Morgunblaðið - 17.04.2012, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
Tökum að okkur trjáklippingar,
trjáfellingar og stubbatætingu.
Vandvirk og snögg þjónusta.
Sími 571 2000
www.hreinirgardar.is
Sjö punktar um
listrannsóknir
nefnist fyr-
irlestur sem Per
Zetterfalk flytur í
Listaháskólanum
í Laugarnesi í
stofu 24 á morg-
un milli kl. 12:10
og 13:00.
Zetterfalk er
leikstjóri og dósent í kvikmynda-
gerð í Luleå-háskóla í Svíþjóð. Hann
hlaut doktorsgráðu fyrir verk sitt
um sænska leikskáldið Lars Norén
frá Stockholm Academy of Drama-
tic Arts. Í fyrirlestrinum fjallar Zet-
terfalk um listrannsóknir út frá eig-
in reynslu sem rannsakandi annars
vegar og kvikmyndgerðarmaður
hins vegar. Hann ræðir þannig hina
ýmsu núningspunkta sem fyrir geta
komið í skapandi rannsóknarferli.
Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn,
er fluttur á ensku.
Per Zetterfalk
fjallar um listrann-
sóknir hjá LHÍ
Per Zetterfalk
Reykjavík Bókmenntaborg
UNESCO hefur gert áttfætta goð-
sagnahestinn Sleipni að sérstökum
félaga sínum. Í nafni Sleipnis mun
Bókmenntaborgin taka þátt í verk-
efnum sem snúa að lestrarhvatn-
ingu og skapandi starfi barna og
ungmenna.
Skáldfákurinn Sleipnir mun
standa að ýmsum lestarhvetjandi
viðburðum á vegum Bókmennta-
borgarinnar fyrir yngri kynslóð-
irnar. Sleipnir er goðsagnavera
sem gædd er þeim töfrum að geta
flogið á milli heima og er því tákn-
mynd ferðalagsins og hugarflugs-
ins sem bóklestur býður upp á.
Hans fyrsta verkefni er að bjóða
börn velkominn í Sleipnisstofu í
Ævintýrahöllinni Iðnó á Barna-
menningarhátíð daganna 17.-21.
apríl. Skipulögð dagskrá er yfir
daginn fyrir skóla og leikskóla en
eftir skólatíma geta foreldar komið
með börnin í Ævintýrahöllina og
notið fjölbreyttrar dagskrár, en
dagskrána má nálgast á vefnum
www.barnamenningarhatid.is.
Einnig er hægt að njóta vorsins í
ratleik með Sleipni sem leiðir fjöl-
skyldur í kringum Reykjavíkur-
tjörn. Í leiknum leysa börn og for-
eldar laufléttar þrautir tengdar
textum úr barnabókum.
Þess má að lokum geta að í nor-
rænni goðafræði var Sleipnir af-
kvæmi Loka að móðerni og jötna-
hestsins Svaðilfara. Sleipnir þýðir
sá sem rennur hratt áfram. Hann
var hestur Óðins og sagður bestur
allra hesta ásanna enda hafði hann
rúnir ristar á tennur sér.
Hraðskreiður Nafnið Sleipnir þýðir
sá sem rennur hratt áfram.
Sleipnir
fer á flug
Býður börn vel-
komin í Ævintýra-
höllinni Iðnó
Síðasta glæsta sagnahandritið:
AM 152 fol. nefnist erindi sem
Jóhanna Katrín Friðriksdóttir
flytur í Þjóðmenningarhúsinu
við Hverfisgötu á morgun milli
kl. 12.15 og 12.45. Erindi Jó-
hönnu Katrínar er það tólfta
og síðasta í erindaröðinni um
handrit úr safni Árna Magn-
ússonar í tilefni þess að hand-
ritasafnið er nú á varðveislu-
skrá UNESCO „Minni
heimsins“. AM 152 fol. varðveitir hina sívinsælu
Grettis sögu Ásmundarsonar auk níu fornaldar-
og riddarasagna og einnar ungrar Íslend-
ingasögu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Bókmenntir
Síðasta glæsta
sagnahandritið
Jóhanna Katrín
Friðriksdóttir
Margot Kiis kemur fram á tón-
leikum jazztónleikaraðarinnar
á KEX Hostel á Skúlagötu 28 í
kvöld. Með henni leika þeir
Agnar Már Magnússon á pí-
anó, Gunnar Hrafnsson á
kontrabassa og Erik Qvick á
trommur. Margot Kiis er fædd
í Eistlandi og er þekkt djass-
söngkona þar í landi. Hún hef-
ur búið á Íslandi síðan 1998 og
kennir djass- og dægurlaga-
söng við Tónlistarskólann á Akureyri. Árið 2007
gaf hún út djassplötuna My Romance. Tónleikar
kvöldins hefjast kl. 20:30 og standa í u.þ.b. 2 klst.
með hléi. Aðgangur ókeypis.
