Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 ✝ Valdís Magn-úsdóttir fædd- ist á Hellissandi 23. maí 1931. Val- dís lést á Land- spítalanum við Hringbraut 3. apr- íl 2012. Foreldrar Val- dísar voru Kristín Oddsdóttir og Magnús Hjart- arson, Hellisandi. Valdís var einkabarn þeirra hjóna en átti hálfsystur, Krist- ínu Skúladóttur, sem er látin. Móðir Valdísar hafði átt Krist- ínu áður en hafði misst unn- usta sinn Skúla Rögnvaldsson af slysförum. Valdís giftist Sigurði Krist- jónssyni útgerðarmanni 25. desember 1958. Börn Valdísar og Sigurðar eru: Kristín Magnea Sigurðardóttir f. 28 júní 1952 og Sig- urður Valdimar Sigurðsson f. 30. mars 1961. Kristín Magnea er gift Svanbirni Stef- ánssyni og eiga þau þrjú börn: Sigurð Magnús f. 1973, hann á tvo syni, Valdísi f. 1976, hún á þrjá syni og Dröfn f. 1983, hún á eina dóttur. Sigurður Valdimar er giftur Kristínu Björk Marísdóttur og eiga þau fjögur börn: Leu Hrund f. 1980, hún á tvær dætur og tvo syni, Sif f. 1981, hún á eina dóttur, Magnús Darra f. 1991 og Gils Þorra f. 1992. Útför Valdísar fer fram frá Ingjaldshólskirkju í dag, 14. apríl 2012, og hefst kl. 11. Elsku amma hefur kvatt okk- ur eftir mikla og hetjulega bar- áttu, hún tókst á við veikindin sín af miklu æðruleysi. Okkur langar að minnast hennar með örfáum góðum orðum og vel völdum minningum. Það var alltaf gaman að fara til ömmu í kaffi og spjalla um daginn og veginn og var alltaf stutt í hláturinn og skopskynið hjá henni. Hún hafði sérstaklega mikið skopskyn fyrir sjálfri sér, gerði óspart grín að sér. Hún var brosmild, skemmtileg og einkar hreinskiptin kona. Þegar við settumst niður og fórum að rifja upp minningarnar þá situr margt skemmtilegt eftir. Þegar mamma fór aftur til vinnu eftir að Gils sá yngsti fæddist tók amma að sér að passa hann þangað til hann komst á leikskóla, og þótti ömmu einstaklega gaman að gefa hon- um að borða þar sem hann var svo mikið matargat. Hún var mikil barnagæla og gladdist hún alltaf þegar við systurnar kom- um með börnin okkar í heim- sókn. Þá laumaði hún oft einum kandísmola til þeirra. Við vorum alltaf með henni og afa um jól og áramót. Jólin byrj- uðu alltaf þannig að við systkinin fórum á Lionshappadrættið með miðana sem afi keypti fyrir okk- ur og enduðum svo á Munaðar- hólnum hjá ömmu í skötuveislu, en þegar skatan var komin í magann þá máttu jólin koma. Við mamma og systkinin fórum í messu með afa á aðfangadag á meðan pabbi og amma lögðu lokahönd á jólamatinn. Á jóladag fórum við svo alltaf á Munaðar- hólinn í svínakótelettur í raspi. Þar var setið frameftir, spjallað og spilaður manni eða kani. Amma hafði einstaklega gaman af því að spila og var mikið hleg- ið. Amma var mikil félagsvera og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig. Það eru ein jól sem sitja sérstaklega föst í minni okk- ar en það var þegar amma og afi ákváðu að vera á Kanaríeyjum um jól og áramót. Það voru ansi skrítin jól, því í okkar huga voru ekki jól nema komast til ömmu og afa í skötuveislu og kótelettur, þeirra var sárt saknað. Í gegnum ömmu og afa feng- um við systkinin að kynnast mat- argerð fyrri tíma, sem telst frek- ar óhefðbundinn matur nú til dags en vert er að nefna skötuna, vélindun, sviðin, hrogn og lifur, kúttmagana og rúllupylsuna. Einnig má nefna hinar ógleym- anlegu rúsínukökur, loftkökunar og randalínuna góðu. Það var mikil hefð að taka slátur og fengum við systur að taka þátt í því. Við erum þakklát ömmu fyrir að kynna okkur þess- ar gömlu hefðir og munum við reyna að halda í þær. Einnig fór- um við alltaf saman í hina árlegu fjölskylduveiðiferð í Miðá í Döl- um og höfum við gert það frá því við munum eftir okkur. Þó amma sjálf væri ekki mikil veiðikona þá fylgdi hún afa veiðimanni alltaf og beið mjög spennt eftir að sjá hver afli dagsins var. Einnig sá hún til þess þegar heim var kom- ið eftir langan dag að matur væri á borðum. