Morgunblaðið - 14.04.2012, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
✝ Ingibjörg Þór-unn Halldórs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 26. jan-
úar 1936. Hún lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 4. apríl
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Guðríður
Jónsdóttir f. á
Eyrabakka 17.9.
1902, d. 3.5. 1981 og Halldór
Jónsson f. í Vestur-Land-
eyjahreppi 16.6. 1896, d. 12.2.
1992. Systkini hennar: Jón Guð-
mundur f. 31.7. 1925, Guð-
mundur f. 24.12. 1926, d. 6.12.
1990, Þórunn Jóna f. 26. 3. 1928,
d. 12.12. 1967 og Guðrún Elsa f.
27.10. 1929, d. 13.4. 2011. Ingi-
björg giftist Torfa Guðbjarts-
syni flugvirkja f. 17.9. 1932
þann 8.12. 1956, en hann lést
2.10. 1977. Börn þeirra: 1) Guð-
bjartur Ingvar f. 2.8. 1957, maki
Þórey Björg Gunnarsdóttir,
börn þeirra: a. Guðný Ingibjörg,
í sambúð með Ivan Hvam Ped-
ersen, dóttir þeirra Katla Björt,
b. Sólrún Ýr, dóttir hennar Þór-
ey Edda, c. Torfi Már í sambúð
með Erlu Steinþórsdóttur og d.
Trausti Rúnar, í sambúð með
Hrefnu Rut Kjerulf, sonur
þeirra Rúnar Ernir. 2) Halldór
Rúnar f. 17.1. 1960, d. 19.8.
1960. 3) Jóhann Trausti f. 19.4.
1961, d. 28.1. 1962. 4) Ásbjörn
5) Sveinbjörn f. 12.2. 1958, maki
Birgitte Thrane Winkler, dætur
hennar: a. Iben Sol, maki Eilev
Skinnarmo, barn þeirra Max
Mauritson, b. Louise Lie, maki
Peter von Linstow, dóttir þeirra
Abbie Sofie. 6) Vigdís f. 23.4.
1959, maki Juan N. Jensen f.
11.2. 1953, d. 6.3. 2006, dóttir
hans a. Anja G. Nørgreen og
sonur hennar Nicolas Juan. 7)
Sigurlinn f. 16.10. 1960, í sam-
búð með Gústav Þór Stolzen-
wald, börn hans: a) Ester Rós,
synir hennar Valdimar og
Bjarki, b) Sigurður og c) Stein-
unn. 8) Sigurjón f. 3. 7. 1965,
maki Guðlaug Einarsdóttir,
börn þeirra: a. Elín Björk, b.
Vignir Þór og c. Einar Þór. Ingi-
björg ólst upp í Reykjavík hjá
foreldrum sínum en eftir gagn-
fræðapróf fór hún til Noregs í
húsmæðraskóla og vann síðar
um stund á Holmenkollen skíða-
hótelinu rétt fyrir utan Ósló.
Eftir heimkomu til Íslands gift-
ist hún fyrri manni sínum, Torfa
Guðbjartssyni, og stofnuðu þau
heimili í Silfurtúni í Garðabæ.
Eftir fráfall Torfa hóf hún nám í
tækniteiknun við Iðnskólann í
Hafnarfirði og vann síðan á
teiknistofu Stálvíkur í nokkur
ár. Árið 1983 giftist Ingibjörg
seinni manni sínum, sr. Sváfni
Sveinbjarnarsyni, og fluttist að
prests- og prófastssetrinu
Breiðabólstað í Fljótshlíð. Þar
starfaði hún með eiginmanni
sínum í 15 ár við kirkjustörf og
búskap. Árið 1998 fluttu þau að
Króktúni 16, Hvolsvelli.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Breiðabólstaðarkirkju í
Fljótshlíð í dag, 14. apríl 2012
kl. 13.
Elías f. 20.8. 1962,
maki Rósa Ingv-
arsdóttir, börn
þeirra: a. Ingvar, b.
Sverrir, c. Ingi-
björg og d. Viktor.
Ingibjörg giftist
seinni manni sín-
um, sr. Sváfni
Sveinbjarnarsyni f.
26.7. 1928, þann
18.3. 1983. Börn
Sváfnis: 1) Þórhild-
ur Sv. Bjørkskov f. 25.9. 1949,
dóttir hennar: a. Kristína, börn
hennar Lára og Nína, 2) Gísli f.
