Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 Stóriðja, og afleiðingar henn-ar, hefur verið talsvert ídeiglunni síðustu ár. Ýmsirhópar og einstaklingar hafa barist fyrir því að ósnert náttúran verði ekki spjölluð með virkjunum og lónum. Hér er á ferð heimild- armynd sem leggur þeim málstað lið og kynntar eru fyrir áhorfendum nokkrar af þeim persónum sem áformin hafa hvað mest áhrif á. Myndin er alls ekki hlutlæg og ljóst strax í upphafi hvaða afstaða er tekin í málinu. Myndin er blanda við- tala, textabrota með upplýsingum og fallegra myndbrota af þeirri náttúru sem fjallað er um. Hún verður þó fremur ósannfærandi sökum þess hversu einhliða umfjöllunin er. Það hefði verið gaman að sjá viðtöl við einhvern sem aðhylltist stóriðju til að fá mótrök í umfjöllunina. Einnig hefði verið áhugavert að sjá viðtöl við einhverja „fræðimenn“ sem hefðu t.d. einhverjar rannsókna- niðurstöður fram að færa. Að vísu var m.a. vitnað í Evu Joly í textabrotunum en sannfæringar- krafturinn hefði orðið meiri ef um lifandi flutning hefði verið að ræða. Þetta tvennt hefði léð myndinni aukna dýpt og gefið áhorfandanum meira frelsi til að mynda sér sína eigin skoðun á málinu. Viðtölin við bændurna voru mörg hver góð og hreyfðu við manni. Ein- læg depurð þeirra yfir eyðingar- mætti mannsins og vilja hans til að beita honum komst vel til skila auk þess sem alltaf er gaman að kynnast áhugaverðum persónum. Mjög fal- lega náttúru er að finna í myndinni og þau myndskeið sem sýna það fal- lega landslag sem nú liggur í votri gröf eru vel útfærð. Það má heyra ágætis tónlist í myndinni eftir Ster- eo Hypnosis og lágstemmdir tón- arnir fara vel saman við náttúruna. Myndin er ágætt innlegg í um- ræðuna um umhverfismál en það dregur þó úr gildi hennar hversu einhliða hún er. Hlíðin hverfur … Leikstjórn: Helena Stefánsdóttir. Hand- rit: Helena Stefánsdóttir. 61 mín. Ísland, 2012. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Barátta Örn Þorleifsson, bóndi í Húsey, Fljótsdalshéraði. Bíó Paradís Baráttan um landið bbbnn Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum ætlar Benni Hemm Hemm að halda tónleika nú á laugardaginn á KEX. Tilefnið er ný sveit, ný lög - og í raun réttu ný hugmyndafræði. Benni, eða Benedikt Hermann Hermannsson, flutti aftur til Íslands fyrir nokkru eftir að hafa búið í Skotlandi um þriggja ára skeið. Sú vist og heimkoman hafði eðlilega mótandi áhrif að einhverju leyti eins og Benni útskýrir. „Þegar ég var nýkominn aftur frá Skotlandi spilaði ég með hljómsveit- inni eins og hún var áður en ég fór út. Það var rosa gaman en …samt. Ég gat ekki látið eins og það hefði ekkert gerst í millitíðinni. Ég fann að ég þurfti að endurhugsa ým- islegt.“ Í þeim tilgangi hefur Benni hóað saman fjölda tónlistarmanna úr ýmsum áttum. „Ég fékk nokkurs konar lík- amlega tilfinningu fyrir því að vilja hljómborðsrokka dálítið. Búa til svona vélrænt hljómborðagrúv í anda Stereolab. Nýju lögin eru sam- in m.a. með það í huga. Það kom mér þá gleðilega á óvart hversu margir voru til í tuskið, að láta reyna á þetta með mér.“ Benni segir að hann og nýja hljómsveitin sé hægt og bítandi að vinna sig inn í þetta nýja form. „Venjulega hef ég mætt með allt tilbúið og útskrifað og samstarfsfólk mitt hefur vanist því að vinna þann- ig. Nú er þetta miklu opnara, það er rými fyrir spuna og þetta er mun meira samstarf allra, eitthvað sem er nýtt fyrir mér. Einu sinni fannst mér kjánalegt að gera hluti út frá til- finningu, í einhverju sem hægt væri að kalla hljómsveitafíling en ég hef komist að raun um að þannig er það alls ekki. Mér finnst þetta þvert á móti ótrúlega skemmtilegt og spennandi og hlakka til að vinna áfram með þetta.“ „Nú er þetta miklu opnara“  Benni Hemm Hemm á Kex  Ný lög, nýtt band - ný hugmyndafræði Morgunblaðið/Kristinn Nýtt Benni Hemm Hemm er búinn að núllstilla sig. LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarDV HHHH FBL HHHH FT HHHH MBL HHHH PRESSAN.IS HHHH KVIKMYNDIR.IS HHHH AMERICAN PIE: REUNION Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:30 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 HUNGER GAMES Sýnd kl. 7 - 10 SVARTUR Á LEIK Sýnd kl. 10:20 STERK BYRJUN, MANN ÞYRSTIR Í MEIRA! T.V. - Vikan/Séð og Heyrt HHHH HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐFór beint á toppinn í USA „ÁKAFLEGA VEL HEPPNUÐ ÆVINTÝRAMYND“ A.L.Þ - MBL HHHH Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN HHHH BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG Sýnd með íslensku og ensku tali DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is MBL DVPRESSAN.IS KVIKMYNDIR.IS T.V. - VIKAN/SÉÐ OG HEYRTA.L.Þ - MBL Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN SÉÐ OG HEYRT/KVIKMYNDIR.IS DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR! 57.000 MANNS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS AMERICAN PIE: REUNION KL. 5.50 - 8 - 10.10 12 HUNGER GAMES KL. 5.30 - 8 12 SVARTUR Á LEIK KL. 10.30 16 TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 - 9 10 AMERICAN REUNION KL. 8 - 10.30 12 LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 6 L HUNGER GAMES KL. 6 - 9 12 SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 4 - 8 10 TITANIC 3D ÓTEXTUÐ LÚXUS KL. 4 10 AMERICAN PIE: REUNION KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 AMERICAN PIE: REUNION LÚXUS KL. 8 - 10.30 12 LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 - 6 L HUNGER GAMES KL. 5 - 8 12 SVARTUR Á LEIK KL. 8 - 10.30 16 Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Spilliefni spilla Við fjarlægjum allan úrgang, bæði spilliefni og annan úrgang sem til fellur hjá bílaverkstæðum og öðrum fyrirtækjum sem vinna með spilliefni. Hringdu - við sækjum! 559 2200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.