Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 42

Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 Miðamerískir kvikmynda- dagar verða haldnir í dag og næstu tvo daga í Há- skóla Íslands. Á þeim tíma verða sýndar tvær myndir á dag í Lögbergi, st. 101. Kvikmyndadagarnir eru skipulagðir af nemendum við HÍ sem setið hafa námskeið um kvikmyndir spænskumælandi landa í vetur hjá Hólmfríði Garðarsdóttur, prófessor í spænsku við HÍ. „Smáríki Miðameríku, þ.e. Gvatemala, El Salvador, Hondúras, Níkaragva, Kosta Ríka og Panama, hafa ekki verið mjög áberandi í umræðunni um alþjóðamál undanfarin ár, enda friður kominn á í löndunum flestum eftir öldurót og átök 20. aldar. Á Miðamer- ískum kvikmyndadögum gefst tækifæri til að fræðast um menningu og þjóðlíf þessara lítt þekktu landa og fólkið sem þar býr,“ segir m.a. í tilkynningu frá skipuleggj- endum. Í dag verða sýndar myndirnar Meðganga (Gestación, Kosta Ríka, 2010) kl. 17 og Kar- íbahafsströndin (El Caribe, Kosta Ríka, 2006) kl. 19. Á morgun verða sýndar mynd- irnar Júma (La Yuma, Níkaragva, 2009) kl. 17 og Stígurinn (El Camino, Kosta Ríka/ Níkaragva, 2010) kl. 19. Á laugardag verða sýndar myndirnar Dóttir hlébarðans (La hija del puma, Mexíkó/ Svíþjóð, 1994) kl. 17 og Nafnlaus (Sin nombre, Mexíkó 2009) kl. 19. Myndirnar eru allar á spænsku með enskum texta. Aðgangur er ókeypis og öll- um opinn. Miðamerískir kvikmyndadagar Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég held mér sé óhætt að segja að þetta verði óvenjuleg sýning, en við hyggjumst breyta Þjóðleikhúskjallaranum í rafmagnaðan dans- tónleikastað og skoða poppkúltúrinn,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir dansari og danshöf- undur um sýninguna Glymskrattann sem hún vinnur nú að í samvinnu við Melkorku Sigríði Magnúsdóttur dansara og danshöfund og Valdimar Jóhannsson tónlistarmann. Sýningin verður frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 25. maí nk. og er hluti af Listahá- tíð í Reykjavík, unnin í samvinnu við Þjóðleik- húsið og styrkt af EUF. Þremenningarnir, sem bæði eru höfundar verksins og flytjendur, dvöldu nýverið við æf- ingar og undirbúning í gömlu klaustri í bænum St. Erme í Norðaustur-Frakklandi þar sem hollenski leikstjórinn Jan Ritsema rekur vinnustofur fyrir sviðslistafólk sem nefnast P-af og stendur fyrir Performing Arts Forum. „Við höfum verið hér síðustu vikuna, en nú liggur leið okkar til Parísar í einn dag í leit að búningum og hárkollum fyrir sýninguna enda gott úrval af slíku þar í borg. Í næstu viku hefj- ast svo æfingar í Þjóðleikhúskjallaranum,“ segir Sigríður og tekur fram að það hafi verið sérlega gefandi að dvelja í klaustrinu við æf- ingar og hugmyndavinnu. „Það ríkir sterkur sköpunarandi í þessu klaustri. Listafólkið sem dvelur þar hverju sinni er duglegt að bjóða öðrum listamönnum staðarins að koma og skoða hjá sér æfingar og í framhaldinu af því spinnast oft líflegar um- ræður þar sem fá má góðar ábendingar og ráð um framhaldið. Þetta er því mjög gott and- rúmsloft til að skapa í,“ segir Sigríður og tekur fram að sérlega margir hafi verið í klaustrinu síðustu vikuna þar sem haldinn var vorfundur danshöfunda og dansfræðinga. „Þarna voru því mörg af stærstu nöfnunum í dansheim- inum samankomin til að ræða listina.