Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR ÓLAFSSON vélstjóri, frá Grænumýri, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 7. mars kl. 15.00. Árný Valgerður Ingólfsdóttir, Kolbeinn Guðmundsson, Sigríður Ingólfsdóttir, Ólafía Ingibjörg Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ HrafnhildurHöskuldsdóttir fæddist í Reykja- vík 29. júlí 1942. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 20. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Höskuldur Bald- vinsson rafmagns- verkfræðingur, f. 1. júní 1895, d. 26. maí 1982 og Þórdís Ragn- hildur Björnsdóttir húsmóðir, f. 5. september 1906, d. 16. mars 1971. Systkini Hrafnhild- ar eru Gunnar, f. 1929, d. 1972, Björn, f. 1933, d. 2011, Val- gerður, f. 1935, Bjarni, f. 1940, 1992 og Ástu, f. 1998 2) Auður, f. 16. des. 1970, gift David Tomis. Þau eiga tvö börn, Emmu, f. 2005 og Tómas, f. 2006. Hrafnhildur var fædd og uppalin á Bergstaðastræti 72. Eftir landspróf fór hún m.a. í nám til Englands og síðar í öld- ungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. Hrafnhildur og Loftur héldu til Svíþjóðar 1966 þar sem Loftur lauk námi í tannlækningum en Hrafnhildur vann þar ýmis störf og eignast þar börnin tvö. Eftir nám í Sví- þjóð fluttu Loftur og Hrafn- hildur á æskuheimili hennar að Bergstaðastræti í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð. Hrafnhild- ur starfaði lengstum á tann- læknastofu þeirra hjóna, síðast í Garðastræti 13a. Hrafnhildur var við góða heilsu þar til fyrir tæpum tveimur árum er hún greindist með krabbamein. Útför Hrafnhildar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. d. 1941 og tvíbura- bróðir Hrafnhildar Örn, f. 1942. Hrafnhildur giftist 12. september 1964 Lofti Ólafs- syni tannlækni, f. 24. febrúar 1942, d. 17. nóvember 2005. Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon skrif- stofumaður, f. 5. jan. 1907, d. 31. okt. 1982 og Sigríður Bjarnadóttir hús- freyja, f. 25. mars 1905, d. 24. júlí 1957. Börn Hrafnhildar og Lofts eru: 1) Ólafur, f. 29. sept. 1966, kvæntur Dagnýju Her- mannsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Birtu, f. 1989, Grím, f. Ég kynntist Höddu fyrst á námsárunum í Stokkhólmi þar sem við bjuggum á sama stúd- entagarði, hún og maður hennar Loftur. Loftur var í framhalds- námi í tannlækningum og þau áttu nýfæddan son þegar þau fluttu inn á garðinn og lífið lék við þau í sænsku velferðinni. Ég passaði stundum Óla litla þegar þau hjón langaði í bíó eða eitt- hvað út á lífið, við hittumst allt að því daglega og á þessum ár- um var lagður grunnur að vin- áttu sem entist alla þeirra ævi. Nokkur okkar sem vorum sam- tíma í Stokkhólmi þessi ár í lok sjöunda áratugarins hafa haldið hópinn og hist árlega í bráðum fjörtíu ár heima hjá þeim mekt- arhjónum Höddu og Lofti í des- ember ár hvert og haldið upp á Lúsíu. Lúsíuhópurinn hefur á síðari árum einnig farið saman í árlegar fjallgöngur og framan af var Hadda með í þeim ferðum þar til þrekið þraut nú síðustu misseri. Það er erfitt að minnast Höddu án þess að rætt sé um þau Loft bæði, því svo einstak- lega samrýmd og samhent voru þau. Eftir námslok Lofts í Stokkhólmi fluttust þau hjón norður til bæjarins Vilhelminu nyrst í Svíþjóð, þar