Morgunblaðið - 12.04.2012, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
Tökum að okkur trjáklippingar,
trjáfellingar og stubbatætingu.
Vandvirk og snögg þjónusta.
Sími 571 2000
www.hreinirgardar.is
Í næstu forsetakosn-
ingum mun hlutverk
forsetans koma til um-
ræðu sem aldrei fyrr.
Það er kristaltært eftir
að forsetinn hefur beitt
neitunarvaldi sínu í þrí-
gang að eðli þessa emb-
ættis er gjörbreytt.
Forsetaembættið er
orðið valdastofnun, sem
alþingismenn verða að
taka tillit til hvort sem
þeim líkar það betur eða verr. Emb-
ætti forseta er ekki lengur áhrifalaust
sameiningartákn, sem má engar
skoðanir hafa en þegja ella.
Næstu forsetakosningar verða
ekki lengur farsi með grínistum og 0-
flokkum, kærulausum til tilbreyt-
ingar og skemmtunar. Næstu for-
setakosningar verða að vera alvara
þar sem hæfileikamaður á að veljast
til embættis.
Í framtíðinni verður forsetinn ekki
tákn sameiningar heldur afl samein-
ingar.
Hvernig getur lifandi embætt-
ismaður verið tákn? Hvað er tákn?
Tákn er ímynd. Orð eru tákn.
Tákn er undur og stórmerki. Þarf
þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkt?
Dugar íslenski fáninn ekki? Fyrsta
þróun lýðveldistímans einkendist af
ofurvaldi ráðherranna. Þingræð-
isreglan snerist við og ráðherrar réðu
meira og meira yfir Alþingi. Dóms-
málaráðherrann fór með opinbert
ákæruvald allt til ársins 1961.
Fulltrúar framkvæmdavaldsins,
sýslumenn, fóru með dómsvald í und-
irrétti allt til aldamótanna 2000 er því
var breytt að áeggjan Evrópuráðsins.
Ráðherrar komu sér
hjá landsdómi í yfir 100
ár með órjúfandi sam-
komulagi og áhrifum yf-
ir Alþingi. Þegar þetta
óskráða samkomulag
alþingismanna var end-
anlega rofið var það
kallað níðingsverk.
Ráðherrar túlkuðu
stjórnarskrána eftir
sínum valdahags-
munum. Ráðamenn
töldu að neitunarvald
forseta væri hjá ráð-
herra og landsdómur
var ómark. Þegar stjórnmálamenn
sömdu núgildandi stjórnarskrá 1944
átti forsetaembættið engan málsvara.
Valdamenn misnotuðu stöðu sína
og gerðu embætti forseta valda- og
áhrifalaust eins og um erfðakóng
væri að ræða þrátt fyrir þá staðreynd
að þjóðhöfðingi vor er þjóðkjörinn.
Afleiðingin var sú að bæði Alþingi og
forseti lutu valdi ríkisstjórnar á
hverjum tíma. Eini hemill á rík-
isstjórnina var málþóf á Alþingi þar
til synjunarvald foreta bættist við.
Embættið var ekki lengur tákn held-
ur vald.
Vel fer á því að forsetinn sé fulltrúi
þjóðarinnar sem kýs hann. Hann
gæti beitt áhrifum sínum í þágu heild-
arhagsmuna ofar stjórnmálaflokk-
unum. Gagnrýni forseti Alþingi er
það ekki alltaf slæmt heldur oft æski-
legt. Almenningur þarf rödd þess
sem talar fyrir heildarmyndina og
sameiginlega hagsmuni framtíð-
arinnar. Málflutningur stjórnmála-
manna hefur tilhneigingu til að
drukkna í innbyrðis valdabaráttu. Af-
staða þeirra litast um of af eigin
valdahagsmunum svo að lang-
tímamarkmið brotna í spón. Kjós-
endur eru orðnir dauðleiðir á því að í
hvert skipti sem þeir krefja ráða-
menn reikningsskapar benda þeir
alltaf á gjörðir eða athafnaleysi
manna úr öðrum stjórnmálaflokki og
kosningar. Enginn ber ábyrgð. Of-
urvald ráðherranna er smám saman
að minnka og þrískipting ríkisvalds-
ins að koma betur í ljós.
Núverandi forseti gerir þjóðinni
mikið gagn með því að gefa kost á sér
áfram. Það er áskorun til kjósenda
um að velja öflugan frambjóðanda,
vilji þeir skipta um mann. Á þann
hátt er líklegra að hæfur maður verði
valinn. Það ætti að vera regla að
menn bjóði sig fram á meðan forseti
gegnir embætti.