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig amma barðist allt til síð- asta dags, við söknum þín amma og elskum þig. Við viljum biðja Guð að styrkja elsku afa, klettinn hennar ömmu, í sorginni en hann er búinn að standa sig eins og hetja í baráttunni með ömmu. Við erum stolt af þér, afi. Hvíldu í friði, elsku amma. Lea Hrund, Sif, Magnús Darri og Gils Þorri. Það er sárt að kveðja þig í hinsta sinn, elsku Dídí frænka mín, en ég er þakklát að við gát- um talað saman í síma fyrir stuttu. Þá hljómaðir þú svo já- kvæð, svo hugrökk og æðrulaus eins og reyndar alltaf, þrátt fyrir langvarandi veikindastríð. Það var aldrei þinn háttur að láta í minni pokann og gefast upp. Valdís var sterk og svipmikil kona sem bjó yfir sérstakri feg- urð. Hún giftist sómamanni og öðlingi þar sem Sigurður var. Hann vildi allt fyrir hana gera. Þau voru sérlega samrýmd, góðir vinir og félagar. Þau fóru í sólar- landaferðir tvisvar á ári, sem alltaf var mikið tilhlökkunarefni hjá þeim. Þau fóru saman í lax- veiði og unnu saman við rekstur útgerðarinnar. Þau voru óað- skiljanleg. Valdís missti móður sína þeg- ar hún var innan við tvítugt sem var mikið áfall fyrir unga stúlku. Móðir mín Sveinsína, móðursyst- ir Valdísar, reyndist henni þá mjög vel og var Valdís oft mikið hjá Sínu eins og hún var ávallt kölluð. Það má segja að hún hafi komið henni í móðurstað þegar á reyndi. Sama má segja um móð- ur mína. Valdís fyllti tómarúmið í tilveru hennar eftir að ég, einka- dóttirin, fór ung til Bandaríkj- anna. Með þeim skapaðist mikill kærleikur sem entist alla ævi og dvaldi móðir mín oft hjá þeim í góðu yfirlæti. Þær fóru til dæmis saman í berjamó á haustin í dásamlegu berjalautirnar undir Jökli. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir kærleika og umhyggju þína gagnvart móður minni í fjarveru minni. Þú varst trygg vinum þín- um. Ég lagði í kistuna þína lítinn fallegan rauðan vorlauk úr garð- inum hennar mömmu á Hlíðar- veginum sem hún ræktaði sjálf á meðan hún var á lífi. Hann kíkti einn upp úr moldinni á undan öll- um hinum og blómstraði daginn fyrir kistulagninguna. Það var sem ábending um tilgang hans. Mér fannst það því viðeigandi. Elsku Dídí, þetta var kveðja frá mömmu til þín. Ég þakka að endingu fyrir all- ar góðu stundirnar með þér, elsku Valdís. Hvenær sem mann bar að garði, oft á tíðum óvænt, var borinn fram heitur matur, heimagerð rúllupylsa, berjasaft, heimabakstur og reyktur lax sem Siggi hafði veitt. Það var alltaf nóg til í búrinu þínu. Við hjónin fórum í eina slíka veiðiferð með Sigga og Dídí fyrir þremur árum, í Miðá í Dalasýslu, og vorum þar í nokkra daga. Það var skemmtileg ferð sem við munum aldrei gleyma. Við Valdís hugsuðum um matinn og möluð- um allan daginn á meðan karl- arnir drógu laxinn á land. Þetta eru góðar minningar. Elsku Siggi og fjölskylda, megi guð varðveita ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Sigríður Lúthersdóttir, Sveinn Þórðarson og fjölskylda. Ég vil í örfáum orðum minnast minnar kæru frænku Valdísar Magnúsdóttur sem lést á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi hinn 3. apríl sl. Ég á mjög kærar minningar frá heimili hennar en þar var ég tekinn strax sem einn af fjöl- skyldunni þegar ég dvaldi þar sem unglingur. Það sem var ein- kennandi í fari Valdísar var hreinskilni og hispursleysi. Hún var