Morgunblaðið - 12.04.2012, Qupperneq 1
SÝNA MYNDIR
FRÁ KOLLY- OG
BOLLYWOOD
HOPPEDÍ-
SKOPP OG
HARÐSPERRUR
GAMAN AÐ HITTA
METNAÐARFULLT
SKÍÐAFÓLK
VIÐSKIPTABLAÐ
OG FINNUR.IS IVICA KOSTELIC ÍÞRÓTTIRINDVERSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ 45
Stofnað 1913 85. tölublað 100. árgangur
F I M M T U D A G U R 1 2. A P R Í L 2 0 1 2
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Niðurstöður bandarískrar rann-
sóknar, sem birtar voru í tímaritinu
Cancer, benda til þess að árlegar
tannröntgenrannsóknir auki líkurn-
ar á heilahimnuæxlum allt að þrefalt.
Heilahimnuæxli myndast í himn-
unum sem þekja heilann og mæn-
una. Þau eru oftar en ekki góðkynja
og hægvaxandi en geta leitt til fötl-
unar og lífshættulegra fylgikvilla.
Tannlæknafélag Íslands hefur
ekki gefið út viðmiðunarreglur um
tíðni tannröntgenmyndatöku en for-
maður félagsins, Sigurður Bene-
diktsson, segir að ákvörðun um
myndatöku sé venjulega tekin á
grundvelli áhættumats, þ.e. eftir að
tannlæknir hefur metið hvort líkur
séu á að viðkomandi sjúklingur þjá-
ist af tannsjúkdómi.
Sigurður M. Magnússon, forstjóri
Geislavarna ríkisins, segir stofn-
unina leggja áherslu á að röntgen-
rannsóknir séu aldrei framkvæmdar
nema nauðsynlegar teljist. Tann-
röntgenrannsóknir vegi þó afar lítið í
heildargeislaálagi þjóðarinnar en um
helmingur þess stafi af náttúrulegri
geislun og helmingur af notkun
geislunar í læknisfræðilegum til-
gangi.
Þá segir Sigurður það grundvall-
aratriði í geislavörnum að geisla-
notkunin sé réttlætanleg.
MEngar óþarfar myndatökur »16
Tennurnar geislaðar
Sýnt fram á fylgni milli tannröntgenrannsókna og heilahimnuæxla Geislun á
tannlæknastofum þó afar lítil Helmingur geislunarálags náttúruleg geislun
Röntgen
» Árið 2008 voru a.m.k. 302
röntgentæki í notkun á 207
tannlæknastofum.
» Sama ár voru framkvæmdar
alls 704 þúsund röntgen-
rannsóknir á Íslandi, þar af var
áætlað að tannröntgenrann-
sóknir hefðu verið um 64%.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég hef aldrei upplifað það fyrr að leggja netin
og draga þau aftur eftir tíu mínútur full af fiski,“
sagði Jón Sigurðsson, útgerðarmaður og sjó-
maður á Sindra RE 46. Hann hefur gert út frá
Reykjavík í rúm þrjátíu ár og sjómennskuferill
Jóns er ekki langt frá því að spanna hálfa öld.
Hann sagði að fiskiríið í vetur hefði verið með
eindæmum gott.
„Á árum áður þegar ég var á báti frá Akranesi
þá fengum við þetta 1.000 til 1.100 tonn á einni
vertíð af miklu smærri fiski, enda var verið með
smærra rið í netunum. Þetta var aldrei svona þá.
Það var ótrúlegt fiskmagn á ferðinni í vetur,“
sagði Jón. Hann sagði að óvenjugóð þorskveiði
hefði verið á Kollafirði, rétt utan við Reykjavík-
urhöfn.
„Ég lagði 10-12 net og byrjaði að draga um tíu
mínútum, korteri, eftir að ég var búinn að leggja
og fékk um tonn af boltaþorski,“ sagði Jón.
Skjannahvítur eins og línufiskur
„Fiskurinn sem ég veiddi var eingöngu lifandi
blóðgaður þorskur. Hann var skjannahvítur – al-
veg eins og línufiskur. Þeir voru þetta frá tíu og
upp í þrjátíu kílóa fiskar. Maður tók helst ekki
þessa stærstu heldur leyfði þeim bara að fara.
Þeir voru svo þungir og erfitt fyrir okkur að
eiga við þá.“
Skipsfélagi Jóns og skipstjóri á Sindra RE er
Kristján Páll Ström Jónsson. Þeir hafa verið
saman til sjós í um tuttugu ár. Netin voru lögð
innarlega á sundunum í Kollafirði eftir rétt um
hálftíma stím úr gömlu höfninni í Reykjavík.
„Það lóðaði þarna um allt, óhemjumikið af
þorski að hrygna þarna í vetur,“ sagði Jón. Hann
sagði sömu sögu að segja víðar að eins og frá
Suðurnesjum. Þeir sem hafi átt einhvern kvóta
hafi ekki verið í neinum vandræðum með að
veiða þorsk.
„Við erum með um átján tonna þorskkvóta og
veiðum hann á þessum árstíma þegar er styst og
hagkvæmast að sækja hann,“ sagði Jón. Hann
sagðist hafa tekið olíu einu sinni á bátinn á
haustvertíðinni og einu sinni á vetrarvertíðinni.
„Það var svo stutt að fara að ná í fiskinn.“ »18
Ljósmynd/Jón Kristjánsson
Mokafli Jón Sigurðsson var við netarúlluna á Sindra RE og tók á móti aflanum. Netin lágu örstutta stund í sjónum áður en þau voru dregin bunkuð af fiski.
„Tók helst ekki þessa stærstu“
Mjög góð þorskveiði var í net á Kollafirði í vetur Netin voru bunkuð af
stórum þorski eftir stutta stund í sjónum Þorskarnir 10-30 kíló stykkið
Hefði síðasti Icesave-samningur
verið samþykktur í þjóðaratkvæða-
greiðslu fyrir ári, hinn 9. apríl
2011, væri kostnaður Íslands í dag
orðinn ríflega 50 milljarðar króna.
Þetta kemur fram í útreikningum
sem fjármálafyrirtækið GAMMA
gerði fyrir Morgunblaðið. Við þá
upphæð myndu síðan bætast 28
milljarðar í vaxtagreiðslur til árs-
ins 2015. Heildarkostnaður vegna
Icesave hefði því numið hátt í 80
milljörðum. Það er umtalsvert
hærri upphæð en áætlanir stjórn-
valda gerðu ráð fyrir í aðdraganda
atkvæðagreiðslunnar. »Viðskipti
Morgunblaðið/Golli
Icesave Uppsafnaðar vaxtagreiðslur vegna
síðustu samninga væru í dag 50 milljarðar.
Kostnaðurinn hefði
orðið 80 milljarðar
Lögmaður Pricewaterhouse-
Coopers ehf. hefur lagt fram kröfu
á hendur slitastjórn Glitnis vegna
málareksturs slitastjórnarinnar á
hendur félaginu fyrir dómstólum í
New York árin 2010 og 2011. Málið
endaði á því að dómari vísaði mál-
inu frá þar sem það ætti ekki heima
hjá dómstólnum. Krafan hljóðar
upp á 82 milljónir króna með vöxt-
um og innheimtukostnaði.
Steinunn Guðbjartsdóttir, for-
maður slitastjórnar Glitnis, segir
kröfuna hafa borist slitastjórninni
og að afstaða verði tekin til hennar
eftir helgi. Slitastjórnin hefur höfð-
að mál á hendur PwC á Íslandi og
verður málið þingfest í dag. »2
Krefur slitastjórn
Glitnis um bætur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG