Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Laug- ardalslaug undanfarið og ekki farið framhjá sundlaugargestum, enda verið að endurbyggja brúna og gufan lokuð ásamt flestum pottunum. Gestir laugarinnar geta þó áfram unað sér í steinapottinum svokallaða – og það gjaldfrjálst en aftur verður tekið að rukka fyrir aðgang í laugina 19. apríl nk. þegar framkvæmdunum á að verða lokið að mestu. Laugin standsett fyrir sumarið Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdum við Laugardalslaug fer senn að ljúka Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það er þarna brimvarnargarður sem hefur látið á sjá og nú þarf að bæta við grjóti og lagfæra það sem fyrir er. Endurraða einhverju og koma með nýja steina,“ segir Hörð- ur Blöndal, hafnarstjóri hjá Hafn- arsamlagi Norðurlands, aðspurður hvað standi til í Grímsey, en nýverið var verkefni við grjótvörn í eynni sett í útboð, alls 650 m³. „Það er verið að vinna grjót í Ólafsfirði og svo á að flytja þetta í stykkjatali út í eyju. Það er talað um 300 steina. Þeir verða fluttir með ferjunni eftir því sem plássið leyfir,“ segir Hörður og vísar þar í ferjuna Sæfara sem siglir frá Dalvík. Hörður segist telja að flutningur á öllu grjótinu geti tekið nokkurn tíma, jafnvel stóran hluta sumarsins. „Þetta er á samgönguáætlun og er restin sem á að gera samkvæmt henni úti í Grímsey og verður unnið í sumar.“ Grjótinu verður skipað á land í Grímsey og „sett í haug og svo verður þetta lagt út þegar allt er komið og menn eru tilbúnir að fara af stað. Þetta á að klárast fyrir haustið,“ segir Hörður. Garðar Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, segir að auk þess sem til standi að setja grjót utan á garðinn eigi að þrengja gatið á innsigling- unni inn í höfnina. „Það er tunna á grjótgarðinum öðrum megin og stendur til að setja hinum megin líka,“ segir Garðar. Hann segir að sjóvarnargarðurinn hafi ekki bein- línis skemmst, en það sé eðlilegt að hann láti eitthvað á sjá þegar sjórinn gangi yfir hann allt árið. „Já, hann hefur nú sigið svona svolítið, en þetta hefur bara alltaf vantað, bara verið of lítið. Í miklum brimum gengur yfir þetta,“ segir Garðar. 300 hnullungar út í Grímsey  Lagfæringar á sjóvarnargarði eru á samgönguáætlun  Þurfa 300 stórgrýt- issteina sem verða unnir í Ólafsfirði og ferjaðir yfir  Verklok fyrir haustið Morgunblaðið/ÞÖK Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Ungum og upprennandi leikurum gefst kostur á að sækja um hlutverk í nýrri uppfærslu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi. Óskað er eftir strákum og stelpum á aldrinum 8-12 ára. Að sögn Þórunnar Geirsdóttur sýningarstjóra sem sér um prufurnar er von á hundruðum umsækjenda „Þegar við sýndum Oliver Twist ósk- uðum við eftir strákum og það komu 300 strákar í inntökupróf. Nú auglýs- um við eftir bæði strákum og stelpum og því eigum við von á töluverðum fjölda umsækjenda. Erfitt er að áætla fjöldann en við búumst við að um- sækjendur munu skipta hundruðum.