Morgunblaðið - 12.04.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.04.2012, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 www.gilbert.is Islandus Skeiðklukka Rauðagerði 25  108 Reykjavík  Sími 440 1800  kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Verð kr. 99.900 Vita Mix kanna fylgir með meðan birgðir endast Blandarinn sem allir vilja! SVIÐSLJÓS Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Handtaka eiginkonu eins af for- ystumönnum kínverska komm- únistaflokksins vegna dauða bresks kaupsýslumanns virðist vera þáttur í harðri valdabaráttu fyrir væntan- lega uppstokkun í forystusveit flokksins í haust. Hermt er að þetta sé harðasta valdabarátta innan kommúnistaflokksins frá pólitísku hreinsuninni í Kína skömmu fyrir blóðsúthellingarnar í Tiananmen- torgi í Peking árið 1989. Áður hafði Bo Xilai, leiðtoga flokksins í stórborginni Chongqing, verið vikið úr embætti. Bo átti sæti í 25 manna stjórnmálaráði flokksins, æðstu valdastofnun landsins, og bú- ist hafði verið við að hann yrði skip- aður í fastanefnd ráðsins sem tekur allar lykilákvarðanir í kínverskum stjórnmálum. Níu menn eiga sæti í fastanefndinni og gert er ráð fyrir að sjö þeirra víki úr henni í haust. Slík uppstokkun er aðeins gerð einu sinni á áratug. Á meðal þeirra sem eiga að víkja úr fastanefndinni eru Hu Jintao for- seti og Wen Jiabao forsætisráð- herra. Gert ráð fyrir að þeir víki síð- an úr embætti í mars á næsta ári. Xi Jinping, varaforseti Kína, verður Morðmál varpar ljósi  Eiginkona eins leiðtoga Kína sögð viðriðin morð AFP Á varðbergi Kínverskur herlögreglumaður á verði fyrir framan mynd af Maó Tse Tung á torginu við Hlið hins himneska friðar í Peking í gær. Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, fór í gær á fund forseta landsins til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hann sagði að þingkosningar þyrftu að fara fram 6. maí til að hægt yrði að mynda nýja ríkisstjórn með umboð til að koma á efnahagslegum umbótum. Papademos sagði að nýtt þing ætti að koma saman 17. maí og megin- verkefni næstu ríkisstjórnar væri að semja nýja efnahagsáætlun fyrir ár- in 2103-2016. Skoðanakannanir benda til þess að jaðarflokkar til hægri og vinstri auki mjög fylgi sitt í kosningunum. Flokkarnir eiga það sameiginlegt að vera andvígir sparnaðaraðgerðum sem ráðamenn á evrusvæðinu settu sem skilyrði fyrir neyðarláni til að afstýra greiðsluþroti gríska ríkisins. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að tveir stærstu flokkarnir, íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði og sósíalistaflokkurinn PASOK, geti ekki myndað meirihlutastjórn eftir kosningarnar. Frá því að lýðræði var komið á að nýju í Grikklandi árið 1974 hafa forsætisráðherrar lands- ins komið úr þessum tveimur flokk- um, að undanskildum forsætisráð- herrum þriggja skammlífra bráðabirgðastjórna. Grískum jaðar- flokkum spáð sigri Reuters Vill þingrof Lucas Papademos (t.v.) með Carolos Papoulias forseta. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að höfða mál gegn Apple og fleiri útgefendum rafbóka fyrir brot á samkeppnislögum í tengslum við verðlagningu á rafbókum. Áður en iPad-tölva Apple var sett á markaðinn í apríl 2010 seldi vef- verslunin Amazon marga met- sölutitla á rafrænu formi á 9,99 dali, u.þ.b. 1.274 krónur. En með komu Apple á markaðinn varð breyting á og bókaútgefendur fóru að setja fast verð á rafbækur og Apple tók svo 30% hlut af þeim bók- um sem seldar voru í gegnum sölu- kerfi fyrirtækisins. Samtök rithöfunda hafa stutt Apple og segja að fyrirtækið hafi aukið samkeppni við Amazon sem var áður eitt á markaði rafbóka. Hafin var rannsókn á ásökunum um að Apple og fimm útgefendur hefðu haft verðsamráð, þeirra á meðal Simon & Schuster, Hachette Book Group, Penguin Group og Macmillan. Fréttavefur bandaríska blaðsins Wall Street Journal sagði í gær að talið væri að bandaríska dóms- málaráðuneytið hefði náð sam- komulagi við einhver af fyrirtækj- unum um greiðslu stjórnvaldssekta. Málshöfðun vegna verð- lagningar á rafbókum - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.