Morgunblaðið - 12.04.2012, Qupperneq 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Í gær hófst indversk kvikmyndahá-
tíð í Bíó Paradís, sú fyrsta sem hald-
in er hér á landi. Hátíðin stendur til
20. apríl og er samstarfsverkefni
samtakanna Vina Indlands og kvik-
myndahússins. Allur ágóði sýninga
rennur til verkefna Vina Indlands í
Suður-Indlandi en samtökin sinna
þar margvíslegu góðgerðarstarfi,
reka m.a. drengjaheimili og styrkja
önnur verkefni. Fjórar myndir verða
sýndar á hátíðinni, frá helstu fram-
leiðslusvæðum indverska kvik-
myndageirans en þau bera gælu-
nöfnin Bollywood, Kollywood,
Mollywood og Tollywood, eftir því á
hvaða tungumáli er leikið í kvik-
myndunum, þ.e. hindi, tamil, mala-
ylam eða telugu.
Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir,
stjórnarformaður Vina Indlands,
segir kvikmyndirnar hafa verið
vandlega valdar, m.a. skoðað hvaða
myndir hafi verið sýndar á indversk-
um kvikmyndahátíðum hin síðustu
ár og umsagnir um þær lesnar.
Markmiðið hafi verið að fá kvik-
myndir á fyrrnefndum tungumálum
og frá stærstu kvikmyndafram-
leiðslusvæðum Indlands.
Myndirnar fjórar eru Dhoom 2,
Robot, Madrasapattinam og Band
Baaja Barat. Dhoom 2 er gaman- og
spennumynd í anda James Bond;
Robot er blanda vísindaskáldskapar,
gamanmyndar og spennumyndar
(sjá gagnrýni til hliðar), Madrasa-
pattinam segir af ástum breskrar yf-
irstéttarstúlku og Indverja af lægri
stigum og Band Baaja Barat er
fjörug Bollywood-mynd sem segir af
ungu pari sem starfar við að skipu-
leggja og halda brúðkaup. Robot er
söluhæsta kvikmynd Asíu frá upp-
hafi en hún var frumsýnd í 3.000
kvikmyndahúsum árið 2010.
Til stóð að sýna pakistanska verð-
launakvikmynd, Bol, á hátíðinni en
Sveinbjörg segir að af óviðráð-
anlegum orsökum verði ekki hægt
að sýna hana. Umfjöllunarefni þeirr-
ar kvikmyndar er í stuttu máli bágt
hlutskipti kvenna í Pakistan.
Dans Aishwarya Rai, ein skærasta kvikmyndastjarna Indlands, í kvikmynd-
inni Dhoom 2. Stillan ber þess merki að um dansatriði sé að ræða.
Frá Bolly-, Kolly-,
Molly- og Tollywood
Fyrsta indverska kvikmyndahátíðin
Endhiran, eða Vélmenni, erdýrasta kvikmynd Ind-lands frá upphafi vega ogjafnframt sú sem mest-
um tekjum hefur skilað í miðasölu.
Hún er kostuleg blanda gaman-
myndar, vísindaskáldskapar,
spennumyndar og dans- og söngva-
myndar en dans og söngur virðist
vera ómissandi hluti þegar kemur að
indverskum kvikmyndum. Indland
er m.a. þekkt fyrir magnaðar krydd-
blöndur og Vélmenni er bragðmikil
blanda, öllu ægir saman og vestræn-
ar kvikmyndir á borð við Term-
inator og The Matrix koma á köflum
upp í hugann. Um hinn tölvuteikn-
aða heim myndarinnar sá sama fyr-
irtæki og vann að Avatar, Legacy
Effects, og útkoman er stórfengleg í
mestu hasaratriðunum. Dráps-
vélmenni í hundraðavís taka hönd-
um saman í almennri tortímingu og
bregða sér m.a. í líki risavaxinnar
eiturslöngu. Sjón er sögu ríkari.
Myndin segir af vísindamanni,
Vaseegaran, sem leikinn er af einni
skærustu kvikmyndastjörnu Ind-
lands, Rajinikanth. Vaseegaran hef-
ur tekist að búa til hið fullkomna vél-
menni, Chitti, sem hann mótaði eftir
eigin líkama þannig að það lítur út
og talar eins og skaparinn. Chitti
getur lesið heilu doðrantana á ör-
skotsstundu, er því frótt um alla
mögulega hluti og kann einnig bar-
dagalistir, dans og matseld, svo fátt
eitt sé nefnt. Vélmennið er hins veg-
ar ekki vel að sér um mannleg sam-
skipti og tilfinningar og gerir mörg
og kostuleg mistök í þeim efnum.
Vaseegaran bætir úr þessu og vél-
mennið öðlast tilfinningar. Þá kemur
babb í bátinn því vélmennið verður
ástfangið af unnustu hans, Sönu, og
neyðist vísindamaðurinn til þess að
búta það í sundur. Illa innrættur
lærifaðir Vaseegaran, Bohra, kemst
yfir vélmennið á ruslahaugum, lag-
færir það og forritar sem drápsvél.