Tónlist
Margot Kiis
syngur djass
Margot
Kiis
Kvikmyndasafnið sýnir Le jo-
urnal d’une femme de chambre
eftir Luis Buñuel í Bæjarbíói í
kvöld kl. 20 og á laugardaginn
kemur kl. 16.
Myndin sem er frá árinu
1964 fjallar um kynja-, heim-
ilis- og samfélagspólitík.
„Buñuel fyrirleit borgara-
menninguna og þar með það
siðferði sem fylgdi trúnni, föð-
urlandsástinni og fjölskyld-
unni. Þessar undirstöður þjóðfélagsins kallaði
hann óréttlátustu stofnanir samfélagsins,“ segir
m.a. í tilkynningu frá Kvikmyndasafninu. Myndin
er sýnd með enskum texta.
Kvikmyndir
Sýna Dagbók
herbergisþernu
Plakat myndar-
innar.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Imaginary numbers nefnist nýr kvin-
tett eftir Borgar Magnason sem
frumfluttur verður á Tíbrá í Salnum í
kvöld kl. 20. „Það sem er áhugavert
við þennan kvintett er samsetningin
á hljóðfærunum,“ segir Borgar sem
sjálfur mun leika á kontrabassa á
tónleikum kvöldsins. Með honum
leika Una Sveinbjarnardóttir fiðlu-
leikari, Þórunn Ósk Marínósdóttir
víóluleikari, Matthías Nardeau óbó-
leikari og Rúnar Óskarsson klarín-
ettuleikari.
„Þetta er óvenjuleg og sjaldheyrð
hljóðfæraskipan, en að sami skapi
mjög spennandi og áferðarfalleg,“
segir Borgar og dregur ekki dul á að
hljóðfæraskipanin sé innblásin af
kvintett opus 39 eftir Prokofiev sem
einnig verður fluttur á tónleikum
kvöldsins. Spurður hvort verkin kall-
ist að öðru leyti á segist Borgar hafa
leikið sér með það að vitna í verk
Prokofievs á einum stað, enda annað
varla hægt þegar aðeins sé til eitt
annað verk í heiminum sem deili
sömu hljóðfæraskipan.
Aðspurður segir Borgar helst
hægt að lýsa verki sínu sem ein-
staklingshyggjuverki. „Í þeim skiln-
ingi að verkið er samsett af mörgum
einstökum röddum eða línum sem
mynda samhljóm þegar þær mæt-
ast,“ segir Borgar og tekur fram að
öll hljóðfærin fái að njóta sín.
„Ég hef hingað til gert mikið af því
að vinna tónlist fyrir aðra, t.d. samið
tónlist við vídeóverk, leiksýningar,
dansverk og kvikmyndir. Þetta er
hins vegar í fyrsta skiptið sem ég sem
verk þar sem tónlistin stendur ein og
sér og er ekki að þjóna neinu hlut-
verki,“ segir Borgar, en hann hefur í
gegnum tíðina unnið með tónlist-
arfólki á borð við Ben Frost, Howie
B., Björk og Áskel Másson, myndlist-
arkonuna Gabríelu Friðriksdóttur og
dansarann Ernu Ómarsdóttur.
Borgar stundaði tónlistarnám við
Tónlistarskólann í Reykjavík, Kon-
unglega Tónlistarháskólann í Brussel
og framhaldsnám hjá Etienne Sie-
bens við Lemmensinstitute í Leuven
og Mannes College of Music í New
York. Að námi loknu hefur hann
starfað sem aðstoðarkennari við Ju-
illiard School of Music í New York og
við Mannes College of Music. Hann
býr nú í Barcelona þar sem hann
vinnur við að semja tónlist og útsetja
auk þess að koma fram sem kontra-
bassaleikari víða um heim.
„Sjaldheyrð en spennandi
og falleg hljóðfæraskipan“
Nýtt verk eftir
Borgar Magnason
frumflutt í Salnum
Morgunblaðið/Golli
Miðpunktur Tónskáldið og kontrabassaleikarinn Borgar Magnason. Með honum á tónleikunum í kvöld í Salnum
leika Una Sveinbjarnardóttir, Þórunn Ósk Marínósdóttir, Rúnar Óskarsson og Matthías Nardeau.