Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 31
mín, þið hafið misst mikla hetju
sem var mikil perla. Þið sýnduð
mikinn styrk og æðruleysi í veik-
indum hennar megi algóður Guð
styrkja ykkur um ókomna tíð.
Fjóla frænka.
Elsku Sólveig mín. Þá er kom-
ið að kveðjustund. Ég veit að nú
ertu komin á góðan og fallegan
stað, umvafin friði og ljósi. Þó það
sé sárt að kveðja svona snemma,
vitum við að dýrmætar minning-
ar lifa áfram og við geymum þær
vel. Við fjölskyldan áttum marg-
ar góðar stundir með þér. Mikið
vildi ég óska að þær hefðu getað
verið fleiri.
Þú varst engin venjuleg mann-
eskja. Hreinskilni, ákveðni, rétt-
sýni, heiðarleiki og glaðværð eru
aðeins brot af þeim orðum sem
koma í hugann. Þú varst mikil
baráttukona og hetja með hjarta
úr gulli. Alveg með eindæmum
forvitin, kraftmikil, og dugleg.
Alltaf varstu á miklum hraða. Þú
komst til dyranna eins og þú
varst klædd og kallaðir ekki allt
ömmu þína. Þú varst alveg ofsa-
lega hjálpsöm og hugulsöm – allt-
af hugsandi um aðra og hvernig
þú gætir hjálpað til. Þú hugsaðir
um allar hliðar málanna og varst
yfirleitt með lausnirnar á reiðum
höndum. Þú varst opin og hlý og
mér fannst ég geta talað við þig
um allt milli himins og jarðar og
treyst þér fyrir hverju sem var.
Þú varst svo góð. Stundum er
sagt að maður uppskeri eins og
maður sái. Komi maður vel fram
við fólk, þá fái maður það sama á
móti. Það var ekki alveg tilfellið
með þig. Ef maður kom vel fram
við þig, þá gafstu ekki bara það
sama til baka, heldur margfalt
meira. En hjálpi manni hins veg-
ar ef maður gerði það ekki.
Þú varst alveg einstaklega
barngóð og ég verð ávallt þakklát
fyrir það að börnin okkar fengu
að kynnast þér. Anton Breki,
Guðný Lilja og Elvar Orri voru
sko heppin að eiga þig sem
frænku, enda varstu sú allra
besta. Elvar Orri man hvað það
var gott að vera hjá Sollu frænku.
Það kom stundum fyrir að þú
máttir ekki fara ef þú komst í
heimsókn og áttir helst að taka
hann með þér. Þú varst svo mikið
góð við hann. Þú varst okkur öll-
um svo kær, elsku Sólveig.
Ég mun aldrei gleyma því þeg-
ar þú kenndir Guðnýju Lilju að
prjóna. Þú sast með henni langan
tíma inni í herbergi, á pínulitlum
barnastól, svo þolinmóð og svo
blíð. Leiðbeindir henni en hrós-
aðir líka. Þið voruð bara tvær og
áttuð fallega stund. Þú vildir
passa að hún fengi líka athygli.
Þannig varstu. Nanna Lára er
svo heppin að hafa átt þig. Þú
varst líka heppin að eiga hana,
enda sáuð þið ekki sólina hvor
fyrir annarri. Á milli ykkar ríkti
alveg einstakt samband og það er
til marks um hversu ótrúleg per-
sóna þú varst. Ég veit að þú munt
alltaf passa hana og fylgjast með
henni og Birgi, sem eiga um svo
sárt að binda núna. Þú varst þeim
allt.
Hvíldu í friði, elsku hjartans
Sólveig mín. Ég kveð þig með
miklum söknuði. Það eru forrétt-
indi að hafa fengið að kynnast
þér.
Birgi, Nönnu Láru, Guðlaugu
tengdamóður minni og öðrum
ástvinum vil ég senda mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Megi
allt það góða í heiminum gefa
ykkur styrk á þessum erfiðu tím-
um. Bjartar minningar um ein-
staka konu lifa í hjörtum okkar
allra.
