Morgunblaðið - 12.04.2012, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
Sendum
frítt
hvert á land sem
er
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
✝ Anna BjörgÓsk Jónsdóttir
fæddist í Hafn-
arnesi, Fáskrúðs-
firði, 3. desember
1928. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 27. mars
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Níels-
son, bóndi í Hafn-
arnesi, f. 21. ágúst
1883, d. 24. apríl 1953, og Guð-
laug Halldórsdóttir, húsmóðir,
f. 22. september 1892, d. 2. júní
1984. Systkini Önnu: Kristín, f.
1911, d. 1992, Elísabet, f. 1914,
d. 2011, Steinunn Jakobína, f.
1915, d. 1999, Halldór, f. 1919,
d. 1982, Jóhann, f. 1921, d. 1985,
Bára, f. 1931, og Hörður Sig-
urður, f. 1933, d. 1991. Tveir
bræður Önnu, Guðjón og Níels,
létust í bernsku.
Anna giftist Baldri Guð-
mundssyni 13. ágúst 1952. Börn
þeirra eru: 1) Jenný Anna, f. 20.
janúar 1952, eiginmaður henn-
ar er Einar Vilberg Hjartarson,
f. 26. apríl 1950. Dætur Jennýj-
ar eru: a) Helga Björk Laxdal,
Petra. Sonur Ingibjargar og
Hannesar er Helgi Pétur, eigin-
kona hans er Andrea Marel.
Sonur þeirra er Flóki. 4) Guð-
laug Björk Baldursdóttir, f. 16.
mars 1957. Börn hennar og
Kristins Guðlaugssonar eru
Kristinn Örn og Anna Björg.
Sambýlismaður Önnu Bjargar
er Dario Barbaro. 5) Ingunn
Baldursdóttir, f. 10. ágúst 1958,
sambýlismaður hennar er Ómar
Ström, f. 29. júlí 1952. Synir
þeirra eru Ómar og Anton.
Sambýliskona Antons er Jannie
Hotbjerg Hansen. 6) Hilma Ösp
Baldursdóttir, f. 4. október
1960, eiginmaður hennar er Al-
freð Karl Alfreðsson, f. 21.
október 1964. Synir þeirra eru
Alfreð Andri og Emil. 7) Guð-
mundur Baldursson, f. 4. októ-
ber 1968. 8) Steinunn Bald-
ursdóttir, f. 22. desember 1970,
sambýlismaður hennar er Jón
Alvar Sævarsson, f. 4. sept-
ember 1969. Dóttir þeirra er
Katla Björg. Fyrir átti Anna
soninn Gunnar Elías, f. 6. nóv-
ember 1948, d. 1965. Hann ólst
upp hjá Elísabetu systur Önnu
og Gunnari Bjarnasyni eig-
inmanni hennar.
Anna var húsmóðir en starf-
aði jafnframt um árabil á Borg-
arspítalanum.
Útför Önnu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 12. apríl
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
faðir hennar er
Bjarki Laxdal,
sambýlismaður
hennar er Björn
Axelsson. Sonur
Helgu Bjarkar er
Jökull Bjarki Lax-
dal Jónsson. b)
María Greta, faðir
hennar er Einar
Ragnarsson. Sonur
Maríu er Oliver
Einar Nordquist. c)
Sara Hrund Einarsdóttir, faðir
hennar er Einar Ragnarsson,
eiginmaður hennar er Erik
Qvick. Börn þeirra eru Jenný
Una og Hrafn Óli. 2) Greta, f.
30. mars 1954, eiginmaður
hennar er Halldór Þór Grön-
vold, f. 8. mars 1954. Börn
þeirra eru a) Eva, eiginmaður
hennar er Björgvin Ingi Ólafs-
son. Synir þeirra eru Benedikt
og Baldur. b) Arnar. 3) Ingi-
björg Jóna Baldursdóttir, f. 14.
maí 1955, eiginmaður hennar er
Hannes B. Andrésson, f. 8. júní
1958. Sonur Ingibjargar og
Martins Regal er Baldur Andri,
sambýliskona Elínborg Sigurð-
ardóttir. Dóttir Baldurs er
Elsku fallega góða mamma
okkar er dáin. Það er svo skrítið
að segja þessi orð, mamma með
útbreidda faðminn sinn, alltaf til
fyrir okkur systkinin og fylgdist
með öllu, hringdi í okkur daglega
til að fylgjast með hvað við vær-
um að bardúsa og hvað væri að
gerast í okkar lífi.
