Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 39
Spilar á píanó og lærir söng
Lilja var sjö ára er hún hóf nám
við Tónlistarskóla Rangæinga og
stundaði þar nám, fyrst á blokk-
flautu en síðan á píanó, á árunum
1989-98 en þaðan lauk hún fjórða
stigs prófi á píanó.
Þá hefur hún stundað söngnám
með hléum frá 2003 hjá Laufeyju
Geirlaugsdóttur söngkonu, en
Lilja er nokkuð hörð á því að
hestamenn séu yfirleitt með lag-
vissari mönnum og auk þess
áhugasamir söngmenn, einkum
eftir því sem þeir koma fleiri sam-
an, eins og dæmin sanna.
Úr skattinum í sláturhúsið
Lilja starfaði hjá Skattstjóran-
um í Reykjavík 2006-2007, starfaði
hjá Sláturfélagi Suðurlands sumr-
in 2005 og 2006 og var fulltrúi hjá
Sláturfélagi Suðurlands á Hvols-
velli og síðar á Selfossi 2008-2009.
Auk þess að sinna hrossunum
sinnir hún afgreiðslustörfum og
reikningshaldi við kjúlingaslát-
urhúsið Reykjagarð á Hellu.
Hestar hennar líf og yndi
Lilja hefur stundað hesta-
mennsku frá því hún man eftir sér
en í Stóra-Dal hafa alltaf verið um
tuttugu hross og nokkur hrossa-
ræktun. Hún hefur unnið þar við
ræktun og tamningar og vann auk
þess við tamningar hjá Hólmari á
Minni-Borg og í Þýskalandi í sjö
mánuði 2010-2011.
Lilja hefur verið knapi frá fjór-
tán ára aldri, hefur keppt á fjölda
hestamóta og oft vermt verð-
launasæti, einkum á hrossum frá
Stóra-Dal. Hún varð í 1. sæti á
Vetrarleikum Andvara árið 2010.
Hún hefur starfað í hestamanna-
félaginu Sindra frá 1996 og hefur
keppt fyrir það félag síðan.
Lilja stundar nú hestamennsku
í Stóra-Dal af kappi, á sjálf sjö
hross og setur stefnuna ótrauð á
Landsmót hestamanna í Reykja-
vík nú í sumar. Hún er staðráðin í
því að halda hross áfram, rækta
hross, temja þau og keppa en sjálf
segir hún að hestamennskan hafi
alla tíð átt hug hennar allan.
Frjálsíþróttakona
Lilja æfði frjálsar íþróttir með
ungmennafélaginu Trausta á ung-
lingsárunum, keppti á fjölda hér-
aðsmóta fyrir félagið og lenti oft í
fyrsta sæti og setti met í kast-
greinum á héraðsmótum HSK, s.s.
í sleggjukasti, kringlukasti og
kúluvarpi.
Fjölskylda
Maður Lilju er Friðbjörn Gunn-
arsson, f. 4.6. 1982, bifreiðarstjóri.
Foreldrar hans eru Gunnar Sig-
urðsson og Sveinbjörg Frið-
björnsdóttir sem eru búsett á Ak-
ureyri.
Dóttir Friðbjörns er Ólöf Guð-
rún, f. 7.4. 2009.
Bræður Lilju eru Ragnar
Bjarki Ragnarsson, f. 11.3. 1986,
búsettur í Hveragerði; Valur
Gauti Ragnarsson, f. 6.4. 1991, en
hann starfar við búið í Stóra-Dal.
Foreldrar Lilju eru Ragnar
Matthías Lárusson, f. 14.10. 1957,
bóndi í Stóra-Dal, og Fríða Björk
Hjartardóttir, f. 8.9. 1960, bóndi í
Stóra-Dal.
Kjartan Þorkelsson
sýslum. á Hvolsvelli
Úr frændgarði Sigurlaugar Lilju Ragnarsdóttur
Jón S. Þorkelsson
b. á Brjánsst.
Guðrún Á. M. Jóhannesdóttir
húsfr. á Brjánsst.
Jón Nikulásson
sjóm. í Eyjum
Marta Ólöf
Stefánsdóttir
Margrét Þorkelsdóttir
húsfr.
Hans Hofmann Jónsson
b. á Búðum
Sigurrós
KristjánsdóttirSigurlaug Lilja
Ragnarsdóttir
Ragnar M. Lárusson
b. í Stóra-Dal
Fríða Björk Hjartardóttir
bóndi í Stóra-Dal
Sonja Guðríður Jónsd.
húsfr. Brjánsst.
Hjörtur Jónsson
b. á Brjánsst. í Grímsn.
Hermannía S. Hansdóttir
húsfr. í Austurey
Lárus Kjartansson
b. í Austurey í Laugardal
Kjartan Bjarnason
b. í Austurey
Þorkell Kjartansson
b. á Eyjabóli, Laugardal
Þorbjörg Kjartansd.
húsfr.
Óskar
Pálsson
Páll Rósinkrans
söngvari
Afmælisbarnið Sigurrós Lilja
Ragnarsdóttir.
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
HVER ER STAÐAN
Á ÞINNI HEILSU?
HEILSUMAT HENTAR ÞEIM
SEM VILJA PERSÓNULEGA RÁÐGJÖF
VARÐANDI BETRI LÍFSSTÍL
Markmiðið með Heilsumati er að veita vandaða ráðgjöf
hjúkrunarfræðings um heilsufar, hreyfingu og næringu
sem og áhættuþætti helstu sjúkdóma.
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Innifalin er mæling í líkamsgreiningartæki þar sem
grunnorkuþörf þín er reiknuð út
Verð kr. 6.900.
Pantaðu tíma
í Heilsumat
í síma 560 1010 eða á
mottaka@heilsuborg.is
85 ára
Börg Ólafsdóttir
80 ára
María Anna Óladóttir
Rafn Jónsson
Róbert Sigurjónsson
75 ára
Erla Þorgerður Ólafsdóttir
Guðbjartur Kristinsson
Guðmundur Jónsson
Guðný Guðnadóttir
Stella Björk Baldvinsdóttir
Þorbjörn Sigurðsson
70 ára
Alda Vilhjálmsdóttir
Finnbogi Björnsson
Helga Halblaub
Hrafnhildur Ingólfsdóttir
Sigríður Svava
Gunnarsdóttir
Sigurrós Arthúrsdóttir
Þóra Magnúsdóttir
Þórunn B. Jónsdóttir
60 ára
Aðalbjörg Steindórsdóttir
Ágúst Þórarinsson
Elisabeth Lagerholm
Fidelia Ásta Emmanúels
Guðmundur Bjarnason
Jóna Þuríður Tómasdóttir
Karl Halldór Karlsson
Sigrún Ögmundsdóttir
Svanhildur Kristjánsdóttir
Svavar Valtýr Valtýsson
Þóranna Ingólfsdóttir
50 ára
Agnar Þór Árnason
Árni Baldvin Sigurpálsson
Guðlaug Gísladóttir
Jórunn Dóra Hlíðberg
Oddur Friðrik Vilmundarson
Paul Andrew Fawcett
Sigmundur V. Garðarsson
Vilija Konciute
40 ára
Aðalsteinn Finnbogason
Bjarni Jónasson
Erla Björk Birgisdóttir
Erla Hrönn Matthíasdóttir
Friðrik Friðriksson
Guðmundur Sigurðsson
Hafþór Svanur Jónsson
Hanna Margrét
Kristleifsdóttir
Haraldur Unason Diego
Ingibjörg Hildur Eiríksdóttir
Jóna Dóra Óskarsdóttir
Kolbrún Kristín Birgisdóttir
Lakkana Langkarat
Smári Björn Guðmundsson
30 ára
Anton Örn Sigurðsson
Auður Elísabet
Jóhannsdóttir
Bogi Helgason
Hernan Gabriel Silva
Sarmiento
Hólmfríður Gísladóttir
Hrafnhildur Hlín Karlsdóttir
Ívar Örn Árnason
Jelena Raschke
Karen Ýr Lárusdóttir
Kolbrún Stella Karlsdóttir
Michal Mikolaj
Tosik-Warszawiak
Mylene Arteche Lumawag
Signý Hrund
Svanhildardóttir
Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir
Þorleifur Árni Björnsson
Til hamingju með daginn
40 ára Kolbrún fæddist á
Selfossi, lauk prófi í líf-
fræði frá HÍ og starfar við
Rannsóknarstofu Sjúkra-
hússins á Selfossi.