Guðdómlegur geisli blíður
greiðir skuggamyrkan geim;
á undra vængjum andinn líður
inn í bjartan friðarheim.
(Hugrún)
Hafdís Una.
Gullnir fjallatoppar
skýjanna
boða vorkomu
eftir snöggan
en harðan vetur
logagyllt
opna þau faðminn
bjóða þjáðum
himneskan frið
Sólveig hans Bigga frænda
heillaði okkur öll þegar hún kom í
fjölskylduna með Nönnu Láru
sér við hlið.
Sólveig var hrókur alls fagn-
aðar, það gustaði um hana og hún
hafði ákveðnar skoðanir og lá
ekki á þeim. Hún hafði þann eig-
inleika að hrífa fólk með sér og
það leið því ekki á löngu þar til
hún hóaði kvenfólkinu í fjölskyld-
unni saman og stofnaði prjóna-
klúbb. Þar var hún í essinu sínu,
þvílíkar prjónagersemar sem hún
skapaði. Sólveig var afar hjálp-
söm við okkur prjónaklaufana og
hvatti þær betri til dáða með
flóknum uppskriftum.
Í veikindum sínum sýndi hún
dugnað og æðruleysi.
Við biðjum algóðan Guð, enn
og aftur, að umvefja og styrkja
Birgi frænda og Nönnu Láru í
þeirra miklu sorg.
Þú varst sú hetja
svo hlý og góð
það hugljúfa vildir þú sýna.
Ég tíni í huganum brosandi blóm
og breiði á kistuna þína.
SG
Sigurlaug Jóna, Birna,
Sverrir Davíð, Sigríður,
Heimir Þór, Jón Orri, Júlía,
Benedikt Þór, Guðrún og
fjölskyldur.
Elsku Nanna Lára og Birgir.
Nú ertu horfinn í himnanna borg
og hlýðir á englanna tal.
Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg
í sólbjörtum himnanna sal.
Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist
þar tilbúið föðurland er.
Þar ástvinir mætast í unaðarvist
um eilífð, ó, Jesú, hjá þér.
(Ingibjörg Jónsdóttir)
Okkar dýpstu samúðarkveðjur
á þessum erfiðu tímum.
Anna Jóna, Lára og
Guðmundur.
Það er afar erfitt og óraun-
verulegt að skrifa minningarorð
um elsku Sólveigu okkar. Hún
var konan hans Sigurjóns okkar
og höfum við þekkt hana í áratugi
sem tengdadóttur og mömmu
elsku Nönnu Láru. Á þessum ár-
um áttum við mikið saman að
sælda. Við gleymum aldrei sam-
verustundunum með þeim í sum-
arbústöðum í Svignaskarði,
Skorradal, Ölfusborgum og víð-
ar, þær eru dýrmætar í minning-
unni.
Eftir skilnað hélt hún góðu
sambandi við okkur og var það
okkur ómetanlegt. Við fengum
áfram að njóta þess að vera sam-
vistum við þær mæðgur, fá dótt-
urina lánaða, fara með hana í
sund og göngutúra. Minningarn-
ar eru margar og góðar. Þær
mæðgur bjuggu um tíma á Höfn í
Hornafirði og áttum við þar
dásamlegar stundir með þeim,
alltaf var svo gott að koma á
heimili hennar, njóta góðra veit-
inga og samverustunda. Sólveig
var mjög mikil húsmóðir og hugs-
aði vel um fjölskyldu sína, hún
átti alltaf fallegt og hlýlegt heim-
ili þar sem allir voru velkomnir.
Sólveig vann alltaf utan heim-
ilis. Hún afkastaði miklu á allt of
stuttri ævi, enda var keppnis-
skapið mikið, ekkert var ómögu-
legt í hennar augum. Hún var af-
ar hög í höndum, saumaði föt á
sig og dóttur sína og prjónaði
mikið. Erum við mörg sem eigum
fallegar lopapeysur sem hún
prjónaði af mikilli smekkvísi.