Vélmennið rænir Sönu og fer að
fjöldaframleiða drápsvélmenni í eig-
in mynd og þá verður fjandinn laus.
Vélmennaherinn virðist með öllu
ósigrandi en Vaseegaran er ekki á
því að gefast upp.
Vélmenni er hrein og klár af-
þreying og oft á tíðum spreng-
hlægileg. Það er töluverður munur á
kvikmyndum okkar Vesturlandabúa
og indverskum og grunar undirrit-
aðan að hann hafi oft hlegið að atrið-
um sem indverskum áhorfendum
þykja ekki eins fyndin. Einhverra
hluta vegna eru einstaka setningar
fluttar á ensku í myndinni sem gerir
samtölin býsna skondin og auk þess
er notkun á „slow motion“ spaugileg.
Leikstjóri sér t.d. ástæðu til að
hægja á hreyfingum hinnar miklu
fegurðardísar Aishwarya Rai, lík-
lega til að sýna þokkafullar mjaðma-
sveiflur hennar og hversu fallega
hárið á henni flaksast. Mest mæðir á
stjörnunni Rajinikanth (persónur
sem hann leikur í kvikmyndum
mega víst ekki deyja, svo vinsæll er
hann) en hann fer með hlutverk vís-
indamannsins og vélmennisins sem
sveiflast milli góðs og ills og marg-
faldast svo undir lokin. Hvort vel er
leikið er erfitt að meta en leikgleðin
var í það minnsta mikil.
Dans- og söngatriði eru nokkur og
óskaplega löng. Þau reyndu heldur
betur á þolinmæði rýnis og gera það
að verkum að myndin endar í 155
mínútum. Þeir sem kunna að meta
slík atriði munu hins vegar ekki
finna eins mikið fyrir lengdinni.
Vélmenni er engu að síður góð
skemmtun, masala sem bragð er að.
Skrautlegt Stórstjarnan Rajinikanth í hlutverki vélmennisins í einu af mörgum og gríðarlöngum dans- og söng-
atriðum kvikmyndarinnar Endhiran. Kvikmyndin er sú dýrasta í sögu indverskrar kvikmyndagerðar.
Indversk kvikmyndahátíð
í Bíó Paradís
Endhiran/Vélmenni bbbmn
Leikstjóri: S. Shankar. Aðalhlutverk:
Rajinikanth og Aishwarya Rai. Indland,
2010. 155 mín.
Helgi Snær Sigurðsson
KVIKMYNDIR
Kostuleg kryddblandaSAM WORTHINGTON ROSAMUND PIKE RALPH FIENNES LIAM NEESON
Missið ekki af þessari stórbrotnu
tímamótamynd nú í 3-D á stóra tjaldinu!
- séð og heyr/kvikmyndir.is
DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR
FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR!
KOMIN Í BÍÓ
UM LAND ALLT
BRIDESMAIDS
eru æðisleg í þessari frábæru gamanmynd
FRIENDS WITH KIDS
EGILSHÖLL
16
7
ÁLFABAKKA
12
12
12
12
12
VIP
VIP
L
12
12
12
L
7
12
AKUREYRI
WRATHOF THE TITANS KL. 8 - 10:10 3D
JOHNCARTER KL. 8 - 10:10 2D
12
12
12
12
KEFLAVÍK
AMERICANPIE : REUNION KL. 8 2D
WRATHOF THE TITANS KL. 10:20 3D
FRIENDSWITHKIDS KL. 8 2D
SVARTURÁLEIK KL. 10 2D
AMERICANPIEKL. 5:50 - 8 - 10:20 2D
AMERICANPIE VIPKL. 8 - 10:20 2D
WRATHOF THE TITANSKL. 5:50 - 8 - 10:10 3D
WRATHOF THE TITANS KL. 10:40 2D
WRATHOF THE TITANS VIP KL. 5:50 2D
GONE KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D
FRIENDSWITHKIDSKL. 5:40 - 8 - 10:20 2D
JOHNCARTER KL. 5:20 - 8 2D L
L
L
16
12
12
KRINGLUNNI
WRATHOF THE TITANS KL. 5:50 - 8 - 10:10 3D
GONE KL. 10:10 2D
THE LORAX- 3DM/ÍSL.TALI KL. 6 3D
THE LORAX- 2DM/ÍSL.TALI KL. 6 2D
THE LORAXM/ENSKU.TALI KL. 8 2D
PROJECT X KL. 10 2D
TITANICÓTEXTUÐ KL. 5 - 8 3D
WRATHOF TITANSKL. 5:40 - 8 - 10:20 3D
GONE KL. 10:20 2D
PROJECT X KL. 5:50 - 9 - 11 2D
JOHNCARTER KL. 5:10 2D
FRIENDSWITHKIDS KL. 8 2D
Amanda Seyfried úr
MAMMA MIA er mætt í einum
besta þriller þessa árs.
MÖGNUÐ SPENNUMYND
Fjöldamorðingi gengur laus og hefur klófest
systur hennar en það trúir henni engin!
Kristen Wiig, John Hamm, Maya Rudolph og Chris O´Dwod úr
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG!
VINNAN
VERÐUR
SVO MIK
LU
SKEMM
TILEGRI
!