Morgunblaðið - 14.04.2012, Page 2

Morgunblaðið - 14.04.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skákþing Íslands 2012 hófst í gær í stúkunni við Kópavogsvöll. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lék fyrsta leiknum í skák stórmeist- aranna Henriks Danielsen og Stefáns Kristjáns- sonar. Þeir Hannes Hlífar Stefánsson, ell- efufaldur Íslandsmeistari í skák, og Henrik Danielsen, Íslandsmeistari 2009, eru einu kepp- endurnir nú sem áður hafa orðið Íslandsmeist- arar. Sigurbjörn Björnsson og Björn Þorfinns- son byrjuðu best allra á mótinu. Björn vann Guðmund Gíslason en Sigurbjörn vann Guðmund Kjartansson. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Skákþing Íslands 2012 hófst í gær í Kópavogi Morgunblaðið/Ómar Sigurbjörn og Björn byrjuðu best Glæfraakstur með tilheyrandi véla- gný, dekkjaýlfri og gúmmíbrælu veldur íbúum Vestur- og Miðbæjar Reykjavíkur bæði óþægindum og áhyggjum, einkum um nætur. Aðalfundur Félags sjálfstæðis- manna í Vesturbæ og Miðbæ, sem haldinn var í vikunni, skoraði á lög- reglu og borgaryfirvöld „að grípa þegar í stað til aðgerða gegn hinum mikla glæfraakstri, sem viðgengst í hverfinu að kvöld- og næturlagi. Ástandið er hvað verst við Ána- naust og á Granda en kvartanir hafa einnig borist frá íbúum við Hring- braut og Mýrargötu. Umræddur glæfraakstur raskar næturró íbúa í stórum hluta Vesturbæjar og stofn- ar lífi vegfarenda í hættu. Ekki er mælt með því að umræddar umferð- argötur verði þrengdar eða hraða- hindranir settar á þær, heldur lög- gæsla hert og þannig komið í veg fyrir ofsaakstur,“ segir í ályktun sem var einróma samþykkt. „Okkur var full alvara með þessari ályktun,“ sagði Ásmundur Sveins- son, formaður Félags sjálfstæðis- manna í Vesturbæ og Miðbæ. Hann sagði að glæfraaksturinn hefði verið það mál sem fékk mesta umræðu á fundinum og málið brynni töluvert heitt á íbúum hverfanna. Ásmundur vissi til þess að dekkjaýlfrið og véla- gnýrinn vestan úr Ánanaustum hefði heyrst í íbúðum uppi við Landakots- tún eða í um 2-3 km fjarlægð. Ásmundur sagði að þessi hættu- lega aksturshegðun hefði verið látin viðgangast lengi og vandamálið væri ekki nýtilkomið, en fólk væri löngu búið að fá nóg. gudni@mbl.is Þegar í stað verði gripið til aðgerða gegn glæfraakstri  Vélagnýr, dekkjaýlfur og gúmmíbræla Morgunblaðið/ÞÖK Spyrna Beinar götur vestur á Granda hafa freistað spyrnukappa. Ljóst er að mikill ágreiningur er á milli Reykjavík- urborgar og hagsmunaaðila um kosti þess að sameina ung- lingadeildir Hamraskóla og Húsaskóla við unglingadeild Foldaskóla í Grafarvogi, að mati mennta- málaráðuneytisins. Þetta kemur m.a. fram í bréfi ráðuneytisins til Foreldrafélags Hamraskóla og Húsaskóla í Grafarvogi. Ráðuneytinu barst erindi frá for- eldrum nemenda í Hamraskóla og Húsaskóla þar sem óskað var eftir því að ráðherra léti gera formlegt mat á því hvort sameining ung- lingadeilda skólanna væri í sam- ræmi við lög. Ráðuneytið segir það vera á valdsviði innanríkisráðu- neytisins að úrskurða um lögmæti ákvarðana sem lúta að rekstri grunnskóla. Hins vegar geti menntamálaráðuneytið látið í ljós álit sitt á túlkun og framkvæmd einstakra ákvæða grunnskólalaga. Ráðuneytið telur, í ljósi niðurstöðu undirskriftasafnana meðal foreldra nemenda í Hamraskóla og Húsa- skóla, að undirbúningi sameining- arinnar sé áfátt og „að vinna þurfi frekar að sáttum í máli þessu.