Morgunblaðið - 14.04.2012, Side 36

Morgunblaðið - 14.04.2012, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 ✝ Jónas Þor-steinsson fæddist á Ytri- Kóngsbakka í Helgafellssveit 18. nóvember 1920. Hann lést á St. Fransiskusspít- alanum í Stykk- ishólmi 27. mars 2012. Foreldrar hans voru Þorsteinn Bergmann Jóhannsson, f. 6. mars 1890, d. 20. maí 1921, og Guðrún Kristjana Jónasdóttir f. 20. júní 1887, d. 10. apríl 1974. Fósturforeldrar Jónasar voru Þorsteinn Jónasson, f. 13. apríl 1885, d. 16. janúar 1976, og Þórleif Kristín Sigurðardóttir f. 13. janúar 1875, d. 6. janúar 1945. Systkini hans voru Jó- hanna Þórunn, f. 11. maí 1913, d. 24. apríl 1998, Ingibjörg, f. 17. janúar 1916, d. 22. janúar 1974, og Bergsteinn, f. 19. nóv- ember 1917, d. 2. júlí 1998. Fóstursystkini Jónasar voru Sigurður Þorsteinsson, Þórleif Kristín Hauksdóttir og Fjóla Jónsdóttir. Jónas kvæntist 11. júní 1955 Aðalheiði Bjarnadóttur, f. 26. september 1932. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, f. 2. september 1908, d. 10. janúar 1962, kvæntur Svölu Jóns- dóttur, f. 22. febrúar 1962; börn þeirra eru a) Jón Beck, f. 17. desember 1981, sambýliskona hans er Dóra Björk Sigurð- ardóttir, f. 11. mars 1978; börn þeirra eru Óðinn Ernir, f. 20. ágúst 2008, og Ylfa Elísabet, f. 31. ágúst 2011, dætur Dóru eru Hekla Fönn, f. 28. maí 1996, og Vaka, f. 30. júlí 2003, b) Rut f. 3. ágúst 1984, synir hennar eru Jón Agnar, f. 12. apríl 2006, og Kristinn Máni, f. 9. okt 2009, c) Sif, f. 3. ágúst 1984, sonur henn- ar er drengur, f. 5. apríl 2012, og d) Guðrún Bergmann, f. 27. apríl 1999. Fósturdóttir Jón- asar og Aðalheiðar er 4) Guð- björg Sigríður Guðbjartsdóttir, f. 2. febrúar 1968, sambýlis- maður hennar er Kristinn Ein- arsson, f. 9. okt. 1957. Sonur Guðbjargar og Hermanns Her- mannssonar er Dagur Freyr f. 5. maí 1993. Jónas ólst upp á Ytri- Kóngsbakka í Helgafellssveit. Hann tók við búi fósturforeldra sinna og var bóndi á Ytri- Kóngsbakka til ársins 1987 þeg- ar hann flutti í Stykkishólm þar sem hann bjó til dánardags. Jónas var mikill hestamaður og reið hann út til 87 ára aldurs en áfram voru hestar hans helsta umræðuefni. Útför Jónasar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 14. apríl 2012, og hefst athöfnin kl. 13. 1990, og Laufey Valgeirsdóttir, f. 19. ágúst 1917, d. 6. febrúar 2007. Börn Jónasar og Að- alheiðar eru: 1) Þorsteinn, f. 18. mars 1956, kvænt- ur Kristínu Rut Helgadóttur, f. 30. nóvember 1957; synir þeirra eru: a) Jónas Bergsteinn, f. 25. sept 1988, b) Aðalgeir Bjarki, f. 17. maí 1990, sonur Kristínar er Guðmundur Helgi, f. 4. janúar 1983. 2) Bjarni, f. 11. júní 1958, kvæntur Ólafíu Dröfn Hjálmarsdóttur, f. 11. janúar 1960; börn þeirra eru: a) Heiðar Þór, f. 20. feb 1979, kvæntur Ernu Sigurðardóttur, f. 19. júní 1982; börn þeirra eru Brynja Gná, f. 8. júlí 2002, Íris Birta, f. 18. sept 2004, Harpa Dögg, f. 13. ágúst 2006, og Haukur Orri, f. 7. júlí 2010, b) Helga Hjálm- rós, f. 24. maí 1981, sambýlis- maður hennar er Guðmundur Tómas Friðriksson, f. 25. sept 1981, dóttir þeirra er Alda Dröfn, f. 20. ágúst 2011, dóttir Guðmundar er Tinna Mjöll, f. 13. okt. 2004, c) Jóna Lind, f. 10. jan. 1988, sambýlismaður henn- ar er Einar Franz Ragnars, f. 1. nóv. 1985. 3) Agnar, f. 27. júní Á þessum tímamótum lítur maður til baka, rifjar upp gamlar og góðar stundir frá uppvaxtarár- unum á Kóngsbakka. Þegar við vorum á Blíðfaranum á gráslepp- unni og selveiðunum á vorin út í eyjar að tína egg, allt voru þetta ævintýri þegar maður lítur til baka. Að mörgu leyti var líf þitt stórt ævintýri líka, þótt vinna væri oft erfið og mikil þá var það þitt líf og yndi að hafa nóg að gera og þegar þú varst þreyttur eða fékkst í bakið fórstu bara á hest- bak og komst alheill og hvíldur til baka. Eða þegar þið Bæring fóruð með stiga út í klettana í Bjarn- arhafnarfjalli til að ná í kind sem var í sjálfheldu, margar svipaðar sögur eru til af þér og mágum þín- um í Bjarnarhöfn þegar þið voruð að hjálpa hverjir öðrum, margar ótrúlegar svaðilfarir sem urðu að ævintýrum og skemmtisögum. Á aðeins átta árum byggðuð þið upp jörðina, hlöðu, fjós og fjárhús og stuttu seinna var húsið stækkað og tekið í gegn. Hestarnir voru þér alltaf þér ofarlega í huga og þegar þið ákveðið að flytja í Hólm- inn var það þitt fyrsta verk að kaupa hesthús og síðan íbúðar- hús. Árin þín hér í Hólminum urðu 25 og þú nýttir þau vel með- an heilsan leyfði við að ríða út og stússa í hestunum og hafa hesta- kaup öðru hvoru, það var toppur- inn. Ekki vantaði hjálpsemina, ef maður nefndi við þig að maður væri að fara að gera eitthvað þá kom ekki til greina annað en að þú kæmir og hjálpaðir, sama hvað það var, þó þú værir kominn langt á níræðisaldur. Það var mikil breyting hjá þér þegar þú misstir bílinn og þurftir að fara á dvalarheimilið, hestur- inn, bíllinn og heimilið, allt hvarf sama daginn og ekki skrítið að því þér mislíkaði það, en tíminn lækn- aði þau sár þín og þú sættir þig við orðinn hlut. Samt léstu nú heyra í þér öðru hvoru á dvaló en var það ekki bara nauðsynlegt að siða stelpurnar aðeins til. Hafðu þökk fyrir alla hjálpina og gangi þér vel á nýjum slóðum, ég sé þig fyrir mér, búinn að finna klárana þína og farinn að þeysa um grundirnar á þeim. Þinn sonur, Agnar. Elsku Jónas tengdapabbi er fallinn frá á 92. aldursári, saddur lífdaga. Mér er það ljúft og skylt að láta hugann reika um fyrstu kynni mín af þeim heiðurshjónum Heiðu og Jónasi á Kóngsbakka. Það var einn góðviðrissunnudag í mars 1974, fyrir 38 árum. Ég og fjölskylda mín vorum að borða sunnudagssteikina heima í Hamrahlíðinni þegar pabbi spyr mig hvort ekki væri tilvalið að nota svona góðan dag til að keyra inn í sveit og vita hvort við fengj- um að fara á hestbak. Þennan sunnudag hófst nýtt tímabil í mínu lífi. Eins og venja var svignuðu borðin hjá húsfreyjunni, Heiðu á Kóngsbakka, sem okkur var boðið til. Eftir kræsingarnar var farið niður í fjós þar sem Jónas var að leggja á hrossin og lék á als oddi eins og hans var von og vísa. Ég var sett á brúnstjörnótta hryssu sem ég heillaðist af. Svo leið að vori. Hinn 2. júní rann ferming- ardagurinn upp. Heiða og Jónas komu brunandi með Stjörnu mína, minn fyrsta hest, sem var fermingargjöfin frá mömmu og pabba. Ég heillaðist af Jónasi strax í byrjun, alltaf kátur og glaður með blik í augum og hann varð mín fyrirmynd í hesta- mennskunni. Það sem Jónas sagði voru lög í mínum eyrum. Svo liðu árin við leik og hestamennsku en það var ekki mitt eina happ frá Jónasi að fá fyrsta