Morgunblaðið - 14.04.2012, Page 16

Morgunblaðið - 14.04.2012, Page 16
Um 90 manns sátu stofnfund Holl- vinasamtaka Elliðaárdalsins, sem haldinn var í vikunni í félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur í dalnum. Aðdragandi stofnfundarins var sá að á haustdögum efndu hverfisráð Breiðholts og hverfisráð Árbæjar til fundar um málefni dalsins. Nið- urstaða þess fundar var að þörf væri á að stofna félag um Elliðaárdalinn. Á stofnfundinum færðu fulltrúar hverfisráðanna tveggja félaginu 50 þúsund krónur að gjöf hvort. Einnig færðu þeir fundarmönnum þær fréttir að lénið www.ellidaardal- ur.is hefði verið tekið frá fyrir fé- lagið. Í stjórn samtakanna voru Alda M. Magnúsdóttir, Anna Sif Jónsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Theódórs- dóttir, Halldór Páll Gíslason og Stef- án Pálsson. Varamenn eru Erla Þórðardóttir og Kristján Hreinsson. Stjórnin mun skipa með sér verkum á næsta fundi, sem haldinn verður bráðlega. Fundarmenn Frá stofnfundi Hollvina- samtaka Elliðaárdals á fimmtudag. Hollvinasamtök Ell- iðaárdals stofnuð 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Mikill áhugi er á málþingi, sem haldið verður í næstu viku um há- spennulínur og jarðstrengi. Málþingið, sem er á vegum Raf- magnsdeildar Verkfræðingafélags Íslands, verður haldið miðvikudag- inn 18. apríl á Grand hóteli í Reykjavík og hefst klukkan 13. Samkvæmt upplýsingum frá Verkfræðingafélaginu verður fjallað um háspennilínur og jarð- strengi frá ýmsum hliðum á mál- þinginu og lagt upp með að umræð- an sé óhlutdræg og eins opin og best verði á kosið. Málþing um háspennulínur Sýning verður opnuð í Norræna húsinu klukkan 14 í dag undir yfirskriftinni Nat- ional Purist Routes. Þar verður sýnt verk- efni arkítektanna Gíslunnar Hálfdán- ardóttur og Mathiasar Kemptons þar sem rannsakað er samband vatns, jarðhita, ferðamennsku og ósnortinna landsvæða. Í tilkynningu frá Norræna húsinu segir, að verkefnið sýni að með því að innleiða vetnisstöðvar á áfangastöðum um allt land fyrir til dæmis bílaleigubíla aukist möguleikar á samhliða vexti fyrir ferðamennsku og orkugeirann. Gíslunn og Mathias halda fyrirlestur um verkefnið í tengslum við opnun sýningarinnar. Hreyfanlegt íslenskt landslag Námstefna undir yfirskriftinni For- eldrar í vanda – börn í vanda, heil- brigð frumtengsl – forsenda lífs- hæfni, verður haldin dagana 2.-3. maí í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns- ins. Að henni standa Þerapeia, Mið- stöð foreldra og barna og Barna- verndarstofa. Aðalfyrirlesarar verða Kari Kil- lén frá Noregi og May Olofsson frá Danmörku en báðar eru þær þekkt- ar á alþjóðavettvangi fyrir framlag sitt og rannsóknir. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Þerapeiu. Námstefna um foreldra og börn STUTT Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Flugfélagið Ernir mun í sumar vera með beint flug til Húsavíkur fjóra daga vikunnar. Áætlanaflug hefst á morgun, síðast var flogið beint til Húsavíkur árið 2000. Mýflug hætti flugi til Húsavíkur árið 2000 eftir að hafa haldið uppi ferðum í tvö ár. Þrettán ár eru síðan Flugfélag Ís- lands hætti að fljúga til Húsavíkur. Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri segir þessa ákvörðun skipta Norður- þing miklu máli og íbúa fagna frétt- unum. „Annarsvegar einfaldar þetta að- gengi ferðamanna að svæðinu og hinsvegar heimamanna að höfuð- borgarsvæðinu. Þetta styttir ferðina til Reykjavíkur um tæpar þrjár klukkustundir.“ Bergur sér mikil sóknarfæri með þessum tíðindum, „Hingað kemur mikill fjöldi ferða- manna, innlendir sem og erlendir, og ferðaþjónustuaðilar bíða spenntir.