Morgunblaðið - 12.04.2012, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
Fjarðargata 13-15 ~ 220 Hafnarfjörður ~ Sími 565 5666
fjordur.is
Vinaleg verslunarmiðstöð
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Vorið sem ég nefndi í síðustu viku
staldraði ekki lengi við. Nema það
hafi farið í óvenju langt páskafrí og
komi brátt aftur.
Ekki einu sinni innfæddum Akur-
eyringi dytti í hug að ljúga því að
veðrið hafi verið gott í gær. Í einu
orði sagt var skítakuldi.
Börnin í Brekkuskóla fylgdust
spennt með þegar flutningagámum
var staflað upp efst í Gilinu, vegna
snjóbrettahátíðar sem verður í bæn-
um um helgina, en þau reyndu að
vera í góðu skjóli, fyrir norðan-
rokinu.
Haldið er upp á 150 ára kaup-
staðarafmæli Akureyrar í ár, eins og
áður hefur komið fram. Margt er á
döfinni af bæjarins hálfu, en gaman
er að sjá það sem verður til hjá bæj-
arbúanum sjálfum, eins og dæmi eru
nú um á Facebook.
Sprottið hafa upp hópar fólks úr
nokkrum bæjarhlutum á sam-
skiptavefnum og þar hrúgast nú inn
gamlar myndir og fólk keppist um
að rifja upp sögur úr æsku eða fróð-
leik um hús, menn og málefni.
Það sem ég hef rekist á má finna
undir Brekkan fyrr og nú; Gler-
árþorp (áður en það varð Akureyri);
Innbærinn – Akureyri; og Oddeyrin
– hverfisnefnd. Bráðskemmtilegt
allt saman og ljóst að fortíðarþráin
blossar upp víða.
Talandi um Akureyri og gamla
tímann er vert að vekja athygli á
fróðlegum og skemmtilegum pistl-
um Jóns Inga Cæsarssonar á vefn-
um www.akureyri.net, þar sem Jón
Ingi fjallar um „hina síbreytilegu
Akureyri,“ eins og hann nefnir pistl-
ana.
Sæunni Þorsteinsdóttur var vel
og innilega fagnað eftir að hún lék
sellókonsert Elgars með Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands í Hofi á
skírdag. Sæunn, sem býr og starfar í
New York, stal sannarlega senunni.
Gamlir fjölskylduvinir úr Goða-
byggðinni felldu tár.
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin
AK-EXTREME verður á Akureyri
um helgina. Brettamenn verða í
Hlíðarfjalli eftir hádegi á morgun og
annað kvöld verður keppni í göngu-
götunni. Dagskrá verður aftur í fjall-
inu á laugardag og hápunkturinn,
stökkkeppni, efst í Gilinu kl. 20 til 23
á laugardagskvöldið.
Opnunarpartí hátíðarinnar
verður á Græna hattinum í kvöld og
á föstudags- og laugardagskvöld
verða tónleikar, hluti hátíðarinnar, á
Græna hattinum, Pósthúsbarnum og
á Kaffi Akureyri.
Íslandsbanki opnaði útibú sitt í
Skipagötu á ný á dögunum eftir end-
urbætur. Stórt málverk, Álfkonan,
sem Eiríkur Smith málaði 1984 að
ósk Iðnaðarbankans, hefur prýtt
útibúið lengi en eftir breytingar á
húsnæðinu var ekki lengur pláss fyr-
ir það. Bankinn hefur því gefið Ak-
ureyrarbæ málverkið.
Á verki Eiríks er sú glæsilega
fjallasýn sem blasir við þegar horft
er yfir Eyjafjörðinn til Akureyrar
frá Vaðlaheiði og álfkonan auðvitað
líka í töluverðu hlutverki. Ekki hefur
verið ákveðið hvar verkið mun
hanga.
Skemmtilegt Eflaust verður mikið fjör efst í Gilinu á laugardagskvöldið þegar fram fer stökkkeppni á snjóbrett-
um. Atli, Ágúst og Örn voru á leið í skólasund í gær en stöldruðu við stutta stund til að fylgjast með framkvæmdum.
Gömlu hverfin myndarleg á netinu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hátíðlegt Passíusálmarnir voru lesnir í Hlöðunni á Litla-Garði á föstudag-
inn langa. Margir komu að því verki, m.a. séra Hannes Örn Blandon.
Fallegt Sæunn Þorsteinsdóttir er
lokatónninn ómaði í konsert Elgars.
Keppni í landsliðsflokki Skákþings
Íslands hefst á morgun, föstudag.
Að þessu sinni verður teflt í Stúk-
unni við Kópavogsvöll. Þátt taka 12
skákmenn og eru meðalstig 2.398
skákstig. Fjórir stórmeistarar eru í
hópnum og þarf að leita aftur til
síðustu aldar til að finna jafnsterkt
Íslandsmót og nú segir á heimasíðu
Skáksambandsins. Umferðirnar
hefjast kl. 16 á daginn.
Meðal þátttakenda er Hannes
Hlífar Stefánsson stórmeistari, sem
oftast hefur orðið skákmeistari Ís-
lands, 10 sinnum alls. Hannes tók
ekki þátt í mótinu í fyrra. Héðinn
Steingrímsson, Íslandsmeistarinn
frá í fyrra, er ekki meðal þátttak-
enda að þessu sinni.
Til að ná stórmeistaraáfanga
þarf 8½ vinning í 11 skákum en til
að ná áfanga að alþjóðlegum meist-
aratitli þarf 6½ vinning. Þar að
auki er möguleiki fyrir skákmenn-
ina að ná áföngum eftir níu eða tíu
umferðir.
Keppendalisti mótsins:
Elo-stig
Hannes Hlífar Stefánsson 2.531
Henrik Danielsen 2.504
Stefán Kristjánsson 2.500
Bragi Þorfinnsson 2.421
Björn Þorfinnsson 2.416
Þröstur Þórhallsson 2.398
Sigurbjörn Björnsson 2.393
Dagur Arngrímsson 2.361
Guðmundur Kjartansson 2.357
Guðmundur Gíslason 2.346
Davíð Kjartansson 2.305
Einar Hjalti Jensson 2.245
Verður Hannes Hlíf-
ar meistari í 11. sinn?
Morgunblaðið/Ómar
Hannes Hlífar Teflir að nýju.
Skákþing Ís-
lands hefst í Kópa-
vogi á morgun