hestinn minn frá honum heldur fékk ég líka strákinn hans, hann Bjarna minn. Ég á því Jónasi mikið að þakka. Margar hestaferðirnar fórum við svo saman við hjónin, börnin okk- ar, Jónas og pabbi auk margra vel valinna og góðra ferðafélaga í gegnum árin. Það kom í hlut mömmu og Heiðu að trússa og passa börnin. Ég veit það fyrir víst að ferðirnar á Landsmót hestamanna, norður á Vindheima- mela 1990 og suður á Hellu 1994 ásamt ótal mörgum ferðum á Kaldármela voru bestu ferðalögin þeirra Heiðu og Jónasar. Það var ómetanlegt fyrir börnin okkar að njóta þess alla sína æsku og fram á fullorðinsár að vera með þeim í slíkum ferðum sem mótaði þau til framtíðar. Jónas var söngelskur og mikill selskapsmaður og var það hans yndi að sitja undir berum himni á fallegu sumarkvöldi og syngja með góðu fólki. Þá var ávallt sung- ið Undir bláhimni og Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Jónas var mikill barnakarl og gladdi það hann mjög síðustu árin þegar langafabörnin komu í heimsókn, sungu fyrir hann eða gáfu honum listaverk eftir sig. Það gladdi hann jafnframt mjög að heyra hversu dugleg þau væru að fara á hestbak, því þá vissi hann að ræktunin, bæði á mönnum og hestum, gengi vel og væri á réttri braut. Elsku Jónas minn, ég gæti skrifað endalaust um góðar og ánægjulegar minningar um þig vegna þess að við vorum einstak- lega náin tengdafeðgin alla tíð og aldrei bar skugga á okkar vináttu á okkar 38 ára samferð. Ég veit það verður tekið vel á móti þér á nýjum stað þar sem þú verður laus úr þreyttum og lúnum lík- ama. Ég sé þig fyrir mér þeysa um á horfnum gæðingum. Þannig ætla ég að muna þig kæri tengda- pabbi. Að lokum vil ég þakka kær- lega fyrir mig og mína. Ég tek of- an fyrir þér Jónas á Kóngsbakka. Blessuð sé minning um kæran tengdapabba. Þín Ólafía Dröfn. Elsku afi minn. Það er mjög skrítið að koma upp á dvalarheim- ili og heimsækja ömmu og þú ert hvergi. Þú varst og verður alltaf svo skemmtilegur, stríðinn og fyndinn. Ég man vel eftir því þeg- ar þú varst að gretta þig og ég tók fullt af myndum af þér. Þú varst alltaf að fíflast í mér og þú varst rosalega skemmtilegur og góður við mig. Afi, það er mjög erfitt að þú sért farinn. Þegar ég kom upp á spítala til þín daginn áður en þú lést þá brosti ég til þín og fékk ég þá bros frá þér sem var þitt síð- asta bros og gladdi mig mikið. Ég á alltaf eftir að elska þig og mér á alltaf eftir að þykja vænt um þig afi minn. Hvíldu í friði elsku afi. Þitt barnabarn, Guðrún Bergmann. Elsku Jónas afi, þá er komið að leiðarlokum. Þegar ég sit hér með pennann og minnist þess sem við gerðum saman eftir að ég flutti í Hólminn með foreldrum mínum og systr- um 1991 rifjast margt upp. Við fórum í marga reiðtúra frá hesthúsunum í Stykkishólmi upp á Ögur og alltaf kenndir þú mér eitthvað nýtt um hestana í hvert skipti sem við fórum saman þang- að uppeftir, á Vindu og Leira eða Hnokka og Smára. Ferðirnar á Kaldármela og út í hvamm í Bjarnarhöfn eru mjög minnis- stæðar og ég man alltaf hversu ánægður þú varst þegar ég gat sett hnakkinn á sjálfur og farið á bak án þess að einhver héldi í tauminn. Takk fyrir allt elsku Jónas afi. Ef þú ferð á undan mér yfirí sælli veröld, taktu þá á móti mér með þín sálarkeröld (Þórbergur Þórðarson) Takk fyrir