“ Girnilegir dansfrasar fyrir áhorfendur Aðspurð segir Sigríður að þær Melkorka hafi ekki unnið saman áður en þær þekkist vel Það var býsna framandi fyrir okkur Melkorku þar sem við erum aðallega dansarar og dans- höfundar, en að sama skapi ótrúlega skemmti- legt og spennandi að prófa eitthvað nýtt,“ seg- ir Sigríður og heldur áfram: „Við erum að skoða poppkúlturinn. Við tök- um þannig poppklisjur og hreyfingar úr sam- hengi, skoðum vinsælar hreyfingar og fræga dansa eins og t.d. Pulp fiction-dansinn og Single ladies-dansinn hennar Beyoncé sem fólk dansar á sama hátt og það syngur með textum laga. Við erum að reyna að búa til tón- leika þar sem hreyfingarnar eru svo sterkar að viðstaddir njóti þeirra jafnmikið og lagsins sjálfs,“ segir Sigríður. Spurð hvort hópurinn hafi að markmiði að virkja áhorfendur til þátt- töku á sýningunni viðurkennir Sigríður að þau vonist til að hægt verði að skapa blússandi stemningu á staðnum. „Við erum búin að búa til ólík lög og byggja upp dansfrasa sem væru girnilegir fyrir áhorfendur að skella sér í. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta leggst í viðstadda,“ segir Sigríður að lokum. þar sem þær bjuggu saman í Belgíu á náms- árum sínum. Báðar hafa þær getið sér gott orð hérlendis og erlendis sem kraftmiklir og áræðnir dansarar og danshöfundar. Valdimar leikur í hljómsveitunum Reykjavík!, Lazy- blood og 9/11. Hann og Sigríður hafa bæði unnið með Shalala, flokki Ernu Ómarsdóttur, m.a. að sýningunni Við erum skrímsli. Sigríður hefur auk þess samið verk fyrir Silesian Dance Theater og Íslenska dansflokkinn. Þeim til fulltingis í Glymskrattanum eru Brynja Björnsdóttir leikmyndahönnuður og Ellen Loftsdóttir stílisti sem sjá munu um útlitshlið sýningarinnar. Aðspurð nánar um Glymskrattann segist Sigríður lýsa verkinu sem danstónleikum þar sem báðir miðlar verði í forgrunni. „Okkur langaði að búa til sýningu þar sem söngurinn og hreyfingar væru jafnvíg. Við vildum því búa til lög þar sem danshreyfingarnar eru textinn í einhverjum tilvikum. Við nýttum tímann í klaustrinu m.a. til að semja tónlist og tókum við Melkorka virkan þátt í því ferli með Valda. Íslenskur glymskratti í frönsku klaustri  Glymskrattinn frum- sýndur í Þjóðleikhúskjall- aranum á Listahátíð Sköpunargleði Melkorka og Sigríður skoða poppkúltúrinn í nýjasta danstónverki sínu. Fyrsta úthlutun úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar fór fram í gær í Söngskólanum í Reykjavík. Í heild var veitt 1,1 milljón króna til þriggja söngnema sem eru þau Björg Birgisdóttir, Jóhann Krist- insson og Unnsteinn Árnason. Þau stunda öll nám við háskóladeild Söngskólans í Reykjavík og mun styrkurinn standa straum af skóla- gjöldum þeirra veturinn 2012-2013. Minningarsjóður Vilhjálms Vil- hjálmssonar var stofnaður í kjölfar minningartónleika sem haldnir voru í október 2008. Í stjórn sjóðsins sitja Jón Ólafsson (formaður stjórnar, at- hafnamaður), Magnús Kjartansson (hljómlistarmaður), Þóra Guð- mundsdóttir (ekkja Vilhjálms heit- ins) og Björn Sigurðsson (fram- kvæmdastjóri Senu). Styrki á að veita árlega og þá alltaf hinn 11. apr- íl, en það er fæðingardagur Vil- hjálms. Markmið sjóðsins er að styrkja til náms söngvara, sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Styrkhafar Unnsteinn Árnason, Jóhann Kristinsson og Björg Birgisdóttir. Veitt úr Minningar- sjóði Vilhjálms Ljósmynd/MummiLú Ljóða- dagskráin Kryddlegin skáld hóf ný- verið göngu sína á Krydd- legnum hjört- um á Skúla- götu 17. Annað kvöld kl. 19.30 munu skáldin Sigurður A. Magnússon og Elísabet Kristín Jökulsdóttir koma fram og veita ljóðaunnendum lystauka í formi ljóða sinna. Sigurður er þjóðþekktur fyrir bæði rit- störf sín og þýðingar. Eftir hann liggur fjöldi verka, ljóð, skáldsögur, leikrit, ferðabækur, greinasöfn og ævisögur svo fátt eitt sé nefnt. Elísabet hefur gefið út ljóðabækur, skáld- sögur og leikrit, sem vakið hafa óskipta at- hygli fyrir frumleik og skarpa sýn. Kryddlegin skáld Sigurður og Elísabet Kristín. Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Veggfóður í úrvali Úrval - gæði - þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.