sem Loftur hafði fengið tannlæknastöðu. Eftir heimkomu til Íslands flutti Hadda á bernskuheimili sitt að Bergstaðastræti 72, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Og þangað var svo sannarlega gott að koma. Hadda var frábær gestgjafi og hélt myndarlegt heimili, þótt Loftur léti rækilega til sín taka þegar mikið lá við, eins og í Lúsíuveislunum góðu. Hún barst aldrei mikið á en bjó yfir miklum mannkostum. Hún hafði skemmtilega hógværa og hlýja nærveru og tók öllum gestum opnum örmum. Enda lögðu listmenn hinna ýmsu list- greina leið sína þangað, því að þau hjón voru vinamörg og vin- sæl. Einkum voru það mynda- listarmenn og kollegar Tryggva mágs hennar sem maður gjarn- an hitti þar og þá var oft glatt á hjalla. Eftir að börn þeirra, Auður og Ólafur, voru orðin fullorðin og flutt að heiman, starfaði Hadda sem klínikdama hjá manni sínum allt þar til hann lést fyrir örfáum árum. Hún var mesti dugnaðarforkur, og fór allt vel úr hendi sem hún fékkst við. Eftir lát Lofts lét Hadda ekki deigan síga, hún sinnti barnabörnum, las ósköpin öll, fór gangandi allra sinna ferða, synti mikið og lagðist í ferðalög til fjarlægra landa. Hún hafði skemmtilegt skopskyn og gat verið ágætlega orðheppin í at- hugasemdum. Tók veikindum sínum af æðruleysi og jafnvel húmor. Í síðustu heimsókn okk- ar hjóna til hennar á líknar- deildina fyrir skömmu var hún hin brattasta, á kafi í lestri jóla- bókanna og aðspurð hvort henni fyndist ekki ami af of miklum heimsóknum, svaraði hún bros- andi: Nei, ég er alltaf í stuði! Það er eftirsjá að Höddu úr Lúsíuhópnum og lífinu. Við hjónin sendum Auði og Óla og fjölskyldum þeirra okkar ein- lægustu samúðarkveðjur. Von- andi hittast þau nú „hinum meg- in“ þessi einstöku öndvegishjón,sem ekkert fékk aðskilið meðan þau dvöldu með- al okkar, glöð og gjafmild. Stefán Baldursson. Hinn 1. desember 1966 hafði sendiráð Íslands í Stokkhólmi kokkteilboð fyrir Íslendinga í borginni. Ég var tæplega 18 ára, nýlega komin til Stokkhólms og ósköp feimin í svona fínum húsakynnum. Fljótlega kom ég auga á fallega ljóshærða stúlku sem sat í hægindastól umkringd piltum. Fljótlega fórum við að tala saman. Stúlkan hét Hrafn- hildur, kölluð Hadda. Hún og Loftur, eiginmaður hennar, voru nýkomin til Stokkhólms rétt eins og ég þar sem Loftur var að ljúka tannlæknanámi. Frá þessum degi voru Hadda og Loftur mikilvægar persónur í lífi mínu. Ég varð fljótlega tíður gestur í litlu stúdentaíbúðinni þeirra. Þau voru aðeins 24 ára en áttu tveggja mánaða son, Ólaf, sem ég stundum fékk að passa mér til mikillar ánægju. Alltaf tóku þau jafn vel á móti mér og létu mig aldrei finna að þeim fyndist ég krakkaleg og óreynd. Þegar Óli var sex mán- aða fór hann á vöggustofu og Hadda byrjaði að vinna til að sjá fyrir fjölskyldunni. Þegar Loft- ur var að lesa undir próf um helgar kom Hadda til mín í leiguherbergið mitt á Nybro- götu. Þar klifraði Óli um sófa og borð eða dundaði sér á gólfinu meðan við drukkum Neskaffi og spjölluðum. Oft fórum við í lang- ar gönguferðir um borgina. Einu sinni spurði ég hana hvort henni þætti ekki erfitt að kom- ast leiðar sinnar með barnavagn í öllum fólksfjöldanum í mið- borginni. „Ég keyri nú bara á fólk ef það færir sig ekki,“ sagði