Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hallgrímur Oddsson – Einfaldlega flókið bbbbn Hallgrímur þessi, sem ég kannast ekkert við, sagði í Kast- ljósi á dögunum að platan væri búin að vera sautján ár í vinnslu – með hléum – og með honum eru m.a. þeir bræður Halldór Gunnar Fjallabróðir Pálsson og Önundur Pálsson, kennd- ur við Tankinn, Vestfirðingar báðir. Titill plötunnar lýsir henni eig- inlega fullkomlega. Þetta er „ein- faldlega flókið“. Á yfirborðinu virðist þetta fremur hefðbundin dæg- urtónlist. Þriggja gripa popprokk með alþýðublæ, djassskotin á köfl- um. Það er eitthvað þarna sem hefur hana upp yfir meðalmennskuna en þetta eitthvað er svo órætt að ég á mjög erfitt með að setja fingur á það. Og ætla ekki að reyna (ok, bara smá …). Það gæti legið í textunum, skemmtilega ort uppgjöf við tiktúrur kvenþjóðarinnar (og sjálfs sín. Ver- aldarinnar?). Það gæti legið í sérkennilegum söngnum og það gæti legið í því að lögin fara sínar leiðir þegar þeim hentar – óforvarandis. En ég ætla að hætta að reyna. Stundum þarf ekkert að útskýra. Bara hlusta. Er það ekki eitthvað? Sveinn M. Sveinsson – Ferðasaga bbbnn Hér höfum við eitt af þessum skúffuskáldum sem verða bál- skotnir í tónlist- argyðjunni og leggja í kjölfarið allt í sölurnar til að sinna henni. Nema hvað! Sveinn segir frá því í upplýsingabæklingi að hann hafi fengið bakteríuna fyrir fjórum árum og gerði hann sér þá lítið fyrir og skráði sig í tónlistarskóla. Lögin eru við texta eftir Davíð Stefánsson, Stein Steinarr og Svein sjálfan og fær hann einvalalið hljóð- færaleikara og söngvara til liðs við sig. Tónlistinni lýsir hann vel sjálfur, „sönglög í þjóðlegum stíl“, og platan rennur bara býsna ljúflega í gegn. Páll Rósinkrans syngur nokkur lög og hann er framúrskarandi að vanda. Hann gæti sungið síma- skrána og maður kæmist við. Stefán Þorleifsson, sá er kenndi Sveini til verka, syngur þá lagið „Í leit að ljósi“ frábærlega, er með virkilega fallega og tæra rödd. Lögin sem prýða plötuna eru heilt yfir áferð- arfalleg og tónninn hlýr. Þau eru miskunnugleg en heildarupplifunin er bæði værðar- og notaleg. The Vintage Caravan – The Vintage Caravan bbbmn Þessi blúsrokks- veit vakti mikla at- hygli á Músíktil- raunum árið 2009, þá undir nafninu The Vintage. Sér- staka athygli vakti kornungur gítarleikari sveitarinnar, Óskar Logi Ágústsson (fæddur 1994), sem fór hamförum á gít- arnum, sýndi hreint ótrúlega takta og minnti helst á það er Gummi P. kom fram fyrst. Undrabarn. Tónlistin er rígbundin í blúsrokk það sem Cream, Hendrix og fleiri voru að gera undir lok sjöunda ára- tugarins, frumlegt er þetta ekki en tandurhrein ástríðan veldur því að slíkt er ekki til trafala. Hljómsveitin er stórgóð tónleikasveit og hefur þést með hverju misserinu en góðu heilli næst að fanga kraftinn á þess- ari fyrstu plötu hennar. Óskar Logi er ófeiminn við að sýna hvað hann kann en slík er framfærslan að mað- ur verður seint leiður á fingraæfing- unum, eins og svo oft vill verða. Stórgóð plata frá þrusuþéttri sveit og þetta á bara eftir að verða betra ef að líkum lætur. Dólgarnir – Dólgarnir bbbnn Enn erum við með Músíktil- raunasveit og kemur þessi frá Vest- mannaeyjum. Hún vakti sömuleiðis verðskuldaða athygli er hún tók þátt árið 2010 og skrifaði gagnrýnandi þessi eftirfarandi á þeim tíma: „… fóru þeir langt á barns- legri einlægninni og reynsluleysinu. Vanþekking á hefð- bundinni lagauppbyggingu olli því að af sviðinu streymdu hug- myndaríkar smíðar sem virtu allar reglur að vettugi.