Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi okkar, SÆVAR GEIR SVAVARSSON í Norma, til heimilis að Furuási 8, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss í Kópavogi laugardaginn 25. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju þriðjudaginn 6. mars kl. 15.00. Unnur I. Þórðardóttir, Guðrún A. Sævarsdóttir, Þórður Magnússon, Unnur L. Þórðardóttir, Magnús S. Þórðarson, Sævar J. Þórðarson. ✝ Elskulegi maðurinn minn, pabbi okkar, afi, sonur, tengdasonur og bróðir, VALGEIR DAÐASON, Kristnibraut 43, lést á Landspítalanum Kópavogi þriðju- daginn 28. febrúar. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 8. mars kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar í Kópavogi, sími 543 1159. Guðríður Andrésdóttir, Kristján Daði Valgeirsson, Dagný Eiríksdóttir, Hrefna Valgeirsdóttir, Ingvar Hermannsson, Andrea Valgeirsdóttir, Sigurður H. Grétarsson, Gerður Sturlaugsdóttir, Valgerður Hrefna Gísladóttir, Andrés Gilsson, barnabörn og systkini. Sigurður Guð- mundsson húsasmíðameistari, „Gúmmarinn“, er látinn. Hann var lærifaðir minn og velgjörðarmaður en kynni okkar hófust er ég sem ungur maður kom að loknu námi í héraðsskóla og vantaði sumarvinnu þar til næsta skref í námi blasti við. Þennan athafnamikla húsa- smíðameistara vantaði sumar- starfsmenn og hafði ég spurnir af því. Við vissum hvor af öðrum því ég hafði unnið á Selfossi tvö sumur þar á undan. Þegar ég kom síðan að máli við þennan unga og kraftmikla meistara sagði hann samstundis: „Júlli minn, þú ert ráðinn.“ Þetta samtal og árin þar á eft- ir áttu eftir að hafa veruleg áhrif á líf mitt. Að loknu þessu sumri bauð meistarinn mér að koma á samning í húsasmíði sem ég þáði með þökkum. Við gerðum með okkur samkomulag um að ég ynni hjá honum á sumrin þar til lögbundnum verktíma væri náð og skólaganga mín í iðnskóla væri stunduð á kvöldin með Sigurður Guðmundsson ✝ Sigurður Guð-mundsson var fæddur á Núpi í Fljótshlíð 26. maí 1930. Hann lést á Kanaríeyjum 15. febrúar sl. Útför Sigurðar fór fram frá Sel- fosskirkju 2. mars 2012. kennaranámi og síðan kennslu. Þetta gekk allt upp og var ég á endan- um fyrsti sveinninn sem meistari minn útskrifaði. Fyrir þetta er ég honum ævinlega þakklátur. Siggi Gúmm var ótrúlega glaðvær, skapgóður, fé- lagslyndur og mikill öðlingur. Hann lagði sig fram um að halda góðum anda í starfsmannahópnum og fór gjarnan í starfsmannaferðir á trukknum Fjalla-Eyvindi í sam- starfi við félaga sína í öðru fyr- irtæki í byggingargeiranum á Selfossi. Leiðin lá í Þórsmörk, Landmannalaugar og fleiri staði sem áhugavert var að skoða fyr- ir ungviði eins og mig sem ekki hafði ferðast um hálendið fyrr. Þessar ferðir urðu til þess að vekja hjá mér áhuga á hálendi Íslands sem ég hef notið að ferðast um æ síðan. Meistari minn var ótrúlega lausnamiðaður, eins og tíska er að segja í dag, það var sama hvað kom upp á, alltaf sagði hann: „Júlli minn, við reddum þessu.“ Ég var búsettur utan Selfoss en það tíðkaðist þá að allir færu heim í mat í hádegi en oft stóð þannig á skrefi í verkefnum að ekki var ráðrúm til að aka heim í mat. Naut ég þá gestrisni og hlýju Gústu, konu hans, til að ungur vinnandi, horaður ung- lingurinn fengi einhverja nær- ingu. Gúmmarinn sagði: „Júlli minn, komdu og fáðu í belginn.