21.12. 1952, maki Guðrún Björg
Guðmundsdóttir, börn þeirra: a.
Sváfnir, maki Eva Ómarsdóttir,
sonur þeirra Gísli Marinó, b.
Emilía Benedikta, maki Hörður
Sigurjón Bjarnason, sonur
þeirra Högni Freyr. 3) Hulda f.
3.8. 1954, maki Jason Ívarsson,
börn þeirra: a. Anna Elín, maki
Sigþór Örn Rúnarsson, börn
þeirra Jason, Elvar og Sif, b.
Inga, maki hennar Daníel
Scheving, c. Sigríður, d. Linda
og e. Ívar Kristinn. 4) Elínborg
f. 3.9. 1956, maki Kjartan Grétar
Magnússon, börn þeirra: a.
Anna Elín, maki Gísli Heiðar
Bjarnason, börn þeirra: Kjartan
Gauti, Eva Rakel og Gísli Marel,
b. Elsa Dórothea, maki Jón
Vignir Guðnason, börn þeirra:
Sváfnir Ingi, Birna Borg og El-
ísabet Ebba, c. Kristín Rós, d.
Sigurlinn og e. Magnús Grétar.
Ingibjörg kom björt yfirlitum
og brosmild, eins og ferskur and-
blær inn í líf okkar fyrir 30 árum
er þau pabbi kynntust. Ingibjörg
kveikti ekki bara ljósið í augum
pabba, en bar með sér þetta ljós
til okkar barna hans og barna-
barna, sem hún tók til sín sem sín
eigin.
Bæði höfðu gengið í gegnum
þá erfiðu reynslu að missa maka
sína nokkrum árum áður. Ingi-
björg átti tvo syni frá fyrra
hjónabandi og samanlagt urðum
við þá tíu börnin þeirra og hefur
sá hópur stækkað mikið og telj-
ast afkomendur þeirra nú vera
62. Ingibjörg og pabbi héldu upp
á 29 ára brúðkaupsafmæli þann
18. mars sl.
Mikið var um að vera á heim-
ilinu á Breiðabólstað þar sem
pabbi var prestur, prófastur og
bóndi í sveit og viðbrigði fyrir
Ingibjörgu að flytja úr Garða-
bænum, en þetta tókst henni með
miklum sóma og myndarskap.
Sköpuðu þau sér fallegt og ást-
ríkt heimili sem yndislegt var
heim að sækja. Ingibjörg hafði
ávallt í mörg horn að líta og
studdi pabba af alhuga í einu og
öllu. Auk kirkjustarfsins studdi
hún pabba i starfi fyrir Rotary-
hreyfinguna og ferðuðust þau í
þeim erindum hringinn í kringum
landið og á fundi og ráðstefnur
erlendis. Naut sín þá vel mála-
kunnátta Ingibjargar og sam-
skiptahæfileikar hennar.
Ingibjörg var mjög listræn í
eðli sínu og smekkvís, hún skap-
aði fallega hluti og fallegt um-
hverfi í kringum sig og sína. Má
segja að Breiðabólstaður
blómstraði bæði inni sem úti og
mátti sjá á garðinum og gróður-
húsinu að Ingibjörg var mikil
blómakona. Ingibjörg hafði ein-
stakan hæfileika til að sýna og
veita öðrum umhyggju og mun-
um við börnin vera ævinlega
þakklát fyrir ómetanlegan stuðn-
ing og styrk sem hún og pabbi
veittu okkur þegar á þurfti að
halda.
Ingibjörg var mjög áhugasöm
um félagslífið og tók þátt í því á
margvíslegan hátt. Hún söng í
kirkjukórnum, var með í kven-
félögum í Hlíðinni og á Hvols-
velli. Hún var með í saumaklúbb-
um og ýmsum föndurklúbbum og
mörg voru námskeiðin sem hún
sótti. Eftir að þau fluttu á Hvols-
völl hélt Ingibjörg áfram þátt-
töku í félagslífinu af sama áhuga,
meðal annars söng hún í kór eldri
borgara og var í stjórn eldriborg-
arafélagsins. Á Breiðabólstað
áttu Ingibjörg og pabbi 15 ár
saman og fluttu á Hvolsvöll 1998,
er faðir okkar hætti prestskap
vegna aldurs. Fallegt handverk
Ingibjargar sést vel á þeirra fal-
lega heimili í Króktúninu og ekki
síst á garðinum þeirra, þar sem
hún undi sér svo vel.
Samband Ingibjargar og
pabba var alla tíð einstaklega ná-
ið og ástríkt og hugsum við börn-
in til þeirra með miklum kær-
leika og virðingu. Ingibjörg hafði
eiginleika til að opna huga ann-
arra og þar með möguleika til að
sjá og hugsa hlutina á annan og
betri veg. Margar góðar stundir
áttum við saman og margs er að
minnast, en þessi orð koma upp í
hugann og lýsa sýn hennar á lífið:
Líttu upp og horfðu til himins
lífið er óendanlegt og svo fallegt
Augun sjá aðeins hluta af fegurðinni
Hjartað sér allt.
Blessuð veri minning hennar
og megi góður guð gefa pabba
styrk á þessum erfiða tíma.
Þórhildur, Hulda, Elínborg,
Sveinbjörn, Vigdís
og Sigurlinn Sváfnisbörn.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur hug þinn,
og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran / Gunnar Dal)
Það var birta og lífsgleði sem
fylgdi henni stjúpmömmu frá
fyrstu kynnum. Þau hófust eftir
að hún giftist pabba fyrir tæpum
30 árum. Þau höfðu bæði misst
maka sína og fundu mikinn styrk
hvort í öðru sem leiddi til þess að
nýr kafli hófst í lífi þeirra og þar
með líka okkar. Þau fóru að búa á
Breiðabólstað í Fljótshlíð en þar
ólumst við flest systkinin upp eft-
ir andlát mömmu. Myndarskap-
urinn og dugnaðurinn geislaði af
þessari konu sem lét sér fátt fyrir
brjósti brenna svo sem erfiða úti-
vinnu, heimilis- eða félagsstörf.
Hún tók okkur systkinunum sem
eigin börnum og lagði áherslu á
ræktarsemi og fjölskyldutengsl.
Prestssetrið og stóri garðurinn í
kringum húsið báru vitni um mik-
inn lífskraft og sagan endurtók
sig í Króktúninu. Hún var með
„græna fingur“ sem töfruðu ein-
hvern veginn fram það besta í
jarðargróðri jafnt sem okkur
mannfólkinu.
Ingibjörg var mjög félagslynd
og lagði hönd á plóg í ýmsu starfi
í Rangárþingi. Þá hélt hún m.a.
sambandi alla tíð við bekkjar-
félaga sína úr barnaskóla. Þau
hittust reglulega og síðast í haust
á 100 ára afmæli kennarans síns
þegar hópurinn kom saman í
Reykjavík.
Það var skjótur aðdragandi að
veikindum Ingibjargar. Hún
greindist með krabbamein
skömmu fyrir síðustu jólahátíð og
fór í heilauppskurð þann 22. des-
ember. Hún útskrifaðist af spít-
alanum á aðfangadag og tók þátt í
borðhaldi og jólagleði á aðfanga-
dagskvöld með okkur í Brekku-
selinu. Tæpum fjórum mánuðum
síðar er hún öll.
Í garði Ingibjargar vaxa mörg
vænleg blóm sem eiga eftir að
margfaldast. Við óskum þess af
heilum hug að hún megi uppskera
alla þá ást og frið á himni sem hún
sáði til á jörðu.
Elsku pabbi og afi, guð blessi
minningu Ingibjargar og allt það
sem hún var þér og okkur um
ókomin ár.
Fjölskyldan í Brekkuseli 16,
Gísli Sváfnisson.
Það breyttist mikið hjá okkur
Bögga þegar Ingibjörg kom að
Staðnum og þurfti að kljást við
okkur í heimilishaldinu. Ingibjörg
var einstaklega lagin og lék allt í
höndunum á henni hvort sem var
matseldin, heimilishaldið eða
ræktunin í garðinum og bústörf-
in. Samskiptin við sveitakarlana
fór hún létt með og svaraði fyrir
sig og aðlagaðist sveitinni fljótt,
nýtt líf hófst á Breiðabólsstað.
Ingibjörg var listfeng og var
hún einstaklega fær að gera lista-
verk úr hverju því sem hún með-
höndlaði; postulín, leir, silki,
vatnslitir, gler, já og gróðurhúsið
og rósirnar, hversu oft gleymdi
maður ekki stund og stað í ilm-
inum og litadýrðinni í gróðurhús-
inu hjá henni.
Ingibjörgu var eðlislægt að
deila reynslu sinni og visku
ásamt því að leiðbeina ungdómn-
um. Og varla líður sá dagur þar
sem ég ekki nýt góðs af tilsögn
hennar og handbragði.
Ingibjörg, þín er sárt saknað
og skarðið er stórt en uppskera
minninganna er ríkuleg líkt og
rósanna þinna forðum.
Sigurjón Sváfnisson.
Það er sárt að sakna en ljúft að
minnast.
Það eru meira en 30 ár síðan
ég kynntist tengdamóður minni
Ingibjörgu. Hún tók mér með
opnum örmum, af hlýju og ástúð
frá fyrsta degi, enda var hún alla
tíð þannig, opin hlý og um-
hyggjusöm.
Ingibjörg var börnunum mín-
um góð amma. Hvert barn fékk
sitt gælunafn sem ég veit að er
þeim mikils virði og hlýjar þeim á
farvegi góðra minninga. Hún
fylgdist vel með sínum stóra
hópi, hvar sem hann var í heim-
inum.
Það var alltaf gott að sækja
Ingibjörgu og Sváfni heim, þau
voru samrýmd hjón sem gaman
var að deila stund með, hlusta á
þau segja frá því sem á daga
þeirra hafði drifið, enda höfðu
þau skemmtilega frásagnarhæfi-
leika og alltaf var stutt í góðan
húmor og hlátur.
Ég fæ seint þakkað fyrir þann
stuðning sem Ingibjörg veitti
mér með hlýju sinni og návist
þegar ég gekk í gegnum veikindi
mín. Stuðningur hennar við okk-
ur og börnin var ómetanlegur.
Hún var fyrst til að koma og ylja
okkur með nærveru sinni, um-
hyggju og ást sem lýsir henni svo
vel. Að hugsa um aðra og gefa af
sér.
Ein af þeim góðu minningum
sem ég á, er frábær helgarferð
sem við tvær fórum saman í til
Dublin. Minning sem enn kemur
mér til að brosa þegar ég hugsa
til hennar. Ég hef sjaldan hlegið
eins mikið og þá, það var var
gaman að hlæja með Ingibjörgu,
dillandi hlátur hennar einn og sér
kom öllum til að hlæja.
Ingibjörg hafði mikinn áhuga
á að ferðast og fræðast. Í þessari
ferð fórum við í skoðunarferðir
þar sem hún spurði manna mest
og hafði gaman af. Hún var opin
og ófeimin og ég dáðist að þess-
um eiginleika hennar.
Ingibjörg hafði gaman af
börnum og börn dáðu hana, enda
minnist ég viðbragða hennar
þegar við Guðbjartur sögðum
henni frá því að hún væri að
verða amma. Þá kom bros og svo
lítið tár, gleðitár. Gleðin var
hrein og barnabörnin urðu mörg,
öll elskuð af eigin verðleikum.
Það var gaman að hlusta á
Ingibjörgu segja frá barnabörn-
unum sínum. Hún virtist geta les-
ið þau og virt sem einstaklinga.
Nú þegar við söknum og syrgjum
er gott að sækja í sjóð fallegra
minninga sem við eigum um góða
tíma og ljúfa návist. Að hlusta á
börnin mín ræða um ömmu sína
og fá að líta inn í minningaskjóðu
þeirra er búið að vera ljúfsárt.
Ég dáðist að þeim dugnaði og
orku sem Ingibjörg átti. Á lífs-
skeiði sínu var hún þátttakandi í
svo mörgu. Söngur og tónlist var
hennar yndi og áhugamál. Hún
bæði naut þess að hlusta auk þess
sem hún tók þátt í kórastarfi.
Ingibjörg var mjög listræn og
skapandi. Garðarnir hennar
breyttust í blómstrandi lysti-
garða. Ég hef sjaldan séð garða
með eins fjölbreyttri flóru og
hennar garða. Hún var einnig
vandvirk og nákvæm og á mörg-
um heimilum liggja eftir hana
ýmsir fallegir munir.
Tengdaföður mínum, Sváfni
Sveinbjarnarsyni, svo og öllum
tengdabörnum og afkomendum
þeirra sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur nú þegar þessi
yndislega tengdamóðir mín hefur
hvatt. Blessuð sé minning Ingi-
bjargar Halldórsdóttur.
Þórey Björg Gunnarsdóttir.
Okkur systkinin langar að
minnast hennar ömmu Ingi-
bjargar með fáeinum orðum. Oft
höfum við leitt hugann að því að
því hversu mikil viðbrigði það
hafa verið fyrir hana ömmu að
koma inn í fjölskylduna okkar
þegar hún giftist afa, þar sem
hún tók að sér börnin hans átta
og ótal barnabörn. Hún tók okk-
ur barnabörnunum hans afa afar
vel. Eitt okkar spurði hana hvort
við mættum kalla hana ömmu,
hún hélt það nú og eftir það varð
hún amma okkar. Amma var allt-
af glöð og kát og afskaplega vel
tilhöfð alla daga, líka þegar hún
var á kafi í blómabeði eða stóð í
stórbakstri. Henni var margt til
lista lagt, hún var snillingur í kö-
kuskreytingum, postulínsmálun
og mikil föndurkona. Við minn-
umst allra skemmtilegu föndur-
klúbbanna okkar sem við ömmu-
stelpurnar, mæður okkar og
móðursystur áttum með ömmu,
þar var margt skemmtilegt
skrafað og mikið hlegið. Við eig-
um eftir að sakna hennar ömmu
Ingibjargar meira en orð fá lýst.
Við biðjum góðan guð að gefa afa
okkar styrk því missir hans er
mikill.
Anna, Elsa, Rós,
Sigurlinn og Magnús.
Á kveðjustund þegar söknuð-
urinn er hvað sárastur streyma
minningar fram í huga minn um
þig, elsku amma. Þakklæti er
mér ofarlega í huga þegar ég
minnist þín og allra stundanna
sem við áttum saman. Ég man
eftir því þegar ég var lítil að oft
var barist um að fá að eyða tíma
hjá þér á Breiðabólstað, en við
vissum að þegar komið væri í
ömmuhús áttum við athygli þína
alla. Þú varst okkur alltaf sem
jafningi og settir þig oft í hlut-
verk leikfélaga. Þú tókst alltaf
fagnandi á móti okkur, búin að
matreiða uppáhaldsmatinn okkar
og hengja sængurfötin út á snúru
svo að sveitalyktin væri í þeim
þegar við færum að sofa. Þegar
kom svo að háttatíma vildum við
að sjálfsögðu sofa ömmumegin
við hjónarúmið og olli það stund-
um árekstri ef fleiri en eitt
barnabarn voru á staðnum.
Hjá þér var alltaf að finna ým-
islegt dót sem við máttum leika
okkur að og þá eru gömlu skart-
gripirnir ofarlega í huga. Við
systkinin eyddum mörgum
stundum í leik með skartið og
voru strákarnir þar engin und-
antekning. Á sumrin þegar ég
kom til þín var alltaf mikið um að
vera, allir kepptust við að slá
gras og huga að garðinum en
best var þá að vera hjálparhella
ömmu og aðstoða við þvottinn,
eldamennskuna og garðstörfin.
Eftir langan vinnudag var ekkert
betra en að sitja á fótskemlinum
við stólinn hennar ömmu. Þrátt
fyrir að allir aðrir stólar hefðu
verið auðir var ljúft að halla sér
upp að ömmufangi. Þegar þú
kíktir í bæinn og gistir hjá okkur
var ég fljót að víkja úr rúmi fyrir
ömmu en það þótti mér mikill
heiður.
Seinna þegar þið afi voruð
flutt í Króktúnið og ég var orðin
eldri kíkti ég oft til þín og gisti í
bláa herberginu, Þórey Edda
fékk nokkur skipti að gera slíkt
hið sama. Mikið varstu nú stolt
þegar langömmubarnið kom í
heiminn og hvattir okkur mæðg-
ur oft til að koma til ykkar afa í
Króktúnið.
Vináttubönd okkar urðu meiri
eftir að ég fullorðnaðist og oft
gátum við talað saman í síma svo
tímunum skipti. Eins sátum við
oft langt fram á kvöld að tala um
allt milli himins og jarðar þegar
ég kom í heimsókn. Þú varst allaf
mesti aðdáandi okkar systkin-
anna og gafst okkur öllum gælu-
nöfn sem við eigum eftir að
geyma í hjarta okkar um ókomna
tíð. Ég á eftir að geyma í hug-
anum mynd af flottu konunni
sem var svo drífandi og dugleg,
full af geði og kærleik.