allt, elsku Jónas afi. Jón Beck Agnarsson. Í dag kveðjum við hann Jónas afa. Við ólumst upp með þér á næsta sveitabæ fyrstu árin, svo enduðum við á því að búa í sömu götu og þið amma. Við systkinin vorum stundum í pössun hjá ykk- ur og fannst okkur það alltaf gam- an. Oft fengum við að fara með þér á hestbak og þú lést okkur alltaf fara á hestinn hennar ömmu, hann Leira, rosalega góð- ur hestur sem rétt hreyfði sig, en þá urðum við ekki hræddar. Það var alltaf gaman á jólunum þegar þið amma komuð til okkar og það verður skrítið að hafa þig ekki á jólunum eins og hefur verið síðan við systur fæddumst. Það er þungbært að þú hafir ekki fengið að hitta litla prinsinn hennar Sifjar sem fæddist 5. apríl en við systur munum segja honum frá þér þegar hann eldist. Jón Agnar talar mikið um þig og minnist þín í öllum bænum sínum á kvöldin og mun ég halda uppi minningunni um þig, við bæði Jón Agnar og Kristin Mána. Elsku afi, hvíldu í friði og við vitum það að þú ert á betri stað núna, en við munum sakna þín. Við kveðjum þig með þessu flotta ljóði. Þér kær var þessi bændabyggð, þú battst við hana ævitryggð. Til árs og friðar – ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Þín barnabörn og barnabarna- börn, Rut, Sif, Jón Agnar, Kristinn Máni og litli Sifjarson. Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein Sólin er sest í jarðnesku lífi góðs mágs og vinar. Vorið 1951 varpaði Skjaldbreið akkerum á Kumbarvogi, hinni fornu höfn Bjarnarhafnar, með stórfjölskylduna frá Asparvík á Ströndum um borð. Þeir höfðu safnast þar saman ungu piltarnir úr Helgafellssveitinni til þess að rétta hjálparhönd við uppskip- unina. Jónas kom inn í líf fjöl- skyldunnar frá fyrstu stundu í nýjum heimkynnum. Elsta systir okkar Aðalheiður var þá 18 ára, rösk og glæsileg stúlka og vön að taka til hendi á stóru heimili. Sú góða saga er sögð að Heiða hafi rétt eldavélina þeirra afa og ömmu upp á borðstokkinn og sagt „taki nú einhver við“. Jónas var þá næstur og tók á móti. Víst er um það, að saman héldu þau undir eldavélina þegar henni var skipað á land. Hvort ástin hafi kviknað á milli þeirra við Skjaldbreið með eldavélina á milli sín skal ósagt látið. Jónas var afburða knapi og átti góða reiðhesta. Í þann tíma var það eitt helsta gaman ungs fólks að fara í útreiðartúra á sunnudög- um. Reiðtúrarnir með Jónasi eru ógleymanlegir; upp í Botna, að Írafelli eða í kringum Bjarnar- hafnarfjall. Ávallt var Jónas í far- arbroddi, ríðandi á Jarp sínum, sem bar af öðrum hestum. Og þegar áð var tóku allir lagið eða hlupu í skarðið. Á heimleiðinni þegar dró að kveldi voru Jónas og Heiða allt í einu orðin þau síðustu í hópnum. Heiða var þá komin á Jarp. Hópurinn hélt áfram. Jónas og Heiða tóku saman og hún flutti að Kóngsbakka til Jón- asar. Áfram var Jónas sami ær- inginn, hinn góði félagi, ávallt reiðubúinn. Við minnumst varla hjálpfúsari eða glaðlyndari manns. Við krakkarnir dáðum Jónas. Hann tók öllum sem jafn- ingjum og hvatti okkur. Minningarnar eru margar og góðar: Þegar Jónas kom með dráttarhestana sína og sláttuvél- ina og sló túnið. Við áttum þá eng- an vélakost. Þegar hrossin, hálf- villt stóð, voru rekin saman niður í fjöru, sett út í bát og flutt til vetrarvistar í eyjar. Biluð ljósavél sem þurfti