Sólveig giftist aftur og átti
mörg góð ár með Birgi sínum.
Hann hefur einnig reynst Nönnu
Láru einstaklega vel.
Síðustu árin stunduðu þau
hjónin golf af miklum krafti. Kom
nú enn betur í ljós keppnisskap-
ið, en hún vann iðulega til verð-
launa. Fjölskyldan fór margar
ferðir til útlanda, t.d. í golfferðir.
Gaman var að heyra um það sem
þau upplifðu í þessum ferðum.
Það voru ekki gleðitíðindi sem
hún færði okkur fyrir ári, að hún
væri komin með illvígan sjúk-
dóm, en hún var æðrulaus og
byrjaði baráttuna við sjúkdóm-
inn af sama dugnaði og allt annað
sem hún tók sér fyrir hendur.
Baráttan var erfið og urðu aft-
urkippirnir margir en aldrei
gafst Sólveig upp, hún ætlaði sér
að sigrast á sjúkdómnum. Að
lokum brást öll von um bata og
kvaddi Sólveig okkur aðeins viku
síðar.
Þetta hefur verið erfitt ár fyrir
fjölskylduna, en hún stóð þétt
saman. Birgir og Nanna gerðu
allt sem þau gátu til að styðja
Sólveigu sína. Þau eiga líka góða
að, það er okkur öllum mikils
virði.
Við biðjum góðan Guð að varð-
veita Nönnu okkar og Birgi og
gefa þeim styrk til að jafna sig á
þeim sára missi sem fráfall henn-
ar er. Við munum aldrei gleyma
Sólveigu og öllu því sem hún hef-
ur gert fyrir okkur fyrr og síðar,
blessuð sé minning hennar.
„krjúptu’ að fótum friðarboðans
og fljúgðu’ á vængjum morgunroðans
meira’ að starfa guðs um geim.“
(Jónas Hallgrímsson)
Ásta Breiðdal og
Jón R. Sigurjónsson.
Að setjast niður og skrifa
minningargrein um sína bestu
vinkonu er þyngra en nokkrum
tárum taki. Við kynntumst 15 ára
gamlar þegar Sólveig flutti í
Hveragerði og kom í okkar fjör-
uga bekk 1959-árgangsins. Ég
man það eins og gerst hafi í gær
þegar þessi nýja stelpa labbaði
eftir Breiðumörkinni í gallabux-
um og fallegri peysu sem hún að
sjálfsögðu prjónaði sér sjálf enda
alltaf verið mikil handavinnu-
kona. Þarna eignaðist ég mína
bestu og traustustu vinkonu. Ég
veit ekki hver á nú að hringja í
mig á haustin þegar fyrstu lægð-
irnar ganga yfir landið og minna
mig á að taka inn garðhúsgögnin
eða hvort ég sé búin að fara í
krabbameinsskoðun, fara í blóð-
prufu og þar fram eftir götunum.