“ Tónlistin er annars hrátt bílskúrs- rokk eins og það gerist best og minnir formið og uppbyggingin helst á þessar drullurokks- og grugg- sveitir sem voru á mála hjá Seattle- fyrirtækinu Sub Pop á níunda ára- tugnum. Melvins og Green River koma upp í hugann. Platan er dálítið upp og niður, sum lögin ná í gegn en önnur falla flöt. Hljómur plötunnar er þá hrár og hæfir viðfangsefninu. Það má svosem slípa ýmislegt til – en ekki um of! Hráleikinn og auð- heyranleg ástríða meðlima, sem eru ungir enn, er nefnilega það töfra- krydd sem dregur plötuna að landi. Dathi – Dark Days bbbnn Dalvíkingurinn Daði Jónsson flutti til Íslands á nýjan leik frá Bretlandi árið 2007 og við það hófu lög að renna óhindrað upp úr honum. Fyrsta platan, Self Portrait, kom svo út árið 2010 og myndar hún upphaf þríleiks. Dark Days er annar hluti og svo á að loka honum með plötunni Endgame. Eins og tveir síðarnefndu titlarnir gefa til kynna er ekki mikið um ljós á plötunum en melankólían er mark- miðsbundin og meðvituð. Daði hefur sagt í viðtölum að hann sé meira að setja sig í ákveðið hlutverk en við- urkenndi þó í spjalli við gagnrýn- anda vegna Dark Days að „helming- urinn sé sannur og helmingurinn lygi“. Tónlistarlega er platan skref fram á við frá Self Portrait, lögin einfald- lega betri og öryggið meira. Þetta er hægstreym, kassagítarbundin tón- list og myrkrið grúfir yfir öllu. Svo mikið er það reyndar að á köflum verður þetta broslegt, „Here I am/ Too weak to Save/Buried Alive/In an Open Grave“ segir í „Buried Alive“ og í „Self Abuse“ segir „Can’t stop this manic depression/Can’t sup- press the anger and agression“. Þessi „nekt“ vinnur bæði með plöt- unni og á móti; eins og segir þá veld- ur ljóstíruleysið því að maður brosir stundum út í annað en um leið er ákveðið hugrekki bundið í það að leggja allt svona hreint og umbúða- laust á borðið. Spurningin er þó aðal- lega þessi: Hvenær er Daði að leika og hvenær er hann að opna inn í hjartað? Íslenskar plötur Hér getur að líta gagnrýni á nýútkomnar íslenskar plötur af hinu og þessu tagi LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar SVARTUR Á LEIK Sýnd kl. 8 - 10:15 JOURNEY 2 3D Sýnd kl. 6 SAFE HOUSE Sýnd kl. 8 - 10:20 SKRÍMSLI Í PARÍS Sýnd kl. 6 THE GREY Sýnd kl. 10:15 IRON LADY Sýnd kl. 5:50 - 8 V.J.V. -SVARTHÖFÐI HHHHH ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND! FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 2óskarsverðlaun m.a. besta leikkonan Frá framleiðendum „Drive“ kemur hröð og spennandi glæpamynd úr íslenskum veruleika VJV - SVARTHÖFÐI HHH -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is boxoffice magazine  hollywood reporter  TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA TOM HANKS OG SANDRA BULLOCK ERU STÓRFENGLEG Í ÞESSARI ÁHRIFARÍKU MYND BYGGÐ Á METSÖLUBÓK. BESTA MYND BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI – MAX VON SYDOW blurb.com  Frá höfundi Death at a Funeral.Frábær gamanmynd með sótsvörtum húmor FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD Toppmyndin á Íslandi og vinsælasta myndin í heiminum í dag ÓSKARS- VERÐLAUN5 ÁLFABAKKA 10 10 7 7 12 12 VIP EGILSHÖLL 12 16 16 L 16 16 L L 7 THE WOMAN IN BLACK kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D THE WOMAN IN BLACK VIP kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND 3D kl. 5:50 3D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:50 - 8 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D BEAUTY & THE BEAST - 3D (FRÍÐA OG DÝRIÐ) M/ ísl. Tali kl. 6 3D HUGO Með texta kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D ONE FOR THE MONEY kl. 10:10 2D CONTRABAND kl. 8 - 10:20 2D 10 7 12 16 16 L KRINGLUNNI THE WOMAN IN BLACK kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND 3D kl. 5:50 - 8 3D EXTREMELY LOUD AND INCREDIBLY CLOSE kl. 8 2D A FEW BEST MEN kl. 10:10 2D SHAME kl. 10:40 2D THE HELP kl. 5 2D 10 7 12 L AKUREYRI THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:20 2D JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 6 3D PRÚÐULEIKARARNIR enskt tal ísl texti kl. 6 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D HUGO kl. 5:20 2D HAYWIRE kl. 8 - 10:10 2D PRÚÐULEIKARARNIR m/ens tali kl. 5:40 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D 12 12 16 SELFOSS A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D CONTRABAND kl. 8 2D MISSION IMPOSSIBLE - GHOST PROTOCOL kl. 10:20 2D KEFLAVÍK 12 16 16 SVARTUR Á LEIK kl. 8 2D THE WOMAN IN BLACK kl. 10:20 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D Time  Movieline  Myndin sem hefur setið síðustu 3 vikur á toppnum í Bretlandi og notið gríðarlega vinsælda í USA. Ein besta draugamynd síðari ára Arnold Schwarzenegger og Maria Shriver eru sem kunnugt er skilin að borði og sæng eftir 26 ára hjónaband og bæði harðákveðin í að halda hvort í sína áttina og óska eftir lögskilnaði. Fullyrt hefur ver- ið að þau væru í hjónabandsráðgjöf en þær sögusagnir eru ekki á rök- um reistar, að sögn heimildar- manns tímaritsins Us Weekly. Ríkisstjórinn fyrrverandi og fréttakonan bundu enda á hjóna- bandið síðastliðið sumar eftir að sterkur orðrómur komst á kreik um að Schwarzenegger ætti 14 ára gamlan son á laun með húshjálp þeirra hjóna, Mildred Patriciu Baena. Hyggjast ekki reyna að bjarga hjónabandinu Harrison Ford líkir þeim sem kunna ekki að meta bíóferðir vegna mengunar veraldarvefjarins við kjúk- linga sem sitja í búrum alla sína ævi. Leikarinn segir að netið hafi eyðilagt það að fólk hafi yndi af að fara í bíó. Honum þykir sorglegt að fólk taki sér ekki tíma til að njóta kvikmynda til hins ýtrasta. „Það eru til manneskjur sem eru ekki færar um að elska bíóferðir vegna þess að þegar þær voru börn voru þær fangaðar af netinu,“ sagði leikarinn í sam- tali við þýsku sjónvarpsstöðina Tele 5. „Það fólk er í raun eins og kjúklingar sem lifa í búri alla sína ævi og vita ekki hvern- ig það er að setja fæturna á alvörujörð. Þeir þekkja ekki muninn á gervifæði eða alvöruormi því þeir hafa aldrei fengið tækifæri til að éta ekta orm.“ Harrison er þeirrar skoðunar að ferð í bíó eigi að vera athöfn út af fyrir sig. Stjarnan segir að kvikmyndaiðnaðurinn leggi mikið á sig til að vekja áhuga hjá áhorfandanum. „Að fara í bíó og fá innblástur frá ókunnugum í gegnum tónlist og góðan leik er ólýsanleg tilfinning. Þess vegna er ég alltaf til í að gefa mig allan í kvikmyndagerð, til að bæta kvikmyndir og bjóða upp á meira en netið gæti nokkurn tímann boðið upp á.“ Harrison Ford Netið eyðileggur bíó segir Harrison Ford

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.