ákaflega hjálpsöm kona, enda átti hún ekki langt að sækja það því að Magnús Hjart- arson faðir hennar var ákaflega greiðvikinn og hjálpsamur mað- ur og var alltaf mjög náið og kærleiksríkt samband á milli þeirra. Valdís stóð reyndar aldrei ein með annan eins mann og Sigurð eiginmann sinn sér við hlið, enda voru þau hjónin einstaklega sam- hent í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Árum saman stundaði Sigurð- ur sjómennsku og var langdvöl- um að heiman og varð Valdís þá að vera bæði húsmóðir og hús- bóndi á heimilinu. Það er sárt að sjá á bak góðri og ástríkri eiginkonu, elskulegri og umhyggjusamri móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Valdísi frænku mína, þakka henni fyrir samveruna og allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Megi algóður Guð vaka yfir fjölskyldu Valdísar. Hvíli hún í friði. Guðmundur Kr. Þórðarson. Valdís Magnúsdóttir Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MATTHÍASAR GUÐMUNDSSONAR. Ingunn Egilsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Guðmundur Kristinsson, Helga Matthíasdóttir, Valmundur Gíslason, Erna Matthíasdóttir, Víðir Bergmann Birgisson, Egill Matthíasson, Linda Lek Thieojanthuk, barnabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts elskulegrar dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku, BRYNJU SVANDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Þverholti 5, Vopnafirði. Guð blessi ykkur öll. Kristján Magnússon, Guðfinna Kristjánsdóttir, Magnús Kristjánsson, Anna Dóra Halldórsdóttir, Signý Björk Kristjánsdóttir, Höskuldur Haraldsson og fjölskyldur. ✝ Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, bróður og vinar, BÁRÐAR HALLDÓRSSONAR bólstrara og fyrrv. húsvarðar. Guð blessi ykkur öll. Kristján Viðar Bárðarson, Kristín Kristjánsdóttir, Halldór Bárðarson, Sigríður Kristinsdóttir, Stefán Þór Bárðarson, Elín Björg Ásbjörnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, systkini, Hulda Finnlaugsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, GUÐGEIRS INGVARSSONAR, Mánatröð 8b, Egilsstöðum. Sérstakar þakkir til þeirra sem lögðu okkur til ómetanlega aðstoð við útför, minningarathöfn og erfidrykkju. Ingvar Smári Guðgeirsson, Guðný Elísa Guðgeirsdóttir, Elín Helga Guðgeirsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra SKARPHÉÐINS ARNAR ÁRSÆLSSONAR. Erla Inga Skarphéðinsdóttir, Helgi Valur Helgason, Sara Ósk Ársælsdóttir, Magnús Ómarsson, Helga Vala Helgadóttir, Helma Ýr Helgadóttir, Ólafur Erling Ólafsson, Skarphéðinn Guðmundsson, Guðbjörg Axelsdóttir, Erla Ársælsdóttir, Salka Dögg Magnúsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför sonar okkar, stjúpsonar, bróður og mágs, KRISTJÁNS PÉTURS GUÐMUNDSSONAR, Hjallalundi 17f, Akureyri. Helga Þóra Kjartansdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Anna Karin Júlíussen, Hrefna Guðmundsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Emilía Gunnarsdóttir. ✝ Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Bjallavaði 17. Magnína Sveinsdóttir, Magnús H. Sigurðsson, Jóhanna Þ. Olsen, Sveinn Sigurðsson, Halla Garðarsdóttir, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Benedikt Þór Kristjánsson og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, BIRNU ODDSDÓTTUR meinatæknis, áður til heimilis að Kleppsvegi 26. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða, Hlíðabæjar og Sinnum heimaþjónustu. Einnig til ættingja og vina sem studdu hana í veikindum hennar. Sigríður Kristín Birnudóttir, Ingvi Már Pálsson, Emilía, Karítas og Lovísa Ingvadætur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.