víkur 1971-75. Sveinspróf 1975. Hann stundaði nám við Vélskóla Íslands 1975–1979 (4. stigs vélstjórn- arnám). Ómar starfaði lengst af hjá Varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli frá 1980-2006. Ómar var ókvæntur og barnlaus. Útför Ómars fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag, 5. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 11. Elskulegur bróðir minn, Ómar Már Magnússon, hefur kvatt langt fyrir aldur fram. Skjótt skip- ast veður í lofti, lífið og tilveran breytist snöggt. Um það fáum við engu ráðið. Þrátt fyrir sorgina og söknuðinn þá leita líka á hugann góðar og bjartar minningar eftir áratuga samleið og samveru þar sem bar aldrei neinn skugga á. Áleitnastar eru þó æskuminn- ingar frá fyrri árum þegar við vor- um ungir drengir í heimahúsum. Við bræðurnir vorum fjórir, Ómar elstur, sjö árum eldri en ég. Betri bróður og leiðbeinanda gat ég ekki fengið, umhyggjusaman og hjartahlýjan. Ég leitaði því mikið til hans og alltaf var hann boðinn og búinn til að hjálpa mér og leið- beina með sinni einstöku rósemi og þægilegheitum. Ómar var ætíð örlátur á tíma sinn og einstaklega þolinmóður. Í því sambandi man ég hve oft við sátum saman og tefldum, en Ómar hafði kennt mér mannganginn. Ég minnist þess ekki að hann hafi synjað mér um eina einustu skák hvernig sem á stóð. Við bræðurnir vorum aldir upp við mikla útivist og veiðiskap. Okkur var kennt að bera virðingu fyrir náttúrunni. Allar frístundir fjölskyldunnar voru helgaðar þessu sameiginlega áhugamáli okkar og áhugi Ómars á útivist var alltaf mikill. Ómar var einstak- ur ljúflingur í öllum samskiptum en mjög dulur svo ekki var alltaf gott að átta sig á hvað inni fyrir bjó. Hjálpfýsi, heiðarleiki og sam- viskusemi voru jafnframt hans einkenni. Ef Ómar lofaði ein- hverju þá var óhætt að treysta því. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa og var umsvifalaust mættur á staðinn þegar kallað var eftir hon- um. Ómar bjó yfir ótrúlegu æðru- leysi og tókst á við lífið og erfið- leika þess með einstöku jafnaðargeði. Ég er Ómari sér- staklega þakklátur fyrir það hve vel hann reyndist foreldrum okk- ar alla tíð. Hann sinnti þeim vel á þeirra efri árum og eftir fráfall föður míns reyndist hann móður minni einstaklega vel. Þar sýndi Ómar vel hversu traustur og góð- ur sonur hann var. Ég á góðar minningar um sam- verustund með Ómari um síðustu jól, en hann dvaldi með mér og fjölskyldu minni á aðfangadags- kvöld. Ekki hvarflaði það að mér þá að þetta yrðu síðustu jólin okk- ar saman. En lífið er hverfult og nú er komið að kveðjustund. Ég þakka Ómari allar þær notalegu samverustundir sem við höfum átt saman í gegnum tíðina. Minningin mun lifa með mér um ókomna framtíð. Ég kveð Ómar bróður minn með þessum orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Guð blessi minningu Ómars M. Magnússonar. Ólafur S. Magnússon. Fimmtudagurinn 23. febrúar var eins og hver annar dagur við störf og athafnir þegar við fengum tilkynningu um að Ómar hefði orð- ið bráðkvaddur. Tíðindin voru óvænt og óraunveruleg, hann sem var aðeins þremur árum eldri en ég, 59 ár gamall. Við slíkar að- stæður fer hugurinn að reika um þau mörgu ár sem við áttum sam- an á uppvaxtarárunum á Grenit- eignum í Keflavík. Á árunum 1960-1970 var mikið af börnum á okkar aldri í hverfinu og allir tóku þátt í leik og starfi í götunni, uppi á heiði eða niðri í fjöru. Það var farið í eggjatínslu, smíðaðir flekar, klifrað í björgum og veiði stunduð á bryggjunni. Ómar var lítið fyrir strákapör og grallaraskap, hann sótti í bækur og leið vel í þeirra fé- lagskap og stundum tókst okkur bræðrum að fá hann til að taka þátt í ævintýrum með okkur. Ómar var elstur okkar bræðra og fyrirmynd í skóla og vinnu, duglegur og samviskusamur sem hann var. Á unglingsárum fengum við Ómar það hlutverk með pabba að endurbyggja trillu sem hafði brotnað í óveðri. Þegar trillan var klár fórum við feðgar saman á sjó- inn til að ná í svartfugl, sel, veiða á handfæri og leggja grásleppunet. Faðir okkar var