Monitor - 22.03.2012, Blaðsíða 16

Monitor - 22.03.2012, Blaðsíða 16
16 Þórhildur Þorkelsdóttir thorhildur@monitor.is stíllinn MONITOR FIMMTUDAGUR 22. MARS 2012 Getur þú sagt okkur aðeins frá Hönnunar- Mars? Hönnunarmiðstöðin sér um að halda HönnunarMars árlega, en Hönnunarmiðstöðin er einmitt í eigu allra hönnunarfélaga Íslands. Þess vegna má segja að HönnunarMars sé barn allra hönnuða og allir taka þátt til að sýna hvað þeirra félag er að gera. Það eru yfir hundrað viðburðir í gangi um allan bæ og því margt spennandi að skoða og sjá. Í hverju felst þitt starf? Ég sé um að hanna og standa að sýningu Fatahönnuðafélagsins. Sýningin heitir Á bak við tjöldin – frá hugmynd að veruleika. Þar erum við að sýna og vekja athygli á ferli fatahönnunar, allt frá teikningum að flík. Þetta verður svolítið eins og að labba inn á vinnustofu hjá fatahönnuði. Einnig sé ég um listrænt útlit opnunarteitis HönnunarMars sem verður rosa mikil gleði og partí. Er eitthvað fyrir alla? Algjörlega! Það er eitthvað fyrir alla, unga sem aldna. T.d. verður Arkitekt- úrafélagið með skemmtilegan viðburð fyrir börn í ráðhúsinu, þar sem þau geta komið og byggt sitt eigið hús. Svo fer það alveg út í að vera sýningar á t.d. ljósum og matarhönnun. Þetta er bara spurning um að kynna sér dagskrána vel. Er HönnunarMars í ár frábrugðinn þeim fyrri? Hann hefur aldrei verið jafnstór og í ár. Svo er allt að nútímavæðast. T.d. bjó Síminn til „app“ þar sem þú getur búið til þína eigin dagskrá, tjékkað þig inn á viðburði og alls konar skemmtilegt. Myndir þú segja að HönnunarMars spili stóran þátt í útrás íslenskra hönnuða? Já! Það er rosalega mikið af stórum erlendum fjölmiðlum sem koma. Þetta er gullið tækifæri fyrir hönnuði til að koma sér á framfæri og láta ljós sitt skína. Hvaða atburðum mælir þú með að fólk kíki á? Það eru mikið af opnunum fyrsta daginn sem ég mæli með að fólk skelli sér á. Þær eru ótrúlega skemmtilegar og opnar öllum. Annars ættu bara allir að koma og taka þátt í gleðinni, til þess er leikurinn gerður! Þórey Björk Halldórsdóttir er listrænn stjórn- andi Fatahönnunarfélagsins og opnunarhófs HönnunarMars. Við hittum Þóreyju í stutt spjall. ALLIR ættu að taka þátt í gleðinni stíllinn mælir með Í dag hefst hönnunarhátíðin HönnunarMars. Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin og stendur hún til sunnudags. Dagskráin hefur aldrei verið jafn spennandi og margvísleg og núna. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Stíllinn mælir með að þú gerist menningarleg/ur um helgina. Klæddu þig upp, fáðu þér kaffibolla og kíktu á t.d. þessa atburði á HönnunarMars: HVAÐ ER ÞETTA „BAK VIГ ÞÓREYJU BJÖRK? Frekari upplýsingar um viðburði og annað má finna á www.honnunarmars.is HÖNNUNAR- MARSÍPAN Kiosk, Laugavegur 65 Fimmtudag og föstudag. 11.00–18.00 Laugardag og sunnudag. 13.00–17.00 Hönnunarmarsípanið verður til sölu á nokkrum stöðum í bænum yfir helgina. Nældu þér í hönnun í nammiformi og styrktu í leiðinni gott málefni. MUNDI FERÐALAGIÐ Rauðhólar Laugardagur: 16.30–17.30 Ný vetrarlína Munda verður sýnd í gjörningaformi á Rauðhólum. Búast má við bæði ævintýralegu umhverfi og fötum. Enda er MUNDI ekki þekktur fyrir annað. TÍSKUSÝNING 66°NORÐUR Bláa Lónið Föstudagur. 18.30–20.30 Tískusýning í Bláa Lóninu þar sem DJ Margeir sér um ljúfa tóna. Bíltúr, sund og tíska í einu höggi. PARTÍ Í KRONKRON Kronkron, Laugavegur 16b Fimmtudagur. 19.00–21.00 Kíktu í partí í Kronkron þar sem nýja vor- og sumarlínan þeirra verður til sýnis. Fallegar myndir eftir Sögu Sig, góð tónlist og happdrætti með veglegum vinningum. GUSGUS OG HAM TÓNLEIKAR Harpa Laugardagur. 20.00–00.00 GusGus og Ham á EVE Fanfest verður brjálæði sem þú vilt ekki missa af. Aðgangseyrir er 2.900 kr. og fer miðasala fram á midi.is M yn d/ Ó m ar

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.