“. Undirbúningi sam- einingar unglinga- deilda er áfátt Hamraskóli í Grafarvogi Skúli Hansen skulih@mbl.is „Í fyrsta lagi þá geri ég engar at- hugasemdir við að við svörum þessu erindi eins og okkar málsvarnar- teymi leggur til og er sammála um,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, ráð- herra og formaður VG, um aðkomu ESB að Icesave-málinu. Að sögn Steingríms kemur afstaða ESB í mál- inu honum ekki á óvart enda hafi hún legið fyrir. „Það kemur heldur ekki á óvart að þeir blandi sér inn í málið, það var bara spurning um á hvaða formi það yrði,“ segir Steingrímur og bætir við: „Þar með er orðin stað- reynd að við mætum framkvæmda- stjórn ESB sem andstæðingi í þessu máli og það er auðvitað pólitískur veruleiki sem þá liggur fyrir og er engin leið að útiloka að hafi sín áhrif.“ Spurður hvaða pólitísku afleiðingar þetta mál muni hafa og hvort það gefi tilefni til þess að endurskoða aðild- arviðræðurnar segir Steingrímur: „Þetta mál er pólitískur raunveru- leiki sem við stöndum núna frammi fyrir og tökumst á við, ég ætla á þessu stigi mála ekki að vera með nein stór orð um það hvað þetta eigi að þýða.“ Að sögn Steingríms hefur þetta óhjákvæmilega áhrif á and- rúmsloftið í þessum samskiptum. Ekki ásetningur um leynd „Menn hafa vandað sig alveg sér- staklega við að skapa sem mesta samstöðu um það hvernig við héld- um á okkar málsvörn og málsvarn- arteymið var þannig samansett að höfðu mjög víðtæku samráði við stjórnarandstöðu, hreyfingar og hópa sem hafa látið sig þetta varða og þeir eiga sína aðild að því,“ segir Steingrímur, aðspurður hvort ekki sé alvarlegt mál að utanríkisráð- herra hafi láðst að láta þingheim vita af málinu, og bætir við: „Þannig að ég er algjörlega sannfærður um að það var ekki ásetningur eins eða neins að halda einhverjum upplýsing- um frá mönnum, enda hafa þær í sjálfu sér legið fyrir gagnvart þeim sem hafa fylgst með málinu.“ Að sögn Steingríms má segja að það sé óheppilegt ef menn upplifa það sem svo að þeir fái stuttan tíma til að und- irbúa sig undir að svara erindinu en það liggi algjörlega í því hvernig þetta mál hefur verið undirbúið að menn hafa verið að reyna að hafa sem breiðasta samstöðu um það. „Ég vek nú athygli á því, sem skiptir ekki litlu máli í þessu, að mál- svarnarhópurinn er sammála, kemst að sameiginlegri niður- stöðu, sameiginlegum við- brögðum og sameiginleg- um svörum.“ Áhrifin óhjákvæmileg  Steingrímur segir það pólitískan veruleika sem liggi fyrir að Ísland mætir ESB sem andstæðingi í Icesave-málinu  Segir enga leið að útiloka að það hafi sín áhrif „Við vorum mjög á einu máli um að þetta væri fáheyrð ósvífni,“ segir Ögmundur Jónasson, inn- anríkisráðherra, spurður út í þingflokksfund VG sem fram fór í hádeginu í gær en þar var Ice- save-málið m.a. til umræðu. Hann segir að halda verði því aðskildu sem er lagatæknilegs eðlis og því sem er pólitísks eðl- is. „Mér finnst full ástæða til þess að setjast yfir endur- skoðun á þessu viðræðuferli öllu,“ segir Ögmundur og bætir við: „Þetta er enn einn steinn- inn í þann vegg og ástæða til þess að taka málið upp.“ Spurður út í pólitískar afleið- ingar málsins segir Ögmundur þetta munu án efa hafa áhrif á afstöðu Íslendinga al- mennt til ESB. „Fáheyrð ósvífni“ ÁSTÆÐA TIL AÐ ENDUR- SKOÐA AÐILDARFERLIÐ Ögmundur Jónasson Morgunblaðið/Ómar Formaður Steingrímur J. Sigfússon Fyrir heimili og vinnustaði Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.