Monitor - 22.03.2012, Blaðsíða 6

Monitor - 22.03.2012, Blaðsíða 6
6 MONITOR FIMMTUDAGUR 22. MARS 2012 Hvers vegna tókuð þið þátt? Það var bara eitthvað „thing“ í þá daga. Allir sem voru að gera tónlist tóku þátt í Músíktilraunum. Af því að við vorum frá Sauðárkróki þá langaði okkur að fara suður og spila og þetta var auðveld leið til að fara suður til Reykjavíkur og spila tónlist. Voruð þið aðalgaurarnir á Sauðárkróki? Nei, það vissi eiginlega enginn af okkur. Við höfðum bara spilað einu sinni eða eitthvað. Hvaða þýðingu hafði sigurinn? Þetta sýndi okkur að þetta var alveg hægt. Eins fáránleg hugmynd og þetta var upphafl ega, þessi blanda að rappa yfi r lifandi tónlist, þá var auðvitað snilld að vinna Músíktilraunir 5 mánuðum seinna. Fóruð þið strax í hljóðver? Við fórum í Tankinn og tókum upp tvö lög og svo sömdum við eitt lag þar sem Mugison hálfpartinn leikstýrði. Það var mjög gaman. Er mikilvægt að afmá Músíktilraunastimpilinn eða er hann borinn með stolti? Hann er borinn með stolti fyrstu mánuðina. En maður vill alltaf verða eitthvað meira en bara bandið sem vann Músíktilraunir. Ef maður horfi r til að mynda á Agent Fresco þá hefur þeim tekist að gera svo ótrúlega margt síðan þeir unnu svo það hugsar enginn „hey, þetta er bandið sem vann Músíktilraunir.“ Okkur tókst það í raun aldrei enda hættum við frekar snemma. Stimpillinn var bara of þungur kross að bera (hlær). En mér fi nnst mjög þægilegt að vera að ná einhverjum árangri án þess að vera með stimpilinn á mér. Hvar værir þú í dag ef þú hefðir ekki tekið þátt? Ég væri vonandi á nákvæmlega sama stað og ég er í dag. Mér líður mjög vel. OMAM unnu Músíktilraunir og eru komin með plötu- samning hjá Universal. Hvenær fáið þið plötusamning hjá Universal? Ég veit það ekki. Þegar við förum að rappa á ensku og um peninga. Hvaða ráð hefur þú fyrir þá sem keppa í ár? Ef þú vinnur ekki, ekki hætta. Ef þú vinnur þá er eins gott að þú haldir áfram. Það er ekkert leiðinlegra en að vera bandið sem vann Músíktilraunir en gerði síðan ekki rassgat. Auðvitað er margt leiðinlegra en þú veist hvað ég á við. jrj Væri líklega í ræsinu Hvers vegna tókuð þið þátt? Við tókum þátt til að fá að leggj‘ann. Það hefur ekki liðið það hálfdægri að menn hafi ekki dýpt honum. Það er búið að rjúka úr draslinu á okkur félögunum síðan. En svo var mönnum auðvitað mjög umhugað um að peppa rapp á íslensku. Hvaða þýðingu hafði sigurinn? Hann gerði það að verkum að við fengum geð- veika athygli, það kom alvara í þetta og við fórum „all-in“ í þetta. Þetta hafði verið lausara í reipunum fram að þessu en metnaðurinn jókst mjög mikið við sigurinn því hann var mikil hvatning. Er mikilvægt að afmá Músíktilraunastimpilinn eða er hann borinn með stolti? Stimpillinn er eins og „V.S.O.P“ á lambakjötinu. Hann þýðir bara að þetta sé „good shit.“ Sérstaklega var þetta góður stimpill af því að við vorum fyrsta rapphljóm- sveitin sem vann keppnina. Svo er það bara undir sigurvegurunum komið hvort þeir haldi áfram og geri eitthvað meira en bara vinna keppnina. Ég og félagar mínir í Rottweiler höfum síðan við unnum keppnina unnið nánast fl estöll verðlaun í íslenskri tónlist. Þannig að þetta er frábær stökkpallur fyrir tónlistarmenn inn í íslenska tónlistarheiminn. Hvar værir þú í dag ef þú hefðir ekki tekið þátt? Ég væri örugglega í ræsinu. Ég væri örugglega í vændi, viðskiptafræði, vímuefnum eða einhverju álíka ógeði. OMAM unnu