“ Á kveðjustundu vil ég þakka Sigurði Guðmundssyni fyrir þá velvild og góðu, faglegu fyrir- mynd sem hann var mér. Fjölskyldu hans votta ég dýpstu samúð. Júlíus Sigurbjörnsson. Ja, hérna Siggi minn, þetta ferðalag endaði nú á annan veg en til stóð í upphafi, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er eða eins og við ræddum stundum: „njótum dagsins í dag“, við vit- um ekkert hvað morgundagur- inn ber í skauti sér. Þú varst svo kátur þegar við Ægir komum til þín um daginn og þú sagðir okk- ur að þú ætlaðir að skreppa til Kanarí og hvernig það kom til að Gúndi færi með þér. Guði sé lof, fyrir þig, fjölskyldu þína og okk- ar allra vegna að þú varst ekki einn úti fyrst svona þurfti að fara. Siggi, eða Gúmmarinn eins og hann var oft kallaður rak hér með fjölskyldu sinni stór fyrir- tæki á árum áður og það vita all- ir sem til hans þekktu að þar fór harðduglegur, ósérhlífinn og ein- stakur öðlingur fyrir sínu fyr- irtæki. En það vita kannski ekki allir hve einstaklega heppinn við Æg- ir og krakkarnir okkar vorum að fá þessi yndislegu hjón, „Gúmm- arann og Gústu mína“ eins og við kölluðum þau oftast, fyrir ná- granna hérna við hliðina á okk- ur. Að öðrum nágrönnum ólöst- uðum verð ég að segja að það var ekki hægt að hugsa sér betri nágranna. Mikill samgangur og vinátta varð á milli okkar og verður það skarð vandfyllt. En það verða fleiri en við sem sökn- um ykkar, ég er hrædd um að krummarnir eigi eftir að krunka hátt hér úti á staur og kalla eftir bitanum sínum sem þú varst svo iðinn að færa þeim, Siggi minn, svo ég tali nú ekki um alla smá- fuglana sem þú fóðraðir af svo mikilli samviskusemi og natni. Ég veit líka að okkur mun þykja ansi tómlegt að sjá þig ekki nostra við garðinn ykkar í sumar og fá eins og einn bjór á pall- inum hjá okkur eins og við gerð- um stundum að loknum góðum vinnudegi í garðinum. Ég gant- aðist stundum með það við Sigga og Gústu að þau væru ekkert góðir nágrannar þegar þau voru búin að skreyta allt hátt og lágt fyrir jólin… þvílík ljósadýrð og myndarskapur en auðvitað vissu þau að þetta var bara hrós og tóku því brosandi. Ágústa kvaddi þennan heim í apríl síðastliðnum og viljum við fjölskyldan kveðja þessi heiðurs- hjón og yndislegu nágranna með orðunum sem hún kvaddi okkur svo oft með, Guð geymi þig – ykkur. Jensína Steingríms- dóttir og fjölskylda. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Góður vinur er genginn. Sam- tíðarmaður frá því ég kom fyrst til fastrar búsetu að Selfossi fyr- ir u.þ.b. sextíu árum. Siggi Gúm, eins og hann var ævinlega kall- aður, var vinsæll og vel látinn, nærvera hans mannbætandi hvar sem hann kom að málum. Glaðværð og góðvild, voru hans eðlislægu kostir, sem gerðu sam- skiptin við hann gleðirík og eft- irminnileg. Það voru stórhuga menn sem byggðu hús sín við Smáratún á árunum milli 1950 og ’60. Vest- ast, Jón og Lóa frá Austurkoti, svo Óli sím og Sigrún, þá Guð- mundur trésmiður Sveinsson og Vallý, öll tveggja hæða með háu risi og á móti þeim, að austan byggðu þau Sigurður og Ágústa Þórhildur glæsilegt hús að Smáratúni 15. Í því