Morgunblaðið - 12.04.2012, Page 21

Morgunblaðið - 12.04.2012, Page 21
BAKSVIÐ Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Útflutningur á ófrosinni, soðinni rækju í skel gæti orðið að veruleika hér á landi, en aðilar sem stunda rækjuvinnslu eru að skoða mögu- leikana á því. Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræð- ingur, hefur verið að kanna sóknar- færi og aukna arðbærni rækju- vinnslu með útflutningi á ófrosinni rækju. Hann segir næga markaði vera til staðar í dag í Evrópu, að- allega í Svíþjóð. „Ef menn framkvæma þetta þá held ég að þetta geti haft þau áhrif á rækjuútgerð á Íslandi að hún verði arðbærari á minni bátum,“ segir Finnbogi. Of fá frystiskip í flotanum í dag Aðilar sem Morgunblaðið ræddi við sögðu það vera vandamál í dag að skipaflotinn færi minnkandi og að frystitogararnir væru margir farnir í verkefni annars staðar. Það væri því lítið um sjófrysta rækju í skel í dag og stærstur hluti hennar væri þess vegna pillaður og soðinn í landi sem gæfi lægri verð. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands voru 3.800 kg flutt út af frosinni rækju í skel í febrúar. Fyrir rækjuna fengust greiddar 590 kr./kg. Á fiskmarkaði Gautaborgar í gær var verð fyrir soðna ófrysta rækju í skel rúmar 4.000 kr./kg. Í heildina nam útflutningur á rækju í febrúar 739 tonnum. Skel- rækjan var einungis 0,5% af heild- inni. 38% voru frosin skelflett rækja og 61,5% soðin pilluð rækja. Hugmynd Finnboga gengur út á að 10-30% af aflanum yrðu flokkuð á hafi úti og besta rækjan yrði soðin og færi beint í flug á markaði ófros- in. Finnbogi segir hugmynd sína komna frá Noregi, en þar selja að- ilar mikið af rækju til Svíþjóðar. Ef útflutningur á soðinni ófrosinni rækju hefði í febrúar numið 10% af heildinni, væri um að ræða um 74 tonn. Miðað við verð í Gautaborg í gær á þannig rækju gætu útflutn- ingsverðmæti hafa verið 296 millj- ónir. Heildarútflutningsverðmæti á rækju í febrúar námu hinsvegar 806 milljónum. Það mætti því, ef þessar hugmyndir eru raunhæfar, auka út- flutningsverðmæti um rúmar 210 milljónir m.v. febrúarmánuð. Hafa verður þó vissulega í huga að kostn- aður við útflutning á ferskri rækju er talsvert hærri en af þeirri frosnu og því ekki með vissu hægt að segja hver framlegðaraukningin yrði. Það er þó ljóst að m.v. meðalverð á útfluttri skelrækju í febrúar og verð á fiskmarkaði í Svíþjóð í gær fékkst 3.400 kr. meira greitt fyrir kílóið. Ef öll skelrækjan í febrúar hefði verið seld út ófrosin á verði gærdagsins í Svíþjóð hefðu fengist 15 milljónir fyrir aflann í stað 2,2 milljóna. Sóknarfæri í rækjuútflutningi  Hugmyndir um að flytja út ófrosna rækju í skel  Myndi skila umtalsvert hærra verði en fæst í dag  Of fáir frystitogarar hamla möguleikum til rækjuvinnslu  Væri tækifæri fyrir smærri skip og báta Morgunblaðið/Helgi Rækja í skel Tækifæri eru til staðar í dag fyrir auknar útflutningstekjur af soðinni ófrosinni rækju í skel. FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 Hjarta okkar slær með þér Hollur og yndislega ljúffengur matur til að borða á staðnum eða taka með heim. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 „Með því að gera rækju- veiðarnar arðbærari ætti vonandi að koma meiri afli að landi þannig að menn geti þá áttað sig á því hvað stofninn þolir í veiði,“ segir Finnbogi og telur skorta hráefni til rækjuvinnslu hérlendis vegna samkeppni við erlenda vinnslu. Hann segir þá rækju sem hér um ræðir flokk- aða og soðna á hafi úti, en að einungis frystitogarinn Ísbjörn ÍS-304 geri það í dag. Finnbogi segir nauðsynlegt að setja nýj- an búnað í þau skip sem hyggj- ast veiða inn á þennan markað. „Ef þetta verður að veruleika ætti þetta að hjálpa rækju- vinnslu í landi verulega með hráefni því það er gríðarlega dýrt að kaupa það erlendis frá í harðnandi samkeppni,“ segir Finnbogi. Hjálpar land- vinnslunni FÁUM MEIRI AFLA AÐ LANDI Finnbogi Vikar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.