Þetta er ekkert persónulegt. Kjör-
tímabil hans er ákveðið fjögur ár í
senn og ekkert eðlilegra en að skipt
sé um þegar það tímabil er á enda og
kjósendum finnst þeir hafa fundið
hæfan mann til að breyta til af ýms-
um ástæðum. Það er óþarfi að forseti
víki úr embætti og gefi ekki kost á sér
þegar kosningar fara í hönd til að
hreinsa sviðið og hleypa grínistunum
að og lækka með því þröskuldinn fyr-
ir nýjan embættismann. Þvert á móti
eiga aðeins mjög hæfir menn að bjóða
sig fram til embættis forseta Íslands.
Forseti Íslands
Eftir Jóhann J.
Ólafsson » Það er áskorun til
kjósenda um að
velja öflugan frambjóð-
anda, vilji þeir skipta
um mann. Á þann hátt
er líklegra að hæfur
maður verði valinn.
Jóhann J. Ólafsson
.
Höfundur er stórkaupmaður.
Í aðdraganda bisk-
upskjörs fór fram
mjög heiðarleg, hrein-
skiptin og þörf um-
ræða um starf, hlut-
verk og áherslur
þjóðkirkjunnar, sem
ber að þakka. Einkum
þó í netmiðlum og á
þar til gerðum kynn-
ingarfundum.
Í tilefni af kjörinu
og þeim tímamótum sem kirkjan er
á leyfi ég mér að viðra eftirfarandi.
Hverjir eru kirkjan?
Kirkjan er ekki bara fagrar bygg-
ingar, dauð steinsteypa, tóm hús eða
skuldsettar orgelgeymslur. Og hún
er heldur ekki einungis annars nauð-
synlegir vígðir þjónar hennar. Kirkj-
an er félag fólks, sem skírt er í nafni
Guðs föður, sonar og heilags anda.
Félag fólks sem játar Jesú Krist
sem lifandi frelsara, leiðtoga lífs síns
og eilífan lífgjafa. Félag þeirra sem
þrá umhyggju og kærleika, ást og
líf.
Kirkjan er félag fólks með ólík
viðhorf, fólks sem sameinast í von á
hinn upprisna frelsara. Kirkjan sam-
anstendur af steinum, lifandi hrip-
lekum steinum, sem setja traust sitt
á Jesú í lífi og dauða. Hún á ekki að
vera steinrunnir embættismenn eða
stöðnuð stofnun og ekki sjálfskipaðir
spekingar eða fræðimenn sem
kunna svör við öllum gátum lífsins.
Kirkjan á að vera mannlífstorg
sem iðar af lífi. Þar sem fólk með
ólíkar skoðanir kemur saman og
tekst á við spurningar og gátur lífs-
ins.
Hinn almenni prestsdómur
Það er því skoðun mín að efla
þurfi hinn almenna prestsdóm, þar
sem fólk fær tækifæri til að tjá sig
og til eðlilegs vaxtar í trúnni á sínum
hraða og forsendum.
Stuðla þarf að og styðja við mik-
ilvægi eðlilegrar og meðvitaðrar
heimilisguðrækni, þar sem rætt er
um kjarna kristinnar trúar inni á
heimilunum, svo eðlilegt sé að fjöl-
skyldan biðji saman þannig að trúin
og traustið á Guði vaxi og verði fjöl-
skyldunni eðlilegt og þar með börn-
unum, hinni uppvaxandi kynslóð og
kirkju.
Jafningjafræðsla
Farvegur kristninnar snýst um
fyrirmyndir, persónulegan vitn-
isburð og jafningjafræðslu. Hún
snýst ekki um klæðin ein eða það að
gæta þess að verða ekki
á í messunni. Kirkjan
þarf því ekki á ritúal-
vörðum að halda heldur
einlægni, þjónustulund
og lifandi vitnisburði
um mikilvægi sam-
félagsins við Jesú Krist.
Það er því mín skoð-
un að kirkjan þurfi
meðvitað og í auknum
mæli að stuðla að auk-
inni þátttöku leikmanna
í helgihaldinu sem og í
safnaðarstarfinu almennt. Þar sem
fólki er gefinn kostur á að vera bein-
ir áhrifavaldar og þátttakendur en
ekki aðeins áhorfendur og þiggj-
endur.
Veiti rými til að rækta sig
Þjóðkirkjan þarf að veita með-
limum sínum rými til að rækta trú
sína. Hún þarf því að vera uppörv-
andi og hvetjandi þar sem bænalíf
og boðun kærleika Guðs, fagnaðar-
erindisins um lífið sjálft, er í for-
grunni og meðvitað mikilvægasti
þátturinn í starfi hennar.
Kirkjan þarf að vera góður hlust-
andi og iðka samtal, þar sem enginn
á síðasta orðið nema Jesús Kristur.