húsi ríkti glaðværð og góður andi, enda voru þau hjón með eindæmum gestrisin og nutu þess að geta veitt og greitt götu þeirra mörgu sem þar bar að garði. Ágústa var með afbrigðum myndarleg hús- móðir og hélt vel til haga hinni séríslensku matargerð og risnu og man ég marga góða máltíðina hjá henni frá þeim tíma. Þegar við Nína byggðum hús- ið okkar að Engjavegi 67, var Siggi auðvitað meistarinn að því verki og engin vandamál til sem ekki var auðvelt að leysa. Nú á þessum tímamótum vil ég sér- staklega þakka þeim, og þeirra börnum, nærgætni og góðvild við föður minn, sem átti á þeim árum oft erfiða daga. Þangað gat hann alltaf leitað í öruggt skjól og kom jafnan af þeirra fundi mettur og bjartsýnni á tilveruna. Þegar ég lít yfir leiksvið okkar sem öll vorum ung á þessum ár- um, en eru nú eitt af öðru að kveðja hópinn, finn ég, að ég var ríkur að eiga þetta fólk að vin- um. Til þeirra var líka oft leitað og oftar en einu sinni kom Sig- urður til mín og bauð sína að- stoð, vissi hann mig í vanda staddan. Slíkt geymir maður í hjarta sínu til hinstu stundar. Og þó aðrir góðir samferðamenn komi inn á sviðið, gleymast ekki þau góðu kynni og þau traustu vinabönd sem þá voru hnýtt. Mér er það nú til huggunar og gleði, þegar þú svo snögglega hverfur sjónum, að við áttum fyrir stuttu einkar rólega og skemmtilega og þó nokkuð langa stund saman, þar sem við rædd- um undur lífsins og tilgang. Margs er að minnast og margt ber að þakka, sem ekki vannst tími til. En nú er kveðju- stundin runnin upp og farar- skjóti þinn ferðbúinn. Far þú í friði góði vinur, hjartans þökk fyrir vináttu þína. Megi hinn mikli andi sem yfir okkur vakir hugga og styrkja ykkur góðu börn, fjölskyldur ykkar og vini á þessari skilnaðarstund. Minning- in um þau vakir og lifir í hugum okkar allra. Árni Valdimarsson og fjölskylda. Dyggur félagi okkar er látinn, Sigurður Guðmundsson. Hann var einn af stofnendum Lions- klúbbs Selfoss, fyrir 47 árum, í vor. Hann starfaði með okkur lengst af og gerði hlé í u. þ. b. 10 ár, en kom svo aftur til starfa fyrir 10-12 árum síðan og var alla tíð mjög virkur félagi öll ár- in. Hann hefði orðið 82 ára í vor nk. og það var ánægjulegt að fylgjast með því, hvað hann var virkur félagi, þrátt fyrir háan aldur. Hann sat tvisvar í stjórn klúbbsins, fyrst sem ritari og einnig sem gjaldkeri. Einnig starfaði hann í hinum ýmsu nefndum og oftast í ferða- og skemmtinefnd klúbbsins, sem lýsir honum nokkuð, vegna þess að hvert sem hann fór og hvar sem hann var, fylgdi Sigurði ein- stök glaðværð og ferskleiki. Vegna þessa léttleika var nær- vera hans hverjum manni ánægjuleg og það má segja að það hafi ekki komið á óvart að hans skapadægur hafi komið í skemmtiferð. Hugsun hans var ætíð jákvæð og hann bar ríkan sáttahug, allt sitt líf. Árið 2006 var Sigurður gerður að Melvin Jones félaga, sem er mikill heiður fyrir hvern þann sem fær þá nafnbót, en Melvin Jones var stofnandi Lions, fædd- ur 1879, og var Sigurður vel að því kominn. Við félagarnir í Lionsklúbbi Selfoss, söknum félagsskapar Sigurðar, en vitum að það er heilbrigt að deyja og ósk hvers fullorðins manns að fá að gera það í fullu fjöri. Ég fyrir hönd