Morgunblaðið - 19.04.2012, Page 23

Morgunblaðið - 19.04.2012, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 Sólskinsblettur í Skuggahverfinu Margir eru nú farnir að hamast í vorverkunum og þessi laghenti maður útbýr hér blómabeð á litlum bletti innan um háhýsin í Skuggahverfinu í Reykjavík. Golli Reglulega er í fjöl- miðlum umræða um skipan hæstarétt- ardómara, nú síðast í langri grein í glans- tímaritinu Mannlífi. Tengist umræðan gjarnan einhvers kon- ar pólitískri spillingu við skipan dómara við réttinn. Í þeirri um- ræðu er iðulega vegið að persónu og starfsheiðri Ólafs Barkar Þorvaldssonar með því að halda því fram að hann sé ekki hæfur til starfans og hann gangi erinda „flokksins“ eða frænda síns í dómstörfum sínum. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvaða reglur giltu um skipan dómara við Hæstarétt Ís- lands á þeim tíma sem Ólafur Börkur var skipaður dómari. Í þá- gildandi lögum skyldi Hæstiréttur gefa umsögn um hvort umsækj- endur væru hæfir til starfans á grundvelli lögfræðilegrar þekk- ingar og reynslu auk þess hvort þeir uppfylltu formlegar hæfis- reglur. Það gerði Hæstiréttur alla tíð án þess að raða umsækjendum frekar. Ráðherra gat síðan valið úr hæfum umsækjendum og gátu því ýmis sjónarmið komið til greina til að auka fjölbreytileikann í réttinum, svo sem kynjasjón- armið, ólík starfsreynsla og svo framvegis. Þegar Ólafur Börkur sótti um stöðu hæstaréttardómara gerði Hæstiréttur ekki greinarmun á hæfni hans og annarra umsækj- anda sem hann taldi hæfa til að gegna starfinu. Taldi þó í umsögn sinni æskilegra að annaðhvort Ragnar Hall eða Eiríkur Tóm- asson yrði skipaður vegna þekk- ingar þeirra á réttarfari og reynslu við lögmannsstörf. Ráð- herra mat það hins vegar svo að framhaldnám í evrópurétti væri æskilegra með hliðsjón af skipan réttarins og mikilvægi þeirrar greinar til framtíðar litið. Hægt er síðan að deila um hver hæfra umsækj- enda hefði verið æski- legastur í réttinn og hvaða sjónarmið ættu að ráða. Ólafur Börkur gerði ekkert af sér annað en að sækja um starf hæstaréttardómara eins og margir aðrir reynslumiklir héraðsdómarar höfðu gert áður og fengið. Hann uppfyllti öll hæfisskilyrði þótt sitt sýndist hverjum um hver umsækj- enda hafi verið hæfastur. Telji einhverjir ómálefnaleg sjónarmið hafa ráðið skipun hans geta menn gagnrýnt ráðherrann. Síend- urtekin skrif um skort á hæfni Ólafs Barkar og önnur niðurlægj- andi skrif um persónu hans eru ekkert annað en einelti af verstu sort. Ólafur Börkur hafði átt lang- an og farsælan feril sem dómari auk framhaldsmenntunar og því fullkomlega hæfur til að gegna starfi hæstaréttardómara. Stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og blogglúðrasveitir hljóta að geta fengið útrás fyrir pólitíska heift sína gagnvart fyrrverandi for- sætisráðherra með öðrum hætti en að vega sífellt að persónu Ólafs Barkar og efast um heilindi og hæfni hans sem dómara. Það er mál að linni. Eftir Brynjar Níelsson » Ólafur Börkur gerði ekkert af sér annað en að sækja um starf hæstaréttardómara eins og margir aðrir reynslu- miklir héraðsdómarar höfðu gert áður og feng- ið. Brynjar Níelsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Mál að linni Borgaryfirvöld hafa verið að hreykja sér af því að hafa náð sam- komulagi við ríkið um að fresta vegaframkvæmdum. Fresta öllum stórum verkefnum til ársins 2022! Spurningin er hvernig er hægt að fresta einhverju sem er ekki í gangi? Framlög til framkvæmda og við- halds vega í Reykjavík á síðasta ári voru um 100 milljónir, eða um 1% af heildarfjárhæðinni sem ríkið leggur í þann málaflokk. Framlögin voru einnig 1% 2009 og 2010! Vegir eru að skemmast hér í höfuðborginni og á höfuðborgarsvæðinu. Sárlega vant- ar fjármuni í viðhald og framkvæmdir. Það er miklu hrein- legra fyrir meirihlut- ann í borgarstjórn að segja að þeir sætti sig við að engir fjármunir verði settir í vegafram- kvæmdir í borginni. Því út á það gengur þetta samkomulag. Hvað þarf að gera? 1. Fara strax í að stöðva frekara nið- urbrot á núverandi gatnakerfi, sem er að morkna niður vegna aðgerðaleysis, niðurskurðar og fyrirhyggjuleysis undanfarinna ára. Framkvæmdir verða að hefjast strax í vor. 2. Fara í nýja stefnumótun í sam- göngumálum höfuðborgarsvæðisins undir kjörorðinu: „Sjálfbærar sam- göngur fyrir alla.“ Allir samgöngumátar eru jafn réttháir. Útgangspunktur í samgöngum eiga að vera „H-6“ (Háin sex). 1. Hreyfanleg umferð, 2. Hagkvæm umferð, 3. Hrein umferð, 4. Hindrunarlaus umferð, 5. Hljóðlát umferð og 6. Hættulaus umferð Einstaklingurinn verður að velja sér samgöngumáta sjálfur, stjórnmálamenn eiga ekki að neyða sam- göngumáta upp á fólk. Menn hafa val um að ganga, hjóla, taka strætó, aka bifhjóli, vespu eða bíl. Allir þessir þættir eiga að vinna saman. 3. Stórframkvæmdir þarf að undirbúa fljótt og vel, byggðar á fram- ansögðu. Þar eru vandamál sem þarf að leysa, sem er að koma eðlilegri hreyfingu og nýtni á stóru æðarnar þrjár, sem eru Miklabraut, Kringlu- mýrarbraut og Sæbraut. Umferð- arljósin verða að hverfa og koma þessum æðum í 60-80 km hraða, með aðgreiningu milli óvarinna vegfar- enda og þeirra sem eru varðir, þ.e. í bílum og strætó. 4. Gera nothæft umferðarlíkan af höfuðborgarsvæðinu í heild með er- lendri aðstoð. Höfuðborgarsvæðið hefur þarfir stórborgar. Það er nýtt fyrir okkur Íslendingum og við eig- um að sækja okkur þekkingu á því sviði. 5. Fara strax í litlar en mikil- vægar framkvæmdir, yfirborðs- merkingar, laga kantsteina, aðgengi fatlaðra, laga skilti og annað sem hindrar útsýni með það að markmiði að auka öryggi vegfarenda. Fyrirhyggjuleysi drepur Það er öllum ljóst að ekki eru jafn miklir fjármunir til eins og var á ákveðnu árabili. Það afsakar ekki fyrirhyggjuleysi. Það afsakar ekki slóðaskap í umferðaröryggismálum og það afsakar ekki stefnuleysi. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Það er miklu hrein- legra fyrir meiri- hlutann í borgarstjórn að segja að þeir sætti sig við að engir fjár- munir verði settir í vegaframkvæmdir í borginni. Því út á það gengur þetta sam- komulag.Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður. Hverju á að fresta? – Það eru engar framkvæmdir Framlög til nýframkvæmda, m.kr. Landið allt SV Reykjavík 20.000 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 2007 2008 2009 2010 2011 10 .8 0 1 18 .6 43 15 .9 74 12 .1 90 6. 32 6 2. 0 53 4. 76 4 2. 11 8 1. 13 1 1. 48 0 37 8 49 7 21 0 18 9 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.