Hadda ákveðin. Þetta tilsvar er dæmigert fyrir hana, hún keyrði kurteislega en ákveðið á þá sem að ástæðulausu voru að flækjast fyrir henni bókstaflega eða til- finningalega. Loftur lauk tannlæknanáminu haustið 1968. Vorið eftir fluttu þau til Vilhelmína í Norður-Sví- þjóð þar sem Loftur fékk stöðu sem tannlæknir. Þá varð líf mitt í Stokkhólmi daprara og ein- manalegra. Eftir nokkur ár í Vilhelmína, þar sem Auður dóttir þeirra fæddist, fluttu þau heim til Reykjavíkur og áttu síðan heim- ili á Bergstaðastræti 72. Þangað kom ég í nánast hvert skipti sem ég kom til Íslands. Hjá þeim fékk ég alltaf innilegar móttökur. Með hugulsemi og hlýju fyldgust þau með mér. Mér fannst að ég væri enn undir þeirra verndarvæng rétt eins og þegar ég var einmana unglingur í Stokkhólmi. Það var mikið áfall fyrir okkur öll, sem þótti vænna um Loft en flesta aðra menn, þegar hann veiktist af krabbameini sem dró hann til dauða á örfáum mánuðum. Ég mun aldrei fyrirgefa forsjóninni þær kvalir sem hann þurfti að líða áður en yfir lauk. Hadda bar sig vel. Hún ferðaðist mikið, fór til Tíbets og Egyptalands og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja frá ferðum sínum. Þó hafði ég á tilfinningunni að hún væri að flýja hinn óbærilega tómleika á Bergstaðastrætinu til staða þar sem hún gat syrgt í friði. Hún tókst á við sinn eigin dauðadóm með sömu stillingu og hún fylgdi Lofti til hinstu stund- ar og kvartaði aldrei, enda þoldi hún ekki vorkunnsemi af neinu tagi. Ég veit ekki hvort eitthvað tekur við handan við gröf og dauða, ef svo er þá er ég viss um að Hadda og Loftur eru þar saman, þau sem alltaf fylgdust að í þessu lífi. Þórgunnur Harpa Snædal. Nú er hún Hadda okkar dáin, eftir langa baráttu við sjúkdóm- inn skæða, krabbameinið. Hún fór í gegnum þá raun af sömu þrautseigju og æðruleysi og hennar var háttur í lífinu. Aldrei mörg orð, aldrei kvartað, aldrei reiði. Í mesta lagi undrun yfir framgangi sjúkdómsins og vilji til að láta hann aldrei stjórna öðru en því sem var óumflýj- anlegt. Sömu viðbrögð sýndi hún við banalegu Lofts sem hvarf frá okkur alltof fljótt fyrir rúmum sex árum – þó að okkur finnist það hafa gerst í gær. Við áttum samfylgd í áratugi, allt frá námsárunum í Svíþjóð. Upp úr 1970 þegar heim var komið tóku þau Loftur og Hadda upp þann fallega sænska sið að fagna Lúsíu um miðjan desember. Fljótlega varð þetta þéttur hópur gamalla Svíþjóð- arstúdenta og maka sem naut gestrisni hjá gestgjöfum sem kunnu svo sannarlega allt sem til þurfti. Þessi heita, rauða samkoma, kertaljós og pipar- kökurnar hennar Höddu var til- hlökkunarefni allt árið. Þau hjón voru með afbrigðum gestrisin, enda bæði listakokkar og list- unnendur sem bjuggu sér nota- legt heimili. Margar góðar minningar úr fallegu litlu stof- unum á Bergstaðastrætinu munu ekki gleymast: Heit glöggin rýkur í sama gamla sænska pottinum, sænsku jóla- lögin í bakgrunni og ljúft skraf á „góðra vina fundi“. Að sitja í tannlæknastólnum á haustmánuðum varð allt mun auðveldara – bæði myrkrið og borinn – þegar Loftur lét dæl- una ganga, sagði fréttir og gam- ansögur á sinn hátt og lét svo hina langþráðu setningu læðast fram í lokin: Jú, það yrði Lús- íuhátíð á Bergstaðastrætinu í ár – einsog