duglegur við veið- ar og honum var mikið í mun að kenna okkur hvernig við ættum að bera okkur að við veiðarnar. Upp í hugann kemur minnisstæð ferð sem við bræður fórum vestur á Ísafjörð og fengum lánað húsið hennar ömmu Önnu um páska. Það var mikil reisn yfir Ómari bróður og Óli frænda þegar þeir sigldu inn fjörðinn og stóðu á dekki á Gullfossi. Þarna áttum við góðar stundir fyrir vestan með frændfólki og vinum og kynnt- umst páska og skíðamenningu Ís- firðinga. Ómar vann með pabba, sem var skipasmiður hjá Dráttarbraut Keflavíkur, í nokkur ár og lauk þar sveinsprófi í vélvirkjun. Eftir að Ómar lauk fjórða stigi í Vél- skólanum langaði hann að fara á sjóinn og fékk starf sem vélamað- ur hjá Samskipum og var í milli- landasiglingum. Honum varð fljótlega ljóst að siglingar og lang- ar útiverur hentuðu honum ekki til frambúðar. Hann réð sig til Varnarliðsins og starfaði þar í 26 ár eða þar til starfsemi þess var lögð niður. Ómar var alla tíð feim- inn maður og einrænn, hélt sig mest út af fyrir sig og forðaðist mannamót eins og hann komst upp með. Eftir að faðir okkar féll frá 2002 var Ómar einstaklega duglegur að heimsækja og að- stoða móður okkar á meðan hún lifði og var missir hans mikill þeg- ar hún féll frá. Það er sárt að missa bróður og góðan félaga. Þinn bróðir Rúnar. Horfinn, farinn héðan, svo hljótt er allt um stund. Við horfum öll til himins, er hinsta sofnum blund. Þá kvaddur kær er bróðir, er kvikan alltaf sár, þú enda varst hér alltaf, öll hin liðnu ár. Og hvar sem þurfti hjálpar, þín hönd var komin þar og fyrir vini og frændur, sem fastur punktur var. En líf þitt var allt vinna og vandlát höndin er, hvort húsin byggði og báta, eða bitill myndir sker. Er bróðir svefns þér býður útbreidda himinsæng og bjartir englar brosa og blaka svölum væng. Þeir vagga veikum bróður, í væran svefn og þá, þú eigir eilíft ljósið og athvarf himnum á. (Sigr. Guðný Jónsdóttir.) Ég kveð þig elsku Ómar með söknuði en minning þín lifir í hjarta mínu. Guð geymi þig um alla eilífð. Þinn bróðir, Viðar. Það er sárt að vita að Ómar frændi er ekki lengur á meðal okk- ar og hefur kvatt allt of fljótt. Á svona stundum er þakkarvert að eiga góðar minningar um þennan ljúfa, myndarlega mann, allt frá því hann fæddist. Ég man hve stolt ég var þegar mamma hans, Gunna heitin, systir mín, bar hann undir belti og bað mig að verða barnapían sín. Vissulega tók ég því boði. Ómar var yndislegt barn og við tengdumst snemma vin- áttuböndum og áttum góðar stundir saman á Ísafirði. Ég saknaði hans mikið þegar hann flutti með foreldrum sínum til Keflavíkur en, sem betur fór, gáf- ust mér mörg tækifæri til að hitta hann. Foreldrar hans fengu mig til að aðstoða við heimilisstörfin þegar fleiri drengir bættust í hópinn. Mér þótti mikið vænt um þessa fjölskyldu og heimsótti hana eins oft og ég gat. Heimili þeirra var alltaf opið fyrir mér. Ómar tók flestu alvarlega og þegar við móðir hans vorum að syngja og sprella þá fannst honum það bara fíflalegt. En á fullorðins- árum þótti honum gaman að því. Fyrir nokkrum árum bjuggum við Ómar saman í heila viku í sum- arhúsi á Akureyri með móður hans og Steina, eiginmanni mínum. Þá var gleðin ríkjandi og gaman að hlusta á sögurnar hans um ýmsa atburði sem gerðust á Keflavíkur- flugvelli en þar vann Ómar í mörg ár. Við skemmtum okkur vel sam- an og töluðum um alla heima og geima. Ómar var duglegur við að taka til hendinni og var vandvirkur. Man að hann mokaði snjóinn úr öll- um garðinum, ekki bara gangstíg- inn eins og flestir myndu gera. Eft- ir að faðir hans féll frá var Ómar móður sinni mikil hjálparhella. Það var sár missir fyrir hann þegar hún féll frá fyrir tæpum tveimur árum. Við Steini sendum okkar ein- lægustu samúðarkveðjur til bræðra hans og fjölskyldna þeirra og biðjum alla góða vætti að vaka yfir þeim. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Hvíl í friði, elskulegi systurson- ur, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir. Ómar Már Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.