Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 29
UMRÆÐAN 29Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
Nýttu svalirnar allt árið um kring
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
Skjól
Lumon svalagler veitir skjól
gegn rigningu og roki. Mjög
einfalt er að opna svalaglerið
og renna því til og frá.
Hljóð- og hitaeinangrun
Svalaglerin veita hljóð- og hita-
einangrun sem leiðir til minni
hljóðmengunar innan íbúðar
og lægri hitakostnaðar.
Óbreytt útsýni
Engir póstar eða rammar
hindra útsýnið sem helst
nánast óbreytt sem og ytra
útlit hússins.
Auðveld þrif
Með því að opna svalaglerið
er auðvelt að þrífa glerið að
utan sem að innan.
Stækkaðu fasteignina
Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina
þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring.
hefur svalaglerin fyrir þig!
Við erum fjölmörg sem höfum hvatt sr. Agnesi M. Sigurðardóttur til að
gefa kost á sér til að gegna embætti biskups Íslands.
Hún er góð fyrirmynd okkar sem viljum fela líf okkar Guði og treysta á
boðskapinn sem kemur að gagni á vegferð okkar í lífinu.
Agnes stendur föstum fótum í boðskap kirkjunnar og bendir hiklaust á
þann lífsstíl og siðfræði sem Jesús boðaði.
Við treystum Agnesi til biskupsþjónustu, treystum henni til að leiða kirkj-
una á farsælan hátt og efla traust þjóðarinnar til hennar.
Meira: mbl.is/greinar
Við treystum Agnesi
til biskupsþjónustu
Barði Ingibjartsson, Bergur Torfason, Helga Friðriksdóttir, Hulda Hrönn M. Helgadóttir,
Leifur Ragnar Jónsson, Sigríður Helgadóttir, Sveinn Valgeirsson, leikmenn og prestar
við íslensku þjóðkirkjuna.
Biskupskjör
Minnisstætt er mörgum enn, þegar
þáverandi þingmeirihluti komst
loksins að þeirri niðurstöðu að tak-
markaðan kvótann bæri að binda
við sjálf fiskiskipin, þ.e. þau sem
fiskað höfðu þrjú ár á undan laga-
setningunni. Miðað var við landaðan
afla hvers skips, sem var rétt nið-
urstaða fannst fleirum en færri – og
sæmileg sátt hefði átt að geta ríkt
um málið.
En nei, sumir áttu ekkert skip á
þessum tímamótum þótt hugur
þeirra stæði til sjósóknar og þrátt
fyrir að kvóta bilaðra og/eða ónýtra
skipa mætti ráðstafa til leigu eða
jafnvel sölu eftir endurbæturnar á
lögunum 1991. Varð þá torsóttara
að komast inn í þessa erfiðu at-
vinnugrein. (Loksins þó lausa við
niðurdrepandi stjórnmálarík-
isafskiptin undanfarna áratugi, með
tilheyrandi tjóni í landi.)
Illt er að unga fólkið nútildags
upplifði ekki vinstristjórnirnar í þá
daga (?) – það trúir ekki einu sinni,
eða réttara sagt: getur ekki einu
sinni ímyndað sér að vinstrimenn
þeirra tíma, hafi verið jafn þröng-
og skammsýnir og raun bar vitni –
og því fór sem fór í síðustu alþing-
iskosningum. Þetta reynslu- og
þekkingarleysi olli því að við sitjum
uppi með fyrirbæri sem nefnt er
ríkisstjórn, en minnir mig meira á
málfundaklúbb um þjóðfélags-
tilraunir, er virðist ætla sér að
þvæla þjóðinni inn í Evrópusam-
bandið, fallandi sem það er þó á
fæti.
Alþingi mun seint losna við sjáv-
arútvegsmálefnið úr sinni umsjá,
hvernig svo sem þingmenn láta.
Þetta er, jú, ein undirstaða þjóð-
félagsins, snertir í raun alla þegn-
ana og eðlilegast er því að æðsta
stofnunin hafi um málefnið síðasta
orðið.
Það, að öll útgerð við Íslands-
strendur ætti að byggjast á lögum,
samþykkja flestir vonandi, einnig
eigendur núverandi fiskiskipa – og
þar með réttindum til að breyta
„sameign íslensku þjóðarinnar“ í
raunveruleg verðmæti. (Skatt-
skyld.) T.d. Ómegafitusýruríkt pró-
tein sem sóst er eftir um allan heim,
ekki bara Evrópu, auk ugglaust
óteljandi annarra efna úr fiskinum
(auðlindinni).
Af hverju æpa ofstopamenn „sæ-
greifar“ eða önnur köpuryrði, þegar
útgerðarmenn ber á góma? Öfund?
Minnimáttarkennd? Eitthvað verra?
Ég veit það ekki, get ekki skilið það.
Ég hef ævinlega dáðst að þessum
köppum sem haldið hafa útgerðinni
gangandi, hvað svo sem þeir hafa
verið kallaðir. Þetta eru liðsmenn –
eða gengi á hverju skipi, grjótharðir
naglar sem ekki eru líklegir til að
sjást lepjandi latte í Kvosinni,
Reykjavík. Lífsreynsla sumra ís-
lenskra sjómanna og útgerðar-
manna er slík, að ekki má um fjalla í
fjölskyldublaði.
Sú speki spunameistara núver-
andi stjórnvalda, að „útvöldum“ hafi
verið „gefin“ þau forréttindi að
mega „róa“ á miðin, þar sem meint
„auðlindin“ heldur til, er ekki til
þess fallin að auka mönnum kapp í
kinn. Sannleikurinn er sá, að það
eru einungis fáum mönnum falin
þau forréttindi að eiga fiskiskip.