að skrúfa í sundur, þótt það tæki daginn og nóttina. Sækja hross í stóðið upp á fjall eða út á Botna, reka féð til slátr- unar, smala til rúnings. Alltaf var Jónas kominn og með bros á vör. Eftir að við Ingibjörg hófum búskap í Bjarnarhöfn nutum við góðrar sambúðar við Jónas, Heiðu og fjölskylduna. Jónas bauð Bjarna elsta syni okkar að velja sér fyrstu kindina, hana Móru sem varð ættmóðir fjár- stofnsins hans í Bjarnarhöfn. Jónas lifði og hrærðist í hross- um, átti góða gæðinga og vann glæsta sigra á vettvangi hesta- mennskunnar. Til síðasta dags hélt Jónas glampa í augum og bauð upp á hestakaup. Á níræð- isafmælinu kom fjölskyldan og vinir Jónasar saman og glöddust. Og Jónas brást ekki sínum, held- ur hreif alla með sinni tæru og hljómmiklu söngröddu. Nú kveðjum við góðan mág og vin og þökkum honum samferð- ina. Jónas auðgaði lífið, hann bar með sér gleði, kærleika og reisn. Þar var það hann sem gaf. „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonar hýrri brá“ Við sjáum í anda Jónas á Kóngsbakka, stoltan og glaðbeitt- an taka töltsprettinn á honum Jarp og hleypa út í hið eilífa, græna vor. Blessuð sé minning Jónasar Þorsteinssonar á Kóngsbakka. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Elsku afi okkar, Jónas á Kóngsbakka, hefur kvatt þennan heim. Ótalmargar minningar koma upp í hugann, flestar tengd- ar hestamennsku, leik og starfi í sveitinni á Kóngsbakka. Við átt- um svo margar frábærar sam- verustundir með honum í gegnum árin. Fórum með honum í hesta- ferðir á hverju einasta sumri allt frá því við vorum smábörn og fram á fullorðinsár, ýmist á Snæ- fellsnesinu eða landshluta á milli. Þessar ferðir eru okkur ógleym- anlegar og teljum við það vera al- gjör forréttindi að hafa fengið að kynnast honum með þessum hætti, hann var í senn vinur okkar og afi. Alltaf reiðubúinn að hjálpa okkur og aðstoða. Við vorum oft á hestum frá afa, hann var alltaf til í að lána okkur þá hesta sem við vildum og hentuðu hvort sem okkur vantaði hest í ferð eða á keppnisvöllinn. Afi var alltaf fyrstur manna á öll hestamót og fylgdist hann með okkur meðan við vorum að keppa. Við komum mikið til ömmu og afa út á Kóngsbakka. Í sveitinni var ætíð í nógu að snúast, báts- ferðir með hross út í eyjar, eggja- tínsla, lundaveiðar, heyskapur, sauðburður og smalamennskur. Ekki má gleyma hestakaupaferð- unum. Afi var ekki búinn að vera lengi á mannamótum þegar heyrðist kallað hestakaup! Við komum líka mikið til ömmu og afa eftir að þau fluttu í Hólminn. Það var alltaf notalegt að vera hjá þeim og var dekrað við okkur. Okkur var skutlað þangað sem við þurftum að fara, afi tók ekki annað í mál, þá var sest inn í Löd- una og þeyst af stað og máttu aðr- ir í umferðinni passa sig! Þetta voru allt ánægjulegar stundir sem gleymast seint. Það stendur upp úr minningunni hvað hann var alltaf hress, glettinn og tilbú- inn til þess að bregða á leik með viðstöddum. Hestar, hestakaup og hrossastúss voru hans líf og yndi allt fram á síðasta dag. Hann spurði oft glettinn á svip þegar við heimsóttum hann á dvalar- heimilið hvort við hefðum nokkuð rekist á klárana hans á leiðinni. Afi hafði mjög gaman af börn- um. Það glaðnaði alltaf yfir hon- um þegar langafabörnin komu í heimsókn. Hann gantaðist