Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Hljómsveitin 10cc var ein af merk-
ari sveitum áttunda áratugarins,
skipuð smellasmiðum sem höfðu
allir starfað á bak við tjöld tónlist-
arbransans í þónokkur ár, sem
lagasmiðir og leiguspilarar. Sveit-
in átti blómaskeið sitt þá en hefur
starfað fram á þennan dag í ýms-
um myndum … og hefur reyndar
aldrei haft meira að gera, segir
Gouldman
Gamlir og ungir
-Hvernig komu þessir tónleikar
eiginlega til?
„Hmmm … ég eiginlega veit það
ekki ef ég á að vera hreinskilinn.
Það var bara haft samband við
umboðsskrifstofuna. Þeir segja
okkur hvert við eigum að fara og
við förum. Við bara hlýðum
(hlær).“
-Það er rífandi gangur í bandinu
um þessar mundir, ekki rétt?
„Jú, það er alltaf meira og
meira að gera. Við höfum gaman
af þessu og svo lengi sem það er
eftirspurn þá sinnum við henni.“
-Hver er skýringin? Endurnýj-
aður áhugi á tónlist frá áttunda
áratugnum eða …
„Já, ætli það ekki. Hún er svo-
lítið forvitnileg, samsetningin á
áhorfendahópnum. Við fáum þetta
fólk sem fylgdist með okkur í upp-
hafi en líka slatta af ungu fólki.
Ég spyr sjálfan mig, af hverju?
Ólst það upp við þessa tónlist,
finnur það þetta á netinu? Ég veit
það ekki. En ég fagna því að það
komi líka.“
-Hljómsveitin virðist vera í
miklum metum hjá „tónlist-
arnördum“ sem spá mikið og
spekúlera í bandinu. Menn sem
lesa blöð eins og Record Collector
líkt og það væri biblían sjálf …
„(Hlær) … já, og þeir eiga von á
góðu í ár þar sem við fögnum 40
ára afmælinu. Það kemur út veg-
legur safnkassi, fyrsti safnkassinn
sem er helgaður bandinu.“
Hinn hugsandi maður
-Það er oft talað um 10cc sem
hljómsveit hins hugsandi manns.
Textar oft glúrnir og sniðuglegar
vísanir í poppsöguna í lagasmíð-
unum. Hvað segir þú um þá
mynd? Var þetta meðvitað?
„Nei. Við vorum bara að hugsa
um að búa til góð lög og góðar
plötur. Þetta var ekkert planað
eða neitt. Farsældin var ómeð-
vituð ef svo mætti segja.“
-Það er merkilegt að í upp-
runalega bandinu voru allir með-
limir lagasmiðir. Þú og Eric Stew-
art voruð teymi og síðan Kevin
Godley og Lol Creme …
„Við komum allir úr mjög ólík-
um áttum og vorum undir áhrifum
frá mismunandi hlutum þó að við
ættum um leið ýmislegt sameig-
inlegt. Dýrkuðum eðlilega allir
Bítlana, Beach Boys og slíkar
snilldarsveitir. En tónlistin sem
við gerðum var bara fyrir okkur.
Við vorum ekki að elta neina
tískustrauma eða slíkt.“
-Hvernig varð bandið eiginlega
til upprunalega? Þið voruð allið
leiguspilarar, upptökustjórar, út-
setjarar og lagasmiðir en það
snerist allt um aðra listamenn.
„Við vorum alltaf að vinna í
hljóðverinu okkar, Strawberry
Studios í Stockport, og þegar það
var frír tími þar settumst við nið-
ur, sömdum lög og hljóðrituðum
þau. Og einn daginn föttuðum við
allt í einu að þetta væri bara
nokkuð gott. Og byrjuðum að gefa
út sem 10cc. Og restin er í sögu-
bókunum.“
Hræðileg föt og hár
-Hvernig upplifðir þú eiginlega
þennan áratug tónlistarlega, þ.e.
áttunda áratuginn?
„Þetta var mjög fjölbreytilegt.