Elsku afi minn, hugur minn er
hjá þér á þessum erfiða tíma.
Þegar fram líða stundir munu
minningar um einstaka konu
koma í stað sársaukans.
Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir.
Yndið, lumman, gullið og ljósið
hennar ömmu eru gælunöfnin
sem amma gaf okkur systkinun-
um. Það var yndislegt að koma í
heimsókn til ykkar í sveitina.
Fljótshlíðin er fallegasti staður
sem ég veit um, þar gerðust æv-
intýrin og þar varst þú, amma
mín. Amma tók alltaf vel á móti
mér og ég var alltaf velkomin.
Þar fékk ég að ráða: „Hvað viltu í
kvöldmatinn, yndið mitt? Hver er
uppáhaldsmaturinn þinn?“ Ég
var dekruð lítil ömmustelpa. Svo
lék ég mér að öllum skemmtilegu
leikföngunum, skreytti mig með
perlunum þínum og fékk að
heyra sögur af pabba og Ása
frænda og hvað þeir voru miklir
grallarar þegar þeir voru yngri.
Sofnaði á kvöldin við ömmu- og
afahrotukór og vaknaði svo við
morgunbænina þína:
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gefðu mér,
að ganga í dag, svo líki þér.
(Höf. ók.)
Mér fannst allt svo ævintýra-
legt við Breiðabólstað, hestarnir,
lömbin og þið amma og afi. Ekki
gleymi ég villiköttunum sem ég
komst í tæri við úti fyrir og kom
hágrátandi inn og amma mín
huggaði mig á sinn ljúfa hátt. Að
fá að upplifa og taka þátt í sveita-
verkum var eitt af ævintýraljóm-
anum við sveitina. Seinna skildi
ég og dáðist að hæfileikum þínum
í matargerð. Ömmumatur var
bara til hjá ömmu, nýjar kart-
öflur úr garðinum og heimagert
meðlæti sem bragðaðist hvergi
eins vel eins og hjá ömmu. Ef
veisla var í nánd fór kransaköku-
gerð ömmu af stað. Kransakök-
urnar hennar voru ekki bara það
besta sem ég fékk, þær voru
listaverk sem skreytti hvert
veisluborð. Amma mín var mikil
blómakona. Gróðurhúsið þitt á
Breiðabólstað og garðurinn þinn
er í minningum mínum það sem
ég tengi þig mest við.
Í minningunni finn ég fyrir svo
mikilli ást og umhyggju en líka
fullt af skondnum sögum. Ég
gleymi seint öllum eggjabikurun-
um sem við fjölskyldan fengum í
jólagjöf ein jólin. Einn ómerktur
bikar kom með, ég var viss um að
þetta væri boð frá þér að nú væri
kominn tími til að koma með ann-
að barnabarn. Amma mín hló
mikið að þessari vitleysu og taldi
mér trú um að hann hefði nú bara
farið óvart ofan í körfuna. Nokkr-
um mánuðum seinna sendi ég
eggjabikarinn aftur heim til þín
sem tákn um að ein lítil dama
væri á leiðinni.
Síðasta sumar komuð þið afi til
Danmerkur að heimsækja barna-
hópinn ykkar og var ljúft að fá
ykkur í heimsókn til mín, Ivans
og Kötlu. Við erum þakklát í dag
fyrir þær stundir sem við áttum
saman þá.
Það var alltaf svo gott að tala
við þig, þrátt fyrir að við værum
langt í burtu hvor frá annarri,
símtölin urðu því fleiri.
Sakna þín og elska þig alltaf.
Elsku afi minn, hugur minn er
hjá þér og ég vona að góður guð
styrki þig á þessum erfiðu tím-
um.
Guðný Ingibjörg
Guðbjartsdóttir.
Ég var ekki há í loftinu þegar
ég skoppaði yfir móana frá Víði-
hvammi í Kópavogi og í Faxatún-
ið í Garðabæ, hverfið sem þá var í
byggingu um 1960. Þar höfðu
móðurbræður mínir, Halldór og
Torfi, reist sér hús hlið við hlið
með fjölskyldum sínum og ég
sótti mjög þangað til að passa
börnin þeirra. Ekki síst sóttist ég
eftir að vera hjá Dídí eins og hún
var alltaf kölluð í fjölskyldunni.
Hún hafði frá því að vera kær-
Ingibjörg Þórunn
Halldórsdóttir