Maður Bjarni Másson, f.
1983, bóndi í Háholti.
Börn Kolbrúnar: Veronika
Ómarsdóttir, f. 1991 og
Bríet Mörk Ómarsdóttir, f.
1994.
Foreldrar Birgir Hart-
mannsson, f. 1937, bóndi,
og Lára Bjarnadóttir, f.
1940, sjúkraliði.
Kolbrún Kristín
Birgisdóttir
40 ára Smári fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp.
Hann lauk BSc-prófi í við-
skiptafræði frá HR og
starfar nú við innflutn-
ingsfyrirtæki í Reykjavík.
Eiginkona Laufey Stef-
ánsdóttir, f. 1976, sér-
kennari. Börn þeirra:
Sara, f. 2000; Stefán
Kári, f. 2003; Kristinn
Snær, f. 2008 og Jökull
Páll, f. 2010.
Móðir: Sara Sigurð-
ardóttir, f. 1945, d. 1989.
Smári Björn
Guðmundsson
Björn Steffensen, löggilturendurskoðandi, fæddist íKaupmannahöfn 12. apríl
1902 en ólst upp í Hafnarfirði og í
Reykjavík.
Foreldrar hans voru Valdimar
Steffensen, læknir á Akureyri, og
Theódóra Sveinsdóttir, er rak veit-
ingasölu víða um land.
Valdimar var sonur Jóns Steffen-
sen Stefánssonar, kaupmanns í
Reykjavík, og Sigþrúðar, systur
Helga Guðmundssonar, læknis á
Siglufirði.
Foreldrar Theódóru voru Sveinn
Magnússon, bátasmiður í Hafn-
arfirði, og Eyvör Snorradóttir, systir
Lárusar, föður Inga T. tónskálds.
Systir Eyvarar var Ágústa, móðir
Lovísu, móður Arndísar Björns-
dóttur leikkonu, og Ólafar, er átti
Pétur Halldórsson borgarstjóra.
Björn var kvæntur Sigríði Árna-
dóttur Steffensen húsmóður sem lést
1985 og eignuðust þau fjögur börn.
Albróðir Björns var Valdimar sem
lést ungur, en hálfsystkini hans,
sammæðra, voru Sveinn Ólafsson
brunavörður og Sólveig og Áslaug
húsmæður.
Hálfbróðir Björns, samfeðra, var
hins vegar Jón Steffensen læknapró-
fessor, helsti hvatamaður að lækna-
safninu í Nesstofu.
Björn brautskráðist frá Versl-
unarskóla Íslands 1919 og var við
nám í Pitmans School og Polytechnic
School í London 1924-27. Með nám-
inu í London starfaði hann við endur-
skoðunarskrifstofu Davies Dunn og
Co í London. Hann var löggiltur end-
urskoðandi frá 1934.
Björn starfrækti endurskoð-
unarskrifstofu í Reykjavík frá 1927.
Hann var formaður Félags endur-
skoðenda 1941-44 og 1949-55 og var
heiðursfélagi þess.
Björn var mikill áhugamaður um
skógrækt og landvernd eins og enn
má sjá á trjáreitum hans við Elliða-
vatn. Þá skrifaði hann fjölda greina
um hin ýmsu málefni í Lesbók Morg-
unblaðsins um árabil.
Björn lést 15. júlí 1993.
Merkir Íslendingar
Björn
Steffensen
40 ára Haraldur fæddist í
Reykjavík, lauk BSc-prófi í
viðskiptafræði frá HR og
starfar hjá Fagráði - við-
skiptaráðgjöf.
Kona Gunnur Árnadóttir,
f. 1976, leikskólakennari.
Börn Elísabet Rut, f. 1995;
Alex Uni, f. 2000 og Óli-
ver Nói, f. 2007.
Foreldrar Uni Guð-
mundur Hjálmarsson, f.
1926, d. 2004, banka-
maður, og Selma Ágústs-
dóttir, f. 1928, húsmóðir.
Haraldur
Unason Diego