“ Flogið verður sjö sinnum í viku, tvisv- ar á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum en einu sinni á sunnu- dögum. Ásgeir Örn Þorsteinsson hjá Erni segir mikinn áhuga vera á beinu flugi til Húsavíkur. „Viðtökurnar eru betri en við þorð- um að vona. Við erum í sambandi við erlendar ferðaskrifstofur og erum þegar byrjaðir að selja ferðir til er- lendra ferðamanna,“ segir Ásgeir. Áætlunarflugið byrjar á morgun og mun standa út september. Um mitt sumar verður tilkynnt um hvort framhald verði á. „Um sumarið verða farþegar ferðamenn að stórum hluta en til að þetta geti gengið upp og orð- ið heilsársáætlun byggist þetta á því að heimamenn notfæri sér þjón- ustuna.“ Ernir hefur þegar farið eina ferð með hóp ferðaþjónustuaðila og að sögn Ásgeirs eru aðstæður mjög góðar á Aðaldalsflugvelli. Ásgeir seg- ir að Ernir muni notast við sömu gerð flugvéla og þeir noti t.a.m. við flug sitt til Vestmannaeyja. „Flugvélarnar sem við notum eru mjög farþegavæn- ar, þær eru af gerðinni Jetstream 32 og eru 19 sæta skrúfuþotur. Þær eru búnar jafnþrýstibúnaði og fljúga þá ofar flestum veðrum.“ segir Ásgeir. Ernir bjóða fólki að mæta á flugvöll- inn á Húsavík á morgun. Von er á að fyrstu vélinni kl. 15.45. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Aðaldalsflugvöllur Aðstæður þar þykja mjög heppilegar því aðflug er óhindrað bæði úr norðri og suðri. Flogið til Húsavíkur á ný  Ernir hefja flug á morgun  Ekki flogið síðan 2000 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Ný sending af litríkum og skemmtilegum vörum frá DUKA í Svíþjóð Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Vegagerðin tók ekki lægsta tilboði sem barst í að leggja Vestfjarðaveg á milli Eiðis og Þverár. Þess í stað hef- ur Vegagerðin tekið upp viðræður við Suðurverk hf. um verkið en fyr- irtækið átti næstlægsta tilboðið af þeim fimm sem bárust. Hefur verk- takinn sem átti lægsta boðið farið fram á rökstuðning fyrir þessari ákvörðun frá Vegagerðinni. Þegar tilboð voru opnuð þann 27. mars var tilkynnt að verktakafyrir- tæki Ingileifs Jónssonar hefði átt lægsta tilboðið. Það hefði hins vegar ekki staðist þær kröfur sem Vega- gerðin gerði til verktaka í svo stórum verkum. Vildi Vegagerðin meina að verk- takinn stæðist ekki kröfur um með- alveltu á árunum 2008-2010, eigið fé og að hafa unnið verk sem nemur 60% af stærð framkvæmdarinnar við Vestfjarðaveg. „Við erum ósammála þessari ákvörðun Vegagerðarinnar og get- um ekkert annað gert en að árétta okkar sjónarmið. Mér þykir skrýtið ef menn ætla að semja við annan verktaka án þess að gera lægstbjóð- anda grein fyrir því um hvað málið snýst,“ segir Ingileifur. Málið er nú í höndum lögmanns hans sem sendi Vegagerðinni bréf þar sem hann óskaði eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun hennar. Fyrirtækið telji sig uppfylla kröfur Vegagerðarinnar og nefnir Ingileifur sem dæmi verk sem það vann á Þröskuldum sem nemi meira en 60% af þessari fram- kvæmd. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinn- ar, uppfyllti fyrirtæki Ingileifs ekki skilyrði Vegagerðarinnar. Þannig hafi til dæmis samningsupphæðin í verkinu á Þröskuldum í lægsta til- boðinu verið uppfærð með tilliti til verðlags sem ekki sé venjan að gera. „Við getum ekki breytt þessari reglu. Við gerum þetta eins og við höfum alltaf gert,“ segir hann. Ingileifur Jónsson G. Pétur Matthíasson Tók ekki lægsta boði fyrir vestan  Verktaki óskar eftir rökstuðningi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.