Já, í öll þessi ár hefur hún borið
endalausa umhyggju fyrir mér
og mínum og reyndar öllum þeim
sem auðnaðist að eiga hennar
vinskap. Að eiga þannig vini er
dýrmætara en allt. Mér er alltaf
minnisstætt þegar við hjónin
réðumst í framkvæmdir heima
hjá okkur og það var eins og við
manninn mælt Sólveig og Birgir
mættu um leið og stóðu í þvílíkri
vinnu með okkur í marga daga og
kom ekkert annað til mála en að
klára verkið. Sólveig bjó í Dan-
mörku með Guðlaugu vinkonu
sinni um skeið og ég man hvað ég
öfundaði þær og saknaði hennar,
en frá þeim tíma á ég fullan skó-
kassa af bréfum sem eiga eftir að
ylja mér í framtíðinni. Síðustu ár
höfum við spilað golf saman með
mönnunum okkar og þar á ég eft-
ir að sakna hennar sárlega, það
verður skrítið að fara út á golfvöll
þegar hana vantar í hollið, það
skarð verður vandfyllt. Síðasta
sumar var Sólveig mikið veik en
þrátt fyrir það var hún alltaf til í
að koma út í golf, bað mig bara
um að hafa samband tímanlega
svo hún gæti verkjastillt sig og þá
gæti hún alveg spilað. Fimmtu-
daginn 1. mars heimsótti ég hana
þar sem hún lá á 11 E og sagði
henni að ég væri að fara til út-
landa en ég myndi flýta ferðinni
heim þyrfti hún á mér að halda,
hún sagði: „Nei nei, þú breytir
engu, þetta verður allt í lagi,“ en
aðeins örfáum klukkutímum eftir
að ég fór kvaddi hún þetta líf
hægt og hljótt. Hún var ekki
þekkt fyrir það að hanga neitt yf-
ir hlutum eða verkefnum sem
ekki þóttu vænleg til árangurs. Í
þeirri heimsókn gerði ég mér
grein fyrir í hvað stefndi og hét
því þar sem ég sat hjá henni að ég
skyldi alltaf vera til staðar fyrir
Nönnu Láru sem er ekki bara að
missa yndislega mömmu sína
heldur bestu vinkonu, þar var
einstakt samband sem ég dáðist
allaf að. Elsku Nanna mín, skarð-
ið er stórt sem höggvið hefur ver-
ið í ykkar litlu fjölskyldu og ég
bið Guð að styrkja ykkur Birgi og
aðra aðstandendur. Ég þakka
vinkonu minni samferðina og
vona að einhvers staðar einhvern
tíma aftur munum við hittast.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Ólöf Ásgeirsdóttir.
Elsku Sólveig. Við þökkum all-
ar góðu stundirnar sem við höf-
um átt saman.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við verðum alltaf til staðar fyr-
ir Nönnu Láru.
Hennar vinkonur,
Agnes, Arna, Elín,
Eva, Katrín, Laufey,
Sigríður og Una.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012
✝ Gerður KristínKarlsdóttir
fæddist í Neskaup-
stað 16. október
1950. Gerður lést á
hjúkrunarheimili
Hrafnistu í Boða-
þingi 5. mars 2012.
Foreldrar Gerð-
ar voru Dagmar
Óskarsdóttir, f. í
Firði í Mjóafirði, 2.
nóvember 1911, d.
1. október 1993 og Karl Björg-
vin Marteinsson, f. á Hólum í
Norðfjarðarhreppi 9. nóvember
1911, d. 25. nóvember 1976.
Systkini Gerðar eru: Óskar
Þórarinn Karlsson, f. 12. nóv-
ember 1942, d. 17. júlí 2003,
Marteinn Karlsson, f. 13. febr-
úar 1945, Björg Ingigerður
Karlsdóttir, f. 14. júní 1948 og
Baldur Karlsson, f. 21. maí
1953, d. 13. janúar 1990, fóst-
ursystir Gerðar er Þórarna
Hansdóttir, f. 11.
janúar 1936.
Eftirlifandi eig-
inmaður Gerðar er
Sveinn Guðmundur
Guðmundsson, f.
22. desember 1946.
Gerður og Sveinn
gengu í hjónaband
31. desember 1970.
Börn þeirra eru:
Karl Björgvin
Sveinsson, f. 10.
júlí 1972, Elsa Rannveig Sveins-
dóttir, f. 14. október 1975, maki
Alfreð Ragnar Ragnarsson, f.
27. janúar 1973 og Guðrún Þór-
arna Sveinsdóttir, f. 24. janúar
1981, sambýlismaður Kristján
Sigurður Þórðarson, f. 11. júlí
1980, dóttir þeirra er Kristrún
Lilja Kristjánsdóttir, f. 26. nóv-
ember 2007.
Útför Gerðar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 14. mars
2012, kl. 13.