Músíktilraunir og eru komin með plötusamning hjá Uni- versal. Hvenær fáið þið plötusamning hjá Universal? Það gerist þegar íbúafjöldi á Íslandi fer að tikka í 30 milljónir því við munum auðvitað alltaf rappa á íslensku. Hvaða ráð hefur þú fyrir þá sem keppa í ár? Þetta verður að vera skemmtilegt allan tímann. Ef þú getur byrjað að lifa á þessu þá ertu að lifa drauminn, fyrir utan það auðvitað að þú munt örugglega fá meira borgað ef það sést að þér fi nnist þetta skemmtilegt. Svo er gott ráð að gefa ekki „dick“ um hvað öðrum fi nnst. jrj Um helgina fara fram undanúrslitakvöldin fyrir Músíktilraunir þar sem 48 hljómsveitir og lista- menn stíga á svið. Til að hita upp fyrir herlegheitin tók Monitor púlsinn á gömlum sigurvegurum. Tilraunir sem gengu upp Erpur Eyvindarson Sigursveit: XXX Rottweiler hundar. Sigurár: 2000. í dag: Blaz Roca.Á TOPPNUM EINS OG KVENNADEILD BREIÐABLIKS Hætti við leiklistina Hvers vegna tókuð þið þátt? Strákarnir ákváðu að gera þetta áður en ég kom í hljómsveitina. Agent Fresco var fyrst „instrumental“ hljómsveit en Boggi, sem var bassaleikari, sendi mér email tveimur vikum fyrir Músíktilraunir þar sem hann segir: „heyjó, við þurfum fl ippaðan frontmann. Ertu í stuði?“ og sendi mér demo. Mér fannst þetta svo fl ott að ég sagði bara: „Já klárlega.“ Við vorum allir saman í FÍH en þeir höfðu aldrei heyrt mig syngja og ég hafði ekki heyrt í þeim spila á hljóðfærin sín. Ég þurfti svo að bæta við söng ofan á lögin þeirra. Hvaða þýðingu hafði sigurinn? Við hefðum aldrei hist og stofnað hljómsveitina ef keppnin væri ekki til. Ég var kominn inn í leiklistarskóla í Danmörku og ætlaði þangað aftur um haustið en ég hætti við til að vera með bandinu. Þetta í raun breytti lífi mínu. Er mikilvægt að afmá Músíktilraunastimpilinn eða er hann borinn með stolti? Hann er borinn með stolti. Það er svo mikið af ótrúlega góðum hljómsveitum sem hafa stigið sín fyrstu skref þar, Mínus, Múm, Of Monsters and Men, Mammút, Úlf- ur Úlfur varð til út frá Bróður Svartúlfs, XXX og Jónsi í Sigurrós. Þetta er ótrúlegur listi. Titillinn verður líka til þess að maður vill spila á fullu og sýna að maður eigi hann skilið. OMAM unnu Músíktilraunir og eru komin með plötusamning hjá Universal. Hvenær fáið þið plötusamning hjá Universal? Það er spurning hvort slíkt fyrirtæki væri gott fyrir Agent Fresco. Við erum með öðruvísi hljóm. Ég dýrka krakkana í OMAM og þau eru með þennan hljóm sem er viðurkenndur í dag. Þetta eru líka svo grípandi lög og þau munu án efa slá í gegn. Við munum örugglega halda áfram að taka skítatúra út um allt. En það er margt sem er hægt að gera sjálfur. Platan okkar kemur út núna í maí í Þýskalandi og fl eiri löndum í Mið- Evrópu og það erum við sjálfi r sem gefum hana út. Svo þetta á að vera hægt upp á eigin spýtur líka. Hvaða ráð hefur þú fyrir þá sem keppa í ár? Njótið augnabliksins. Takið fjórar til fi mm sekúndur til að njóta þess að vera á fl ottu sviði og vera hluti af einhverju sem hægt er að vera stoltur af. Það er ekki á hverjum degi sem það er fullt hús af fólki að horfa á þig og hlusta. jrj AGENTINN Í SÍNU GAMLA FORMI Arnór Dan Arnarson Sigursveit: Agent Fresco. Sigurár: 2008. Sveit í dag: Agent Fresco. HVAÐ ERU VÖRUBRETTIN MÖRG? Stimpillinn var of þungur kross að bera Arnar Freyr Frostason Sigursveit: Bróðir Svartúlfs. Sigurár: 2009. Sveit í dag: Úlfur Úlfur.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.