Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 48

Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 48
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í næstu viku, nánar tiltekið síðasta vetrardag, verður nýtt hótel, Ice- landair Hótel Reykjavík Marina, formlega opnað í gamla Slipphúsinu við Mýrargötu 2-8. Verið er að leggja lokahönd á fráganginn og þar sem framkvæmdir eru á áætlun má gera því skóna að allt verði tilbúið á miðvikudag. Einar Ágústsson og Jens Sand- holt eru mennirnir á bak við fyr- irtækið JE Skjanna bygginga- verktaka, sem keypti gamla Slipphúsið 2003. Þeir segja að frá byrjun hafi blundað í þeim að breyta því í hótel en hugmyndin hafi ekki orðið að veruleika fyrr en eftir bankahrun. „Síðan við keyptum húsið höfum við alltaf gengið með hótel í maganum hérna,“ segir Ein- ar. Bankahrunið ýtti þeim úr vör og sumarið 2009 sóttu þeir um að fá að breyta húsinu í hótel. „Þegar allt hrundi bitnaði það á leigutökum og þar með á okkur,“ segir Jens. „Við vorum við það að missa húsið frá okkur og það var annaðhvort að gef- ast upp og stökkva til útlanda eða snúa vörn í sókn,“ heldur hann áfram. Þeir bæta við að forsvars- menn Flugleiðahótela hafi strax sýnt áhuga á að reka þarna hótel og eftir að skrifað hafi verið undir samninga síðasta vetrardag í fyrra hafi framkvæmdir hafist og síðasti leigutaki farið út í júlí. „Undanfarna daga og vikur hafa verið um 50 manns í vinnu í húsinu og um 30 manns í verkum úti í bæ,“ segir Einar. Þeir leggja áherslu á að nán- ast öll efniskaup séu íslensk, aðeins hert gler komi frá útlöndum. Húsið var byggt 1940 en því hefur nú verið gjörbreytt. Hæð hefur ver- ið bætt við og jarðskjálftaveggjum komið fyrir. Í því eru 108 hótelher- bergi og þar af tvær svítur. Fimm fjölskylduherbergi með kojum eru á jarðhæð. „Við vildum nýta lofthæð- ina,“ segir Einar en á jarðhæðinni eru líka gestamóttaka, líkamsrækt, Slippbarinn, veitingastaður og kvik- myndasalur. Í salnum er ráðgert að frumsýna bíómyndir og hann má einnig nota fyrir fundi og ráð- stefnur. Húsið er fjórar hæðir og er fjórða hæðin, sem er ný, inndregin og herbergin með stórum svölum. MNæst á að lækka forgjöfina »6 Gamla Slipphúsið fær nýtt líf  Icelandair Hótel Reykjavík Marina formlega opnað þar í næstu viku Morgunblaðið/RAX Útsýni Jens Sandholt og Einar Ágústsson virða fyrir sér útsýnið úr hótelinu, en úr svítunum má meðal annars sjá mannlíf við höfnina, Esjuna og Hörpu. FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 103. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Missti son sinn og eignaðist annan 2. 15 ára týndur í níu daga 3. Sjö ráð til að verða flottasti … 4. Gleymdi barnabarninu í skottinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Lára Rúnars heldur í tónleikaferð um landið ásamt Myrru Rós. Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld í Grindavík og svo verður spilað á Eyrarbakka, í Garðinum, Bifröst, Búðardal, Borg- arnesi, Hvammstanga og Siglufirði. Lára og Myrra spila saman úti á landi  Empire greinir frá því að Paula Pat- ton hafi verið ráðin til að leika í 2 Guns, næstu Hollywoodmynd Baltas- ars Kormáks. Slæst hún þar með í hópinn með þeim Mark Wahlberg og Denzel Washington. Á meðal mynda sem hún hefur leikið í ný- lega er stórmynd- in Miss- ion: Im- possible – Ghost Protocol. Paula Patton leikur í 2 Guns Baltasars  Miðamerískir kvikmyndadagar fara fram í Háskóla Íslands, Lögbergi, dagana 12.-14. apr- íl. Kvikmyndadag- arnir eru skipu- lagðir af nemendum við Há- skóla Íslands sem setið hafa námskeið um kvikmyndir spænskumælandi landa í vetur. Miðamerískir kvik- myndadagar Á föstudag og laugardag Hæg austlæg eða breytileg átt og yfir- leitt bjartviðri, en stöku él við suðurströndina. Hiti 0 til 4 stig við suður- og suðvesturströndina en annars 0 til 8 stiga frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og norðaustanátt, yfirleitt 3-10 m/s og bjart með köflum en stöku skúrir eða él sunnan- og austan- lands. Vægt frost norðaustantil en allt að 7 stiga hiti suðvestantil. VEÐUR Haukar unnu ævintýralegan sigur á Njarðvík í þriðja úr- slitaleiknum um Íslands- meistaratitil kvenna í körfu- bolta í gærkvöld og komu í veg fyrir að heimastúlk- urnar í Njarðvík fögnuðu sínum fyrsta titli, sem blasti við þeim lengi vel. Staðan í einvíginu er nú 2:1 fyrir Njarðvík og fjórða við- ureign liðanna verður í Hafnarfirði á laugardaginn. »2 Ævintýralegur Haukasigur Íslenska karlalandsliðið í íshokkí leik- ur á heimavelli í fyrsta skipti í sex ár þegar það mætir Nýja-Sjálandi í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 20 í kvöld. Það er fyrsti leikurinn í A- riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins sem leikinn er hér á landi næstu vikuna. Íslenska liðið hefur aldrei komist eins ofar- lega á HM og spilar í sterk- ari deild en nokkru sinni fyrr. Leikurinn í kvöld getur ráðið miklu um hvort Ísland nær að halda sæti sínu í þessum styrk- leikaflokki. »4 Ísland á heimavelli í Skautahöllinni í kvöld Spennan í baráttu Manchester- liðanna um enska meistaratitilinn í knattspyrnu jókst á ný í gærkvöldi. City vann þá WBA örugglega, 4:0, á meðan Wigan vann óvæntan sigur á Manchester United, 1:0. Fimm stig skilja liðin að þegar fimm umferðum er enn ólokið og þau eiga eftir að mætast á lokasprettinum. »3 Manchester City saxaði á forskot United ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Icelandair Hótel Reykjavík Mar- ina verður formlega opnað miðvikudaginn 18. apríl næst- komandi og er fullbókað um aðra helgi, að sögn Hildar Óm- arsdóttur, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Flugleiðahót- ela. „Þetta lítur mjög vel út og það er vel bókað hjá okkur fram eftir sumri,“ segir hún. Hildur bætir við að allt að 80% nýting hafi verið á herbergjum Flugleiðahótela í janúar til mars. Bókanir lofa góðu sumri IÐANDI MANNLÍF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.