Gerður systir mín lést hinn
5. mars á hjúkrunarheimili
Hrafnistu við Boðaþing í Kópa-
vogi, eftir erfiða baráttu við
alzheimer-sjúkdóminn, aðeins
sextíu og eins árs. Hún bjó þar
allt frá því að þetta góða heimili
var opnað. Tengdaforeldrar
hennar þau Elsa og Guðmund-
ur bjuggu þar einnig, þau hafa
nú öll kvatt þetta jarðlíf á síð-
ustu ellefu mánuðum. Sveinn
mágur minn annaðist hana
Gerði sína af einstakri ástúð og
natni, og eftir að hún flutti í
Boðaþing var hann þar öllum
stundum, kvölds og morgna, til
að létta henni lífið og gera
henni það bærilegra. Á hann
allar mína þakkir skildar Gerðu
var fjórða í aldursröð okkar
systkina og þriðja til að kveðja,
undan eru gengnir þeir Baldur
er lést 36 ára og Óskar er lést
sextugur. Á svona stundum
streyma fram minningar frá
æskuárunum í sveitinni heima á
Norðfirði. Vorum við mjög
heppinn að fá að alast upp á
góðu heimili þar sem allir fengu
að starfa saman og njóta sín,
enda var Gerði mjög hlýtt til
foreldra okkar og æskuheim-
ilisins. Gerður var mikill dýra-
vinur og síðustu árin átti hún
bæði kisu og hund sem veittu
henni mikla gleði, ekki síst í
veikindum hennar.
Kæra systir, þakka þér fyrir
samfylgdina.
Á æskunnar dýru dögum
er drukkið af lífsins brunni,
vonirnar björtu brosa,
borgirnar rísa af grunni.
Fyrirheit fögur bíða
á framtíðar nægtaborðum.
En skuggi sem lá í leyni
líf okkar færði úr skorðum.
Vont er sinn vanmátt að finna,
vonbrigði sár að líða,
dapur í hug og hjarta
hamingjunnar að bíða.
En lifir þú dökka daga,
dimmi á lífsins vegi
getur þú brosandi beðið.
Birtan á næsta degi.
(HA.)
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til Sveins, Karls, Elsu,
Guðrúnar og fjölskyldna þeirra.
Blessuð sé minning þín.
Björg, Helgi og fjölskylda.
Gerður Kristín
Karlsdóttir
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Minningargreinar
Fallegar útfararskreytingar
• Kransar
• Krossar
• Kistuskreytingar
Hverafold 1-3 og Húsgagnahöllinni • Sími 567 0760
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
frá Ísafirði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
laugardaginn 3. mars, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 16. mars
kl. 13.00.
Bjarni Garðarsson, Ásdís Símonardóttir,
Einar Oddur Garðarsson, Guðbjörg Helgadóttir,
Hjördís Garðarsdóttir, Héðinn Stefánsson,
Hrefna Garðarsdóttir, Þórður Pálmi Þórðarson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR ÓSKARSSON
húsgagnasmíðameistari og kennari,
Hvannalundi 13,
Garðabæ,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 5. mars.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn
16. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas, hjúkrunar-
þjónustu.
Vilhelmína Þórarinsdóttir,
Laufey Sigurðardóttir, Birgir Sigurjónsson,
Hanna Sigurðardóttir, Guðlaugur Kristjánsson,
Óskar Sigurðsson, Elsa Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi,
bróðir og vinur,
BÁRÐUR HALLDÓRSSON
bólstrari og fyrrv. húsvörður,
sem lést miðvikudaginn 7. mars, verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn
16. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Minningarsjóð líknardeildarinnar í Kópavogi.
Kristján Viðar Bárðarson, Kristín Kristjánsdóttir,
Halldór Bárðarson, Sigríður Kristinsdóttir,
Stefán Þór Bárðarson, Elín Björg Ásbjörnsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini,
Hulda Finnlaugsdóttir.