Hún á ekki og má ekki tala niður til
fólks né snúast um völd eða embætti
heldur auðmýkt og fúsleika þar sem
máttur kærleika Guðs fær að full-
komnast í okkar veikleika, vera far-
vegur umhyggju og þakklætis.
Þannig kirkja mun lifa af. Vegna
þess að hún snýst ekki um sjálfa sig
heldur leiðist í auðmýkt af heilögum
anda Guðs en ekki sérhagsmunum
eða þörfum sjálfs sín eða embættis-
manna.
Þú ert kirkjan
Yfirgefðu því ekki sjálfan þig
heldur láttu muna um þig í starfi
kirkjunnar. Því að kirkjan þarf á þér
að halda og þú þarft á kirkjunni að
halda. Því að þú ert kirkjan.
Þjóðkirkjan
og biskupskjör
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
»Kirkjan er félag
fólks með ólík við-
horf, sem sameinast í
von á hinn upprisna
frelsara, Jesú Krist.
Hún samanstendur af
lifandi hriplekum stein-
um.
Höfundur er rithöfundur og fv. fram-
kvæmdastjóri og meðhjálpari Laug-
arneskirkju.
Orð geta ekki breytt
raunveruleikanum, en
þau breyta því hvernig
við skynjum hann. Þau
skapa síur sem við not-
um til að skoða heiminn
í kringum okkur. Eitt
orð getur gert útslagið
um það hvort okkur lík-
ar eða mislíkar eitthvað.
Tökum dæmi. Ef góður
vinur sem við tökum
mark á lýsir þeim sem við erum að
fara að hitta í fyrsta skipti sem lötum
höfum við tilhneigingu til að sjá við-
komandi þannig, burtséð frá því
hvort hann er latur eða ekki. Orðið
„latur“ skapar síu eða fyrirfram mót-
aða skoðun sem hefur áhrif á hvernig
við túlkum það sem við-
komandi segir eða ger-
ir.
Ef aftur á móti góður
vinur okkar segir að sá
sem við erum að fara að
hitta sé vingjarnlegur
munum við sjá hann
þannig, burtséð frá því
hversu vingjarnlegur
hann er í reynd. Ef við
hittum þennan „vin-
gjarnlega“ einstakling
nokkrum sinnum og
upplifum ekki vingjarn-
leika af hans hálfu munum við líklega
réttlæta óvingjarnlega hegðun hans
með því að segja t.d.: „Þetta hefur
verið slæmur dagur hjá honum“ eða
„Ég hitti líklega ekki vel á hann í
dag.“ Óvingjarnlegur einstaklingur
sem er lýst sem vingjarnlegum græð-
ir á því þar sem fólk hefur tilhneig-
ingu til að gefa óvingjarnlegri mann-
eskju margföld tækifæri til að sýna
vingjarnleika.
Í amstri dagsins leitum við oft ekki
margra heimilda til að mynda okkur
skoðun á atburðum. Við sjáum hlut-
ina í gegnum þá síu sem dagblaðið,
sjónvarpsstöðin eða útvarpsrásin
skapar. Fjölmiðlar geta því haft mikil
áhrif á skynjun okkar á heimsins at-
burði. Ef dagblað er sem dæmi með
hlutlæga frásögn munu lesendur sjá
atburðinn í gegnum þá síu. Hún verð-
ur á sínum stað þangað til lesendur fá
yfirvegaðri fréttir eða annað sjón-
arhorn.
Fjölmiðlamaður sem tekur viðtal
við mann grunaðan um hvítflibba-
glæp og er þegar búinn að ákveða í
huganum að hann sé sekur mun túlka
allt sem hann segir eða gerir sem vís-
bendingu um sekt, jafnvel þó að sönn-
unargögnin sýni hið gagnstæða. Því
meira sem hann þrýstir á viðmæland-
ann þeim mun stressaðri verður sá,
ekki vegna þess að hann er sekur
heldur vegna þess að fjölmiðlamað-
urinn trúir honum ekki og hann held-
ur að hann muni verða fundinn sekur
fyrir eitthvað sem hann er saklaus
um.
Næst þegar þú ræðir við einhvern,
hittir nýjan samstarfsmann eða kaup-
ir vöru hugsaðu þá um hvernig þú
myndaðir þína skoðun á þeim ein-
staklingi eða þeirri vöru. Það eru
miklar líkur á því að þú hafir verið
með fyrirfram mótaða skoðun sem
hugsanlega var byggð á fyrstu áhrif-
um eða viðhorfi annarra.
Orð hafa mátt – vandaðu því valið.
Orð hafa mátt
Eftir Ingrid
Kuhlman » Orð skapa síur sem
við notum til að
skoða heiminn í kring-
um okkur. Þau geta gert
útslagið um það hvort
okkur líkar eða mislíkar
eitthvað.
Ingrid Kuhlman
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar.