Morgunblaðið - 12.04.2012, Qupperneq 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
✝ Lovísa RósaSnjólaug Jó-
hannesdóttir
fæddist í Reykja-
vík 18. febrúar
1936. Hún lést á
heimili sínu 20.
mars 2012. Lovísa
var dóttir
hjónanna Huldu
Lúðvíksdóttur, f.
23. ágúst 1898, d.
23. október 2001,
og Jóhannesar Guðmundar
Hjálmarssonar, f. 16. október
1895, d. 9. febrúar 1942 í
Boston. Systkini Lovísu voru:
Lárus Thorarensen Jóhann-
esson, f. 31. júlí 1928, d. 4.
júní 1933, og Kristína Margrét
Jóhannesdóttir, f.
10. júní 1933, d.
24. nóvember
1992.
Lovísa giftist
hinn 5. apríl 1964
Guðmundi Jóns-
syni, f. 8. maí
1935, d. 15. júlí
1998. Börn Lovísu
og Guðmundar
eru: Hulda, f. 5.
apríl 1955; Þór-
unn, f. 16. mars 1958; Einar, f.
27. maí 1959; Jón Lárus, f. 1.
ágúst 1963; Guðmundur, f. 26.
júlí 1964; Sindri, f. 7. apríl
1967.
Útför Lovísu hefur farið
fram í kyrrþey.
Elsku mamma mín. Nú er
þinni þrautagöngu lokið. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að
hjálpa þér og styðja í þínum veik-
indum og er þakklát fyrir öll árin
okkar saman. Takk fyrir allan
stuðninginn í veikindum mínum,
ást þína og umhyggju til mín og
Gumma Þórs. Takk fyrir hjálpina
með drenginn minn, ég veit að þú
varst stolt af þínum langömmu-
börnum. Takk fyrir allar Svíþjóð-
arferðirnar til Þórunnar systur,
við skemmtum okkur vel saman
og oft áttirðu til að pikka í mig
þegar ég gleymdi mér við að
skoða í búðir, samt hafðirðu nú
lúmskt gaman af þessu öllu. Nú
ertu komin til pabba sem þú
saknaðir svo mikið og allra hinna
sem á undan hafa farið.
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sig. Júl. Jóhannesson)
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur
af mér, ég spjara mig.
Þín elskandi dóttir,
Hulda.
Elskuleg móðir mín hefur
kvatt þetta líf og mig langar að
minnast hennar með örfáum orð-
um. Ég var yngstur í röð sex
systkina, þar af leiðandi var ég
litla barnið hennar alla tíð og of-
verndaður að sögn systkina
minna. Samband okkar mömmu
var náið alla tíð, alveg þar til yfir
lauk. Ég fékk að halda henni í
fangi mínu þegar hún skildi við
og mín síðustu orð til hennar voru
„farðu í Guðs friði, hér er allt í
lagi“ og við það kvaddi hún þetta
líf. Henni var mikið í mun að vita
að það væri allt í lagi með okkur
öll þegar hún færi. Það var gott
að alast upp undir verndarvæng
mömmu, hún var blíð og góð,
þoldi ekki lygi, þess vegna gat ég
aldrei sagt henni ósatt alla mína
ævi, það reyndist oft erfitt á ung-
lingsárunum. Mamma kenndi
mér réttlæti og það að muna eftir
þeim sem minna mega sín, vera
örlátur á tíma minn og starfsorku
til þeirra sem mér þykir vænt
um. Mamma var hagsýn og lagði
áherslu á ráðdeild í fjármálum í
uppeldi okkar systkina. Þá eig-
inleika lærði hún af móður sinni
og leið hún aldrei skort, hvorki í
æsku né á fullorðinsárum, vegna
þeirra eiginleika og skynsemi. Að
ala upp sex börn gat tekið á,
ásamt því að vinna íhlaupastörf
en mömmu tókst það allt með
miklum sóma. Þau pabbi nutu
þess að ferðast þegar börnin voru
uppkomin, bæði innanlands og
utan eða allt þar til pabbi veiktist.
Pabbi lifði í átta ár eftir heila-
blóðfallið og mamma sinnti hon-
um vel og af natni þau ár, ábyrgð-
in og álagið var oft mjög mikið en
hún kvartaði ekki. Það er til
merkis um hversu sterk hún var
og ef til vill þrjósk að mörgu leyti
að veikindi hennar voru vel falin,
það var helst að hún kvartaði af
og til undan gigtarverkjum. Það
kom því öllum í opna skjöldu
hversu alvarleg veikindin voru og
einungis liðu fimm vikur frá
greiningu og þar til yfir lauk.
Stórt skarð hefur myndast í lífi
mínu við fráfall mömmu en góðar
minningar lifa í hjarta mínu um
ókomna tíð. Ég þakka Guði fyrir
móður mína, ást hennar og um-
hyggju. Hvíl í friði elsku mamma
mín.
Þinn elskandi sonur,
Sindri.
„Það þarf drottningu til að ala
upp prins.“ Þessi orð komu upp í
hug minn margoft eftir að ég
kynntist elskulegri tengdamóður
minni, frú Lovísu. Kynni okkar
voru ekki löng, rúm fjögur ár eða
frá því að ég hóf samband við
yngsta son hennar, Sindra. Hún
bauð mig velkomna í fjölskylduna
frá fyrstu kynnum, tók mér opn-
um örmum. Ég var örlítið smeyk
við hana til að byrja með því hún
hafði þann eiginleika að geta séð í
gegnum allar grímur, hún talaði
ávallt umbúðalaust við mig. Það
var örlítið stuðandi til að byrja
með en ég lærði að meta það með
tímanum og fór að tala umbúða-
laust og af einlægni við hana líka.
Lovísa var ákaflega blíð, faðm-
lagið hlýtt og orðin voru ávallt
hvetjandi og uppörvandi til mín.
Hlátur hennar var svo innilegur
og dillandi að hann var smitandi.
Henni var alltaf umhugað um
heilsu og heill þeirra sem henni
þótti vænt um og spurði mig allt-
af um börnin mín og barnabarn,
fylgdist vel með þeim öllum. Það
þótti mér vænt um. Við Lovísa
áttum mjög náið og gott spjall
fyrir sirka sex vikum, kvöldið
sem hún var lögð inn á spítalann.
Hún var einlæg og opinská um
líðan sína og áhyggjur, sennilega
hefur hún vitað í hvað stefndi. Ég
átti ekki von á að svo stuttur tími
væri eftir, hélt að við myndum fá
örlítið meiri tíma með henni og ég
átti alls ekki von á að ég væri að
kveðja hana hinstu kveðju tveim-
ur dögum fyrir andlát hennar,
þegar ég heimsótti hana til að
kasta á hana kveðju áður en ég
þurfti að leggjast inn á spítala.
Hún kvaddi mig svo innilega að
það flaug í gegnum huga minn
hvort það gæti verið að ég sæi
hana ekki meir en ég vék þeirri
hugsun frá mér umsvifalaust.
Lovísa kvaddi mig með orðunum:
„Komdu svo heilbrigð heim elsk-
an.“
Frú Lovísa fékk að slíta jarð-
vistarböndin heima hjá sér í
faðmi ástvina, það er þakkarvert.
Hún þurfti ekki að kveljast lengi,
það er huggun harmi gegn. Það
var ákaflega fallegt að fylgjast
með sambandi þeirra mæðgin-
anna Sindra og tengdamömmu.
Þau áttu náið og kærleiksríkt
samband, hann hugsaði vel um
móður sína eins og hún hafði
hugsað um hann í æsku. Hann
fékk að halda henni í fangi sínu
síðustu andartökin hennar í
þessu lífi eins og hún hélt honum í
fangi sínu hans fyrstu andartök í
þessu lífi. „Það þarf drottningu til
að ala upp prins!“ Ég hvíslaði
þessum orðum að tengdamömmu
þegar hún lá á spítalanum. Hún
brosti og hló létt við, örlítið feim-
in að taka við þessum orðum en
við frú Lovísa töluðum umbúða-
laust hvor við aðra, hún vissi að
ég meinti þessi orð.
Ég kveð frú Lovísu tengda-
móður mína með þakklæti og
söknuði. Guð blessi minningu
hennar og huggi alla ástvini.
Íris Guðmundsdóttir.
Elsku besta amma mín. Nú
kveð ég þig með söknuði en
hugsa á sama tíma með þakklæti
til þeirra góðu stunda sem við
áttum saman.
Ég var svo lánsöm að fá að
verja þó nokkrum helgum hjá
ömmu og afa á Grandanum
fyrstu ár ævi minnar en á þeim
tíma safnaðist svo sannarlega vel
í minnningabankann. Kúr í
ömmu- og afakoti, aðstoð við
eldamennskuna og kökur með
kaffinu koma fyrst upp í hugann
þegar ég hugsa til þessa tíma.
Það sem mér þótti þó skemmti-
legast var að fá að fara með
ömmu að bera út Morgunblaðið.
Við tvær að rölta saman um
hverfið með fullar töskur af blöð-
um var algjörlega toppurinn á til-
verunni.
Alltaf var tekið vel á móti
manni á Grandanum, með kossi,
knúsi, gleði og hlýju. Amma um-
vafði alla ást og umhyggju og
þrátt fyrir að eiga sex börn og
sautján barnabörn var þessari
ást og umhyggju aldrei misskipt.
Það var einmitt þessi eiginleiki
sem gerði hana að þeirri frábæru
manneskju og ömmu sem hún
var.
Elsku besta amma mín, ég
gæfi mikið fyrir aðeins meiri tíma
með þér. Nokkra kossa, nokkur
knús og spjall yfir kökum og kon-
fekti í viðbót. Þó er ég samt svo
þakklát að þú skulir hafa fengið
að yfirgefa þennan heim á þinn
hátt, sem sú sterka, hugrakka og
sjálfstæða kona sem við þekktum
öll. Þín er og verður ávallt sárt
saknað.
Þín
Ásta Lovísa.
Lovísa Rósa Snjó-
laug Jóhannesdóttir
HINSTA KVEÐJA
Í minningu um ömmu
okkar.
Kraftur þinn var eins og Gullfoss.
Drífandi, flæðandi og fallegur.
Ákveðni og festa voru persónu-
einkenni,
hefðir getað breytt Gullfossi í
Geysi.
Blíð og mjúk eins og bómull-
arblóm,
umvafðir og verndaðir,
passaðir það sem var þitt.
Hláturinn smitandi og dillandi
sem fékk fýlupoka til að snúa við
skeifunni
og hlæja með.
Þú varst ljósið okkar
og verður það enn
í hjörtum okkar.
(Tinna Björk)
Takk amma fyrir allt.
Við söknum þín.
Birgir Arnar Guðmunds-
son, Tinna Björk Guð-
mundsdóttir og Lovísa
Mjöll Guðmundsdóttir.
Eiríkur var Hornfirðingur,
ólst upp á Höfn, þar vann hann
sem kornungur maður ýmis
störf og þar byrjaði hann fag-
feril sinn í Mjólkursamlagi
KASK. Síðar lá leið hans að
nema mjólkurfræði á Dalum
Mejeriskole á Fjóni í Dan-
mörku. Hann varð síðar stjóri í
mjólkurbúinu á Höfn 26 ára að
aldri.
Áður var hann um hríð skips-
maður á varðskipinu Óðni, því
sögufræga skipi, og má segja að
þá hafi birst fyrsta teiknið um
færeysk „örlög“ hans. Varð-
skipið kom inn til Vestmanna-
eyja til að afla vista og taka ol-
íu. M.a. voru keyptar bollur,
enda bolludagur. Eiríkur var
sendur í bakaríið, á leiðinni út
rakst hann á fallega færeyska
stúlku. Um kvöldið var haldið á
ball og þar hitti hann stúlkuna
aftur, en síðan hafa þau verið
saman. Stúlkan var Rannvá
Didriksen frá Vestmanna í
Færeyjum, ættuð af miklum
vélsmiðum sem áttu m.a. ættir
sínar að rekja til Hvítaness.
Eiríkur og Rannvá giftust og
settust að á Höfn. Þau eign-
uðust eina dóttur, Önnu, og síð-
ar tvö barnabörn, þau Björgvin
Annar og Rönnvu Björk.
1978 höfðu bændur í Fær-
eyjum tekið ákvörðun um að
reisa mjólkurstöð. Stofnuðu
þeir sameignarfélag eftir
danskri og íslenskri fyrirmynd.
Félagið er enn í dag sameign-
arfélag, það eina í landinu. Til
gamans má geta þess að fyr-
irtækið var eitt fárra fyrirtækja
sem lifðu af kreppuna á árunum
eftir 1990.
Það var Karstin Rasmussen í
Jarðarráði Færeyja sem var
drifkrafturinn í að koma bygg-
ingunni af stað, eftir mikla for-
vinnu, en þar fóru í flokki Páll
Patursson, Jóanes Dalsgarð,
Hanus í Miðstovu, Fritleif Jo-
ensen og Óli Kristian Debess
og fleiri drífandi menn.
Karstin „sótti“ síðan Eirík í
stjóraverkefnið um borð í
Smyrli þegar Eddi, Rannvá og
Eiríkur Ó.
Þorvaldsson
✝ Eiríkur Ó. Þor-valdsson (Eddi
í Nýjabæ) fæddist í
Nýjabæ á Höfn í
Hornafirði 12. nóv-
ember 1947. Hann
lést á Landspít-
alanum 24. febrúar
2012.
Útför Eiríks fór
fram frá Vest-
mannakirkju í Fær-
eyjum 3. mars
2012.
Anna voru á heim-
leið til Íslands eftir
sumarfrí í Færeyj-
um. Í stuttu máli
má segja að svona
hafi örlög Eiríks
ráðist en hann var
forstjóri Mjólkar-
virkis Búnaðar-
manna og síðar
Meginfélags Bún-
aðarmanna, frá
1978 til æviloka.
Fyrst á dagskrá var breyting
á byggingunni, vélakaup og að
innrétta húsið. Mjólkurbúið tók
við fyrstu mjólkinni 1. apríl
1980.
Síðar var nafninu breytt í
Meginfélag Búnaðarmanna
(MBM) þar sem félagið jók til
muna þjónustuna við allan land-
búnaðinn. Þetta varð heljarmik-
ið félag, sem Eiríkur nú lætur
eftir sig, svo allt of snemma.
Aðeins fáir spáðu félaginu
velgengni í upphafi. En árang-
urinn er mörgum að þakka.
Ekki minnst margvitra, vin-
gjarnlega, gamansama og
þrjóska „já-aranum“ Eiríki, en
auðvitað með sínum góðu starfs-
mönnum, stjórnum, samstarfs-
fyrirtækjum. Kannski er hluti af
skýringunni sá að Eddi kom
ferskur og frjáls frá Íslandi til
Færeyja. Ef ætlunin er að láta
eitthvað ganga er nauðsynlegt
að hafa trú á verkefninu og á
sjálfum sér. Trúa á eigin mátt
og megin, sbr. spakmæli kín-
verska heimspekingsins Kong-
Fu-Tse fyrir 2500 árum: „Ein-
staklingur eða þjóð án sjálfs-
trausts mun glatast.“ Þessi
speki á við í þessu samhengi.
Það var tilviljun að ég fór að
vinna með Eiríki, samvinnan
stóð í 14 ár, frá 1982 til 1996, en
12 af þessum árum var ég
stjórnarformaður fyrirtækisins.
Þetta var sannarlega tími um-
róts og byltinga, bæði innan fé-
lagsins og í þjóðfélaginu. Ég vil
hrósa Eiríki fyrir hæfileikann
að halda áfram, gefast aldrei
upp og sigrast á erfiðleikunum.
Þó að ekki væri alltaf sátt um
einstök málefni beið vinskapur
okkar Eiríks aldrei skaða af. Af
öllu þessu hlutust miklar fram-
farir og þróun.
Rannvá, Önnu og börnunum
tveimur, sömuleiðis systkinum
Eiríks og móður, sendi ég sam-
úðarkveðjur og ósk um styrk í
sorginni. Ljúfar eru minning-
arnar.
Bestu óskir!
Lauslega þýtt úr færeysku:
AE/SM
Hanus Vang.
„Lúin hvílir bein“ er lína sem
margir þekkja og á svo sann-
arlega við ömmu Dísu. Að mínu
viti er ég sannfærður um það að
enginn þjóðfélagshópur hefur
skilað jafnmörgum vinnustund-
um yfir ævina og íslenskar
sveitakonur fæddar á fyrstu
áratugum síðustu aldar. Amma
var í þeim hópi. Eignaðist átta
Bryndís
Eiríksdóttir
✝ Bryndís Eiríks-dóttir fæddist í
Egilsseli í Fellum
18. júlí 1922. Hún
lést á Grund, dval-
ar- og hjúkr-
unarheimili, 30.
mars 2012.
Útför Bryndísar
fór fram frá Skál-
holtsdómkirkju 7.
apríl 2012.
börn, og sinnti
verkum bæði inni
og úti. Tvíréttaður
matur tvisvar á
dag, morgunmatur
og miðdegiskaffi,
húsinu haldið
hreinu, bakað,
þveginn þvottur,
föt saumuð á börn-
in, prjónað, mjaltir
kvölds og morgna,
rakað í flekkjum á
sumrin og heyi komið í hlöður.
Alltaf stóð amma sína plikt. Það
var ekki skroppið með vinkon-
unum á kaffihús í hádeginu eða
farið með stelpunum til Boston
á haustin, nei sú var ekki tíðin.
Það eru góðar minningar
tengdar heimsóknum á Stöðul-
fell til afa og ömmu. Ég átti
alltaf pláss hjá ömmu Dísu og
alltaf velkominn. Það tilheyrði á
tímabili að fara til ömmu og afa
eins margar helgar og kostur
var á og einnig að losna sem
fyrst úr skólanum á vorin til að
komast í sauðburðinn. Þessar
ferðir voru alltaf tengdar
spenningi og eftirvæntingu.
Amma á því stóran hlut í upp-
eldinu og að hvaða manni mað-
ur varð. Maður átti að ganga
vel um og vera ekki að ein-
hverju drolli þegar verkefnin
lágu fyrir, þau höfðu forgang.
Hjá ömmu fékk maður alltaf að
horfa á bíómyndirnar á laug-
ardagskvöldum og fékk rjúk-
andi heitar pönnukökur með.
Amma bakaði alltaf pönnukökur
á laugardagskvöldum þegar
komin var á ró, útiverkin búin,
strákarnir farnir á ball, þá var
slegið í pönnukökur.
Amma hafði aldrei mikið af
peningum á milli handanna.
Hagkerfið var einfallt, afurðir
búsins voru lagðir inn í kaup-
félagið eða mjólkurbúið og
nauðsynjar teknar út í reikning.
Amma hafði þó sitt eigið hag-
kerfi sem byggðist upp á eggja-
sölu til næstu bæja, rabarbar-
asölu á sumrin og
lopapeysusölu til útlendinga (á
tímum gjaldeyrishafta). Þetta
var hennar og engir aðrir voru
neitt að höndla með það að und-
anskildum einum tengdasyni
sem sá um að koma lopapeys-
unum á markað. Fyrir þetta var
keypt Bing & Grøndal-bollastell
sem geymt var með miklu stolti
í stofuskápnum og notað bara
þegar mikið lá við.
Amma Dísa er örugglega
hvíldinni fegin og getur horfið
frá þessum heimi stolt af ævi-
starfinu. Börnin sjö sem eftir
lifa komin vel til manns og aðrir
afkomendur orðnir margir og
hópurinn vel heppnaður.
Blessuð sé minning ömmu
Dísu og takk fyrir leiðsögnina í
lífinu og allt sem þú hefur gert
fyrir mig og mína.
Bjarni Benediktsson.
Kveðjustund ömmu Dísu.
Eftir sitja sterkar minningar
frá barnæskunni og ekki síst
minning um kærleiksríkan ein-
stakling sem í gegnum líf sitt
og með sinni hógværð hóf á loft
mörg góð lífsins gildi svo sem
umhyggju, fórnfýsi, þraut-
seigju, virðingu og þakklæti.
Það er mikið ríkidæmi að
eiga þessar minningar úr barn-
æskunni og ekki síst að fá að
kynnast búrekstri þeirra afa og
ömmu á Stöðulfelli. Heimili þar
sem maður fann ávallt fyrir
kærleik og hlýju. Stundum var
reyndar kalt í kjallaranum. En
það var eitthvað spennandi við
að fá að hvíla þar eftir daginn
sem vangaveltandi flækjufótur í
kringum vinnandi menn. Ekki
spillti fyrir þegar amma bað
okkur systkinabörnin að ná í
„öl“ niður í kjallara og við feng-
um að blanda kóka kóla við lím-
onaði. Já ofboðslega var hún
góð þessi blanda, alltsvo í þá
daga. Í kjölfarið fylgdi dýrindis
sunnudagsmáltíð; annaðhvort
framreitt lambalæri eða -hrygg-
ur. Þetta var kynngimagnað, en
kemur ekki aftur.
Ekki verður hjá því komist
að minnast á pönnukökurnar
sem erfitt, réttara sagt ómögu-
legt, var að standast. Verð seint
talinn bakstursbetrungur. Það
var farið að hlána að vori þegar
skólafélagar mínir hættu að
þakka mér fyrir skonsurnar og
áttuðu sig á því að um pönnu-
kökur hefði verið að ræða.
Já minningin er sæl og sterk
frá barnæskunni og færir bros
á vör. Örlítið skrítið en raunar
er það svo að minningin gagn-
vart ömmu er sterkari úr æsk-
unni en síðar. Því fram liðu
tímar með hraði og við tóku
skólar og síðar lífsins ólar, jafn-
vel verðtryggðar.
Amma Dísa var klettur gagn-
vart heimili sínu, afa, samlynd-
um börnum, barnabörnum og
öðrum erfingjum að ógleymdri
Myllu. Elskuleg amma mín,
pönnukökujárnið á ég enn og
brosi til þín þegar ég gríp í það,
þær eru að þynnast hjá mér.
Minningin lifir, góð og falleg.
Takk fyrir allt.
Brynjar Viggósson.