“ Skráning fer fram í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn og leikprufur fara fram í næstu viku. Í boði er hlutverk Bangsadrengs, auk þess er leitað eftir leikurum til að túlka hin ýmsu dýr í Hálsaskógi. Vanalega þegar ungir krakkar eru fengnir til að leika í álíka sýningum eru tveir um hvert hlutverk til að dreifa álaginu og því má áætla að um 20 hlutverk séu í boði. Þórunn segir að allir séu velkomnir að reyna sig. „Við erum svolítið að leita eftir krökk- um með reynslu af því að koma fram, reynsla af söng, dansi og kórstarfi nýtist vel. En auðvitað tökum við öll- um fagnandi,“ segir Þórunn. Dýrin í Hálsaskógi verða nú sett upp í fimmta skipti í Þjóðleikhúsinu, með leikstjórn fer Ágústa Skúladótt- ir og með aðalhlutverk fara þeir Jó- hannes Haukur Jóhannesson og Æv- ar Þór Benediktsson. Verkið er eftir Íslandsvininn Thorbjörn Egner sem á sínum tíma gaf Þjóðleikhúsinu sýn- ingarréttinn á leikritum sínum. Margir af ástælustu leikurum þjóðarinnar hafa tekið þátt í upp- færslum Þjóðleikhússins á verkinu, má þar nefna Árna Tryggvason og- Bessa Bjarnason, sem léku í fyrstu tveimur uppfærslunum í leikstjórn Klemenz Jónssonar. Síðast var verk- ið sett upp árið 2003 í leikstjórn Sig- urðar Sigurjónssonar en þá fóru með aðalhlutverk þeir Atli Rafn Sigurð- arson og Þröstur Leó Gunnarson. Þess má geta að leikritið Dýrin í Hálsaskógi var fyrst frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu árið 1962 en þá urðu sýn- ingarnar alls 50 og sýningargestir 27.655. Hundruð barna í prufur fyrir leikrit Morgunblaðið/Ásdís Mikki refur Þröstur Leó Gunnarsson hræðir börnin í sýningunni 2003. Umhverfisráðu- neytið hefur nú til skoðunar hvort stytta eigi veiðitíma svart- fugla í vor. Sam- kvæmt gildandi reglugerð má veiða álku, lang- víu, stuttnefju, teistu og lunda til 10. maí en veiði- tímabilið hófst 1. september. Veiði- tímabilið miðast nú við þau mörk sem lög leyfa að friðun sé aflétt á þessum tegundum. Ráðherra getur ákveðið að stytta veiðitímabilið með því að breyta reglugerð. Ákvörðun um styttingu veiðitíma svartfugls hafði ekki verið tekin í gær, að sögn Sigurðar Á. Þráins- sonar, líffræðings í umhverfisráðu- neytinu. Hann sagði að málið hefði verið rætt við undirstofnanir ráðu- neytisins og farið yfir málið með fleirum. „Við erum að reyna að leggja mat á hvort það sé ástæða og efni til að gera það [stytta veiðitím- ann], eða hvort það eigi að hafa þetta óbreytt,“ sagði Sigurður. Hann sagði að ákvörðunar væri að vænta „mjög fljótlega“. Náttúrufræðistofnun lagði til 24. mars 2011 „að veiðitími fyrir svart- fugl verði styttur verulega eða um 20-40 daga og/eða að fjarlægð þar sem heimilt er að hleypa af skoti við fuglabjörg verði lengd“. gudni@mbl.is Stytting veiðitíma í skoðun Svartfuglar Eiga í vök að verjast.  Veiðitími svart- fugls kann að styttast Togveiðiskipið Sóley Sigurjóns GK frá Garði fékk tundurdufl í veiðar- færin djúpt út af Sandgerði í gær. Áhöfnin var send frá borði þegar skipið kom að landi enda taldi Land- helgisgæslan mikla hættu stafa af sprengjunni. Sprengjan er talin vera þýsk frá seinni heimsstyrjöldinni. Í henni eru talin vera um 300 kíló af sprengiefni. Hún var flutt með lóðsbát frá Kefla- vík til Njarðvíkur. Sprengjan fékk síðan lögreglufylgd að afviknum stað við Stapafell þar sem sprengju- sérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyddu henni. Lögreglan varaði bæj- arbúa í Reykjanesbæ við að mikill hvellur gæti heyrst og gekk það eftir. Fundu þýska sprengju » 1962. 50 sýningar. 27.655 sýningargestir. » 1977. 60 sýningar. 33.405 sýningargestir. » 1992. 58 sýningar. 25.263 sýningargestir. » 2003. 91 sýning. 39.323 sýn- ingargestir. » Alls hafa 125.646 séð Dýrin í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu og sýningar eru 259 frá upphafi. Sett upp í fimmta skipti GRÍÐARLEGAR VINSÆLDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.