venjulega. Og Hadda brosti kankvís um leið og hún rétti fram vatnsglasið og tók undir með nokkrum mikilvæg- um staðfestingarorðum um að ýmislegt væri þegar „í prósess“, essensinn, innlögð síldin, sér- unnið kjöt, ostar frá Köben! Þannig varð Lúsíuhátíðin og vinarþelið eins og lýsandi gim- steinn í myrkrinu og í straumi tímans. Að missa bæði Loft og nú Höddu úr okkar góða vina- hópi hefur verið sárt fyrir okkur jafnaldrana, þjappað okkur sam- an og minnt okkur á hversu óút- reiknanlegt lífið er – að við eig- um bara daginn og stundina – og skyndilega er allt búið. Við ræktum áfram minningu þeirra heiðurshjóna, höldum áfram Lúsíu meðan stætt er og rækt- um vináttuna í sumarferðum í íslenskri náttúru. Það hefur reynt á þau Óla og Auði að sjá á eftir báðum for- eldrum sínum, og börnin að missa afa og ömmu, með of skömmu millibili og svo allt of fljótt. Við hjónin og synir okkar, Orri og Viðar, sendum þeim og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Góðar minningar munu fylgja þeim á leiðinni fram á veginn. Sigrún og Þorsteinn. Hrafnhildur Höskuldsdóttir Að skrifa minningagrein Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, REBEKKA ODDNÝ RAGNARSDÓTTIR Burknavöllum 5, Hafnarfirði lést á Landspítalanum miðvikudaginn 29. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 9. mars kl. 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en við bendum á Ljósið. Ævar Þór Þórhallsson, Gunnar Skúlason, Sigríður K. Jónsdóttir, Ragnar Skúlason, Unnur Skúladóttir, Ólafur Leósson, Hanna Jóna Skúladóttir, Ásgeir Elvarsson,s stjúpsynir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT FINNBOGADÓTTIR, andaðist laugardaginn 3. mars á Droplaugarstöðum. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valgerður Jóhannesdóttir, Sig. Sverrir Guðmundsson, Rafnhildur Jóhannesdóttir, Agnar Olsen, og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir,amma og langamma, ELÍSABET VIGFÚSDÓTTIR frá Valdarási, lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga mánudaginn 13. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, KRISTÍN HELGADÓTTIR, Brekkubæ 3, Reykjavík, sem lést 29. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtud. 8. mars kl. 15:00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og Umhyggju. Logi Helgason, O. Stefanía Helgadóttir, Bergþór Engilbertsson, Bryndís Helgadóttir, Jón Tryggvi Helgason, Hrönn Ísleifsdóttir, Helgi Þór Helgason, Soffía Jónsdóttir, og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma KATLA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Sjávargötu 13, Álftanesi, hefur verið jarðsungin í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem langar að minnast Kötlu er bent á líknardeild LHS í Kópavogi. Ástvaldur Eiríksson, Ólafur Þ. Pálsson, Lára Björnsdóttir, Lárus Rúnar Ástvaldsson, Kristín Stefánsdóttir, S. Helga Ástvaldsdóttir, Ágúst Kárason, Erla Lóa Ástvaldsdóttir. Móðir okkar, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Efra-Lóni, Skálagerði 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum 2.mars Sigríður Sigurðardóttir, Þóra G. Sigurðardóttir, Jónína Stefanía Sigurðardóttir, Ólöf Unnur Sigurðardóttir, Anna Björk Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.