Með fallegu mildu brúnu aug-
unum sínum fylgdist hún með
öllu sem varðaði barnabörnin og
barnabarnabörnin sín öll 20 að
tölu. Ekkert var svo smávægilegt
að henni væri það óviðkomandi.
Mamma var kannski hæglát
og róleg, en einn sá mesti töffari
sem hugsast getur og kallaði hún
ekki allt ömmu sína, enda hafði
hún upplifað eitt og annað og var
ekkert að væla yfir smámunum.
Ekkert var svo erfitt að ekki
mætti yfirstíga það. Mamma
kunni svo sannarlega að meta allt
þetta litla góða í lífinu, hún elsk-
aði að fara í búðir, alltaf að leita
að einhverju handa barnabörn-
unum sínum og einnig elskaði
hún að fara í berjamó og skond-
rast upp um fjöll og ófærðir í leit
að berjum, sem hún svo gerði
sultur úr handa okkur og saft.
Hún var mjög mannblendin og
fannst fátt skemmtilegra en vera
í hópi fjölskyldunnar í veislum og
á mannamótum. Við systkinin
vorum svo viss um að töffarinn
mamma myndi eins og alltaf áður
koma heim eftir þetta síðasta
áfall, en hún hafði fengið ein-
hverja slæmsku eins og hún kall-
aði það, en svo var því miður
ekki. Hennar tími var bara kom-
inn. Við kveðjum nú þá hlýjustu
og bestu mömmu sem hugsast
getur og þökkum henni allar
góðu minningarnar sem eftir
sitja.
Hjartans þakkir, elsku mæta móðir,
þér miskunn veiti Guð svo hvílist rótt.
Þig verndi og gæti allir englar góðir,
ástarþakkir, mamma, góða nótt.
(H.J.)
Jenný, Greta, Jóna, Guð-
laug, Ingunn, Hilma, Guð-
mundur og Steinunn.
Í dag er ég að kveðja fallegu
ömmu mína í Snælandi eins og ég
kallaði hana. Ég trúi því ekki að
ég sjái hana ekki við eldhúsborð-
ið þegar ég kem í heimsókn og faí
ekki að segja henni frá því sem er
að gerast á Ítalíu hjá mér. Ég er
svo glöð að síðast þegar ég hitti
þau afa sátum við og hlógum að
sögunum hennar frá því hún var
á mínum aldri og var að vinna á
Hótel Borg.
Elsku amma mín það er svo
erfitt að vera svona langt í burtu
en ég á svo margar fallegar minn-
ingar um þig og þú verður alltaf í
hjarta mínu.
Að elska sína ömmu
og segja henni það
að gera það í hljóði
eða koma því á blað
sem ég hér með geri
í kveðjuskyni til þín
(Sæunn Ragnarsdóttir)
Þín
Anna Björg.
Ég hitti Önnu fyrst fyrir meira
en 30 árum þegar við Greta dóttir
hennar og Baldurs kynntumst.
Strax við fyrstu kynni skynja ég
væntumþykju Önnu og trausta
vináttu. Með sinn stóran barna-
hóp og miklar annir á heimilinu
var Anna létt í skapi og alltaf til í
að rétta öðrum hjálparhönd ef á
þurfti að halda. Hún hafði ein-
lægan áhuga á fólki og velferð
þess. Ekki bara sínum nánustu
heldur öllum sem á vegi hennar
urðu og hún kynntist. Hvort
heldur var í gegnum fjölskylduna
eða vinnuna á Borgarspítalanum,
þar sem Anna vann um árabil sér
til mikillar ánægju.
Eiginleikar Önnu, áhugi á vel-
ferð samferðafólksins, fé-
lagslyndi og glaðværð nýttust vel
þegar börnin stofnuðu fjölskyldu
eitt af öðru, fluttu að heiman og
eignuðust afkomendur. Hún
vakti yfir velferð þeirra og var
alltaf tilbúin að aðstoða ef á þurfti
að halda. Anna lét sig barnabörn-
in, og síðar barnabarnabörnin,
einkum miklu skipta. Hún fylgd-
ist vel með uppvexti þeirra og var
til staðar þegar á reyndi. Þannig
leið varla sá dagur að hún hringdi
ekki eða kæmi í heimsókn til að
kanna hvort ekki væri allt í lagi.
Það var því mikið reiðarslag fyrir
okkur öll sem þekktum hana þeg-
ar Anna hvarf frá okkur með svo
skyndilegum hætti sem raun var
á, án þess að við fengjum al-
mennilegt tækifæri til að kveðja
hana og þakka fyrir okkur.