Fjölþætta farkosti margra manna
sem vinna saman að alvöruverð-
mætasköpun – lið sem lætur ekki
sitt eftir liggja, þegar standast verð-
ur hin ýtrustu öfl náttúrunnar.
PÁLL PÁLMAR
DANÍELSSON,
leigubílstjóri.
Ekki fyrirkoma árangursríku
fiskveiðistjórnunarkerfi
Frá Páli Pálmari Daníelssyni
Besta velferð-
arkerfi í heimi?
Einu sinni var
flugfreyja sem
lofaði að breyta ís-
lensku velferð-
arkerfi til jöfn-
unar, seinna varð
hún ráðherra vel-
ferðarmála og svo
kom hennar tími.
Formaður og for-
sætisráðherra. Nú eru öll þessi loforð
og fyrirheit gleymd, hún er komin
með góðan lífeyrisrétt fyrir sig og
sína konu. Henni til halds og trausts
er fv. forystumaður í sósíalista-
flokknum sem er undir nýju nafni, VG
(Vald Gleymska). Glöggt dæmi er um
einstakling sem á mögulega hús sem
hann getur ekki selt, dvelur á sjúkra-
stofnun, þarf að greiða á fjórða
hundrað þúsund í dvalarkostnað, af
engum tekjum. Flott kerfi, ekki satt.
Lífeyrissjóðir sem hafa fengið greitt
inn framlag launþega og mótframlag
atvinnurekanda, um 12%, sem voru
ávallt reiknuð sem tekjuauki laun-
þega. Þessir sjóðir eru búnir að safna
um 2.200 milljörðum í sjóði, þar af eru
37,35% staðgreiðsla skatta sem eru
um 820 milljarðar, sem raunverulega
er eign ríkissjóðs. Þess vegna er hrein
eign þessara sjóða um 1.380 millj-
arðar, allt umfram það er fé sem er að
láni frá ríkisjóði sem ógreiddir skatt-
ar (staðgreiðsla). Það fyndna við þetta
er að þessir sjóðir eru að fjárfesta í
ríkisskuldabréfum og ríkið greiðir
vexti til þeirra af fé sem það réttilega
á. Ríkissjóður hefur möguleika á að
greiða allar sínar skuldir með því að
innheimta þessa 820 milljarða, t.d. á
þremur árum, fyrst gæti hann tekið
u.þ.b. 120 milljarða í leiðréttingu
skulda heimila, eftir standa 700 millj-
arðar, sem væru endurgreiddir frá
sjóðunum á þremur árum, t.d. á þessu
ári. 230 milljarða sem færu í að koma
hagkerfinu af stað með fram-
kvæmdum. Á næsta ári svipaða upp-
hæð og árið 2014 restina af ofan-
greindri skuld. Tekjur sjóðanna
myndu aukast mikið með inngreiðsl-
um af auknum atvinnutekjum, ríkið
myndi árlega fá auknar inngreiðslur á
sömu forsendum. Sem svo héldu
áfram að fara til framkvæmda. Út-
greiðslur lífeyrissjóðanna myndu þá
verða skattlausar, en lækka að sama
skapi. Þá væri ljóst hver væri nettó-
eign sjóðanna, sjóðsfélagar vissu hvað
þeir ættu sem rauneign. Allir stæðu
með hreint borð, launþegar væru ekki
með fjármuni bundna í verðlausum
pappírum eins og það er í dag. Sá
talnaleikur sem hefur viðgengist á Ís-
landi um áraraðir er bóluhagkerfi
sem enginn skilur og allra síst þeir
sem stjórna því, sjóðir hingað og
þangað, allir með sitt stjórnbatterí,
þetta er ruglkerfi.
Það þarf að gefa upp á nýtt með
nýjum spilum, þar sem jókerarnir eru
teknir úr. 320 þúsund manna þjóð
getur ekki verið með svona ruglkerfi
sem enginn skilur og allra síst þeir
sjálfir.
Flugfreyjan fræga fékk sinn tíma,
hann er liðinn, hennar meðreiðar-
sveinn er einnig útbrunninn og á að
sjá sóma sinn í að fara norður í bú-
staðinn sinn og vera þar. Íslensk
flotkróna er úrelt fyrirbrigði.
Þegar ég var í vinnuferðum erlend-
is á sjöunda áratugnum sögðu þeir
sem sáu íslenskar krónur að það væri
betra að fá falska peninga en íslenska.
Það þarf að hefjast handa við að sam-
eina alla lífeyrissjóði í einn, einhverjir
myndu tapa réttindum, en þegar á
heildina er litið myndu allir hagnast.
Flugfreyjan fræga myndi að vísu
lækka eitthvað, en hún þarf ekki fleiri
mjólkurlítra né aðrar nauðsynjar til
framfærslu á dag en öryrki á sama
aldri, í því felst jöfnuður og þjóðin
myndi hagnast.
Sennilega er þetta draumsýn, því
völdin spilla, umráð yfir fjármunum,
hvort sem um er að ræða ríkið eða
stéttarfélög, völd spilla, þar liggur
meinið. Það er okkar þjóðarmein,
enginn ber virðingu fyrir eigin orðum.
GUÐJÓN JÓNSSON,
fyrrverandi skipstjórnarmaður.
Flugfreyja við stýrið
Frá Guðjóni Jónssyni
Guðjón
Jónsson