í þeim og stríddi. Minningin um hann verður haldin í heiðri og eiga börnin okkar eftir að fá að heyra margar sögur um afa á Kóngs- bakka. Elsku afi okkar. Það er alltaf erfitt að kveðja en við vitum að þú varst tilbúinn að kveðja og feginn hvíldinni. Góðir vinir og fallnir gæðingar munu taka á móti þér og þú munt ríða í hlaðið á hvítum hesti! Blessuð sé minning þín. Undir bláhimni blíðsumars nætur barstu’ í arma mér rósfagra mey. Þar sem döggin í grasinu grætur, gárast tjörnin í suðrænum þey. Ég var snortinn af yndisleik þínum, ástarþráin er vonunum felld. Þú ert ljósblik á lífshimni mínum, þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld. Ég vil dansa við þig meðan dunar þetta draumblíða lag sem ég ann. Meðan fjörið í æðunum funar, og af fögnuði hjartans sem brann. Og svo dönsum við dátt, þá er gaman meðan dagur í austrinu rís. Og svo leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. (Magnús K. Gíslason) Þín barnabörn, Heiðar Þór, Helga Hjálmrós og Jóna Lind. Jónas á Kóngsbakka var kátur kall, kankvís, spaugsamur og sá yfirleitt björtu hliðarnar á hlut- unum. Það er gott að vera í návist slíkra manna. Ég var svo heppinn að eiga hann fyrir nágranna í ein átta sumur þegar ég var í sveit á Innri-Kóngsbakka og síðar meir hittumst við reglulega. Það var ekki leiðinlegt að fara með Jónasi í göngur og hann hélt þeim sið allt þar til hann var um 85 ára gamall. Þegar við hittumst síðast í göngum var hann akandi, treysti sér ekki til að sitja hest, en hann var staðráðinn í því að næsta haust skyldi hann koma vel ríðandi. Það gekk nú reyndar ekki eftir, en hugurinn var sterk- ur þótt líkamlegt þrek væri farið að þverra. Jónas bjó um árabil á Ytri- Kóngsbakka og tún Kóngsbakka- bæjanna liggja saman, það var mikill samgangur á milli bæj- anna. Heimilisfólkið hittist reglu- lega og fyrir yngri kynslóðina var ekki ónýtt að geta hlaupið á milli bæja. Þannig háttaði til að enginn var bíllinn á Innri-Kóngsbakka, en Jónas átti alltaf góða bíla og hann var ólatur að skutla fólki inn í Hólm, á héraðsmót eða aðrar samkomur. Þegar staðið var í byggingaframkvæmdum komu menn í vinnu hvor hjá öðrum, aldrei mátti minnast á borgun, þetta var vinargreiði sem ein- hvern tíma yrði gerður upp með annarri vinnu. Margar hendur unnu létt verk. Áburðardreifara áttu bæirnir sameiginlega og það var alveg í föstum skorðum á hvaða tíma hvor ætti að nota hann, það þurfti ekki að ræða. Tvær eyjar áttu bæirnir saman, Björn á Innri-Kóngsbakka sá um selveiðina og þeim hlut var skipt á milli bæjanna, það var í þann tíma að hátt verð var á selskinn- um. Verkaskiptingin var skýr. Jónas tók við búi á Ytri- Kóngsbakka af föður sínum og byggði þar upp myndarleg hús. Auðséð var að það voru hestarnir sem Jónas hafði mest yndi af í bú- skapnum. Hann átti alltaf góða hesta, byrjaði snemma að höndla með hross og var séður kaupmað- ur á því sviði. Hann var þrekmik- ill og sprettharður ef til þurfti að taka. Áhlaupamaður til allra verka. Ólatur að segja frá gamla tímanum og hvað hlutirnir höfðu breyst hratt á hans ævi. Ólafur faðir minn og Jónas voru jafn- aldrar og fermingarbræður frá Helgafelli 1934, og þeir höfðu gaman af því að rifja upp þá tíma. Jónas Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.