Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. mars. FERMINGAR Fermin g SÉRBLAÐ Föstudaginn 9. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin- sælustu sérblöðumMorgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Eftirminnilegar fermingargjafir. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni. Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Nýja platan frá The Maccabees. Gi- ven to the Wild, hefur fengið að hljóma mikið síðan hún kom út. Ég tek reglulega David Sylvian-æði og er á einu núna og síðustu þrjár plötur Talk Talk hljóma mikið þegar ég hangi í tölvunni. Annars hefur netið gert mig mun meira að smáskífumanni en plötu- manni. Theme Park er að heilla mig og nýja lagið frá Santigold er „brill“, sama má segja um nýju Da La Soul. Todd Terje er í skoðun en Inspector Norse er afskaplega fallegt og já alveg rétt … tók Level 42 sveiflu um daginn, tímabilið frá þeim tíma þegar þeir eru að kveðja bræðinginn og áður en þeir slá í gegn. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Ég hef alltaf haldið því fram að plata Propaganda, Secret Wish frá 1985 sé besta plata allra tíma, hlustaði á hana í fyrra og er ekki á þeirri skoð- un í dag, hún er samt góð. Black Celebration frá De- peche Mode hefur alltaf ver- ið ofarlega á blaði eins og flest sem DM hafa gert (fyrir utan Sounds of the Universe) en ég held bara að Dummy frá Portishead og Gone to Earth með David Sylvian séu bestu plötur sögunnar, þang- að til á morgun í það minnsta. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Það var fyrsta platan frá stórsveitinn Asia! Triumph með The Jacksons var sú fyrsta sem ég stal og sú eina held ég. Það var Hljómval í Keflavík sem seldi mér fyrstu plötuna og lenti í þjófinum líka (þess má geta að ég sá til þess að þau hjónin kom- ust til Kanaríeyja á hverju ári fyrir alla peningana sem ég setti í fyrirtækið svo ég geri fastlega ráð fyrir að verða ekki kærður fyrir þjófnaðinn). Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Ekki spurning, Pax Vobis – Pax Vob- is, það er þeim að kenna að ég varð „húkkt“ á Japan og Sylvian og er ég þeim þakklátur Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Mig langaði alltaf að vera Jean Michel Jarre þangað til ég sá tónleikana þar sem hann „spil- aði“ á lazergeislana þannig að ég segi bara Martin L. Gore mínus leður dressin. „Basic“. Hvað syngur þú í sturtunni? „Suedehead“ með Morrissey, fullt af DM, Midge Ure og bara allt sem létt er að syngja og má vera falskt. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudags- kvöldum? Þá vaknar í mér gamli Déjöðinn, Chemical Bros. F.S.O.L., Orbital yfir í Perez Prado og eldgam- alt latino stöff, „luvly“! En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? En og aftur dett ég í Sylvian en hann er hann- aður fyrir sunnudags- morgna. Eldar eru ljúfir. Ég er mikill „ambient“ lúði og það er fínt á sunnudags- morgnum en oftast yf- irgnæfir barnaefni sjón- varpsins allt sem ég er að hlusta á inni í tölvuherbergi. Þannig að þetta hljómar soldið eins og Dóra og Doddi í leik- fangalandi hafi fengið tsjillaða yfirhalningu … eða ekki. Í mínum eyrum Þórður Helgi Þórðarson „… allt sem létt er að syngja og má vera falskt“ Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival verður haldin í þriðja sinn á Rósenberg dagana 7. til 10. mars næstkom- andi. Helgi Þór Ingason, tónlistarmaður, er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar og segist hann vera fullur tilhlökkunar til hátíðarinnar í ár. „Þetta er þriðja hátíðin sem við höldum og við erum að stækka hana hægt og ró- lega og prófa okkur áfram en í ár verða 16 hljómsveitir og þar af þrjár erlendar sem er alveg nýtt hjá okkur,“ segir Helgi. Hátíðin er að sögn skipuleggjenda Alþýðu- og heimstónlistarhátíð en hún var fyrst haldin til heiðurs tíu ára afmæli hljómsveitarinnar South River Band. „Við stofnuðum þá hljómsveit árið 2000 með Ólafi heitnum Þórðarsyni sem var landskunnur tónlistarmaður og um- boðsmaður listamanna. Það var eiginlega að hans frum- kvæði að við héldum þessa hátíð en hann átti þátt í að hleypa af stokkunum ýmsum verkefnum eins og t.d. djasshátíð Reykjavíkur o.fl. enda alltaf með puttana í einhverju.“ Ólafur er þjóðinni eflaust þekktastur fyrir þátttöku sína í hljómsveitinni Ríó Tríó og héldu vinir hans í South River Band styrktartónleika fyrir hann í fyrra. „Styrktartónleikarnir voru haldnir undir formerkjum Reykjavík Folk Festival en nú höldum við þetta eig- inlega í minningu Óla. Hann yrði þó sjálfur ekkert of hress með það ef við ætluðum að gera þetta að minning- arhátíð um hann enda setti hann tónlistina í fyrsta sætið og var meira í því að koma öðrum að en hann verður allt- af með okkur á þessari hátíð og hans andi svífur yfir vötnum.“ Reykjavík Folk Festival er að sögn Helga viðleitni fé- laganna í South River Band til að festa í sessi glæsilega tónlistarhátíð með heimshornatónlist. „Við fórum á al- þýðutónlistarhátíð í Skandinavíu fyrir nokkrum árum og fannst vanta að þjóðlagatónlist væri gert hærra undir höfði á Íslandi. Nú er hátíðin okkar að festa sig í sessi og við vonum að hún stækki með hverju árinu.“ Með alþjóðlegum blæ Í gírnum South River Band tekur sér stutt hlé frá æf- ingu og stillir sér upp fyrir ljósmyndara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.