Lionsklúbbs Selfoss óska aðstandendum, mína dýpstu samúð. Gylfi Guðmundsson, formaður Lionsklúbbs Selfoss. Í dag kveðjum við Þórð eða Tóta eins og hann var kallaður, langt um aldur fram eftir stutt en erfið veikindi. Ég mun alltaf varðveita minningarnar um ferðalögin til Ólafsvíkur, Siglu- fjarðar og allar sumarbústaða- ferðirnar, sem ég var svo heppin að fara í með Tóta, Láru og Silju. Það skemmtilega er að uppúr stendur ferðalagið sjálft á þessa staði, þar sem Tóti þekkti hverja þúfu á leiðinni og sagði okkur sögur af hverjum stað. Hann gafst ekki upp á að reyna að kenna okkur Silju örnefnin og sögurnar þó að við höfum verið mis-móttækilegar fyrir þeim á þessum tíma. Þrátt fyrir það hafa sögurnar greinilega síast inn því þær rifjast alltaf upp þegar ég keyri framhjá þessum stöðum. Það eru ekki margir dagar síðan ég heyrði mömmu og Tóta rifja upp Siglufjarðar- ferðina góðu. Það var gert þegar við mæðgurnar hittum Tóta í síð- asta sinn þar sem hann, mamma og Lára brostu sínu breiðasta á meðan ferðalagið var rifjað upp. Mér eru einnig ógleymanlegar heimsóknirnar til þeirra hjóna til Washington og Barbados og er ég ævinlega þakklát fyrir þær stundir. Tóti var einn þolinmó- ðasti maður sem ég hef kynnst. Það er ekki mörgum mönnum gefið að geta gengið á eftir kon- um í búðarápi í heilan dag án þess að kvarta en það gerði Tóti þegar við Silja fórum með þeim hjónum til New York fyrir nokkrum árum. Betri fjölskyldu- Þórður Ólafsson ✝ Þórður Ólafs-son fæddist á Núpi í Dýrafirði 26. júlí 1948. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi að kvöldi þriðjudagsins 21. febrúar. Útför Þórðar fór fram frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 2. mars 2012. mann en Tóta er erfitt að finna. Þau hjónin tóku syni mínum eins og þeirra eigin afa- og ömmubarni og þyk- ir mér einstaklega vænt um það. Hann verður reglulega minntur á það hver gaf honum uppá- halds Bósa ljósár- búninginn, sem þau færðu honum frá Washington. Tóti var yndislegur maður sem ég leit alltaf mikið upp til og það voru forréttindi fyrir mig og fjölskyldu mína að fá að kynnast manni eins og honum. Elsku Silja mín, Lára, Orri, Gígja og fjölskyldur, við mæðgur sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við erum svo þakklátar fyrir að eiga margar góðar minningar um Tóta ykkar. Hlín. Eitt af því dýrmætasta sem við íÍlendingar eigum, er okkar litla, en fallega samfélag. Við sem höfum dvalið erlendis, vegna vinnu eða bara hist á sól- arströnd, finnum oftast hvert annað og eigum svo margt sam- eiginlegt. Eigum sameiginlega vini og jafnvel frændfólk og finn- um fyrir því þá, hversu dýrmætt og gott það er að vera Íslend- ingur. Við kynntumst Þórði og Láru í Washington og með okkur tókst afar góð vinátta sem var og er okkur mikils virði. Þórður var heilsteyptur, vinnusamur og traustur maður sem af alúð, sinnti erfiðum strörfum hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferðað- ist víða um lönd sem áttu erfitt fyrir og naut þess að veita þeim aðstoð og deila með þeim af sín- um viskubrunni af heilindum. Við áttum margar góðar stundir saman sem aldrei verður gleymt. Þórður var traustur og ráðagóður og við urðum trúnað- arvinir. Áttum það líka sameig- inlegt með þeim hjónum að njóta samvista við annað gott fólk í hinu litla en góða Íslendinga- samfélagi í þeirri fallegu, en kröfuhörðu borg sem Wash- ington er. Við nutum þeirra stunda á golfvellinum þar sem manngæð- in og heiðarleikinn voru í fyr- irrúmi, nutum þess að borða saman á framandi veitingahús- um og ekki síst þegar líða fór á kvöldin þegar við sungum saman en þar naut Þórður sín fullkom- lega. Hann elskaði þjóð sína og naut hennar og aldrei hallmælti hann nokkrum manni. Þórðar viljum við minnast í fjarlægð, með síðasta laginu sem við sung- um saman og birtist textinn hér á eftir. Elsku Lára og fjölskylda, sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og munum að minning um góðan dreng mun lifa um aldur og ævi. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Baldvin og Margrét. Kær vinur er fallinn frá, fyr- irvaralítið á besta aldri. Minningar vakna. Á hugann leita myndir liðinna daga, Þórð- ur á unglingsaldri, næstyngstur fjögurra bræðra. Það var gef- andi að koma inn í hópinn og fannst mér ég strax ríkari af þeim kynnum. Þórður var þrosk- aður unglingur, bjartur yfirlit- um, geislandi af æskufjöri og lífskrafti og glettnin sjaldnast langt undan. Það var alltaf líf í kringum hann, kappsfullur og ekki gaf hann eldri bræðrum neitt eftir í atgervi þrátt fyrir aldursmun. Árin liðu, við tók alvara lífsins. Fjölskyldur urðu til, lítil börn uxu úr grasi, studd og hvött til dáða. Við deildum sorgum og gleði og ótal tækifæri gáfust til samveru, sem treysti vináttu- og fjölskyldubönd. Minningabrot hrannast upp um góða samveru heima og heiman, minningar um daglegt líf, sorgir og sigra, hátíðir, af- mæli, ferðalög, útilegur, göngu- ferðir, kappleiki. Alltaf var gam- an, líf og fjör og þar átti Þórður sinn hlut. Hann var hressi og skemmtilegi frændinn, sem hvatti á hliðarlínunni og gott var að eiga athvarf hjá þegar for- eldrar brugðu sér af bæ. Þórður, Lára og börnin þrjú eiga stóran sess í mínu lífi, fyrir það er ég þakklát. Þórður var hlýr, tilfinninga- ríkur „töffari“ sem hreifst auð- veldlega og kunni að slá á létta strengi. Hann var traustur og áræðinn, mikill baráttumaður og fannst alla jafna engar hindranir óyfirstíganlegar. Hann hefur nú lotið í lægra haldi, það er sárt. Allir þessir dagar sem komu og fóru, ekki vissi ég að þeir væru lífið. Sorgin er þung, sökn- uðurinn sár. Elsku Lára og fjölskylda, megið þið finna styrk og skjól á komandi tímum. Minning um góðan dreng lifir. Bryndís Guðmundsdóttir. Ég kynntist Þórði Ólafssyni árið 1986 er hann réð mig til starfa í bankaeftirliti Seðlabanka Íslands. Starfaði ég undir hans stjórn í þrettán ár og féll aldrei skuggi á samstarf okkar þann tíma. Þórður var heiðarlegur, fylginn sér og fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Það væri hægur vandi að skrifa langan texta um hæfileika og störf Þórðar Ólafssonar. Ég tel þó meira um vert að minnast hans sem trausts og góðs vinar í áratugi. Slíkar minningar gleym- ast aldrei. Ég sendi Láru og fjölskyld- unni allri hugheilar samúðar- kveðjur. Far í friði, kæri vinur. Jóhann H. Albertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.