Við sem þekktum Önnu og
fengum að njóta samvista við
hana erum öllu ríkari á eftir. Við
höfum vonandi lært að meta bet-
ur það góða sem gert er, hversu
mikilvægt það er að bera hag
samferðafólks okkar fyrir brjósti
og hvernig hægt er að vera örlát-
ur án þess að búa yfir miklum
veraldlegum auði.
Missir okkar allra sem þekkt-
um Önnur er mikill, ekki síst
barna hennar og barnabarna.
Það á þó sérstaklega við um
Baldur, eiginmann og lífsföru-
naut Önnu, en þau hafa um langt
árabil verið nánast óaðskiljanleg
í huga okkar sem til þeirra
þekktu. Ég færi Baldri og afkom-
endum þeirra Önnu mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Halldór Grönvold.
Mig langar að minnast elsku
systur minnar Önnu þótt ég sé
ekki farin að trúa því enn að hún
sé farin. Við töluðum saman í
síma þennan sama dag og hún dó
og hún virtist þá hress að vanda.
Við gátum alltaf talað um heima
og geima og er ég glöð að hafa
heyrt í henni þennan dag.
Þó að við höfum ekki alist upp
saman þá hittumst við daglega
þar sem ég bjó á næsta bæ.
Seinni árin urðum við nánari og
hittumst oft, töluðum saman
næstum daglega í síma. Alltaf var
minnst á Glasgow-ferðirnar sem
alltaf voru meiri háttar skemmti-
legar. Svo var alltaf gaman þegar
þau Baldur komu til okkar, en
þau voru dugleg að heimsækja
okkur og mæta í allar veislur sem
fjölskylda okkar hélt. Við vorum
báðar komnar í félag austfirskra
kvenna og mættum á alla fundi
og hlökkuðum alltaf til. En nú
verður hennar sæti autt og henn-
ar sárt saknað.
Ég bið guð að passa Baldur vel
og börnin og fjölskyldur þeirra.
Það mælir þín systir,
Bára Jónsdóttir og
Sigurður Hjartarson.
Elskuleg Anna móðursystir
mín er látin.
Ég kynntist Önnu og Baldri á
barnsaldri, en á þeim árum fóru
foreldrar mínir oft með okkur
systkinin í sunnudagsökuferðir
sem stundum enduðu í kaffi hjá
Önnu og Baldri. Í gegnum árin
höfum við alltaf verið í góðu sam-
bandi, og þegar við komum sam-
an í fjölskylduboðum var undan-
tekningalaust mikið gaman og
mikið hlegið.
Anna var ákaflega létt í lund
og þær systur Anna og Bára voru
einstaklega hláturmildar og
smituðu marga með hlátri sínum.
Ég minnist með mikilli gleði allra
þeirra ótal Glasgow-ferða sem
við fórum saman hér á árum áð-
ur. Glasgow-hópurinn var ákaf-
lega skemmtilegur, en í honum
voru Anna og dætur hennar og
Bára móðir mín með okkur systr-
unum. Þetta voru sannkallaðar
skemmtiferðir, með verslunar-
legu ívafi. Í þessum ferðum voru
þær systur Anna og Bára hrókar
alls fagnaðar. Ég minnist þess
einnig hve ein gata í Glasgow var
þeim systrum hjartfólgin, en það
var Sauchiehall Street, þar
kunnu þær ákaflega vel við sig.
Þegar þær komu á hótelið að
loknum skemmtilegum verslun-
ardegi var fyrst gengið á milli
herbergja og afrakstur dagsins
skoðaður hvor hjá annarri, því
næst fórum við allar og fengum
okkur að borða og alltaf var jafn-
gaman að rifja upp atvik dagsins
og þá var mikið hlegið.
Nokkrum sinnum komu þau
Anna og Baldur ásamt foreldrum
mínum til okkar Einars í bústað-
inn okkar í Hraunborgum í
Grímsnesi, þar sem við áttum
ákaflega ánægjulegar stundir
með þeim.
Nú er Bára móðir mín ein eftir
af sínum systkinahóp, og er frá-
fall Önnu mikill missir fyrir hana
því þær voru mjög nánar og
ræddust við nánast daglega.
Elsku Anna við kveðjum þig
með söknuði og þökkum þér allar
ánægjulegu stundirnar sem við
áttum saman.
Við biðjum góðan Guð að
styrkja þig Baldur minn og börn-
in ykkar og þeirra fjölskyldur á
þessum tímamótum.
Kveðja.
Þóra frænka og Einar.
Anna Björg Ósk
Jónsdóttir
Það er sárt að sjá
á eftir frænda sínum og fjöl-
skylduvini yfirgefa þetta jarðríki
frá fjölskyldu, vinum, félagsstarf-
semi, áhugamálum og öðru því
sem Eyjólfur var svo virkur þátt-
takandi í. Eyjólfur var áhugamað-
ur um mannlífið og pólitík, enda
stjórnmálafræðingur, og á þeim
árum sem ég var formaður sjálf-
stæðisfélagsins Fram gekk hann í
félagið og starfaði þar með mér
um árabil. Eyjólfur var einstak-
lega hógvær, kurteis, sanngjarn,
Eyjólfur Rúnar
Sigurðsson
✝ Eyjólfur RúnarSigurðsson
fæddist í Reykjavík
14. maí 1961. Hann
lést á deild 11G
LSH 27. mars 2012.
Útför Eyjólfs fór
fram frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði
4. apríl 2012.
mikill lýðræðissinni
og ekki alltaf sam-
mála hinum pólitíska
vettvangi. Það var
ávallt hægt að leita
til Eyjólfs með við-
vik og ráðgjöf og
sérstakur ráðgjafi
fjölskydunnar var
hann í skattamálum.
Ekki svo sjaldan var
leitað eftir liðsinni
Eyjólfs við búslóðar-
flutninga, enda hann sterkur mjög
og tók létt á því að bera heilu
svefnsófana og þvottavélarnar
upp og niður stiga og hafði gaman
af. Ég og fjölskylda mín höfum
fylgst með veikindaferli Eyjólfs
og hvernig hann barðist við allar
flækjur, hindranir og veggi en
hann gafst aldrei upp, alltaf jafn
jákvæður og endalaust bjartsýnn.
Við hlið Eyjólfs stóðu sem kletta-
veggir Rannveig, Inga María og
Vigfús og bar aldrei á vonleysi í
þeirra fasi heldur voru veikindi
pabba verkefni sem þau stóðu
frammi fyrir sem þau ætluðu að
leysa. Þessi samheldna fjölskylda
er afreksmenn og sagði ég oft við
Eyjólf: Þú ert Tarzan og hvílíkir
súpermenn sem þú hefur í kring-
um þig! Ekki má gleyma Ingu og
Sigga og Huldari og fjölskyldu í
þessari upptalningu afreksmanna
og biðjum við þess innilega að
ykkur öllum öðlist styrkur til að
takast á við sorg ykkar.
Langafi okkar, Kristinn Gríms-
son, skrifaði á sinni dánarlegu að
bænin sem okkur var gefin í
vöggugjöf ætti einnig að vera síð-
ustu kveðjuorðin, sem ég geri að
mínum.
Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmisleg.
Þá líf og sál er lúð og þjáð
lykill er hún að drottins náð.
Kristinn Arnar Jóhannesson.
Lát Eyjólfs Rúnars Sigurðs-
sonar hefur haft mikil áhrif á okk-
ur öll. Þrátt fyrir langa og stranga
baráttu héldum við alltaf í vonina
um að hann myndi sigra sjúkdóm-
inn að lokum.
Margs er að minnast og orð eru
fátækleg á þessari stundu.
Á fyrstu búskaparárum okkar
skipuðu Eyjólfur, Rannveig og
börnin stóran sess í lífi okkar. Það
var sjaldan haldin veisla í þeim
hluta fjölskyldunnar nema Eyjólf-
ur og Rannveig tækju þátt í henni
og ekki farið í sumarbústað nema
fjölskylda þeirra kæmi og dveldi
með okkur. Oftar en ekki var farið
í Brekkuskóg og í einni af þeim
ferðum var lagt upp í stóra göngu.
Börnin voru lítil og þegar Jóhann
sonur okkar var orðinn þreyttur á
göngunni tók Eyjólfur hann á há-
hest. Við fórum út fyrir venjulega
gönguleið og allt í einu stóðum við
frammi fyrir því að þurfa að hoppa
yfir ansi breiða á, eða fara sömu
leið til baka og sú leið var löng fyr-
ir litla fætur. Eyjólfur tók sig þá til
og hoppaði yfir ána með Jóhann á
háhesti. Þessi ákveðni var ein-
kennandi fyrir Eyjólf. Hann hafði
mikinn styrk sem hann sýndi með-
al annars þegar á þurfti að halda í
veikindum hans.
Eyjólfur var mikill fjölskyldu-
maður, hvatti börn sín til dáða og
hjónin voru samhent í því sem þau
tóku sér fyrir hendur. Hann hafði
mikinn áhuga á tónlist, söng með
Karlakórnum Þröstum, spilaði á
gítar og æfði með hljómsveit sinni
í bílskúrnum og frá honum hafa
börnin tónlistaráhugann og var
gaman að fylgjast með þeim öllum
á tónlistarbrautinni. Leiklistar-
áhugann áttu þau hjónin sameig-
inlegan og tóku þau þátt í leiksýn-
ingum á vegum Leikfélags
Hafnarfjarðar, þannig að lista-
gyðjan var sjaldan langt undan.
Miklir kærleikar voru milli
Eyjólfs og tengdamóður hans sem
lést síðastliðið haust. Erfitt var
fyrir Rannveigu að skipta sér á
milli þeirra í veikindum þeirra
beggja og sýndi Hanna því mikinn
skilning. Henni var umhugað um
að Rannveig væri hjá Eyjólfi í
hans veikindum.
Við þökkum Eyjólfi samfylgd-
ina, minning um góðan dreng lifir.
Blessuð sé minning hans.
Við biðjum algóðan guð að
styrkja fjölskyldu hans á þessum
erfiðu tímum.
Andrés Ingi og Þórdís.
Gamall og góður bekkjarfélagi
er fallinn frá langt um aldur fram.
Við Eyjólfur vorum bekkjarbræð-
ur í gegnum allan grunnskólann
og einnig megnið af tíma okkar í
Flensborgarskóla. Hann bar höf-
uð og herðar yfir okkur bekkjar-
systkinin í J-bekknum í Öldutúns-
skóla, í margri merkingu þeirra
orða. Hann var strax mikill og
góður félagi. Á barnaskólaárunum
var jafnan keppt í fótbolta milli
bekkja og það var ekki sýst fyrir
atgöngu Eyjólfs, sem var lykil-
maður í vörninni hjá okkur, að J-
bekknum gekk vel. Andstæðingar
okkar reyndu oftast bara einu
sinni að fara framhjá Eyjólfi.
Snemma tók ég eftir þeim
miklu tónlistarhæfileikum sem
Eyjólfi voru í blóð bornir. Báðir
foreldrar hans, Inga María og Sig-
urður Hallur, mikilhæfir músik-
antar, og þegar við félagarnir
tróðum einu sinni upp í Sjálfstæð-
ishúsinu og hann söng „Fyrir
sunnan Fríkirkjuna“ nutum við
leiðsagnar Ingu Maríu. Þrátt fyrir
dapran undirleik undirritaðs
komst Eyjólfur frábærlega í
gegnum þetta og hlaut lof fyrir.
Eyjólfur var duglegur íþrótta-
maður og sérstaklega man ég eftir
honum í frjálsum íþróttum og þá
einkanlega hlaupum. Við æfðum
saman hlaup og þegar æft var úti
var gjarnan hlaupið upp að eða
uppfyrir bæjarhliðið á Kaldársels-
vegi. Það var margt skrafað og
rætt á hlaupunum, ekki síst aðal-
áhugamál drengja á þessum aldri,
hitt kynið. Hann æfði þó fleiri
íþróttir eins og körfubolta.
Tíminn í Flensborgarskóla var
frábær, líf og fjör í bland við nám
en almennt reynt að taka hlutina
ekki allt of alvarlega. Mér er
minnisstætt eitt vetrarkvöld í apr-
ílmánuði að við héldum skólaball í
Glæsibæ í Reykjavík. Jafnfallinn
snjór og fallegar vetrarstillur og
lífið blasti við okkur, áhyggjulaust
og ögrandi. Þá feldu saman hugi
þau Eyjólfur og Rannveig Vigfús-
dóttir sem síðar átti eftir að verða
hans lífsförunautur. Það var mikið
gæfuspor fyrir bæði. Samband
þeirra ætíð verið traust og sterkt
og Rannveig staðið eins og klettur
við hlið manns síns í gegnum hans
erfiðu veikindi.
Eyjólfur var stór og sterkur
strákur en í þessum mikla skrokki
sló hlýtt og mjúkt hjarta með ríka
réttlætiskennd, reiðubúinn til að
hjálpa og aðstoða ef á þurfti að
halda. Hann var traustur og heið-
arlegur í öllu því sem hann tók sér
fyrir hendur. Heilsteyptur og góð
fyrirmynd fyrir sína samferða-
menn.
Að leiðarlokum verðum við að
kveðjast kæri vinur en við sem
verðum hér áfram enn um sinn í
þessu tilverustigi yljum okkur við
góðar minningar.
Rannveigu, Ingu Maríu, Vig-
fúsi Almari, foreldrum og öðrum
ættingjum votta ég mína innileg-
ustu samúð.
Þinn bekkjarbróðir,
Emil L. Sigurðsson.