Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er væntalegur til Íslands í síðari hluta þessa mánaðar. Forsætisráðu- neytið tilkynnti þetta í gær. Auk þess að funda með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og fleiri ráðherrum mun kínverski for- sætisráðherrann eiga fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Þá mun hann kynna sér jarðhitanýt- ingu á Íslandi en hann er jarðfræð- ingur að mennt. Í tilkynningunni segir að boð til forsætisráðherra Kína hafi legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ás- grímsson, þáverandi utanríkis- ráðherra, sendi boðsbréf. Í fyrra var svo fjörutíu ára afmæli stjórmálasambands Íslendinga og Kínverja og var þá hafist handa við að finna tíma fyrir mögulega heim- sókn forsætisráðherrans. Hefur heimsóknin verið undirbúin í sam- starfi við kínverska sendiráðið hér á landi og með atbeina sendiráðs Ís- lands í Kína. Gekk ekki í fyrra Ein af hugsanlegum tímasetn- ingum fyrir heimsókn Wens var 14. júlí í fyrra. Í frétt Morgunblaðsins frá 2. júlí 2011 er haft eftir Zhu Wei- dong, starfsmanni kínverska sendi- ráðsins í Reykjavík, að rætt hafi ver- ið um það á milli ríkisstjórna landanna tveggja að forsætisráð- herrann kæmi í heimsókn til landsins þann dag. „Það kom til greina að herra Wen kæmi hingað í júlí, en þá vill þannig til að forsætisráðherra ykkar er upptekinn á þeim tíma og því var ekki hægt að samræma tíma ráðherranna að þessu sinni,“ var haft eftir Zhu þá. Sagði hann þá dagsetn- ingu þó aðeins hafa verið uppástungu af hálfu Kínverja og að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum. Í sömu frétt var vitnað í tölvubréf Önnu Jóhannsdóttur, sendiherra og ráðgjafa Jóhönnu í utanríkismálum. Þar segir hún að þessi dagsetning hafi ekki verið endanlega ákveðin en hafi verið til alvarlegrar skoðunar. Ekki hafi verið horfið frá henni að ósk Jóhönnu. Morgunblaðið náði ekki tali af for- sætisráðherra eða aðstoðarmanni hennar vegna málsins til að spyrja hana hvers vegna sú dagsetning hefði ekki hentað. Þann 6. júlí sagði blaðið hins vegar frá því að hundrað manna viðskipta- sendinefnd hefði verið á leiðinni til landsins vegna heimsóknar Wen Jiabao í mánuðinum en hætt hefði verið við komu nefndarinnar. Þetta var haft eftir Jóni Ásbergssyni, fram- kvæmdastjóra Íslandsstofu, sem út- flutningsráð Kína í Peking hafði haft samband við um að skipuleggja dag- skrá fyrir nefndina hérlendis. Í frétt- inni var ennfremur haft eftir Jóni Agli Egilssyni, sendiherra, að ekki væri rétt að forsætisráðherra hefði hafnað því að heimsókn hins kín- verska starfsbróður síns yrði í júlí. Í Fréttablaðinu 12. júlí í fyrra tjáði forsætisráðherra sig svo í fyrsta skipti um hvers vegna ekkert hefði orðið af heimsókn Wen þá. Hún sagði ekkert hæft í því að hún hefði ekki séð sér fært að taka á móti Wen. „Það var búið að festa niður heim- sókn 14. júlí og ég búin að samþykkja hana. Við vorum farin að undirbúa hana sem og viðskiptalífið en síðan komu þau skilaboð frá Kínverjum að þeir gætu ekki þegið hana á þessum tíma,“ sagði Jóhanna. Forsætisráðherra Kína væntanlegur  Ræðir við ráðherra og forseta og kynnir sér jarðhitanýtingu  Heimboð legið fyrir frá árinu 2006 Fundur Ólafur Ragnar Grímsson með Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Orkuveita Reykjavíkur getur ekki selt heitt vatn til nýrra stórnot- enda á Akranesi, íbúðar- eða sum- arhúsa við aðveituæðina frá Deild- artunguhver eða til uppbyggingar baðaðstöðu við hverinn. Vatns- mesti hver landsins og Evrópu er fullnýttur en þó er það úr sér gengin aðveituæð sem takmarkar flutningsgetuna. Ekki eru gefnar vonir um að úr rætist í nánustu framtíð. Hitaveita Akraness og Borg- arfjarðar virkjaði Deildartungu- hver á sínum tíma og lagði hita- veitu á Akranesi, í Borgarnesi, á Hvanneyri og í sveitum á leiðinni. Þetta var mikið þjóðþrifafyrirtæki sem bætti aðstöðu til búsetu í Borgarfirði og á Akranesi. Hitaveitulögnin frá Deildar- tungu og út á Akranes er 64 kíló- metra löng og með tengingum í Borgarnes og aðra staði á leiðinni er veitan 74 km. Þær eru úr asbestefni og hafa verið að gefa sig, sérstaklega í mýrlendi. Þá er ekki hægt að auka þrýsting á lögninni til að flytja meira vatn. Hefur þetta valdið bilunum og einstöku sinnum hefur þurft að skammta vatn, í mestu frosthörk- um. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitu Reykjavík- ur, segir að reksturinn hafi gengið vel í vetur. Telur hann að þrýst- ingurinn hafi aðeins fallið einu sinni og það hafi verið vegna raf- magnsleysis. Hægt á endurnýjun Orkuveitan hefur unnið að endurbótum á lögninni frá árinu 2004. Eiríkur segir að teknir séu fyrir þeir staðir þar sem lögnin er veikust fyrir og hefur oftast bilað. Búið er að leggja stálpípur á 18 kílómetrum af þeim 74 sem þarf að endurnýja. Lagðir verða þrír kílómetrar í Hestflóanum í ár. Ei- ríkur segir að áætlaður heildar- kostnaður við endurnýjun aðveitu- æðarinnar sé áætlaður 2 milljarðar króna. Orkuveitan hafi orðið að hægja á þessum fram- kvæmdum, eins og öðrum, vegna fjárhagsstöðu sinnar og Eiríkur segir ekki hægt að tímasetja það hvenær endurnýjun lýkur. Deildartunguhver gefur um 170 sekúndulítra af 100 gráða heitu vatni og hægt er að ná í 50 sekúndulítra til viðbótar úr bor- holum í Laugarholti og Bæ í Bæj- arsveit. Vatnsöflunin er ekki að- alvandamálið því á meðan asbest er einhvers staðar í lögninni er ekki hægt að flytja meira en 200 sekúndulítra. „Staðan er sú að við höfum ekki viljað taka nýja stóra not- endur inn á veituna af ótta við að það kunni að skerða afhending- aröryggi þeirra sem fyrir eru,“ segir Eiríkur. Það þýðir að ekki hefur verið hægt að lofa tengingu nýrra sumarhúsa- og íbúðahverfa í Hvalfjarðarsveit við heita vatnið eða sölu til fiskimjölsverksmiðju á Akranesi. Þá treystir Orkuveitan sér ekki til að útvega vatn sem þarf til reksturs Miðaldabaða sem hugmyndir voru uppi um að reisa í Deildartungu. Eiríkur segir að Orkuveitan hafi verið að leita fyrir sér með aukna vatnsöflun, meðal annars á jarðhitasvæðinu sem kennt er við Kleppjárnsreyki. Þar hefur OR takmarkað leyfi til jarðhitanýt- ingar. Ekki hafa verið gerðar áætlanir um hvernig að henni verður staðið. Deildartunguhver í Borgarfirði er fullnýttur og aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur út á Akranes ber ekki meira Ekki hægt að bæta við nýjum stórnotendum Ljósmynd/Mats Wibe Lund - www.mats.is Deildartunga Gufan stígur upp af Deildartunguhver og heita vatnið fossar eftir leiðslunni yfir ána og til notenda á Akranesi og í Borgarnesi. Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Nýjar vélar frá TTMC komnar í hús Borvél gírdrifin Borgeta í stál 30 mm Snittun í stál 16mm. Kón MT4 - Súluþvermál 135 mm Snúningshraðasvið 105 – 2348 sn/mín Tilboðsverð kr. 398.900. Borvél gírdrifin Borgeta í stál 40 mm Snittun í stál 33 mm. Kón Súluþvermál 190 mm Snúningshraðasvið 90–1500 sn/mín Tilboðsverð kr. 518.000. Bandsög vökvastýrð niðurfærsla og skrúfstykki. Sagar rúnnstál - 230 mm í 90° - 210 mm vinstri og hægri. Öflug iðnaðarsög blaðstærð 2825x27x0,9 Tilboðsverð kr. 858.000. Bandsög vökvastýrð niðurfærsla Sagar rúnnstál - 220 mm í 90° - 160 mm í 45° vinstri. Blaðstærð 2450x27x0,9 Tilboðsverð Kr. 339.770. Bandslípivélar 3 Kw 75x2000 og 150x2000 Verð frá kr. 135.135. Bandsög vökvastýrð niðurfærsla Sagar rúnnstál - 178 mm í 90° - 127 mm í 45° vinstri Blaðstærð 2360x27x0,9 Tilboðsverð kr. 171.600. Röravals sem hægt er að vinna með bæði lárétt og lóðrétt. Valsar mest 70 mm rör. Færanlegt fótstatíf með neyðarstoppi. Tilboðsverð kr. 523.500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.