Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sýning Þokuslæðingur í sýningarrýmunum býr til seiðmagnaða stemningu á Örlögum guðanna. stuðningur fékkst hins vegar ekki við verkið og eigendur hússins voru harðir í allri kröfugerð, að sögn Ing- unnar, og sýningin fékk því ekki svig- rúm til að festa sig í sessi. Bæjaryf- irvöld í Reykjanesbæ lýstu í framhaldi yfir áhuga á að fá sýn- inguna til sín og hún var fyrst um sinn sett upp í Rammahúsinu, sem m.a. hýsir Byggðasafn Reykjanes- bæjar og markaðstorgið Skansinn. Þar náði sýningin sér hins vegar ekki á strik, auk þess sem fjárhagslegt bolmagn til að auglýsa hana var held- ur ekki mikið eftir brotlendinguna í Hveragerði. Þá kom upp sú hugmynd hjá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ að flytja sýninguna yfir í Víkinga- heima, sem hýsir m.a. víkingaskipið Íslending. Sex sýningarrými með þrí- víðum myndum, texta og tónlist „Ég skal játa að ég sá ekki strax fyrir mér hvernig ætti að vera hægt að koma sýningunni fyrir í Víkinga- heimum en með Kristínu Rögnu og hennar fínu tilfinningu fyrir rými komumst við að þeirri niðurstöðu að þessir flutningar yrðu gerlegir án þess að sýningin skaðaðist eða yrði einhvers konar bastarður af sjálfri sér. Ég tók því til óspilltra málanna að aðlaga hana því rými sem um var að ræða á loftinu í Víkingaheimum og það tókst eiginlega ótrúlega vel,“ sagði Ingunn. Uppbygging sýningarinnar eru sex rými sem sýningargestir ganga í gegnum, leiddir áfram með leiðsögn í gegnum heyrnartól, eins og áður var nefnt. Ingunn er hugmyndasmiður, hönnuður og textahöfundur sýning- arinnar og það var hennar ákvörðun hvaða þema og hvaða goðsögur yrðu í hverju rými. Ingunn hannaði einnig form rýmanna og samdi textann sem gestir hlusta á. Kristín Ragna tók svo til við myndahönnun inn í hvert rými fyrir sig, þegar þær höfðu farið yfir skipulag hvers rýmis og Ingunn sam- ið texta inn í hvert þeirra. Myndir Kristínar Rögnu eru litríkar og áber- andi á svörtum bakgrunni. Sýningin er opin kl. 12:00-17:00 alla daga eða á afgreiðslutíma Vík- ingaheima. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 11 -1 71 3 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum Aðeins 4,4 lítrar á hundraðið Kia cee'd EX, 1,6 l, dísil, beinskiptur 16" álfelgur, loftkæling, hraðastillir (Cruise Control), leðurklætt stýri og gírstangarhnúður, bluetooth o.fl. Einnig fáanlegur sjálfskiptur. Verð 3.620.777 kr. Sértilboð 3.390.777 kr. Allt að 75% fjármögnun Tryggðu þér Kia cee'd á frábæru verði – aðeins örfáir bílar í boði! Askja er stoltur þátttakandi í umhverfisverkefninu Grænn apríl – nánar á www.graennapril.is. www.vikingaheimar.is Arna Valsdóttir sýnir myndbands- og hljóðinnsetningu í Gerðubergi en opnun sýningar hennar verður laug- ardaginn 14. apríl, kl. 14. Arna nam myndlist við MHÍ og Jan van Eyck academie í Hollandi þaðan sem hún lauk námi 1989. Arna hefur síðan unnið verk þar sem hún nýtir eigin rödd í margvísleg rýmisverk og gjörninga, bæði sem vídeóverk og innsetningar og um tíma vann hún raddteikningar fyrir útvarp. Á árunum 2004-2009 ferðaðist hún um með gagnvirkt verk sem hún nefndi „Ég er ögn í lífrænni kviksjá“ og setti það upp í marg- víslegum rýmum, m.a. í Garð- skagavita, á Nýlistasafninu og í Hafnarfjarðarleikhúsinu, en einnig í skólum og á ráðstefnum. Tók verkið lit og lögun af hverjum stað og þeim gestum sem hann sóttu. Kvik- sjána setti Arna upp í Gerðubergi á Vetrarhátíð 2009. Verkið sem Arna sýnir að þessu sinni er hluti af sýn- ingaröðinni Staðreynd og er þetta fimmta verkið í þeirri röð. Endilega … Listakona Arna Valsdóttir. … sækið opnun sýningar Ef handrit leynist í skúffunni sem þig hefur lengi langað að gera eitthvað við þá er nú rétti tíminn til að láta drauminn rætast, en af sérstökum ástæðum auglýsir stjórn Íslensku barnabókaverðlaunanna að nýju eftir handritum að sögum fyrir börn og unglinga í samkeppni ársins. Handritið skal vera að lágmarki 50 ritvinnslusíður að lengd og geta stað- ið án mynda. Skilafrestur er til og með 27. apríl 2012. Handritum skal skilað í fjórriti, merkt með dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi með í lok- uðu umslagi, til: Forlagið / Íslensku barnabókaverðlaunin, Bræðraborg- arstíg 7, 101 Reykjavík. Íslensku barnabókaverðlaunin Morgunblaðið/Kristinn Bækur Handrit er fyrsta skrefið. Er handrit í skúffunni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.