Það var proggrokk og þessi há-
timbraða tónlist öll. En svo var
líka glyspoppið, hljómsveitir eins
og Sweet sem bjuggu til frábær
popplög. Þetta var mjög áhuga-
verður áratugur … hann var
reyndar alveg hræðilegur þegar
kom að fötum og hári. Því miður
eru til ljósmyndir og myndbönd
sem sanna þetta. Það eru álögin
sem fylgja því að vera í hljómsveit
sem starfaði á áttunda áratugn-
um.“
„Farsældin var ómeðvituð“
10cc heldur tónleika í Háskólabíói 21. apríl Morgun-
blaðið ræddi við Graham Gouldman sem leiðir sveitina í dag
Leiðtogi Graham Gouldman er eini upprunalegi meðlimurinn í dag.
Í árdaga Gouldman segir að föt og hár hafi ekki verið til prýði í þá daga.
NÝTT Í BÍÓ
MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND Í
SAM WORTHINGTON ROSAMUND PIKE RALPH FIENNES LIAM NEESON
ÁLFABAKKA
12
14
14
12
12
12
12
12
12
12
12
VIP
L
L
L
L
L
L
7
7
AKUREYRI
BATTLESHIPKL. 1 - 3 - 5:20 - 8 - 10:40 2D
BATTLESHIP VIPKL. 3 - 5:20 - 8 - 10:40 2D
COLDLIGHTOFDAYKL. 5:50 - 8 - 10:40 2D
AMERICANPIE KL. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 2D
WRATHOF TITANSKL. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 3D
FRIENDSWITHKIDS KL. 5:50 2D
GONE KL. 8 2D
JOHNCARTER KL. 10:40 2D
FJÖRFISKARNIRM/ÍSL.TALI KL. 1:30 - 3:40 2D
JOURNEY2 KL. 1:30 - 3:40 2D
DÝRAFJÖR3D M/ ÍSL. TALI KL. 1 3D
THEMUPPETSMOVIE KL. 1 2D
L
L
L
14
12
12
KRINGLUNNI
LA TRAVIATAÓPERAÍBEINIÚTSENDINGU KL. 5
COLDLIGHTOFDAYKL. 5:50 - 8:30 - 10:40
(SÝNDSUNNUD.KL. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10)
WRATHOF THE TITANSKL. 8 - 10:10
(SÝNDSUNNUD.KL. 5:50 - 8 - 10:10)
GONEKL. 5:50 - 8 - 10:10 2D
FJÖRFISKARNIRM/ÍSL.TALI KL. 3:40 2D
DÝRAFJÖR3DM/ÍSL.TALI KL. 3:40 3D
3D
3D
2D
FRÍÐAOGDÝRIÐ ÍSL TAL KL. 2 3D
TITANIC3D KL. 4 3D
THECOLDLIGHTOFDAY KL. 8 - 10:10 2D
FJÖRFISKARNIR KL. 2 2D
FRIENDSWITHKIDS KL. 4 2D
JOHNCARTER KL. 17:40 2D
GONE KL. 8 2D
WRATHOF THE TITANS KL. 10:10 2D
16
14
12
12
12
L
L
L
KEFLAVÍK
BATTLESHIP KL. 8 2D
COLDLIGHTOFDAY KL. 10:40 2D
GONE KL. 8 2D
AMERICANPIE : REUNION KL. 5:30 2D
SVARTURÁLEIK KL. 10 2D
LORAXM/ÍSL.TALI KL. 1:30 - 3:30 3D
FRIENDSWITHKIDS KL. 5:50 2D
SKRÍMSLI Í PARÍSM/ÍSL.TALI KL. 2 - 4 2D
EGILSHÖLL
16
7
12
12
12
L
L
L
12
BATTLESHIP 2 - 2:50 - 5:10 - 8 - 10:10 - 10:502D
THECOLDLIGHTOFDAYKL. 5:50 - 8 - 10:20 2D
TITANIC KL. 8 3D
WRATHOF THE TITANS KL. 5:40 - 8 2D
PROJECT X KL. 5:50 2D
JOHNCARTER KL. 3 2D
JOURNEY2 KL. 1 - 3. 2D
FJÖRFISKARNIR KL. 1 2D
FRÍÐAOGDÝRIÐ KL. 1 3D
12
L
L
SELFOSS
16SVARTURÁLEIK KL. 6 - 8 - 10:10
GONE KL. 6 - 8 - 10:10
PUSS INBOOTSM/ÍSL.TALI KL. 2 - 4
FJÖRFISKARNIRM/ÍSL.TALI KL. 2 - 4
Hörku Spennutryllir frá
framleiðendum“Girl with
the DragonTattoo” og
“Safe House”.